Morgunblaðið - 27.10.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.10.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985 „Góðir punktar — nýtt dagskrárgerðarfyrirtæki: Gerði samning við Hag- vang og Gallup um gerð íslensks vinsældalista NÝSTOFNAÐ fyrirtæki „Góðir punktar" hefur gert samníng við Gallup- stofnunina um framleiðslu íslcnsks vinsældalista, en Gallup sá um hönnun vinsældalistans sem notaður er í Englandi. Hagvangur, umboðsaðili Gallup hér á landi, kemur síðan til með að vinna listann vikulega fyrir „Góða punkta“, og er ætlunin að selja listann til staðbundinna útvarpsstöðva víða um land, sem væntanlega hefja frjálsan útvarpsrekstur um áramótin. „Vinsældalistinn verður líklega ekki tilbúinn fyrr en eftir u.þ.b. ár. Hann verður með gjörbreyttu sniði frá því sem nú tíðkast á rás 2. T.d. verður tekið úrtak hóps á vissum aldri og hringt í folkið i stað þess að hlustendur hringi sjálfir eins og nú tíðkast á rás 2,“ sagði Jón Axel ólafsson, einn eig- enda „Góðra punkta“, í samtali við Morgunblaðið. Fyrirtækið mun starfa að al- hliða dagskrárgerð með það fyrir augum að selja þættina hverjum sem kaupa vill. Jón Axel sagði að hann ásamt öðrum eigendum, Páli Þorsteinssyni, Ásgeiri Tómassyni og Nikulási Róbertssyni, hefðu komið sér upp fullkomnu hljóðveri og væri það vissulega freistandi að fara út í útvarpsrekstur. Það vantaði ekkert nema sendinn. Þó yrði líklega ekkert úr því þar sem fyrirtækið ætlaði sér að framleiða efni fyrir aðrar stöðvar á landinu og væri því óviðeigandi að fara út í samkeppni við þær. Aðspurður um kostnað fyrir- tækisins vildi Jón Axel ekki nefna tölur en sagði að það væri andvirði margra íbúða. Tæknibúnaðurinn væri mjögdýr. Undanfarna viku hafa staðið yfir námskeið í dagskrárgerð á vegum „Góðra punkta". „Óhjá- kvæmilega fer að vanta gott dag- skrárgerðarfólk þegar útvarps- stöðvarnar fara að spretta upp eftir áramótin svo við v ljum gefa nýju og fersku fólki tæk færi á að spreyta sig við vinnslu út varpsefn- is jafnframt því sem það skapar sér ný atvinnutækifæri í leiðinni." Námskeiðin eru haldin í hljóð- veri fyrirtækisins. Leiðbeinendur eru þeir Páll, Ásgeir og Jón Axel auk Hreins Valdimarssonar, tæknimanns, Gunnars Eyjólfsson- ar, sem leiðbeinir í framsögn, og ólafs Haukssonar, fjölmiðlafræð- ings, sem ræðir um stöðu útvarps- mála vítt og breitt. Námskeiðun- um lýkur með heimsókn á rás 2. Lokið er einu námskeiði og gera forráðamenn fyrirtækisins fyrir einu til tveimur námskeiðum í viðbót. KOMA AFTUR Vegna fjölda áskorana hefur nú tekist aö fá hina Matsediii frábæru Searchers til að koma aftur til íslands Koniakslöguó humarsupa og skemmta í I I l \l VV\> 15. og 16. nóvember. Fylltur gnsahryggur m/vinmarineruó- Síöast þegar Searchers komu fram í Broadway ism/pemmogroxtum. var fullt hús og fólk skemmti sér konunglega. Því -----------------—------------------1 miöur komust þá færri aö en vildu en úr því er nú PANTIÐ bætt og hvetjum viö því gesti okkar til aö tryggja BORÐ SEM FYRST sér nú miöa tímanlega. í SÍMA 77500. Morgunblaðið/RAX ÓBOÐINN GESTUR Það atvik varð á föstudag að sendibifreið rann á gluggapóst blóma- verslunarinnar Blóm & Grænmeti á Skólavörðustíg. Engin slys urðu á fólki og skemmdir óverulegar. Svarfaöardalur: 6 bæir vegasambands- lausir vegna vatnavaxta Dalvík, 25. október. ÓHEMJU vatnsveður hefur verið í Svarfaðardal og á Dalvík með þeim afleiðingum af mikill vöxtur hefur hlaupið í ár og læki þannig að sex bæir í Svarfaðardal eru vegasam- bandslausir. í fyrradag byrjaði að rigna eftir samfelldan góðviðriskafla. Úrkoma varð svo mikil að bændur í Svarfað- ardal muna hana vart meiri. I gær kólnaði í veðri og úrkoma breyttist í snjókomu eða slyddu, svo jörð var hvít niður undir byggð. Með kvöld- inu hlýnaði og snjó tók upp að nýju jafnhliða því að úrkoma jókst enn. Að sögn Jóns Þórarinssonar bónda á Hæringsstöðum í Svarfaðardal var jörð orðin svo blaut að hún tók ekki meiri vætu og streymdi vatnið niður eftir fiallshlíðum og túnum í stríðum straumum. Við það hljóp svo mikill vöxtur í Svarfaðardalsá að gróf sundur vegi við brýr heim að fjórum bæjum í Svarfaðardal, en það eru bæirnir Búrfell, Hær- ingsstaðir, Skeið og Kot. Þá rauf Sandá vegina að bæjunum Þor- steinsstöðum og Atlastöðum. Brögð voru að því að sauðfé var umflotið á graseyjum í flóðinu og að sögn Jóns gerist það ekki að öllu í vorleysingum að þessir gras- hólmar verði umflotnir vatni. Sauð- fé var þó víðast hvar tekið á hús, en hross báru sig illa í votviðrinu. Undir kvöld föstudags var úrkoman í rénun og þar af leiðandi vatns- flaumur í ám og lækjum minnk- andi. Fréttaritarar Hollywood: Nýr Islandsmeistari í diskódansi krýndur ÚRSLIT í íslandsmeistarakeppni í diskódansi verða ráðin í Hollywood í kvöld, sunnudagskvöld. Þá keppa til úrslita þeir dansarar, sem borið hafa sigur úr býtum í undanrásum þessarar keppni, sem áður hafa farið fram í Hollywood. Sigurvegarinn í keppninni mun taka þátt í heimsmeistarakeppni í diskódansi, sem fer fram í skemmtistaðnum Hippodrome í London 4. desember næstkomandi. Er það sama keppnin og Ástrós Gunnarsdóttir tók þátt í á síðasta ári, en þáttur frá keppninni var sýndur í íslenska sjónvarpinu á sinum tíma. Ástrós vakti mikla athygli í þessari keppni og hafnaði í fjórða sæti. Dómnefnd, sem velur sigurvegar- ann í kvöld, er skipuð eftirtöldum aðilum: Ástrós Gunnarsdóttir, frá- farandi íslandsmeistari i diskó- dansi, Kolbrún Aðalsteinsdóttir, danskennari, Bára Magnúsdóttir, danskennari, Erla Haraldsdóttir, stjórnarmaður í Danskennarasam- bandi fslands, og Ingvar Karlsson, framkvæmdastjóri. Auk keppninn- ar i kvöld verður tiskusýning á vegum Hollywood Models og Bobby Harrison og félagar munu leika af fingrum fram. „Við særum ríkisstjórn og Alþingi við sól og báru“ í FRÁSÖGN blaðsins í gær af ráð- stefnu um Þjóðarbókhlöðu var farið rangt með lokaorð í ræðu Finnboga Guðmundssonar landsbókavarðar. Hér birtist orðréttur lokakafli ræð- unnar: „Ég sagði áðan, að fjármálaráð- herra, núverandi iðnaðarráðherra, hefði i góða veðrinu i vor veitt nokkra aukafjárveitingu til fram- kvæmda við bókhlöðuna. Maður hélt þá af meðfæddri bjartsýni, að þar með hefði blað verið brotið. En þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram á Alþingi nú í vikunni með 5 millj. króna framlagi til Þjóðarbókhlöðu, sást, að auka- glaðningurinn hafði einungis verið „hrævareldur, sem narrar fólk“, eins og Nóbelskáldið kemst ein- hvers staðar að orði. Með sama áframhaldi og hingað til mun okkur ekki endast öldin til að ljúka bókhlöðusmíðinni. Við hljótum að vænta þess, að fjárveitingin til Þjóðarbókhíöðu verði í meðförum stjórnar og þings tekin til gagngerrar endurskoðun- ar. Á liðnum árum hefur ekki skort fé til byggingar fjölmargra orku- vera langt uppi í landi — og langt umfram þörf, eins og nú horfir, en til að reisa eitt andlegt orkuver, Þjóðarbókhlöðu, í byggð, fæst naumast nokkurt fé, sem um munar, árum saman. Þessari þró- un verður að snúa við. Við særum ríkisstjórn og Al- þingi við sól og báru í þessu mikla nauðsynj amáli.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.