Morgunblaðið - 27.10.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.10.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAWÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985 Nýr framhaldsmyndaflokkur í íslenzka sjónvarpinu Nýr framhaldsmynda- flokkur er að hefja göngu sína í sjónvarp- inu. Hann er frá ítalska sjónvarpinu og fjaltar um Giu- seppe Verdi, eitt mesta tónskáld Ítalíu, sem er kunnur fyrir óperur sínar, m.a. Rigoletto, Aita og La Traviata. Verdi var 87 ára gamall þegar hann andaðist 1901, 40 árum eftir sameiningu Ítalíu og upplifði hraðar og harkalegar þjóðfé- lagsbreytingar, sem urðu á Ítalíu um hans daga. Hann stóð í nánum tenglsum við strauma og hrær- ingar síns tíma eins og óperur hans bera vott um. Einkalíf Verdis endurspeglast einnig í verkum hans eins og ann- arra listamanna. Margherita, fyrri kona hans lést ung og varð fögur í minningu hans. Guisepp- ina Strepponi, síðari kona hans, var margbrotinn persónuleiki og iðraðist þess ætíð að hafa ekki kynnzt Verdi þegar hún var yngri, áður en mikið mótlæti fyllti hana beiskju. Þriðja konan í lífi Verdis var Teresa Stolz, sem fyllti hann nýrri lífsgleði þegar hann hafði náð sextugsaldri. f kynningarbæklingi ítalska sjónvarpsins segir að með þáttun- um um Verdi sé reynt að kynna sem flestum ævi tónskáldsins og sögu ftalíu um hans daga. Fram- leiðendurnir hafa reynt að halda sér við staðreyndir og vilja að þær tali sínu máli. SMÁBÓNDI Giuseppe Verdi var fæddur í Roncole di Busseto í Pódalnum 10. okt. 1813, skammt frá Parma, þeg- ar sá hluti ftalíu laut enn stjórn Austurrikismanna. Faðir hans rak krá, sem var jafnframt vínbúð og nýlenduvöruverzlun. Tónlistar- hæfileikar Verdis komu snemma í ljós og hann hóf nám sitt í tónlist- inni hjá orgelleikara kirkjunnar í Roncole. Seinna tók Antonio Bar- ezzi, auðugur kaupmaður frá Busseto, hann undir sinn vernd- arvæng. Þegar Verdi féll á inntökuprófi í Tónlistarskólann í Mílanó útveg- aði Barezzi honum einkakennara og kostaði uppihald hans í borg- inni. f Mílanó kynntist Verdi óper- um Bellinis og Donizettis og lét sig dreyma um að feta í fótspor þeirra. Að loknu námi í Mílanó fór hann aftur til Busseto, varð hljómsveitarstjóri þar og kvæntist gáfaðri og viljasterkri dóttur Bar- ezzis, Margheritu. Verdi og Margherita eignuðust dóttur, Virginiu og son Icilio, en Virginia lézt tæplega ársgömul. Fjölskyldan fluttist þá til Mílanó og þar samdi Verdi fyrstu óperu sína, Olberto, sem var frumflutt í La Scala 17. nóvember 1839 og hlaut góða dóma. Síðan lézt Icilio skyndilega. Verdi var falið að semja aðra óperu (Un giorno di regno), en áður en hann hafði lokið verkinu andaðist Margherita af heilahimnubólgu. Verdi missti þannig konu sína og tvö bðrn á tæpum tveimur árum. Önnur ópera hans mistókst. Þegar hér var komið ákvað Verdi að hætta tónsmíðum. Hann var einmana og yfirgefinn og þetta var eitt erfiðasta tímabilið í ævi hans. En þá bað forstjóri La Scala, Bartolomeo Marelli, hann að kynna sér texta að óperu um Nebúkadnesar og ánauð og útlegð gyðinga. Skyndilega fylltist hann mikilli andagift eftir margra mánaða deyfð og sinnuleysi og vann að kappi að því að semja nýja óperu. Frumsýning þeirrar óperu, Nabucco, fór fram í La Scala 9. marz 1842 og var mikill sigur fyrir Verdi. RADDLAUS Það skyggði þó á flutninginn aö sópransöngkonan Giuseppina Strepponi, sem fór með aðal- kvenhlutverkið, hafði næstum því misst röddina. En þar með hófust ástir Verdis og þessarar söngkonu, sem hafði fórnað öllu fyrir listina og reynt að sjá fyrir móður sinni, bræðrum og tveim bðrnum, sem hún átti með elskhuga sínum, ten- órsöngvaranum Napoleoni Mori- ani. Vinsældir Nabucco urðu til þess að Verdi varð tíður gestur í boðum Clöru Maffei greifafrúr, sem kom honum í kynni við marga mennta- menn og ættjarðarvini. Þessi kynni höfðu áhrif á næstu óperur hans: I Lombardi alla prima crociata (1843), Ernani (1844) og Attila (1846). Þær endurspegluðu mikla föðurlandsást ttala á þessum tíma, þegar stór hluti Ítalíu var enn undir stjórn Austurrík- ismanna. í júní 1847 hitti Verdi Strepponi á ný, nú í París, þar sem hún sá sér farborða með söngkennslu. Hún sannfærðist brátt um að Verdi vildi búa með sér. Tæpu ári síðar brauzt út upp- reisn í París og breiddist út um alla Evrópu. Þetta var hið fræga Ronaldo Píckup sem Verdi í framhalds- myndaþáttu- num sem sjónvarpið er að hefja sýn- ingar á. Piazza della Scala í Mflanó um þaö leyti sem Verdi samdi „Oberto". byltingarár 1848. Austurríkis- menn voru hraktir frá Mílanó eft- ir fimm daga baráttu, en sigur ít- ala var skammvinn. Mörg ár liðu unz ítalir losuðu sig að fullu við erlenda stjórn. Bráðlega ákvað Verdi að snú aftur til Busseto. Þá hófst margra ára sambúð hans og Giuseppina og hann samdi óperuna Rigoletto. Verdi varð að heyja langa baráttu við ritskoðendur, sem tðldu text- ann „siðlausan", en óperunni var forkunnarvel tekið, þegar hún var loks flutt í fyrsta sinn í La Fenice, 11. marz 1851. ILLKVITTNI Lífið í Busseto varð Verdi og Gi- useppinu erfitt. Bæjarbúar hneyksluðust á því að Verdi skyldi búa með konu „með fortíð", sem var ekki eiginkona hans. Þau urðu að þola illt umtal og illkvittni og fengu nafnlaus bréf. Barezzi var sá eini, sem tók Giuseppinu vel. Verdi komst að þeirri niður- stöðu að eina lausnin væri að flytjast með Giuseppinu til Sant Agata, landareignar sem hann hafði keypt í útjaðri Busseto. Þar voru þau laus við illgirni bæj- arbúa og gátu verið í friði. Verdi fylltist nýrri starfsorku og samdi á þessum tíma meistaraverk á borð við II Trovatore (1853) ogLa Traviata, sem þó var hrópuð niður í La Fenice 1853. Verdi fór aftur til Parísar ásamt Giuseppinu og þau dvöldust þar í nokkur ár. Þegar hann færði upp Un ballo in maschera (1859) lenti hann aftur í útistöðum við ritskoðendur. Síðan braust út styrjöldin, sem færði Italiu sjálfstæði. Cavour, forsætisráðherra smáríkisins Pi- edmont á Norður-Ítalíu, fékk Nap- oleon III Frakklandskeisara til að ganga í bandalag með konungi Pi- edmonts, Viktor Emanúel II, gegn Austurríkismönnum. Enn á ný varð tónlist Verdis og Verdi sjálf- ur rödd sameiningar ítala (Risorg- imento). „Lengi lifi Verdi“ hrópuðu ítalir (stafirnir í nafni hans voru honir sömu og fyrstu stafirnir S Vittorio Emanuele Re D’Italia, þ.e. Viktor Emmanúel Ítalíukonungur). En eftir fyrstu sigrana samdi Napol- eon III allt í einu sér frið við Aust- urríkismenn í Villafranca. Langbarðaland var innlimað í Piedmont, en Feneyjar voru enn á valdi Austurríkismanna og sam- eining Ítalíu virtist ennþá eiga langt í land. Arið 1959 giftust Verdi og Giu- seppina á laun í þorpi í Ölpum Piedmonts og höfðu þá búið sam- an í 16 ár. Þau giftu sig í skugga almennra beiskju og vonbrigða,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.