Morgunblaðið - 27.10.1985, Síða 25

Morgunblaðið - 27.10.1985, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985 25 Ingólfur Arnarson form Island Myndlist Valtýr Pétursson Nú er að enda sina löngu reisu listiðnaðarsýning frá Islandi, sem opnuð var í Helsingfors fyrir einum tíu mánuðum í sambandi við forsetaheimsókn Vigdísar Finnbogadóttur til Finna. Síðan hefur leiðin legið víða um Norð- urlönd, og er ekki að efa, að sýn- ingin hefur fengið góðar við- tökur, enda er hún mjög fjölþætt að efniviði og gott sýnishorn af listiðnaði okkar eins og stendur. Það eru nútímaverk fyrst og fremst sem á þessari sýningu eru, og óneitanlega eiga þau svolítið skylt við viðlíka fram- leiðslu á Norðurlöndum, en þó má greina önnur og fjarlægari áhrif í sumum þessara verka, og mér er næst að segja, að við hér úti í miðju Atlantshafi lítum í fleiri áttir með aðföng til listiðju en frændur okkar á megin- landinu. Um það er ekkert nema gott að segja, og okkar fólki er akkur í að hafa jafnan sem víð- astan sjóndeildarhring. Mér þótti fróðlegt og skemmtilegt að sjá þessa sýningu, og hún er afar vel sett upp í sölum Norræna hússins og sýningargripir njóta sín vel. Hvert verk virðist komast til skila, og hvergi er þröngt á þingi. Þarna er keramík, gler, textíll, ljósmyndir, gullsmíði, grafík, listræn hönnun og hús- gögn. Höfundar eru nokkuð margir, og yrði of langt mál að telja þá upp hér, enda vart þörf á slíku, þar sem heildarsvipur sýningarinnar er fremur öðru merkilegur og sýnir, hvar við hér á íslandi erum á vegi stödd, hvað Stefán Snæbjörnsson: Lampa, 1983/Valaisin Jónfna Guönadóttir: Lek meg Sgg, 1983/Munaleikki listiðnað snertir. Þessi sýning er að vissu leyti ávinningur fyrir listiðnað hér á landi, og þarna má finna alls konar hluti, sem koma svolítið á óvart. Samt hefur flest af því, sem sýnt er, komið fyrir almenningssjónir hér áður, en ekki í eins sterkri heild og nú á þessari sýningu. Falleg sýningarskrá með miklu lesmáli fylgir þessari sýn- ingu, og ég er viss um, að fólki á hinum Norðurlöndunum hefur þótt fengur að henni og þeim upplýsingum, sem þar er að finna. Ég vil að lokum láta þá ósk f ljós vegna þessarar sýning- ar, að hér verði ekki staðar numið. Þetta er hin besta land- kynning og ætti að fara víðar, ekki hvað sist á þeim tímum, þegar útlendingar eru farnir að gera sér ferð til landsins til að eignast prjónles og aðra fslenska framleiðslu. Sem sagt, merkileg sýning, sem skemmtilegt og fróð- legt er að skoða. Jens GuÖjónsson: Silverskál, 1979/Houeakulho Sveinn Kjarval: Stol, 1953/Tuoli IWyndlist Valtýf Pétursson Ungur maður að nafni Ingólfur Arnarson hefur komið verkum sínum fyrir í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Þar eru blýantsteikn- ingar og svokallaðar installa- tions, en ekki kann ég að skýra það nafn eða fara með á íslenskri tungu, og því verður að gera sér þetta engilsaxneska nafn að góðu. En þarna er um nokkurs konar skúlptúr að ræða, og nú segja fróðir menn sjálfsagt, að ég fari úr öskunni f eldinn. Ekki meir um það. Ingólfur Arnarson er mennt- aður hér heima og síðar í Hol- landi, og sýna verk hans greinileg áhrif af því, sem stundað hefur f þvísa landi á undanförnum tímum. Ekki veit ég, hvort þeir í hinu flata Hollandi eru enn við sama heygarðshornið og læt mér í léttu rúmi liggja, en við hér á hjara veraldar höfum um nokk- urn tíma verið trakteraðir all- mjög á hollenskri listmenningu, og ef til vill helst til mikið á afmarkaðri listastefnu, sem virð- ist eiga afar vel við þau ung- menni okkar, sem send eru utan til framhaldsnáms í myndlistar- fræðum. Það er ekki mikið að segja um þessar teikningar Ingólfs, nema hvað þær eru mjúkar og við- kvæmar í tónum og hvergi mikil átök og eru þær því miklar and- stæður við teikningar Kjarvals, sem um þessar mundir eru víða til sýnis. Þessi verk sögðu mér ekki mikið, en þau eru látlaus og eiga sér uppruna í nánasta umhverfi þessa unga listamanns. C0MM0D0RE 64 Tölva sem vit er í COMMODORE 64 er hentug tölva jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. Viö hana er fáanlegur fjöldi forrita af ýmsum gerðum fyrir flestra þarfir, enda býöur COMMODORE 64 upp á eitt stærsta úrval forrita sem fáanlegt er á eina heimilis- tölvu. Þaö er útbreiddur misskilningur aö dýr tölvukerfi þurfi til einfaldra og gagnlegra starfa: RITVÍSIR 64 er sérlega öflugt ritvinnsluforrit með möguleika sem hingað til hafa aöeins fengist á margfalt dýrari tölvum. Og nú er komið gagna- safnsforrit: GAGNAGRUNNUR 64 meö rööun eftir íslenska stafrófinu! Meö báöum forritum eru allar leiöbeiningar á ís- lensku! Viö COMMODORE 64 heimilistölvuna er til fjöldi fylgitækja, svo sem segulband, diskettudrif, prentari, teiknari, skjár, stýripinnar og fleira. Þaö sem meira er: öll tengi fyrir jaöar- tækin eru innbyggö í COMMODORE 64! Þegar þú athugar kaup á heimilistölvu þá skiptir fjöldi fáan- legra forrita mestu máli. Þaö er ein tölva sem stendur upp úr hvaö þaö varðar: COMMODORE 64. Líttu við hjá okkur eöa útsölustöðum okkar úti um allt land.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.