Morgunblaðið - 27.10.1985, Page 7

Morgunblaðið - 27.10.1985, Page 7
•wpiflaaóT>!0 T^HUOAnn^Mfj^.oinA.jayuDHOM ' R ___________MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985___7 GEYMDU ÞESSA AUGLÝSINGU , Hún kemur sér vel ívetur EGYPTALAND C#* 15 daga ævintýri á einstöku verði 23. nóvember og 7. desember Viö efnum til tveggja hópferða til Egyptalands. Flogið er til Kaupmannahafnar og þaðan samdægurs til Kairo í Egyptalandi. A næstu tveimur vikum er síðan farið víða um landið og m.a. er þremur dögum eytt á fljótandi Sheraton-lúxushóteli sem siglir eftir Nílarfljóti. Unnt er að framlengja dvöl í Kaupmannahöfn ef óskað er. verðlð er ótrúlegt: Aðeins kr. 44.500 .■ (miðað við tvo saman i herbergi) Innlfalið: Flug um Kaupmannahöfn til Kairo, gisting með morgunverði á lúxushótelum viða um landið, fullt fæði í þrjá daga (Nílarsiglingin) og fararstjóm. 21. og 28. nóv. Spennandi nýjung fyrir sóldýrkendur - og þar að auki á skemmtilega góðu verði. Við þjóðum 14 daga ferð með gistingu á fjögurra stjömu hóteli við glæsilega strönd fyrir aðeins kr. 44.500 með hálfu fæði (tveir saman i herbergi). Flug um Kaupmannahöfn. PH SMITHFIELD landbúnaðarsýningin i.des. Þessi sýning, sem íslenskir bændurfjölmenna jafnan á, er hafsjór af fróðleik fyrir alla þá sem fylgjast með þvi nýjasta og besta i landbunaði - full af nýjungum tengdum skepnuhaldi, ræktun, vélum og tækjum. Þetta er einnig mikil og góð skemmtiferð. Fararstjóri er Cuðmundur Stefánsson. LONDON Við getum boðið islenskum ferðamönnum það þesta sem London hefur uppá að bjóða - þökk sé traustum samööndum okkar í heimsborginni. Við útvegum t.d. miða á heimsfræga söngleiki, leikrit, knattspymuleiki (ókeypis ferðir til og frá vellinum) tónleika (popp, klassík og allt þar á milli), sýningar og margt fleira. Fjöldi góðra hótela. Helgar- og vikuferðir í allan vetur. Ath! Lægra verð f nóvemberi Skíðaferð til SÓLDEN 21. des., 15. feb. og 1. mars I Sölden í Austurríki færð þú á einum stað allt sem þarf í fráþæra skíðaferð. Hvort sem þú ert einn á ferö, með fjölskylduna eða í stærri hóp. Heillandi umhverfi, mikil veðursæld, brautir við allra hæfi, veitingastaðir og skiðakennsla fyrir alla einkenna Sölden. Sölden á ekki sinn llkan - því geturðu treyst! AMSTERDAM Afslöppunar- og verslunarferð til Amsterdam að vetri til er alveg tilvalin! I helgar- og vikuferðum okkar gefst þér tækifæri til að kynnast þessari hlýlegu og óvenjulegu borg. Við önnumst að sjálfsögðu margs konar fyrirgreiðslu - útvegum miða á tónleika, sýningaro.s.frv. og bendum á góða veitinga- og skemmtistaði. Fjöldi góðra hótela! Ath! Lægra verð I nóvemberl RÓM KANARIEYJAR Vertu með i Kanaríklúbbnum í vetur! Við fljúgum í beinu leiguflugi í sólina á Gran Canaria. Leiguflugsferðirnar hefjast 17. desember, en fram að þvl bjóðum við Kanariferðir um London. Dvalartími er 5 vikur í senn, með gistingu á fyrsta flokks gististöðum að eigin vali. með Ólafi Gíslasyni 21. nóv. Ólafur Císlason, fararstjóri okkar á Italíu er flestum mönnum hæfari til þess að láta íslenska ferðamenn njóta 5 daga Rómardvalar til hins itrasta. Hann gjörþekkir borgina (og islenska ferðamenn) og kann svo sannariega að miðla af þekkingu sinni. Þetta er einstök fróðleiks-, afslöppunar- og skemmtiferð. MALTA Við aukum fjölbreytnina I ferðavali Islendinga að vetrinum og bjóðum nú Möltuferðir á hagstæðu verði. Flogið er um Kaupmanna- höfn og möguleiki á aukadvöl þar. Malta er sólrík og hlý - afslappandi staður með rnjög góðan aðbúnað fyrir ferðamenn. Athugið sérstaklega: Við bjóðum einstaklega hagstætt verð fyrir langa dvöl á Möltu. Dæmi: 10% vika á Möltu fyrir aðeins kr. 39.900 - Innifalið er flug um Kaupmannahöfn til Möltu og gisting i stórri 3ja herb. ibúð. (Miðað er við tvo saman I íbúð). HMI HANDBOLTA 25. feb. I þessari ósviknu handboltaferð fljúgum við beint til Bem og mætum í fyrsta leikinn. Við fytgjum siðan okkar mönnum á milli keppnisstaða, horfum á heimsins besta handknattleik á hverjum degi og strax að úrslitaleik loknum skellum við okkur aftur heim til islands. Eftirminnilegt handbolta- ævintýri. Fáir miðar eftir! ISRAEL önnur nýjung! Israelsferð er öllum ógleymanleg - Jerúsalem, Betlehem, Dauðahafíð og aðrir sögustaðir sjá fyrir því. Og svo eru þar auövitað fyrsta flokks sólarstrendur og gististaðir. Farið um Kaupmannahöfn. Möguleiki á aukadvöl þar. UM HEIM ALLAN Það er sama hver áfangastaðurinn er - við aðstoðum þig við að finna hagkvæmustu leiðina þangað og heim aftur, einnig gistingu, bílaleigubíla o.s.frv. - og afhendum þér farseðlana! Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SlMAR 21400 & 23727

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.