Morgunblaðið - 27.10.1985, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985
Himalaya-leiðangurinn — síðari grein
Helgi á tindi Diran — 7.273 m h«ð. Mynda-
vélin var sjálfstillt
Fjölgun í Aðalbúðum
Þann 19. júlí komu Anna María og Jonni
ásamt konu Doug og dætrum þeirra. Eins
og gefur að skilja lífgaði það mikið upp á
annars einhæft tjaldbúðalíf að fá konur
og börn. Næsta dag ákvað Snævarr að
halda heim á leið ásamt þrem öðrum, en
menn voru orðnir langþreyttir á þessum
eilífu veikindum, sem voru búin að taka
mönnum allan kraft. Sjálfsagt hefur hitinn
og lélegur matur líka hjálpað til. Voru þá
aðeins sex fjallamenn eftir af 11. Fyrstu
tvo dagana var Anna með slæman höfuð-
verk vegna þunna loftsins. En börnin virt-
ust aðlagast fljótt og voru á þönum að
eltast við nábúa okkar, geitur og skorkvik-
indi af öllum gerðum.
*
I byrjun sumars tóku tveir Islendingar þátt í brezkum Himalaya-
leiðangri, þeir Helgi Benediktsson og Snævarr Guðmundsson.
Helgi kleif fjallið Diran, sem er 7.273 metrar á hæð og er það
hæsta fjall sem íslendingur hefur klifið.
TjaldbMirí 4.200 mhæð
Drukkum 4—6 lítra á dag
Þann 21. júlí héldum við sex sem eftir
vorum af stað og var takmarkið Diran
tindur 7.273 m. Það tók okkur tvo daga að
ganga inn eftir Minapinjökli með fílþunga
bakpoka. Það hjálpaði þó mikið að vel
þeginn svalur blástur kom niður jökulinn.
Fyrstu búðir settum við upp í 4.200 m við
rætur Diran, en þar byrjar brattinn.
Daginn eftir vöknuðum við eldsnemma,
hituðum vatn, borðuðum súkkulaði og ost
og fórum einu sinni enn í gegnum út-
búnaðinn til þess að sjá hvað við gætum
skilið eftir, svo við yrðum sem léttastir. f
ferðum sem þessari eru menn tveir saman
með útbúnað, t.d. línu, tjald og eldunar-
tæki. Við Doug vorum saman með útbúnað
og ákváðum við að skilja línuna eftir því
Komizt á tindinn:
Eftir hverja sex metra
varð ég að kasta mæðinni
Hættulegasti kafli leidarinnar vegna hrnnhættn. í 5.700 m hæð.
flest benti til að við myndum ekki nota
hana.
Fljótlega eftir að við lögðum af stað
snéri einn Bretanna við vegna niðurgangs
og slappleika. í 4.800 m komum við að
tveim tjöldum í eigu austurrísks leiðangurs
sem búinn var að reyna við fjallið í viku
en aðeins 3 af 12 manna leiðangri höfðu
náð tindinum. Eftir stutta hvíld héldum
við áfram í slóð Austurríkismannanna.
Leið þessi er nokkuð örugg að því leyti að
lítil hrunhætta er á henni, að þó einum
stað undanskildum sem er mjög hættuleg-
ur. Þar létust 3 menn fyrir nokkrum árum
er hrundi úr stórum ísvegg fyrir ofan þá.
Komumst við þó klakklaust i gegnum þetta
svæði. Aldrei varð brattinn meiri en svo
að við þyrftum að nota önnur tæki en
mannbrodda og íxéxi. Stundum var þó
mjög grunnt á mjög hörðum ís. f 5.700 m
komum við að öðrum búðum Austurríkis-
manna. Þar stoppuðum við og hituðum
okkur vatn. Hver maður þarf að drekka
4—6 lítra á dag í þessari hæð vegna mikils
vökvataps við öndun. Ef það er ekki gert
eykst hættan á fjallaveiki og kali i útlim-
um. Eftir ágæta hvíld þarna var ákveðið
að halda aðeins lengra, eða upp á v-hrygg
Diran. Var orðið stutt i myrkur er við
höfðum sett upp tjöld í 5.900 m hæð. Allir
virtust hressir þrátt fyrir mikla hækkun
á einum degi. Þó var ekki laust viö að
kvíði væri í mér fyrir nóttina, því svefni
hægist það mikið á önduninni að það
samsvarar 1000 m hækkun. Ef fólk veikist
af fjallaveiki er ekki um annað að ræða
en koma sér niður eins hratt og mögulegt
er, því menn geta látist úr fjallaveiki á
nokkrum klukkustundum.
2 daga á tindinn
Morguninn eftir vöknuðu allir hressir
og áfram var haldið. Leiðin lá upp eftir
hrygg sem ekki var ýkja brattur. f 6.500 m
var mannlaust tjald með öllu tilheyrandi,
svefnpokum, dýnum og prfmus. Nú var ég
farinn að hafa áhyggjur af aðlögun minni.
Þessi mikli hraði var til þess eins að auka
áhættuna á fjallaveiki, en ég hélt þó áfram,
en hægar en fyrr. í 6.800 m ákvað ég að
snúa við niður í tjald Austurríkismanna í
6.500 m og gista þar um nóttina. Hinir
héldu hinsvegar áfram og náðu tindinum
síðla dags. Þeim hafði tekist að fara á
tveim dögum leið sem venjulega tekur 5
daga að fara. Þeir komu svo niður rétt
fyrir myrkur hver á fætur öðrum, gjörsam-
lega útkeyrðir. Einn þeirra, Mark, ákvað
að verða eftir með mér í tjaldinu, en hinir
héldu niður í næstu tjaldbúðir fyrir neðan.
Þurfti að kasta mæðinni eftir
hverja 6 metra
Ekki var veðurútlit með því albesta
snemma næsta morgun, þungbúið og skýja-
kúfur á tindinum. Eftir að hafa hitað vatn
og matast eins og lystin leyfði, héldum við
af stað, en hver í sína átt. Mark niður, en
ég upp í mót. Með því að ganga mjög hægt
gat ég haldið nokkuð reglulegum hraða.
Þegar fór að nálgast 7.000 m varð ég að
stoppa eftir hverja 6 metra og kasta
mæðinni. öll hugsun beindist að því að fóta
sig örugglega, eyða sem minnstum kröftum
og anda eins og maður ætti lífið að leysa.
Þrátt fyrir skýjakúfinn á tindinum náðu