Morgunblaðið - 27.10.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.10.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1986 43 svona. Við brugðum á það ráð að nota mörg atriði úr bókinni, sem ekki voru í leikritinu, og svo bætt- um við inn söngtextum sem ólafur Haukur Símonarson samdi fyrir okkur. Þeir eru mjög skemmtilegir og skondnir. Og aðalpersónan Fúsi er ólíkleg persóna i barnaleikriti, síreykjandi hrekkjalómur en hann er alveg indæll við beinið. Heyrðu, svo megum við ekki gleyma því að það eru ekki allir áhugaleikarar í félaginu því Katr- ín Þorláksdóttir, sem leikur frú Olsen, og Jón Sigurðsson, sem leik- ur smiðinn, hafa lært leiklist." Og svo þurfti Viðar að halda áfram að fylgjast með æfingunni og skrifa hjá sér og hristast af hlátri. Hanna Björg Guðjónsdóttir fer með hlutverk sögumannsins í leik- ritinu sem þar er að vísu strákur. Hanna kemur til leikfélagsins úr Flensborgarskólanum eins og svo margir aðrir sem að sýningunni standa og þetta er í fyrsta sinn sem hún tekur þátt í starfi félagsins. Hún er við nám í Söngskólanum í Reykjavík og segist vinna að því að klára stúdentspróf. Hún hafði aðeins leikið í framhaldsskólum áður en hún fékk hlutverk sögu- mannsins. „Þetta er leikrit fyrir börn á öllum aldri," sagði Hanna í ör- stuttu hléi frá æfingum. „Börn allt oní þriggja ára aldur hafa fylgst með æfingum hér og skemmt sér mæta vel. Leikritið er fullt af predikunum til barna en rauði þráðurinn í lífi sögumannsins er hvee rfitt er að vera lítill í heimi fullorðna fólksins. Persónan sem ég leik er aldrei nefnd með nafni — aðeins „Ég“ þannig er það í bókinni. „Ég“ er átta ára polli og við höfum verið að tala um það okkar á milli að hann gæti vel verið upprennandi Fúsi. Báðir hafa þeir gaman af hrekkjum. Ég er vön að líkja þessu við Tomma og Jenna í sjónvarpinu. Það fara báðir jafnilla út úr því að hrekkja. Annars er þetta mjög fjörugt leikrit, fullt af söngvum sem gaman er að og svo er sirkus." Davíð Þór Jónsson leikur prakkarann Fúsa froskagleypi. Eins og Hanna leikur hann nú í fyrsta sinn hjá Leikfélagi Hafnar- fjarðar en hann var áður í Leik- félagi Flensborgarskóla. Skyldi hann ætla að leggja fyrir sig leik- listina? „Dreymir ekki alla um að geta lagt það fyrir sig sem þá langar til að gera,“ segir hann. „Ég er að minnsta kosti að þessu af því að mér finnst það skemmtilegt." Mér sýndist þú vera öskrandi og æpandi allan tímann á sviðinu. Fer það ekki illa með röddina að láta svona? „Sjálfsagt, en það kennir manni líka að beita henni svo það heyrist í manni — ef maður lærði ekki að beita henni rétt væri maður löngu orðinn þegjandi hás. Það sem verra er, maður er oft lafmóður á sviðinu þegar maður á að fara að syngja.“ Er mikil áreynsla að leika Fúsa? „Já, mjög mikil. Maður verður að vera í góðu formi. Þetta er mjög líkamlegt hlutverk.“ Hvað getur þú sagt um Fúsa? „Nú, hann var kynferðislega bældur... nei, nei, bíddu. Hann er svolítill hrekkjalómur en þótt hann sé ekki góður drengur getur manni auðveldlega þótt vænt um hann. Fúsi er bara vandræðaungl- ingur og eru ekki allir að reyna að skilja þá?“ Og heldur þú að börn eigi eftir að hafa gaman afþessu? „Ég vona það. Eg hafði stórgam- an af sögunni þegar ég las hana fyrst. Ég hef lesið allar bækur Kirkegaards sem komið hafa út á íslensku og ekki orðið fyrir von- brigðum með neina af þeirn." Davíð, upp á svið með þig fyrir sirkusatriðið, kallaði leikstjórinn og Fúsi spratt á fætur og var horfinn á næsta andartaki. — ai. Wtóííi í Kaupmannahöfn F/EST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI í veitingasal okkar, Goö- heimum bjóöum viö staögóöan morgunverö, létt- an hádegisverö og ijúf- fengan kvötdverö. Einnig miödegis- og kvöldkaffi meö bœjarins bestu tertum og kökum. Á Hótel Hofi eru glœsileg salarkynni til veisluhalda. Þar eru einnig til staöar öll hjálpargögn til funda- og ráöstefnuhalds. Ekki má gleyma þœgilegu gistiherbergjunum. Þau eru vel búin húsgögnum, sturtu, snyrtingu, síma, útvarpi o.fl. IjjóteUjoj Rauöarárstig 18 Reykjavík VOLKSWAGEN GOLF ÁRGERÐ 1986 PÝskur kostcrgripur, sem haefir öllum MEDNÝRRI OG KRAFTMEIRI VÉL GOLFINN ei íœi í ilestcm sjö # Kjörírm íjölskyldubíll # Duglegui atvinnubíll # Vinsœll bílaleigubíll # Skemmtilegur sportbíll Verö frá kr. 460.000,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.