Morgunblaðið - 27.10.1985, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985
56
Melfræ
til
að
græða
landið
*
'?<*!. 'i--3
Mfcar,
Horft út Sauölauksdal. Nær má greina leifarnar af Ranglít, garðinum sem sr. Björn í Sauðlauksdal lét bændur hlaða 1783 í sjálfboðavinnu til varnar
sandrokinu. Örin bendir á garðinn.
ldrei meiri uppskera en nú
í aðdugi til lendingar á flugvellinum á Patreksfíröi á
breiðu nesi handan fjarðarins frá Patreksfírði sést mikið
landflæmi með gulum flekkjum á hvítum skeljasandi. Nær
svæði þetta áfram inn eftir Sauðlauksdalnum, sem gengur
þarna inn í landið. Þegar lent er blasa við kringum flugstöð-
ina háar sandöldur með melgresi. Ferðalangur fyrir nokkrum
áratugum hefði riðið yfír gróðursnauðan fíngerðan foksand,
þar sem ekki sást stingandi strá. Eða eins og Ólafur bóndi
á Hnjóti, sem er nær níræður, orðaði það við blaðamann
Mbl. í kirkjugarðinum í Sauðlauksdal: „Þegar ég var að alast
upp var ekkert nema foksandur hér inn allan dalinn.“
uop<
fVj ú hafa aldeilis orðið um-
i. 1 skipti á þessari eyðimörk. I
haust er verið að uppskera á þessu
landi melfræ til uppgræðslu víða
um land og kemur þaðan meira
magn en Landgræðslan hefur fyrr
fengið af einum stað. Geysimikill
tengivagn frá Landgræðslunni var
að halda suður með um 9 tonn af
vélbundnum mel og lausu fræi og
fer væntanlega a.m.k. aðra ferð.
En úr hverjum bíl koma um 4 tonn
af melfræi eftir að búið er að
þreskja í Gunnarsholti. Hefur
aldrei fengist svona mikið melfræ
þarna, enda sumarið mjög gott og
kemur sér vel þar i landi þar sem
baráttan við fok og landeyðingu
er hörð. Sagði Sveinn Runólfsson
landgræðslustjóri, þegar þetta var
borið undir hann, að ómetanlegt
væri að fá svona mikið melfræ, en
það er notað í erfiðustu upp-
græðslusvæðin, m.a. í Haukadals-
heiðina og Landeyjarsandinn þar
sem engar aðrar jurtir þrífast.
Töluvert fræ fékkst í ár af melfræi
á Suðurlandi, en ekkert af Norður-
landi vegna ótíðar. Mest kemur þó
að vestan. Þar er líka annað af-
brigði af mel, sem virðist þola
betur rok án þess að fræin sópist
af og kemur það sér vel. Melurinn
í ár er einstaklega fræmikill.
Sláttuvélin
skipti sköpum
Önnur tímamót í baráttunni við
gróðureyðinguna í landinu eiga
einnig rætur sínar að rekja til
þessa staðar. ólafur Egilsson frá
Hnjóti sem nú er framkvæmda-
stjóri Ræktunarsambands Vest-
ur-Barðastrandar-sýslu, þróaði
upp kornskurðarvél, sem hefur
skipt sköpum um vinnslu melfræs-
ins og sker Landgræðsla melinn
allan með henni, flytur hana á
milli staða. Aður varð að skera
melinn með handafli í akkorði og
um tíma í sjálfboðavinnu. Hefði
því ekki verið hægt að afla svo
mikils fræs nú ef ekki hefði verið
komin til þessi sláttuvél. Hnjóts-
feðgar eru allir miklir áhugamenn
um uppgræðslu landsins, framlag
þeirra orðið drjúgt. Egill ölafsson
bóndi og stöðvarstjóri Patreks-
fjarðarflugvallar, er og hefur lengi
verið Iandgræðsluvörður á Vest-
fjörðum. Þegar ólafur sonur Egils
heyrði Svein Runólfsson land-
græðslustjóra og Stefán H. Sig-
fússon tala um vandræðin af að
ekki væri til nein vél til að skera
melinn, þá tók hann sig til og bjó
til slíka vél. Notaði traktor og sér-
smíðaði útbúnað aftan á hann.
Einfaldan búnað í fyrstu, sem
síðan var þróaður upp. Slík sláttu-
vél þarf að vera ýmsum kostur
búin umfram venjulegar sláttuvél-
ar. Var gaman að sjá Kristin
Egilsson, bróður Ólafs, slá með
vélinni er klífur melhólana. Greið-
an lagar sig að hallanum og sleikir
hólana, en stráin safnast í poka.
Um áratugur er síðan farið var
að slá melinn með vél. Slík fræ-
söfnun væri ekki gerleg í þessu
magni án þess að hafa hana, eins
og Sveinn Runólfsson sagði.
Það skipti sköpum þegar hægt var að vélskera melinn. Hér er Kristinn Egilsson við melslátt á vélinni sem bróðir
hans Ólafur þróaði upp til þeirra nota.
Landgræðslan hefur nú reynt
að kaupa vél frá Bandaríkjunum,
sem sópar fræjunum af en sker
ekki, en hún er ekki nothæf við
þessar aðstæður eins og hún er.
Garðurinn Ranglátur
Baráttan við fokið á þessum stað
á sér langa sögu og ekki fyrir-
hafnarlausa. Teygir sig allt aftur
til 1783, þegar sr. Björn Halldórs-
son i Sauðlauksdal lét bændur
hlaða varnargarð gegn sandfokinu
norðan staðartúnsins. Sr. Björn
var þarna prestur á síðari hluta
18. aldar og var sem kunnugt er
búhöldur og framtakssamur um
MHMP ■//'
;** ífty[ L,: ■ i- A
' ;:‘v *i"j\
■mM j; -C * '
/"
Á
Gulir flekkir í hvítum, fíngerðum sandi blasa við flugfarþegum, sem lenda á Patreksfjarðarflugvelli. Séð til nýju
flugstöðvarbyggingarinnar og allt um kring eru melöldurnar, sem eru að gróa upp. IJndir fjallinu handan fjarðarins
má greina Patreksfjarðarkaupstað.
nýjungar í búnaði, hóf m.a. fyrstur
manna kartöflurækt hér á landi,
auk þess sem hann var brautryðj-
andi um varnir gegn foki og upp-
blæstri. Hann kom því til leiðar
að lögð var kvöð á sóknarmenn um
að hlaða varnargarðinn.
Undu bændur þessu illa, og fékk
garðurinn nafnið Ranglátur. Má
enn sjá hluta af Rangláti í hlíð
dalsins. Ekki mun Ranglátur þó
hafa stöðvað sandfokið.
Þorvaldur Thoroddsen, sem fór
þarna um 1886 skrifar: „Jörðin
Sauðlauksdalur eyðist líklega inn-
an skamms tíma alveg af foksandi,
og þó að presturinn sé dugnaðar-
maður, þá er ekki hægt að berjast
við slíkt ofurefli; mestur hluti
túnsins má heita farinn. Nokkru
fyrir utan túnið sést ennþá stór
steingarður, sem átti að verja
sandfoki. Garður þessi er kallaður
Ranglátur. Eftir því sem sagan
segir, lét séra Björn Halldórsson
sóknarmenn hlaða þennan garð
nauðugan um hásláttinn. Hvort
satt er veit ég ekki. Kemur sandur-
inn úr sjónum og rýkur svo upp
dalinn og upp í fjöll. Vatnið er
alltaf að minnka og grynnka af
þessum sifellda sandíburði. Ég
ímynda mér að sandur þessi eigi
kyn sitt að rekja suður til Breiða-
fjarðar. Á grunnum sæ milli eyj-
anna þroskast þang og þari ágæt-
lega. Þar verður því mikill urmull
af lægri sædýrum, skeljum og þess
konar. Straumarnir bera þangið út