Morgunblaðið - 27.10.1985, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 27.10.1985, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985 Einar Kristján Þor- bergsson — Minning Fæddur 18. júlí 1891 Diinn 19. október 1985 Ef litið er til þeirra atburða og umskifta sem urðu á æfidögum afa míns er engu líkara en hann hafi lifað í margar aldir. Þær breyting- ar sem orðið höfðu í landinu þessi rúm þúsund ár sem liðin voru fá landnámi þegar hann fæddist, er hæpið að kalla framfarir. Arið 1891, þegar hann var í heiminn borinn vestur í Djúpi, voru harð- indatímar hér á landi. Enda stóðu þá vesturferðirnar sem hæst; af þessari fámennu þjóð tóku menn sig upp þúsundum saman, seldu aleiguna bara til að komast burt. Þetta voru kaldir vetur, hafís lá fyrir landi og ekkert af því sem nútímamenn nota til að lýsa upp langa skammdegismánuðina hafði fólk í Djúpinu grun um að yrði nokkurntíma til: miðstöðvarkynd- ing, rafmagn, fjölmiðlar, sími, vél- ar, eða þá almenn heilbrigðis- þjónusta og skólakerfi... Ég er að rifja upp þessi alkunnu sannindi vegna þess að fyrir okkur sem fædd erum á sfðari hluta 20. aldar eru þessir tímar einhver éraunveruleg fortíð úr sögubókum, óáþreifanleg og fjarlæg eins og Napóleonsstríðin eða undirritun Gamla sáttmála. Fyrir mér kvikn- aði þessi fortíð einhvernveginn ekki til lífsins af hörðum spjöldum sögunnar fyrr en nú fyrir skemmstu er afi var að segja mér frá þessum árum, og ég fann allt í einu að ég var að spjalla í hvers- dagslegum tón við mann sem hafði lifað þessa tíma, fyrir honum voru ýmsir atburðir frá nítjándu öld í rauninni ekkert óraunverulegri fortíð en sjónvarpsdagskráin frá kvöldinu áður. Ég man sérstaklega eftir einu atviki þar sem ég fann hvernig óratímar, hátt í tvær aldir, geta skroppið saman í eitt augna- blik. Þá var afi að segja mér frá því þegar hann sjálfur hitti síðast afa sinn, einhverntíma í lok síð- ustu aldar. Við sitjum í hvers- dagslegum samræðum nú árið 1985 uppá 6. hæð Borgarspítalans, og hann er að segja mér frá spjalli sfnu við þennan langalangafa minn, sem var samtímamaður Fjölnismanna, hann var fæddur á dögum Napóleons ... Þessi afi hans afa hét líka Einar og var Fransson. Hann var, frétti ég fyrir skömmu, skáld og hagyrð- ingur; afi var einmitt að fara með visu eftir hann umræddan dag uppá Borgarspítala. Afi og allt hans fólk, móðurætt mín, þetta er fólk nytsemishyggju. Jarðbundnir vestfirskir dugnaðarforkar. Það er trú manna af þessum slóðum að hlutir eins og árátta til listrænnar sköpunar hljóti að vera á einhvern hátt meðfæddir. Það „hafi menn úr einhverri ætt“, og stundum fann ég á mömmu þegar við systkinin fór- um fyrst að sýna taugar til að föndra við listir að hún hafði ekki trú á að við hefðum þetta úr sinni ætt. Því þótti mér vænt um að heyra að afi hans afa hefði verið að fást við þetta sama og ég þetta löngu síðar, að banga saman skáld- skap. Því það er heiður af því að geta rakið einhvern andlegan skyldleika til Einars Þorbergsson- ar og hans fólks. Það var alltaf skemmtilegt að vera nálægt afa. Allir eiga sér bjartar bernskuminningar og þeg- ar ég hugsa til minna æskuára koma oft uppí hugann sumrin meðan amma lifði og ég fékk stundum að vera hjá þeim, kannski um mánaðartíma, vestur á ísafirði í gamla húsinu þeirra við Fjarðar- stræti 27, beint á móti Slökkvistöð- inni þar sem hrafnarnir bjuggu í turninum og vöktu mig með krúnki sínu á hverjum morgni. Og síðar- meir fjölskylduboðin hérna fyrir sunnan þar sem hann var yfirleitt í miðpunkti, enda vissi hann ekk- ert skemmtilegra en vera innanum fólk þegar stemmningin var góð og alltaf þegar einhver sagði eitt- hvað fyndið eða merkilegt hló hann sínum sérstaka ískrandi hlátri. Hann hafði feiknalegt minni og var í engum vandræðum með að reka sér miklu yngra fólk á stampinn í þeim efnum. Það var stórmerkilegt að þótt hann næði þessum háa aldri virtist aldrei örla á því hjá honum sem kallað er kölkun, ekki aðeins að langtíma- minnið væri óbilandi, heldur líka fylgdist hann með smáu og stóru sem fram fór í kringum hann alveg framundir það síðasta, hvort sem það voru viðburðir í fjölskyldunni, landsmálatfðindi eða heimsfréttir. Hann átti átta börn, við barna- börnin erum tuttugu telst mér til í fljótu bragði, og barnabarna- börnunum fjölgar óðum. Hann vissi alltaf útí hörgul hvar allur þessi sægur væri niðurkominn, hvað hver og einn væri að gera. Ég held það sé ekki lengra síðan en í jólaboði í fyrra að upphófst mikið spjall um tíðindi frá lsafirði, sem var heimabær hans í u.þ.b. sextíu ár. Hvaða fyrirtæki eða verslanir hefðu verið stofnuð, lögð niður eða flutt um set á þessum tíu til fimmt- án árum sem liin voru frá því hann fluttist þaðan, hvað hefði gerst í útgerð, samgöngum o.s.frv. Og þá kom á daginn að hann var talsvert betur heima í þessum efnum en dætur hans, ágætlega minnugar manneskjur, mörgum áratugum yngri. Síðasta árið sem hann lifði var hann á öldrunardeild Borgarspít- alans. Líklega var örlítill kvíði f bömum hans þegar hann var flutt- ur þangað, honum hafði liðið vel hjá Bryndísi dóttur sinni á Vestur- brúninni þar sem hann hafði búið mörg undanfarin ár, og aldrei gott að vita hvernig svona gamalt fólk muni taka miklum umskiftum á sínum högum. En það reyndist ástæðulaust að hafa miklar áhyggjur af honum afa, hann var kannski búinn að upplifa svo miklar breytingar um æfina að hann var hættur að kippa sér upp við þær. Hann var líka svo hrifinn af ýmsum nútímaframförum, hann heillaðist af þessu risastóra húsi, lyftunni sem brunaði upp og niður 14 hæðir, öllum þessum feiknalegu göngum og salarkynn- um. — Þetta er jafnvel stærra en Slökkvistöðin á ísafirði! sagði hann og hló. — En hvernig líkar þér við gamla fólkið sem er með þér á deildinni? var hann spurður. — Það er nú orðið ansi kalkað sumt, sagði hann. En hann sagðist ekki kippa sér upp við það, því margt af starfsfólkinu væri mjög viðræðugott, skemmtilegt og vel heima á ýmsum sviðum. Amma heitin hét Sigríður Valdi- marsdóttir, hún dó fyrir tuttugu árum. Þau afi eignuðust átta börn á árunum 1923—38. Valdimar er elstur, þá kom Camilla móðir mín, síðan Salvar, Bragi, Bryndís, Kristín, Bima og yngstur er Einar S. Maður veit að það hefur ekki verið neitt auðvelt fyrir isfirskt alþýðufólk að hafa stóran barna- hóp á framfæri á þessum árum. Á fjórða áratugnum, þegar börnin voru ung, voru harðindatímar hér á landi. Kreppa, atvinnuleysi, vöruskortur og hallæri. Það eitt að skila af sér átta börnum hraust- um til fullorðinsára var afrek útaf fyrir sig, og það tókst ömmu og afa. En það hefur líka án efa kost- að gifurlega vinnu og sjálfsafneit- un. í marga áratugi stundaði afi sjóinn, ýmist sem trillukarl eða háseti á litlum dekkbátum. Þetta voru tímar frægra sjósóknara frá Isafirði, tímar mikilla aflafor- manna eins og þeirra sem kallaðir voru Stórguðmundarnir, en afi var i skipsrúmi hjá flestum þeirra. Af áhöfnum þessara báta fóru miklar sögur sem hafa verið færðar í let- ur, meðal annars í ágætri bók Torfa Halldórssonar og Ásgeirs Jakobssonar: Sigling fyrir núpa. Þessi bók er hetjusaga, eins og eflaust efni standa til, en þó draga höfundarnir ekkert undan því að oft hafi þetta verið hálfgert þræla- líf; endalausar vökur, vosbúð, harðræði og stundum mikið úthald í lífshættulegum veðrum. Ég hafði lesið bókina og var að spyrja afa útí þessa sjósókn. Og hann svaraði mér og sagði frá í fremur hvers- dagslegum tón, þetta hafi bara Elskulegur sonur okkar, bróöir, faöir og ástvinur, HAFLIÐI GÍSLI GUNNARSSON, Kjalarlandi 25, er lést af slysförum 20. þ.m. veröur jarösunginn frá Fossvogs- kapellu þriöjudaginn 29. október kl. 10.30. Gunnar Sigurgíslason, Ásdia Hafliöadóttir, Linda Gunnarsdóttir, Nína Gunnarsdóttir, Ásdis Hafliöadóttir, Arnfríður Tómasdóttir. Faöirokkar, EINAR KR. ÞORBERGSSON fró ísafiröi, Vesturbrún 28, Raykjavík, sem lést þann 19. október sl., veröur jarösunginn frá Áskirkju mánu daginn 28. október kl. 13.30. Valdimar Einarsson, Salvar Einarsson, Bryndís I. Einarsdóttir, Birna G. Einarsdóttir, Camilla Einarsdóttir, Bragi Einarsson, Kristín R. Einarsdóttir, Einar S. Einarsson og Ijölskyldur. t Maöurinn minn, faöir, tengdafaöir og afi, SÍMON MÁRUSSON fró Siglufirði, veröur jarösunginn frá þjóökirkjunni í Hafnarfiröi þriöjudaginn 29. október nk., kl. 13.30. Ólöf Bessadóttir, Júlíana Símonardóttir, Bjarni E. Bjarnason, Ingibjörg Símonardóttir, Atli Dagbjartsson, Katrín Júlíusdóttir, Sigurpóll A. ísfjöró og barnabörn. + Systirokkar, ÓLÖF JÓNSDÓTTIR, veröur jarösungin frá Egilsstaöakirkju mánudaginn 28. október kl. 14.00. Unnur Jónsdóttir, Pétur jónsson. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, GUDMUNDUR PÉTURSSON fró Ófeigsfirói, Víóihvammi 32, Kópavogi, sem lést í Borgarspítalanum sunnudaginn 20. október sl. veróur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 28. október nk. kl. 15.00. Bóra Guðmundsdóttir, Sjöfn Guömundsdóttir, Pétur Guómundsson, Ingibjörg Guómundsdóttir, Torfi Þ. Guömundsson, Ásgeir Guömundsson, Böðvar Guðmundsson, Elln Guömundsdóttir, Magnús Gíslason, RagnarJakobsson, Margrét Eggertsdóttir, Þorvaldur Pólsson, Helga Rósantsdóttir, Inga Waage, Hrönn Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, VILBERGS S. HELGASONAR, Holtagerói 78, Kópavogi. Margrót N. Guójónsdóttir, Elsa K. Vilbergsdóttir, Sveinn Mór Gunnarsson, Guójón S. Vilbergsson, Ásrún Kristjónsdóttir, og barnabörn. verið einsog hvert annað starf sem menn þurftu að vinna. En þó var hann ekki að reyna að fegra neitt. Þegar ég spurði hvort þetta hafi ekki oft verið kalt og erfitt svaraði hann að bragði: — Ojú, það var það! Svo leit hann glottandi á mig og það sauð í honum hláturinn, hefur eflaust hugsað að ekki þýddi að skýra það nánar fyrir strák- hvolpnum. Þ6 svo megnið af þeim miklu umskiftum sem urðu á ævidögum afa kallist framfarir er útilokað að telja að allar hafi þær verið til góðs: meðan hann lifði urðu til að mynda mestu styrjaldir og fjölda- morð veraldarsögunnar. Margir þeirra sem ná svona háum aldri verða mjög styggir útí nútímann, kvarta sáran og finnst öllu hafa farið aftur um sína daga. Hitt er líka algengt að gamalt fólk súti mjög að hafa þurft að lifa æsku sína í hinni erfiðu fortíð. Og þar með farið á mis við mörg þeirra tækifæra sem þeim yngri standa til boða. En afi virtist taka öllum breytingum með fullkominni sál- arró, að heyra um stórbrotnar nýjungar þótti honum bara spenn- andi, þær komu honum 1 gott skap. Ég man til dæmis eftir því hvað honum þótti skemmtilegt að láta elstu systur mína segja sér flug- sögur hér á árunum þegar hún vann sem flugfreyja, enda auðskil- ið að manni sem fæddur er á raf- magnslausum sveitabæ í Djúpinu á nítjándu öld hefur hlotið að þykja eitthvað magnað við það að vinna um borð í þotu sem á ör- skotsstund flýgur með mörg- hundruð manns yfir í næstu heimsálfur. Afi var af alþýðufólki, missti ungur föður sinn og var farinn að vinna fyrir sér á barnsaldri. En það virtist aldrei hvarfla að honum að vera með einhvern bölmóð. Þegar hann var að segja mér sögur af sjómennsku sinni spurði ég uppúr þurru hvort það hafi aldrei hvarflað að honum að skrifa ævi- sögu sína. — Ég hef nú varla neina menntun til þess, svaraði hann. — Þarf svo mikla menntun til þess? spurði ég. — Ja, ég veit ekki hversu mikla menntun þarf, svaraði hann, en ég hef aldrei komið á skólabekk! Þegar ég varð hljóður og hugsi við hló hann og fór að segja mér frá einhverjum gömlum manni á bæ þar sem hann var matvinnugur sem krakki, sem hafi kennt sér að lesa. Og sú kennsla virðist hafa dugað vel, því hann var bókamað- ur, átti vænan bókaskáp og las mikið meðan hann hafði sjón til. Eins og ég sagði áður mótaði verðmætamat nytsemishyggjunn- ar afa og hans fólk. Það er vel skiljanlegt að hann með stóra fjöl- skyldu á framfæri á þessum erfiðu tímum hafi mátt loka sig af fyrir öllum kvíða, sjálfsvorkunn eða sút, í það minnsta byrgja slíkt kirfilega inni. Á þessum áratugum sem hann var á sjónum komst hann ekkert heim langtímum saman; snemma árs sigldu vestfirsku bát- arnir suður fyrir land á vertíð, voru fram á vor, þá tók kannski við sumarveftíð á síld fyrirnorður- landi, og þannig liðu mánuðir eftir mánuði án þess hann sæi fjöl- skyldu sína. Eitt árið, sagði hann mér, lágu þeir tæpan hálfan mán- uð yfir jól og nýár í vari á litlum bát í einhverri klettavík á Horn- ströndum. Litlu bátshorni. Heima á ísafirði voru konan hans og öll börnin að halda jól. — Og varstu ekki með heimþrá? spurði ég. En þá varð afi orðlaus. Það var næst- um eins og hann skildi ekki hvað ég var að meina. Heimþrá?! Nei, það var víst ekki tími til að láta einhverja tilfinningasemi ná tök- um á sér. Eftir að hann hætti á sjónum vann hann um árabil á timburlag- er á tsafirði. Svo þegar hann var orðinn ekkjumaður og kominn suður var hann nokkur sumur hjá syni sínum Braga sem á Eden í Hveragerði, og þar kunni afi vel við sig. Gat haft nóg fyrir stafni ef það passaði honum og alltaf fullt af fólki í kringum hann. Nú gerðist það einhverntíma, hef ég heyrt, að Bragi var að fá sér ein- hverjar veggklæðningu. í eldhúsið held ég, heima hjá sér. Þetta voru þunnir trélistar sem lima átti á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.