Morgunblaðið - 27.10.1985, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985
63
DÖUN
4C0NCWUA
MOUNT
MCKINLEY
MONT BLANC
FUJÍYAMA
sterkir sólargeislarnir í gegn annað slagið.
Þá hlýnaði skyndilega, en annars var smá
vindur og dálítil snjókoma.
Hvílíkt útsýni!
Líklega hefur það tekið mig um 30.
mínútur að komast síðustu 100 metrana á
tindinn og nú aldrei þessu vant kom gamla
þrjóskan að góðum notum. Loks eftir 5 Vi
tíma puð stóð ég á tindinum. „Hvílíkt út-
sýni.“ Hvítt og ekkert nema hvítt. Ég hefði
þess vegna alveg eins getað staðið upp á
Esju í snjókomu. En það var verk að vinna,
taka sjálfsmyndir, með merki hinna ýmsu
styrktaraðila. Ekki fann ég fyrir neinum
ofskynjunum né brenglaðri hugsun eins
og margir fjallamenn hafa orðið fyrir
vegna súrefnisleysis þótt móður og þreytt-
ur væri. Eftir um hálftíma dvöl á tindinum
var kominn tími til að fara niður.
Flest slys í fjallgöngum verða á niður-
leið. Þá eru menn þreyttir og oft kærulaus-
ir. Það var því mikilvægt að fara að öllu
með gát, því smámistök gætu endað 3.000
m neðar. Nýr snjór hafði fallið og vildi
hann hlaðast undir mannbroddana, sem
er stórhættulegt. Á tímabili varð ég að
standa á öðrum fæti í hverju skrefi og slá
með ísöxinni í brodddana til að hreinsa
undan þeim. Það var óskaplega þreytandi
og tók langan tíma að ganga með þessu
móti. En þetta lagaðist er neðar drót.
Kaltbaöíbala
Það var langt liðið á daginn er ég komst
niður í tjald í 5.700 m, en þar beið Doug.
Þar gistum við um nóttina ásamt nokkrum
Austurríkismönnum er voru að bíða færis
á fjallið. Daginn eftir fórum við alla leið
niður í Aðalbúðir. Þar beið okkar mikill
matur og kalt bað í bala. Næstu dagar
voru teknir rólega meðan menn söfnuðu
kröftum. Nú var ekki laust við að löngun
i góðan mat og vestræna menningu væri
farin að segja til sín, enda hafði ég verið
án hennar í næstum tvo mánuði. Nú var
aðaltakmarkinu náð, og við Anna og Jonni
ákváðum að halda heim á leið. Þeir sem
urðu eftir ætluðu að reyna við Rakaposhi
og ef tími gæfist til, Nanga Parbat, níunda
hæsta fjall jarðar. Heimferðin gekk að
óskum að mestu, hitinn var ekki alveg eins
óþolandi vegna þess að monsúnrigningarn-
ar höfðu náð að hluta til Pakistan. Eftir
nokkurra daga bið í Gilgit eftir flugi sem
aldrei var farið fórum við með áætlunar-
bifreið til Islamabad. Það er ferðalag sem
ekki er hægt að mæla með. 16 tíma hrað-
akstur utan í þverhnýpi, með alveg ótrú-
lega þröngt á milli sætanna þannig að blóð-
ið rann treglega um útlimina. Frá Pakistan
flugum við þann 8. ágúst.
Stuttu eftir að við fórum frá Aðalbúðum
lést einn félagi í austurriska leiðangrinum
á Rakaposhi East. Eftir það reyndu Bret-
arnir við Nanga Parbat, en urðu frá að
hverfa þegar einn þeirra veiktist af fjalla-'
veiki í 6.000 m hæð. Það sem óvenjulegt
má telja við þennan leiðangur, eru hin
ótrulega miklu veikindi sem hrjáðu leið-
angursmenn. Allir veiktumst við að meira
Leiðin, sem Helgi fór frá Aðalbúðum upp á tind
eða minna leyti. Alls urðu sjö manns að
snúa heim vegna veikinda. í dag hafa þó
flestir náð sér að fullu og eru þegar farnir
að spá í næstu ævintýri.
Kftirtöldum aðilum eru bestu þakkir veittar fyrir
góðan stuðning:
Adidas-umboðið, Kreditkort sf., Flugleiðir,
Fudji-umboðið, Gefafoto, Halldór Erlendsson
hf., Hjálparsveit skáta Reykjavík, Hjólbarðahöll-
in, ÍSAL, LHS, Morgunblaðið, Pálmason og
Valsson, R. Sigmundsson, Seglagerðin Ægir,
Skátabúðin, Sveinn Egilsson hf., Sölustofnun
Lagmetis, Utilíf, Vífilfell, Þýsk-íslenska.
Texti: HELGI BENEDIKTSSON
Diran. Minapin-jökull { forgrunni.
HÆÐARMISMUNUR A ÞEKKTUM
FJÖLLUM í HEIMINUM
MT. EVEREST
NANCAPARBG
4000 m
r
Helgi við komuna niður í Aðalbúðir eftir 5 daga á fjallinu.