Morgunblaðið - 27.10.1985, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985
Sjötug:
Ragnheiður Ólafs-
dóttir, Þorlákshöfn
Á morgun, 28. október 1985,
verður frú Ragnheiður Ólafsdóttir
sjötug, og langar mig að senda
þessum góða granna örfá árnaðar
og þakkarorð af því tilefni.
Þau hjón, en Ragnheiður er gift
Björgvini Guðjónssyni, fluttu
hingað í byggð árið 1959, fyrir
rúmum aldarfjórðungi, frá Duf-
þekju í Hvolhreppi, þar sem þau
bjuggu góðu búi.
Þeim hjónum varð fjögurra
barna auðið, en Ragnheiður átti
fyrir eina dóttur. Sá mannvænlegi
hópur er löngu floginn úr hreiðri,
en því oftar hlaupa barnabörnin
um hlaðvarpann hjá afa og ömmu
við Egilsbraut 22, þar sem þau
hjónin reistu sér fagurt og hlýlegt
heimili skömmu eftir komu sína í
„Höfnina".
Mikil og farsæl og þróun hefur
orðið hér í Þorlákshöfn á því 35
ára tímabili, sem liðið er frá
seinna landnámi staðarins. Það á
við um flesta hluti svo sem hafn-
arskilyrði og slitlögð stræti ofl.
ofl., en einna mest hefur þó gróðri
og uppgræðslu fleygt fram og
heftingu sandfoks, sem hér var til
mikils baga.
í garðinum þar sem Ragna les
ber af trjám sínum á síðsumar-
kvöldum var sviðinn svörður, og ef
vind hreyfði var sandurinn óðar
farinn að fjúka, svíðandi og eyð-
andi gróðri.
Þannig voru frumbýlingsárin
oft erfið. Það vantaði allt til alls.
Það var svo gæfa staðarins, að
hingað fluttist búferlum margt
úrvalsfólk, m.a. úr Árnes- og
Rangárþingum, þeirra á meðal
Björgvin og Ragna. Fólk alið upp
við átakavinnu frá æsku. Sam-
heldni íbúa hins unga byggðarlags
var með ágætum. Granni hjálpaði
granna við að steypa upp og reisa
íbúðarhús. Þannig spöruðust fjár-
munir, sem Selvogsbanki lét ann-
ars í té, af mismiklu örlæti, einsog
gengur. Þau hjónin gengu í öll
stðrf, sem flest voru tengd sjónum
og fiskverkun, en þau stðrf voru
þeim töm,- enda gjaldgeng vel á
þeim vettvangi. Á þeim kjarna og
á þessum störfum hefur veraldlegt
gengi staðarins byggst. En enginn
lifir á einu saman brauðinu, og
kem ég þar að þeim þætti í sögu
Rögnu, sem mé finnst vel þess
verður að minnst sé, en það er
þátttaka hennar í félagsstörfum.
Þann aldarfjórðung, sem liðinn er
frá komu Ragnheiðar, hafa hlaðist
á hana hin margvíslegustu félags-
störf. Lét hún slysavarnir mjög til
sín taka, var form. deildarinnar
hér, „Mannbjargar", og var nýlega
kjörinn heiðursfélagi deildarinn-
ar.
Fyrir 25 árum var stofnað hér
Söngfélag Þorlákshafnar, að
áeggjan og frumkvæði Ingimund-
ar heitins Guðjónssonar, heið-
ursmanns. Söngfélagið sá um
kirkjusöng i Hjallakirkju og
Strandakirkju, auk þess að syngja
við messur hér, sem þá voru oftast
haldnar i barnaskólanum.
Einnig kom það oft i hlut söng-
félagsins, að standa fyrir 17. júní
hátiðahöldum og öðrum mann-
fagnaði. Var þó ósjaldan leitað til
Rögnu að halda hátíðaræður af
því tilefni, og hafði hún ætíð sóma
af, en hún gerðist snemma virkur
félagi í söngfélaginu.
Það var svo í þessum sönghópi
og kringum hann, sem neistinn
kviknaði og hugmyndinn mótaðist
að byggingu veglegs guðshúss í
hinni vaxandi byggð.
Haustið 1975 er hugmyndin orð-
in að bjargfastri ákvörðun íbú-
anna. Sóknarnefnd kýs þá kirkju-
byggingarnefnd og varð Ragnheið-
ur kjörinn fyrsti og eini form.
þeirrar nefndar. Tíu árum og nær
50 fundum síðar, skilar nefndin,
undir stjórn Ragnheiðar af sér
fullunnu verki, við vígslu Þor-
lákskirkju þann 28. júlí síðastlið-
inn.
Undirritaður var svo lánsamur
að fá að tengjast þessu starfi sem
ritari nefndarinnar og vill nú nota
tækifærið og færa form. þakkir
fyrir samstarfið, sem aldrei bar
skugga á. Þá ber að þakka rausn-
arlegar viðtökur og veitingar á
heimili Rögnu, en þeir voru ófáir
fundirnir sem þar voru haldnir.
Ragnheiður hefur nýlega virt í
blöðum ítarlega og greinargóða
skýrslu um sögu kirkjubyggingar-
innar, og er þar fáu við að bæta.
Ég vil þó í lok þessa stutta spjalls
ítreka þakkir okkar íbúa Þor-
lákshafnar fyrir þátt Ragnheiðar
að framkvæmd þessa stærsta
sameiginlega átaks okkar Þor-
lákshafnarbúa.
Þar reið á, að halda strikinu
þótt móti blési og umfram allt að
sameina krafta þeirra mörgu, sem
svo dyggilega studdu verkið. Þar
brást aldrei félagsþroski Ragn-
heiðar, auk þess, sem hún er gædd
eiginleika, sjaldgæfum, hann
ávinnst ekki, er ekki falur fyrir fé,
næst ekki með völdum né aðstöðu,
hún er höfðingi.
Að lokum óska ég þér Ragna og
fjölskyldu þinni alls árnaðar og
blessunar í tilefni merkra tíma-
móta og vona að síðdegið verði þér
blessunarríkt.
bened.
Auk hinnar margrómuðu þjónustu, sem ásamt hlýlegu umhverfi og
{jölbreyttum matseðli hafa aflað veitingahúsinu svo mikilla vinsælda, eykur
Amarhóll enn við umsvif sín. Víð hinn almenna veitingarekstur hefur
berlega komið í ljós að margir af viðskiptavinum Amarhóls hafa brýna þörf
fýrir aðstöðu til lokaðra funda og samkvæma. Til þess að koma til móts
við þessar þarfir gesta sinna hafa aðstandendur Amarhóls ákveðið að veita
þessa þjónustu og eins og alltaf þegar AmarhóII er annars vegar situr
fjölbreYtnin í fýrírrúmi. Að aflokinni hagræðingu á salarkynnum
veitingastaðarins getur Amarhóll nú boðið fjölbreyttum hópi viðskiptavina
sinna margvíslega þjónustu.
KLÚBBAR FÉLAGASAMTÖK_______________FYRIRTÆKI
AmarhóII býður ykkur aðstöðu til fastra hádegisverðafunda jafnt sem
eínstakra og einnig einkasamkvæma.
ARNARHÓLL BYÐUR AÐSTÖÐU FYRIR-
Smærri hópa (frá 10 manns) hádegi og kvöld alla virka daga(í koníakssal).
EINKASAMKVÆMI
Stórar veislur jafnt sem smáar. Sama hvert tilefnið er, brúðkaup, afmæli,
fermingar, próflok, Amarhóll annar öllu.______________
ARNARHÓLL BÝÐUR AÐSTÖÐU FYRIR:
Stærrí samkvæmi (allt að 100 manna matarveislur og 200 manna hanastél
til kl. 18.00) hádegi Iaugardaga og sunnudaga.
------—--------------—----------3-----------' ■ '' '■ ........... ...
Gestir utan af landí - Opera - Leikhús
Amarhóll tekur á móti hóppöntunum óperu- og leikhúsgesta utan af landi.
Aukín
Attræður:
Ragnar Guðleifsson
fyrrv. bæjarstjóri
Áttræður er í dag 27. október
Ragnar Guðleifsson, fyrrverandi
bæjarstjóri í Keflavík. Ragnar er
borinn og barnfæddur Keflvíking-
ur. Hann lauk kennaraprófi 1933.
Strax að námi loknu hóf hann
afskipti af verkalýðsmálum og
1935 er hann kosinn formaður
verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur og gegnir þeirri stöðu
allt til 1970. Sem verkalýðsleiðtogi
var Ragnar gætinn og varkár og
þekktur fyrir að ná fram hagstæð-
um samningum. 1 hreppsnefnd
Keflavíkur var Ragnar fyrst kos-
inn 1938. Hann var fyrsti bæjar-
stjórinn í Keflavík, þegar bærinn
fékk kaupstaðarréttindi 1949. Þá
hefur Ragnar ætíð verið mikill
samvinnumaður, fyrst vann hann
við pöntunarfélagið hér, síðan tók
KRON við og þar á eftir Kaupfélag
Suðurnesja og nágrennis. Þar sat
Ragnar í stjórn í áratugi.
Vitaskuld segir þessi stutta
upptalning nokkra sögu um lífs-
hlaup Ragnars. Hann hefur ætíð
verið Alþýðuflokksmaður, um-
bótamaður í þessa orðs bestu
merkingu. Fá mál hefur hann talið
sér óviðkomandi: að barnavernd-
armálum vann hann og skógrækt
svo dæmi séu tekin af málum sem
ekki teljast kjarabarátta né lands-
mál.
Atvikin höguðu því þannig að
1974 urðum við nágrannar. Vinnu-
staður minn var alveg við bæjar-
dyr Ragnars. Síðan má segja að ég
sé vikulegur eða jafnvel daglegur
gestur á heimili Ragnars og hans
ágætu konu Bjargar Sigurðardótt-
ur. Ef mér er ekki boðið í kaffi
þá býð ég mér bara sjálfur. Þessar
heimsóknir hafa verið mér að-
komumanninum ometanlegur
skóli um sögu og málefni Suður-
nesja.
Margvíslegan heiður hefur
Ragnar uppskorið fyrir sín hug-
sjónastörf. 1975 var hann kosinn
fyrsti og eini heiðursborgari
Keflavíkur og énn í dag situr hann
í stjórn Samvinnutrygginga. Þau
hjón Björg og Ragnar eru að heim-
an í dag. Eru stödd í Ameríku á
heimili Sveinbjarnar Jónssonar,
fóstursonar Ragnars.
Ég vil með þessum fátæklegu
línum þeim Ragnari, Björgu og
börnum þeirra Sigrúnu og Svein-
birni mínar bestu kveðjur og konu
minnar.
Hilmar Jónsson
4