Morgunblaðið - 27.10.1985, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 27.10.1985, Blaðsíða 53
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985 53 Minning: Guðmundur Sigurðsr son frá Ottarsstöðum Fimmtudaginn 17. þ.m. var gerð frá Hafnarfjarðarkirkju útför Guðmundar Sigurðssonar frá Óttarstöðum, en hann andaðist á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 11. þ.m. eftir stutta sjúkdómslegu. Guðmundur fæddist á Ottar- stöðum 5. apríl 1909, sonur hjón- anna Sigurðar heitins Sigurðsson- ar útvegsbónda þar og konu hans Guðrúnar Bergsteinsdóttur. Guðmundur ólst upp á óttar- stöðum og barn að aldri fór hann að fylgjast með, þegar unnið var við smíðar, og ungur byggði hann sinn fyrsta bát. Hann ól allan sinn aldur á óttarstöðum og vann nær eingöngu við bátasmíðar og við- gerðir. Áður en löngum og giftu- drjúgum starfsdegi hans lauk hafði hann einn smíðað yfir eitt hundrað báta, auk allra viðgerða og annarra smíða. Var hann jafn- vígur á tré og járn, og fyrir nokkr- um árum smíðaði hann undur- fagran ljósaboga úr járni, sem er yfir altarinu í Landakirkju í Vest- mannaeyjum. Sá gripur einn væri ærinn minnisvarði um þennan fá- Hólmavík: Fundur um jafnrétti milli landshluta Broddanesi, 20. október. SUNNUDAGINN 20. október var haldinn í Hólmavíkurskóla kynn- ingarfundur á vegum Samtaka um jafnrétti milli landshluta. Fundinn sótti fólk af Hólmavík og úr nær- liggjandi byggðarlögum. Samtök um jafnrétti milli landshluta eða SJL hafa það að markmiði að draga úr miðstýr- ingu valds frá höfuðborgarsvæð- inu og stefna að jafnari valddreif- ingu. í kynningarbréfi frá SJL segir að til þess að svo megi verða telji samtökin nauðsynlegt að gera nokkrar grundvallarbreytingar á stjórnarskrá íslands og hafa verið lögð fram drög að þeim breyting- um. Þar er gert ráð fyrir að land- inu verði skipt í fylki sem hafi víðtæka sjálfstjórn og ráðstöfun- arrétt á tekjum sínum. Framsöguerindi á kynningar- fundinum héldu þau Hólmfríður Bjarnadóttir, Hvammstanga, og Bjöm Sigvaldason, Litlu-Ásgeirsá í Víðdal. Á fundinum var kosin undir- búningsnefnd fyrir stofnun nýrrar deildar í Strandasýslu. Þau sem kosin voru í nefndina eru Stefán Gíslason, Hólmavík, Sigurður Jónsson Felli, Grímur Benedikts- son, Kirkjubóli, Sigurrós Þórðar- dóttir, Hólmavík og ólafur Ingi- mundarsson, Svanshóli____Sigríður Miele> uppþvottavélar — hefur þú heyrt hvað þær eru hljóðlátar? . nr JÓHANN ÓLAFSSON & C0 XtTj 43Sundaborf• 104RcvkMvfli-StmiS20444 láta og einstæða listasmið. Oft fannst mér nær sanni að kalla Guðmund uppfinningamann en smið, svo úrræðagóður og hug- vitssamur var hann í hvívetna. Mér er nær að halda að Guðmund- ur hafi ætíð reynt að leysa vanda allra þeirra fjölmörgu, sem til hans leituðu. Maður undraðist oft hugvitssemi hans og úrræði, þegar aðstæður og tæki voru skoðuð. Ætíð var lundin létt, og hjálpsem- in virtist veita honum þá lífsfyll- ingu, sem aðrir finna gjarnan í endurgjaldi. Guðmundur var vinmargur og vinfastur. Oft sá ég og kynntist hjá honum mönnum, sem verið höfðu vinir og kunningjar Guð- mundar áratugum saman og sum- ir frá því þeir voru börn. Guðmundur var mikill dýravin- ur. Skömmu áður en hann fór sína síðustu ferð í Hafnarfjörð, lýsti hann fyrir mér áhyggjum sínum yfir því hve fuglalífi í nágrenni óttarstaða hefði hnignað vegna ásóknar allskyns vargs í varplönd- unum. Guðmundur átti gæfan og góðan hund og var hann Guð- mundi til mikillar ánægju, því Guðmundur var oft einn í seinni tíð langtimum saman bæði vetur og sumar. Guðmundur gekk að eiga Helgu Bryndísi Guðmundsdóttur 30. des- ember 1962. Bjuggu þau á óttar- stöðum þar til fyrir nokkrum ár- um að Helga fluttist í Hafnarfjörð af heilsufarsástæðum. Vottum við vinir Guðmundar henni dýpstu samúð og óskum henni allrar blessunar á ókomnum árum. Guðmundur Sigurðsson var ekki kröfuharður maður við samferða- fólk sitt. Hann mun hafa vanist nægjusemi og ráðdeild frá fyrstu tíð. Hann fann lifshamingjuna í starfi og því að byggja upp og bæta. Þannig undi hann vel hag sínum á æskustöðvunum til hinsta dags. Ég á ofurlítinn bát sem Guð- mundur smíðaði endur fyrir löngu fyrir góðan vin sinn, sem nú er nýlátinn. Úr vörinni á óttarstöð- um hefi ég róið á þessu horni mér og vinum mínum til gamans i tómstundum okkar siðustu árin. Á óttarstaði var ætíð gott að koma og vera með húsbóndanum í ró og næði, þvi hann var marg- fróður og vel lesinn og fylgdist vel með framvindu mála. Guðmundur á óttarstöðum hef- ur nú látið úr vör, út á hið mikla haf sem við öll verðum að sigla yfir að lokum. Ef til vill finnst sumum að fleytan hans Guðmund- ar sé smá, en eitt er víst: Traust- byggð er hún því efniviður hennar er góðvild hans og mannkostir. Á þeirri fleytu hefur hann örugglega náð heimahöfn. Guð blessi Guðmund frá óttarstöðum. Ástbjartur Sæmundsson COTT CRIP ■ GÓÐ ENDINC naiM * öruggari hemlun * Hljóðlátarí akstur * Meirl ending ÖLL HJÓLBARDAÞJÓNUSTA FYRIR FÓLKSBÍLA OC SENDIBÍLA GOODfÝEAR GEFUR ^RÉTTA GRIPfÐ IhIHEKIAHF Lr_^J Laugavegi 170-172 Sfmi 21240 Aage Nielsen- Edwin - Minning Fæddur 17. júlí 1898 Dáinn 19.október 1985 Aage Nielsen-Edwin mynd- höggvari lést á Landspítalanum 19. október eftir stutta sjúkdóms- legu. Með Aage er horfið á braut mikið ljúfmenni og snillingur, sem var dáður og elskaður af öllum er urðu þess heiðurs aðnjótandi að fá að kynnast honum og fengu einnig að kynnast hógværð hans og prúðmennsku. Aage var mikill listamaður og var þá sama hvort hann bjó til höggmyndir, teiknaði eða málaði, en í framtíðinni verður hans ávallt minnst sem mynd- höggvara og hefur hann hlotið fjölda viðurkenninga fyrir högg- myndir sínar og myndverk. Eftir hann liggja mörg snilldarverk, stór og smá, bæði hér á landi og í heimalandi hans, Danmörku. I þessari grein minni er ekki ætlun mín að rifja upp fortíð hans heldur að minnast hans frá því ég kynntist honum. Ég kom til hans með mynd, sem ég hafði teiknað, til að sýna honum og vita í leiðinni hvort hann vildi leiðbeina mér við að teikna og mála. Ég man hvað ég varð glöð þegar hann sagðist skyldi leiðbeina mér. Sú kennsla sem ég fékk hjá honum er mér svo mikils virði að ég get aldrei full- þakkað þær stundir sem ég dvaldi hjá honum og naut leiðsagnar hans. Eftir nám mitt fór ég oft í heim- sókn til Aage og alltaf var jafn- 4 gaman að koma til hans, tala við hann um málefni dagsins og listir, því Aage var mjög fjölfróður, víð- lesinn og mikill tungumálamaður. Hann var svo miklum mannkost- um búinn að allt sitt líf hefur hann sjálfsagt gefið meira en hann hefurþegið. \~ 1 lok þessara fátæklegu orða vil ég þakka fyrir allt það sem hann var mér og þá ástúð og þann hlý- hug, sem hann sýndi mér þau ár sem við þekktumst, og sendi ég Baldri, syni hans, samúðarkveðjur. Dagbjört Ósviknir DACHSTEIN með tvöföldum saumum, nlö-sterkum gúmmlsóla, vatnsþéttri relmingu. Framleiddlr I Austurrlkl og sérstaklega geröir fyrir mikið álag og erfióar aóstæóur. Santis kr. 3.154. Stæröir 36-47. Softykr. 1.744. Stæröir 36-46. Oetz kr. 2.121. Stæröir 36-46. Retzkr. 1.200. Stærðir 36-46 Films kr. 2.279 Stæröir 36-46. Retz Kinder kr. 964. Stærðir 30-35. Achenseekr. 1.875. Stærðir 36-46. PÓSTSENDUM SAMDÆGURS. FÁLKINN' SUÐURLANDSBRAUT 8 SlMI 84670 Fjallaskór Sántis mm Softy Retz
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.