Morgunblaðið - 27.10.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 27.10.1985, Blaðsíða 64
KEILUSALURINN OPINN 9.00-00.30 Onæmistæring: Upplýsinga- þjónusta sett á laggirnar LANDSPÍTALINN og BorgarspíUl- inn hafa sett á fót upplýsingaþjón- ustu fyrir þá, sem óttast aó þeir hafi smitast af ónjemistteringu (AIDS). Fólk getur hringt á auglýstum tíma í sérstakan síma (622280) og fengió millilióalaust samband rió sérfróóan laekni, sem veitir upplýsingar án þess aó fýrirspyrjandi þurfi aó gefa upp nafn. Nýlega sátu þrír íslenskir smit- sjúkdómalæknar ráóstefnu um smitsjúkdóma í Bandaríkjunum, en á ráðstefnunni kom m.a. fram, að enn sé ekkert sem bendi til að lausn ónæmistæringu sé í sjónmáli. Að sögn læknanna Haraldar Briem og Sigurðar Guðmundssonar er eina leiðin til að hefta útbreiðslu sjúk- dómsins að finna lyf og bóluefni gegn sjúkdómnum. Þrátt fyrir miklar rannsóknir hafi það ekki tekist og aukin þekking á alnæmis- veirunni HTLV-3 gefi ekki tilefni til sérstakrar bjartsýni. Sifellt sé að koma f Ijós að veiran sæki mjög- inn f miðtaugakerfi sjúklinga, sem geri lyfjameðferð ólfklegri til að ^__skila árangri. Sjá iiur rittal á bh. 40 og ftétt á bls. 22. Friórik Pálmmi Friðrik Pálsson næsti for- stjóri SH , NÚ MUN afráóió aó Friórik Páls- son, núverandi framkvæmdastjóri Sölusambands íslenzkra fisk- framleióenda, verói næsti for- stjóri Söhimióstöóvar hraófrysti- húsanna. Stjóru SH hefur ekki gengió formlega frá ráóningu Frióriks, en búirt er vió þri aó svo verói gert í næstu viku. Eins og áður hefur komið fram i Morgunblaðinu hefur Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, nú- verandi forstjóri SH, sagt starfi sínu lausu frá og með næstu áramótum, en hann hefur starf- að hjá Sölumiðstöðinni áratug- um saman. Friðrik Pálsson hefur starfað hjá SÍF í 12 ár, lengst af sem framkvæmda- stjóri. Ekkert mun afráðið um eftirmann Friðriks. Morgunblaðið bar þessa frétt undir Jón Ingvarsson, formann stjórnar SH, og Friðrik Pálsson, en hvorugur þeirra vildi tjá sig um hana. SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Svanir aldrei fleiri á Tjöminni Óvenju margir svanir hafa verið á Tjörninni að undanförnu. Helgi Zoega, sem býr við Tjörnina og hefur fylgst með fuglalífí taldi um daginn á sjötta tug svana. Kvaðst hann ekki muna eftir slíkum fjölda áður. Ákvörðun um virkjun Nesja- valla verður tekín á næstunni Kostnaður við lagningu leiðslu frá Nesjavöllum að Grafarholti áætlaður um einn milljarður króna MJÖG MIKLAR líkur era á því aó ákvöróun um virkjun Nesjavalla fyrir Hitaveitu Reykjavíkur verði tekin nú á næstu vikum, samkvæmt upplýsingum Jóhannesar Zoega hita- veitustjóra. Verói sú ákvöróun tekin er stefnt aó því aó fyrsti áfanginn, 100 megawatta virkjun, verói til- búinn aó þremur árum liónum, en alls eru ráógeróir 4 áfangar, samtals 400 megawött „Það er einmitt þessa dagana og vikurnar sem við erum að velta fyrir okkur, hvort ekki er hægt að fara af stað með fyrsta áfangann strax á næsta ári,“ sagði Jóhannes í samtali við Morgunblaðið i gær. Jóhannes sagði að rannsóknir og tilraunir hefðu gengið ágætlega og boranir á síðastliðnu sumri sömuleiðis, en enn væru umfangs- miklar tilraunir í gangi fyrir aust- an með upphitun vatnsins, blönd- un og hreinsun. Ætlunin er að nýta ferskt vatn, sem borað hefur verið eftir, og hita það upp með hvera- gufu og hveravatni. Þessi leið verður farin, að sögn Jóhannesar, vegna þess að hveravatnið er svo mengað af kísil og brennisteins- efnum, að ekki er hægt að nota það beint, eins og frá háhitasvæð- unum hér í bænum og í Mosfells- sveit. Ætlunin er að leggja leiðslu frá Nesjavöllum að Grafarholti, þar sem geymarnir eru, og þaðan yrði vatnið leitt til Reykjavíkur. Leiðsl- an yrði um 26 kílómetrar að lengd og áætlaður kostnaður við hana eina er i kringum einn milljarður króna. Jóhannes sagði að ekki lægju fyrir kostnaðaráætlanir fyrir heildarframkvæmdir enn sem komið er. Reynist þörf fyrir raforku þá væri að sögn Jóhannes- ar ódýrt að tiltölu og hagkvæmt að vinna rafmagn samhliða hita- veitu á Nesjavöllum. Jóhannes sagði að áætlanir varðandi raf- orkuframleiðslu myndu mótast af þörfínni fyrir rafmagn, en ekki væri útlit fyrir slíka þörf á næst- unni. „Það skiptir engu máli fyrir virkjun til hitaveitu út af fyrir sig,“ sagði Jóhannes, „nema hvað hún yrði hagkvæmari ef hægt væri að bæta rafmagninu við.“ Jóhannes sagði að til að byrja með væri talað um að heildarvirkj- un á Nesjavöllum gæti orðið um 400 megavött að afli, og hún skiptist niður í fjóra 100 megawatta- áfanga. Nú væri rætt um að fyrsta áfanga yrði flýtt, þannig að hann yrði tekinn í notkun að þremur árum liðnum, þvi það væri einmitt næstu ár sem gætu orðið hvað erfíðust, vegna þess hvað markað- urinn fyrir hitun hefði stækkað jafnt og þétt á sama tima og virkj- unarframkvæmdir Hitaveitunnar hefðu engar verið. Fangelsið á Siglufirði óhæft: Dýflissan verri en lýst er í greifanum af Monte Cristo — segir Viktoría Gestsdóttir heilbrigðisfulltrúi FANGELSIÐ á Siglufirði hefur verið dæmt óhæft af heilbrigóisfulltrúa á Noró-Vesturlandi. „Dýflissan er ekki mönnum bjóóandi. Eg hef séó ýmislegt skrautlegt í starfi mínu hér fyrir noróan en þetta er þaó versta. Aó óreyndu hefói ég ekki trúaó aó slík húsakynni væru til á íslandi á 20. öld,“ sagði Viktoría Gestsdóttir, heilbrigóisfulltrúi í Noróurlandskjör- dæmi vestra, í samtali vió Morgunblaóió. Hún sagói aó heilbrigóisnefnd Siglufjaróar ætti eftir að fjalla um málió. „Ég myndi alls ekki láta bjóða mér að gista þarna. Eg gæti best trúað að dýflissan á Siglufirði sé verri en sú, sem lýst er í greifan- um af Monte Cristo. Fangaklefinn er undir jörð og mér er sagt, að i rigningu þurfi lögreglumenn að ausa 30-35 vatnsfötum upp úr kjallaranum á dag. Engin loft- ræsting er í klefanum, rakinn yfirþyrmandi, vatn lekur gegn um Ijósastæðin og aðstaða til þess að fylgjast með föngum engin. Raunar er húsnæði lögreglu á Siglufirði lólegt. Þetta var gott hús fyrir 40 árum, en því hefur ekki verið haldið við eftir að ríkið eignaðist það. ítrekað hefur verið leitað eftir úrbótum, en þær dreg- ist á langinn," sagði Viktoría Gestsdóttir. Erling Oskarsson, bæjarfógeti á Siglufírði, segir að húsnæði lögreglunnar sé óviðunandi og klefarnir ekki notaðir nema í ítrustu neyð. „Það hefur komið fyrir að menn hafi veitt harða mótspyrnu þegar þeir hafi séð hvert átti að setja þá,“ er haft eftir Erlingi í Degi. Bæjaryfirvöld úthlutuðu ríkinu lóð i sumar undir lögreglustöð, en óvíst er hvenær framkvæmdir hefjast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.