Morgunblaðið - 27.10.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.10.1985, Blaðsíða 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. FreysteinnJóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö. Sameinuðu þjóðirnar 40 ára Aþessu ári eru 40 ár liðin frá stofnun Sameinuðu þjóðanna. Þær voru settar á fót við lok heimsstyrjaldar- innar síðari. Þá voru ófarir Þjóðabandalagsins gamla mönnum enn 1 fersku minni. Sameinuðu þjóðirnar hafa reynzt lífseigari, kannski vegna þess að þjóðum heims hefur lærzt að gera ekki of miklar kröfur til þeirra. Sameinuðu þjóðirnar hafa tekið miklum breytingum á þessum fjórum áratugum. Fyrstu árin einkenndust umræður á vettvangi þeirra mjög af átökunum milli aust- urs og vesturs. Hápunktur þeirra átaka á vettvangi samtakanna var að sjálf- sögðu aðild þeirra að Kóreu- stríðinu en þar börðust Bandaríkjamenn og banda- menn þeirra undir fána Sameinuðu þjóðanna. Á fyrstu 15—20 árum eftir lok heimsstyrjaldarinnar varð mikil breyting á heims- myndinni. Hin gömlu evr- ópsku nýlenduveldi með Breta og Frakka í farar- broddi liðu undir lok, sem stórveldi. Raunar má segja, að stórveldatíð þeirra hafi lokið með heimsstyrjöldinni en það tók þau allt að tveim- ur áratugum að losa sig við hinar gömlu nýlendur í Afr- íku og Asíu. Það gerðist engan veginn átakalaust. Úrslitastund Frakka í Asíu varð í hinni frægu orustu við Dien Bien Phu í Víetnam snemma á sjötta áratugnum og í Alsír nokkru eftir valda- töku De Gaulle. Fjórbrot Breta sem stórveldis urðu í Súezstríðinu 1956. Hver þjóðin á fætur ann- arri, sem lotið hafði yfirráð- um þessara gömlu heims- velda, hlaut sjálfstæði og smátt og smátt breyttist sú mynd, sem við blasti á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkjamenn og banda- menn þeirra réðu ekki lengur ferðinni og átökin milli þjóða í V- og A-Evrópu voru ekki lengur aðaleinkenni á um- ræðum á vettvangi Samein- uðu þjóðanna, þótt togstreit- an milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna marki þær umræður að sjálfsögðu mjög. En á margan hátt urðu Sameinuðu þjóðirnar til þess að endurspegla með nokkuð glöggum hætti sjónarmið og viðhorf fólks um heims- byggðina alla. Þeir, sem í upphafi gerðu sér vonir um, að Sameinuðu þjóðunum mundi takast að halda friðinn í heiminum, hafa orðið fyrir vonbrigðum. Það hefur þessari alþjóða- stofnun ekki tekizt fremur en Þjóðabandalaginu á sín- um tíma. Þeir, sem kunna að hafa gert sér vonir um, að Sameinuðu þjóðirnar yrðu valdamikil stofnun, sem gæti haft veruleg áhrif á gang heimsmála, hafa líka orðið fyrir vonbrigðum. Það hefur komið í ljós, hvað eftir annað að samtökin ráða ekki yfir slíku afli. Að vísu hafa ein- stakir framkvæmdastjórar samtakanna náð miklum persónulegum áhrifum um skeið eins og Svíinn Dag Hammarskjöld gerði á sínum tíma. Þýðing Sameinuðu þjóð- anna þessi fjörtíu ár hefur fyrst og fremst verið fólgin í því, að þau hafa verið sameiginlegur umræðuvett- vangur þjóða heims. Það hefur ómetanlega þýðingu, að fólk geti talað saman. Sameinuðu þjóðirnar hafa séð til þess, að til er sameig- inlegur samtalsvettvangur þjóða heims. Þótt lítið fari fyrir raunverulegum og áþreifanlegum árangri a.m.k. á hinum alþjóðlega pólitíska vettvangi mundu menn fljótt sakna þess að eiga sér ekki sameiginlegt svið, þar sem umræður gætu farið fram, ef starfsemi Sameinuðu þjóð- anna legðist niður. Athygli manna beinist mjög að hinum pólitíska þætti í starfi Sameinuðu þjóðanna. Samtökin hafa unnið merkilegt starf á öðr- um sviðum, sem lítið fer fyrir að jafnaði. Við íslendingar höfum kynnzt því af eigin raun, hvað starfsemi þessara samtaka er þýðingarmikil fyrir smáþjóöir. Hafréttar- ráðstefnan, sem haldin var á vegum samtakanna, veldur því, að enginn dregur lengur í efa rétt okkar til fiskimið- anna í kringum land okkar. Það er raunverulegur og áþreifanlegur árangur fyrir smáþjóð. _______MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBEr'i985_ _ 33* REYKJAVÍKURBRÉF laugardagur 26. október * íslandi sómi sýndur Idag, 27. október, eru liðin 30 ár frá því íslandi og íslenzkri menningu var mikill sómi sýndur. Þann dag var tilkynnt að Halldór Kiljan Laxness hefði hlotið Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Það þóttu mikil tíðindi í þessu litla fjarlæga landi og var þeim tekið með miklum fögnuði eins og efni stóðu til. Halldór Laxness hlaut ekki bókmenntaverðlaunin fyrir neitt einstakt ritverka sinna heldur allan skáldskap sinn og í greinargerð sænsku Akademíunnar var þess getið að skáldið hefði hlotið verðlaunin fyrir „að endur- nýja hina miklu íslenzku frásagnarlist", eins og komizt var að orði. Á þessum vettvangi, eða í Reykjavík- urbréfi 30. október 1955, var tíðindanna getið með fyrirsögninni: íslendingar samfögnuðu Kiljan, og segir þar að út- hlutun verðlaunanna hafi verið mesti viðburður vikunnar. í bréfinu segir m.a.: „... allir íslendingar fögnuðu því að þessi mikli heiður og viðurkenning skyldi hlotnast landa þeirra. Enda þótt skoðanir væru töluvert skiptar um það, hvor þeirra Halldórs Kiljans Laxness eða Gunnars Gunnarssonar ætti fyrr þennan heiður skilið, samfögnuðu allir Kiljan með ákvörðun sænsku akademí- unnar. íslandi hafði verið sýndur sómi og fornbókmenntafrægð þjóðar þess endurnýjuð. Enda þótt oft hafi staðið gustur um Halldór Kiljan Laxness með- al hans eigin þjóðar brast hana ekki frjálslyndi og drengskap til þess að sameinast í einlægum fögnuði yfir af- reki hans og viðurkenningu þess úti í hinum stóra heimi. Einn dag hófu ís- lendingar sig upp yfir hinn smásmugu- lega persónukrit sem svo oft mótar af- stöðu þeirra innbyrðis til manna og málefna..." Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því Halldór Laxness hlaut Nóbelsverð- launin. í tilefni verðlaunaveitingarinn- ar var þess víða getið að íslenzkar nú- tímabókmenntir stæðu í blóma og raun- ar má halda því fram að þessi sterka og mikilvæga menningararfleifð sem á rætur í allri sögu landsins og sækir ekki sízt næringu til þriggja fyrstu alda ís- landsbyggðar sé jafn mikilvægur þáttur í samtímalífi okkar og verið hefur alla tíð. Við hljótum að fagna því á þeim örlagaríku tímum sem við nú lifum. Er- lend áhrif þrýsta sér inn í íslenzkt menningarsvæði og eru aðgangsharðari en nokkurn tíma fyrr, enda eru tækin sem notuð eru yfirþyrmandi, þ.e. ger- vihnettir og sjónvarp og sú nýja fjöl- miðlatækni sem hefur lagt heiminn að fótum sér. Okkur hefur aldrei verið meiri nauðsyn á því að halda vöku okkar en einmitt nú. Morgunblaðið hefur oft varað við þeim erlendu áhrifum sem eru skeinu- hættust íslenzkri tungu, en svo lengi sem við höfum nokkrar áhyggjur af þróun hennar ætti okkur að vera minni hætta búin en ella. Það er skylda okkar að varðveita tunguna, varðveita sam- hengið í sögu þjóðarinnar, varðveita samanlagða arfleifð íslenzkrar menn- ingar, íslenzkra bókmennta — en það verður ekki gert án varðveizlu tungunn- ar sem er forsenda þess að við lifum af og höldum sérkennum okkar. Það er ekki út í hött að segja að bók- menntirnar séu lífæð íslenzkrar menn- ingar, svo mikilvægu hlutverki sem þær gegna í þeirri viðleitni okkar að varð- veita tunguna. Það er gæfa þjóðarinnar að eiga mikla og góða rithöfunda. Það er lítilli þjóð ómetanleg hamingja að eiga jafn stórkostlegan höfund og Halldór Laxness. í þessu sambandi má minna á að sá sendiherra sem hér hefur verið og mest og bezt hefur kynnt sér og skilið íslenzka menningu, Marshall Brement, sendiherra Bandaríkjanna, taldi Hall- dór Laxness í hópi þriggja mestu skáldsagnahöfunda sem nú skrifa í heiminum. Marshall er þaulkunnugur heimsbókmenntunum, skilur margar tungur, þ. á m. rússnesku og er því afar dómbær um samtímabókmenntir. Auk þess er hann sjálfur skáld og merkilegur þýðandi eins og hann sýndi í verki, með- an á dvöl hans hér stóð. Virðing þessa bandaríska sendiherra — og þeirra hjóna beggja — fyrir Halldóri Laxness og verkum hans var mikilsvert framlag til eflingar þeirrar vináttu sem ríkir með íslensku og bandarísku þjóðinni, auk þess sem Marshall Brement sýndi sjálfur fram á að íslenzk samtímamenn- ing getur verið útflutningsvara ef vel er á haldið. Lífið er meira en frumþarfir einstakl- inga, það er meira en efnaleg gæði, það er einnig leit að fegurð og andlegum þroska. Raunar er þessi leit mikilsverð- ari en allt annað og af þeim sökum m.a. er skáldskapurinn svo mikilvægur og af þeim sökum eru bókmenntir Halldórs Laxness jafn mikilvægur þáttur ís- lenzks þjóðlífs og raun ber vitni. Vidbrögd hér heima Þegar tilkynnt hafði verið um bók- menntaverðlaun Nóbels og Halldór Lax- ness hefði hlotið þau sneri Morgunblað- ið sér til Kristjáns Albertssonar sem varð fyrstur manna með ritdómi sínum í Vöku 1926 til að kveða upp úr um það að með Vefaranum hefði Island eignazt nýtt stórskáld og bað Kristján skrifa um skáldið í tilefni af þessum tímamót- um og var grein hans birt á forsíðu blaðsins. Jafnframt sneri Morgunblaðið sér til annarra andans manna, þ. á m. tveggja þjóðskálda, Davíðs Stefánsson- ar og Tómasar Guðmundssonar, og birti svör þeirra einnig á forsíðu. I grein Kristjáns Albertssonar segir m.a. svo: „Enn bregður frægðarljóma á þessa undarlegu, fámennu eyju norður undir heimskautsbaug, þar sem mörgum mun finnast að eftir öllum guðs og manna lögum ætti fátt að geta gerzt, sem heim- urinn þyrfti að láta sig varða ... Lax- ness hefur fengið Nóbelsverðlaunin fyrir sínar miklu skáldsögur, Sölku Völku, Sjálfstætt fólk, ólaf Ljósvíking, íslandsklukkuna. Hann hefur öllum síð- ari tíma snillingum fremur endur-yngt og endur-magnað íslenzka tungu. Þáttur hans í þróun tungunnar einn er afrek sem seint verður fullþakkað. Hann hef- ur verið stórskáld sinnar þjóðar í lýs- ingum á íslenzkri lífsbaráttu og þjóðar- skapgerð sem eru nú þegar klassískar og seint munu fyrnast. Hin mikla mynd íslands er í verki hans, kotið í heiðinni og þorpið við sjóinn, bóndinn með ærn- ar, stúlkan í fiskreitnum, jökullinn og hafið, vordýrðin og vetrarhríðin, „ógnum slungin" unglingssál Steins Ell- iða, ódrepandi lífsvilji íslenzkrar menn- ingar, persónugerður í Arnæus, liðnar hörmungar og eilíf umbrot og eilífur kjarni íslenzkrar þjóðarsálar..." Undir þetta allt má taka og jafnframt ummæli Davíðs Stefánssonar og Tómas- ar Guðmundssonar, en Davíð sagði: „Það gleður okkur, að Islendingur hlýt- ur slík sigurlaun." Tómas sagði m.a. að íslendingar hlytu að fagna af alhug þeim sóma „sem þessum öndvegishöf- undi þeirra hefur loks hlotnazt". Gunn- ar Gunnarsson, Kristmann Guðmunds- son, Guðmundur G. Hagalín og Guð- mundur Daníelsson tóku allir í sama streng og fögnuðu því að fullrúa íslands hefði hlotnazt þessi heiður. Klukka landsins Þetta er rifjað upp hér vegna þess að Reykjavíkurbréf ber upp á sama dag og verðlaunin voru tilkynnt fyrir 30 árum og því ekki úr vegi að minnast þeirra og þeirra tíðinda sem þá voru efst á baugi. Hitt er svo annað mál að 30 ára afmæli er engin stórhátíð og ástæðulaust að rifja upp afmæli allra mikilla tíðinda á fimm ára fresti eins og tilhneiging er til, bæði hér í Morgunblaðinu og öðrum fjölmiðlum. Nóbelsverðlaunin skiptu 1 sjálfu sér ekki miklu máli, þau voru einungis stað- festing á því sem allir vissu: að Halldór Laxness er stórskáld og íslenzkar bók- menntir heimsbókmenntir. En verð- launin vöktu samt athygli á skáldinu, verkum hans og þessari litlu þjóð sem hefur verið viðfangsefni verka hans. Halldór Laxness hefur skrifað mörg merkileg verk eftir að hann hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels, þar á meðal Paradísarheimt, Brekkukotsannál. Skáldatíma og Guðsgjafarþulu, svo að ekki sé talað um perluna Innansveit- arkroniku sem er áreiðanlega nær því að vera skrifuð með aðferð höfunda ís- lendinga sagna en nokkurt annað rit- verk íslenzkt frá síðari öldum. Það hef- ur ekki sízt verið mikilvægt framlag skáldsins til íslenzkrar menningar að gefa okkur vísbendingu um, hvernig heimsbókmenntir okkar urðu til á 13. öld. Sú ritstýrða sagnfræði sem þá hófst í heiðurssæti íslenzkrar menningar er ómetanlegur arfur sem ekkert íslenzkt skáld getur litið fram hjá og þjóðin hef- ur ekki efni á að fara á mis við. En ef við glötuðum tungunni yrði þessi heims- menning okkar einungis svipuð minning um aumingjaskap og þróttleysi og Þing- vallaklukkan sem danskir brutu og fluttu á klakki á Hólmskip. Þá var kom- inn brestur í hana þar sem hún hafði hangið fyrir gafli Lögréttuhússins á Þingvöllum við Öxará áður en hún var lögð á dyrahelluna við Lögréttuhúsið og brotin með sleggju. Hrökk hún um brestinn. Vonandi er enginn brestur í íslenzkri menningu, að minnsta kosti ekki svo mikill að hún hrökkvi undan útlendri steinsleggju í líki gervihnatta og sjónvarps — eða hvað? Brestur í tunguna? í raun veit þó enginn hvort kominn er alvarlegur brestur í þá klukku sem enn hljómar á íslandi og við höfum einsett okkur að vernda á hverju sem gengi, klukku íslenzkrar tungu. Margt bendir til að klukkan sú hljómi ekki ávallt með þeim hætti sem ætla má. Stofnanamálið í æðstu stöðum er oft geigvænlegt en það mun ekki sízt vera merki um yfir- stéttartilburði eins og fyrr á öldum þeg- ar kerfiskarlar notuðu kansellístíl til að minna óbreyttan almúga sífelldlega á að hann ætti ekki að vera að skipta sér af þjóðmálum heldur láta þá sjálfa um þau. Almúginn skildi ekki einu sinni hið opinbera tungumál sem þá var f tízku. Við sjáum slíka tilburði enn á því opin- bera orðfæri sem líkist meir hrognamáli en þeirri tungu sem íslenzk alþýða hefur varðveitt í gegnum tíðina. Morgunblað- inu hafa jafnvel borizt dæmi um óskilj- anlega þvælu úr æðstu menntastofnun landsins, Háskólanum — og er bréfrit- ara einkum minnisstæð tilkynning frá félagsfræðideild sem var með öllu óskiljanleg og ættu slík slys að vera stjórnendum þessarar virðulegu stofn- unar íhugunarefni og hvatning til að gera betur. íslandsklukkan verður að hljóma fagurlega í mikilsverðustu menntastofnun landsins. Tæknimálið íslenzka á undir högg að sækja og við fjölmiðlamenn erum ekki barnanna beztir. Sumt af því sem borið er á borð í íslenzkum fjölmiðlum er fyrir neðan allar hellur. Þrátt fyrir harða baráttu hér á blaðinu fyrir mál- rækt verður því ekki neitað, því miður, að íslenzkan á stundum undir högg að sækja í þessu stærsta blaði þjóðarinnar og er það forráðamönnum þess að sjálf- sögðu mikið áhyggjuefni. En það er ásetningur þeirra að reyna af fremsta megni að varðveita tunguna með þeim hætti sem okkur væri sómi að, a.m.k. er lögð áherzla á málrækt og mikið aðhald hér við blaðið og allir starfsmenn rit- stjórnar hafa orðið að gangast undir námskeið í íslenzku, þótt þess sjái ekki ávallt stað á síðum blaðsins(!) En sé það rétt sem þjóðskáldið sagði, að vilji er allt sem þarf — þá þarf ekki að óttast meðferð tungunnar hér í blaðinu. Von- andi er viljinn einnig fyrir hendi á öðr- um fjölmiðlum og skal raunar ekki um það efazt en baráttan fyrir varðveizlu tungunnar er viðstöðulaust viðfangsefni okkar. Vonandi hættum við aldrei að hafa áhyggjur af henni. Pikköppid og krjúbössinn Bréfritari hefur átt samtöl við einn af flugstjórum Flugleiða, Skúla Br. Stein- þórsson, og hefur niðurstaðan orðið sú að Skúli hefur tekið saman fyrir okkur nokkur dæmi um talmál þeirra sem vinna við flug og er ástæða til að birta sýnishorn Skúla hér í lokin, ef það mætti verða til þess að einhverjir fengju þó nokkurt áfall við lesturinn. Sýnishorn Skúla af flugmálinu nú um stundir og skýringar hans fara hér á eftir: „Pikköppið var snemma morguns, krjúbössinum hafði verið flýtt því að ítíeii alfara (TF-MYU, tangó, foxtrott, mæk, jankí, júníform) hafði alfarið ver- ið flýtt um korter. Kóarinn sem var standbæ á krjúsje- djúlinu hafði verið kallaður út, en sá sem hafði verið skráður á flugið hafði verið sendur dedd hedd til Lúx. Kóarinn var með fólderinn með kompjúter flætplaninu og perdieminu. I lódkontrólinu tjekkaði hann hvort síðustu revisjónirnar væru komnar inn í „Jeppesen manjúalana", og hvort óper- eisjónsmanjúalinn væri öpp tú deit, það kom í ljós að það átti eftir að revídera hann, en sörkjúlarinn var út í vél. Flæt- ensjínerinn hafði farið í vokaránd og að tjekka skokbókina. Kóarinn varð að flýta sér út í vél því að það átti að fara að borda farþegana, hann var með flæt- kittið sitt, en brífkeisið var komið um borð. Lódkontrólið kallaði í mekkana, sem voru úti í rampi til að vita hvort vélin væri tilbúin. Kafteinninn sænaði lódsjítið, lódið var 200 paxar og þar af fjórir infantar. Teik off fjúelið var sextíu þúsund pund og densítið sex komma sjötíu. Þegar kafteinninn kom í kokkpittið var hann búinn að týna krjútagginu af flætkittinu sínu. Nú var farið að nálgast ítídi, flæt- ensjínerinn stimplaði pósisjónina inn á æennessin og flugmennirnir tjekkuðu hvort hin ýmsu'tæki væru ekki í lagi svo sem eidíeffin, víeiddseffin, díemmíin, hórósónarnir, átópælotinn o.s.frv. Þegar verið var að taxera út, bað kó- arinn um kleransinn, en þá var ekki bú- ið að fæla flætplanið. Rödderinn, eler- ónurnar og eleveitorinn voru tjekkuð meðan verið að taxera út að braut. í teikoffinu kom í ljós að þrottlurnar voru smávægilega misriggaðar. Þegar vélin nálgaðist Lúx var víóarinn þar tjúnaður inn, reidíallinn, trakkið og heddingin pössuðu vel. Kóarinn flaug aðflugið eftir æelessinu og var dedd on á glædslópinu. Þeir fé- lagar römpuðu í Lúx kl. 12.00 hinn fyrsta dag aprílmánaðar ’86.“ Tilraun Skúla til textaskýringar, eða þýðing sýnishornsins er svohljóðandi: „Mæting var snemma morguns, áhafnabílnum hafði verið flýtt, því að áætluðum komutíma Alfara (TF-MYU, Teitur, Friðrik, Magnús, Ýmir, Unnur) hafði verið flýtt um stundarfjórðung. Aðstoðarflugmaðurinn, sem var vara- maður á áhafnaskránn, hafði verið kall- aður út, því að sá sem hafði verið skráð- ur á flugið hafði verið sendur sem far- þegi til Lúxemborgar. Aðstoðarflugmaðurinn var með um- slagið með tölvuflugáætluninni og dag- peningunum. 1 hleðsludeildinni athug- aði hann hvort síðustu leiðréttingar væru komnar í „Jeppesen“-kortabæk- urnar, og hvort flugrekstrarbókin væri í lagi, það kom í ljós að það átti eftir að leiðrétta hana, en dreifibréfabókin var úti í vél. Flugvélstjórinn hafði farið að athuga flugvélina og bilanabókina. Aðstoðarflugmaðurinn varð að flýta sér út í vél, því að það átti að fara að kalla farþegana um borð, hann var með flugtöskuna sína, en pappíra- taskan var komin um borð. Hleðslustjórn kallaði í flug- virkjana, sem voru úti á stæði, til að vita hvort vélin væri tilbúin. Flugstjórinn skrifaði undir hleðsluskrána, hleðslan var 200 farþegar, og þar af fjögur smábörn. Flugtakseldsneytið var sextíu þúsund pund og eðlisþyngdin sex komma sjö- tíu. Þegar flugstjórinn kom í stjórnklefann var hann bú- inn að tína áhafnaspjaldinu af flugtöskunni sinni. Nú var farið að nálgast áætlaðan brottfarartíma, flugvélstjórinn stimplaði hnattstöðuna inn á INS-leið- sögutækin, og flugmennirnir athuguðu hvort hin ýmsu tæki væru ekki í lagi svo sem ADF-viðtækin, VHF-talstöð- varnar, fjarlægðarmælarnir, gervisjóndeildarhringirnir, sjálfstýringin o.s.frv. Þegar verið var að aka út bað aðstoðarflugmaðurinn um flugheimildina, en þá var ekki búið að skrá flugáætlun- ina. Hliðarstýrið, hallastýrið og hæðarstýrið voru reynd meðan ekið var út að flug- brautinni. I flugtakinu kom i ljós að eldsneytisgjafarnir voru smávægilega misstilltir. Þegar vélin nálgaðist Lúx- emborg var fjölstefnuvitinn þar stilltur inn, geislinn, fer- illinn og stefna pössuðu vel. Aðstoðarflugmaðurinn flaug aðflugið eftir blind- lendingarkerfinu og var ná- kvæmlega á aðflugshalla- geislanum. Þeir félagar voru komnir á stæði í Lúxemborg kl. 12.00, fyrsta dag aprílmánaðar árið ’86.“ Þessi sýnishorn Skúla Br. Steinþórssonar flugstjóra hljóta að vekja ugg í brjósti okkar. Flugfólk talar með þessum hætti til að gera sig skiljanlegt, að því er virðist, og þá er ekki einungis átt við flugmenn og flugfreyjur heldur einnig aðra þá sem að flugi starfa, bæði á láði og í lofti. Ef menn tala ekki með fyrrgreindum hætti þá eru þeir ekki „inni í myndinni" eins og við blaðamenn segjum í tíma og ótíma en íslenzkir fjölmiðlar eru því miður orðnir fullir af slíkum frösum. Það er í senn áhyggju- og íhugunarefni hvað fjölmiðlamenn eru veikir á svell- inu og hve auðveld bráð þeir eru þegar erlend áhrif eru annars vegar, ekki síð- ur en t.a.m. flugliðar, sem virðast þó hafa sérstöðu — enn sem komið er. Þeim sem notar fyrrgreint hrognamál eða málblending flugfólks er einnig hættara en öðrum að skrifa eftir erlend- um framburði, þannig að rödderinn, þ.e. hliðarstýrið, verður að rudderinn þótt það sé borið fram með ö-hljóði. í stafr- ófi fyrir talsamband loftfara er X stafað x-ray á íslenzku þótt framburðurinn sé ex-rei, samkvæmt íslenzkri málvenju, W er stafað whiskey þótt fram- burðurinn sé viskí. Samkvæmt íslenzk- um venjum er A stafað Alfreð en ekki Alfa eins og tíðkast í ensku o.s.frv.. í ráði var að taka upp erT lenda stafrófið að nauðsynjalausu. Við það var þó hætt sem betur fer. En á flugstjórnarbylgjunni er að sjálfsögðu notuð enska enda þurfa erlendir flugm- enn einnig að skilja það sem sagt er á þeirri bylgju. Flugfólkið sem talar hrognamálið sem fyrr getur fer ekki lengur í morg- unmat, heldur breakfast. Fyrst var far- ið að tala með þessum erlenda hætti af öryggisástæðum. Gátlisti eða tékklisti flugmanna var þulinn á ensku því í JBöVfttmTíIn 16 síðar 24«. thl. — Fottudagur 28. oktohrr ItSS PreBflll* HniunblalilH Halldóri Laxness veitt bókmenntaverðlaun Nóbels „Afrek sem seint verður fu/lþakkad'' Halldot Kiljan l.a»nrs> íslandi sómi sýndur MORC' NHl ADII» hr'lr M.úiA aér Ul nokkurra manna o* ?on h* »m »11. þclrra á uthlutun NóbrUvrrdlaun- anns J Jwon ninnl. Svör þrirra fara bór á rftlr: Gl’NNAR r.l’NNARFS'IN: — l>a« var árri#anlrra timi til komlr.n. að l»l nd >.81 þrasara hrlSurvvrrSlauna aflnjol andi. fyrir bókmrnntli lornar og n> jar. DAVIÐ STEFÁNSSON: — Þaá glrdnr okkur alla. a« laicnd- Injur hlvtnr alik vlgurlaun. TÓMAS Ot BMl NDSS »N: — t*a« cru nú roxk þrjátiu ár aidan ég apáSI þvi. a« Halldor Kiljau Luam mundl fá Nóbrlsv'rSlrunln. Rrvndar mvm r* rkkl þá. hva» vrnvku Akadrm unni rr vtundi m ónvut um aS hugsa. rn allt aS rlnu hljota Iklrndlngar aS fagna af alhu* þrlm voma. »rm þrasum i.ndvrrivhnfrndi þrirra hrfur lok* hlotnart. Er aamt mr-d um þj« vrrt. a« vlSurkrnnUi(ln *rtur rn*um tvimjrluti aar'.l i þrtta «lnn. rnda rr hún komin frá þrirrl þJoS. scm rr flrvtum ol klr*rl til aS *rra hlut lalandv mrlrl rn rfni vUnda III. DR. þOr.KELL JCHANNE8SON - £* rr n rnda var mál III komM. aS l»lrndin*ur frn*l NúhrlivrrS- launin. i-að i.rfSi iyrr matl vrra. KRISTMANN Gt'DMf’ DSSON: — Mtr þyhlr varnt um. a« Idrndinrur ahuU hafa lrn«IS NobrlvvocfUwUn. t»a« vrkur athygll j ■a'cuckum bokmrnntum o* rr anar*iulr*t fyrlr laland. L* alit. a« Kiljan ac vrl aS þrlm hommn Gt'BMI NDl'R G. HAGAI.IN — L« *lr«*t mjó* yflr þr*»u fyrlr hond hófundar or þjoftirlnnar. E« hrfl raunar bulrl vl«. a« l. iljan frn*l vrrálaunln rn hrfl hina vr*ar 1111« *vo á, aS G. nhar Gnnnararon hali vkapaS vvo mrrkllr* skald vrrk. ís' nsk o* atúrbr 41n. aS ar«kllr*l hcfSI vrrlð. a« «ú IriS brffi vrrlS .‘arln, rS vrrSlaununum hrfSi vrrlS vklpl á millt h. .. o* la.anrm. hÓRIR KERf1S»ON (»-«rvlrlnn Jonmon): — PaS (IrSur ml* lnnilr*a, a« Kiljan brflr frn*M NúhdavrrSlannln u* rr Frh. á b - 2 MORt.t NRI.ADID hrflr br« 18 Krisljan Albrrtaaon akrlfa nokkrar linur NobrUvrrSlaunaakaldiS llall dór Klljan l.a»nrw. vr*na þraa aS mrS rltdomi v.num um Vrfarann mlkla frá Kaa- mir. i Vóku IMt. varS hann fyrslur manna tll aS kvrSa upp ur um þaS. aS mrS þcs» ari bok hrfSI Island rignarl nýtt atorskald. ||ALLDÓR KIIJAN LAXNF.SS til I»l*nd.« - hinn n | in*arlr*a hciöur *cm skaldi o* þjoft x-.Sur <vndur Nafn xkáldr lin* o* nafn l>l.-.nd» rru á >..run mann.i um heim allan I da* Em brc*Anr frn-RÖnrljóma * þrssi {undarleiiu. fámennu t?ju nori'ui jundir hrtmrkaulvbcm*. þar *rn MoiRunblaAi.' h • kaUI.A lu-lm i.m lil framdiallar himun luA i ixlpnzku þj.H>l.fi limum. oc ofl meA i. aA miklu skálrli vi a.' þvi. Um InA o* vM um .skáldinu i da* *kal I>»A I lek iA fiam. oA meA þ' ekkeit aflur lekid af fyrri áfi domum unt MtthvaA i ntstoi hans o* framhomu i maVI þj.s'ar xinuar. . Sa'inka Akademian hefur ' laust mIjoA heiAra clalu mennlaþj.ál n.uAin sm.s um oc hún heiAraAi Laxnn Elzta bókmenntaþjóð Norðursins heiðruð ” S.VNSKA akadcmian lilkvr II ! Rier. aA hun hefAi ákveSu veita Jslendin*num Halldori Kiijan Laxnrss bnkmrnntavrrð- laun Nóþrls fyrir árið 1*55 ÞaA var ekki tckið fram i til- kynnmRunni. að verðlaunin >ieru vcitt fyrir neina einstaka húk. en þar secir að Laxness hlvli vcrfl- launin fvrir afl endurax ja hina mik'u islcnzku ftféSÚRMIIbl Rilhofundurinn xar slattdur I um kntnum. eða réttum «00 þúi. ivlenzkum kronum Þó skiptir fjvrlurflin litlu méli mðli þeirrt alheimsvirfliniiu o* fne*ð sem fvlcir þessum sigri. Verfllaunin verfla afhenl af Gústav Adolf Sviakonungi vifl haliðlega athöfn í sarnsku aka- demiunni 10. des næstkomandi. Fr til þess a-tla/t afl sigurvegari kvnnmjtm var birt. Nobelsverfllaunin eru mikil- \ irlustu bokmennlav.Tðlaun Heillaskeyti lirkifarri. Halldór Kiljan Laxnesa er annar talendingurinn. sem hlýtur Nobclsverftlaun (fvrstur var Nil« Finsen, Ivknisfr i Hann er 53 ára fmddur i Reykjavik 23. apríl 1902 kominn af goðum islenrkum til Kiljuns FORSFTt ISl.AMTS srndl i *irr Halldori Klljan l.aaneas samfacnaSankeytl ■ tilrfni »f þvi. aS hunum vuru veilt buk- mrnnlavrrSljun Nob. lv * Mrnnljm-iljrjábrrrj Njarni Hrn.-diM-.vun. vrndi HalMorl Kil.Mii Ijvnrvv hrilljvkryli i *ier i lilríni af þvi. aS honum voru vrHt NobrlsvrrSlaunln. vnru Gufljón Hclsason bóndi t Laxnesi 1 Mosfellvsveit og Slg- ri-'i.r Halldórsdóttir. Ungur ákvafl Halldór afl gerast i ithnfiMKhir og ga? hann út fvrstu skaldwigu sitia cr hann var 17 árn. Mvcmvcrk Iriuv em þ.-««i: 11*27 •. Al|.'-'•>•»* «' fvnrta rit- C-i-'.vifn hans. IIWú. S.-lka Vulkj 11*31—321. SjálMOtt folk i i*3-t—35). Lj'ávikingurinn 1 ifKíT— l!H0). íslandsklukkan (1IM3—46) og Gerpla (1953) Ráðsteina í Gestl en ófrtðarblika í custri 1 GKNF. 27. okt. mlAur mun mór*um þvkja. se *á hriAur hofði venA enn val lau-an. ef skáldiA hefAi ek skrifaA jafn smekklausa og ran indafulla .i*u um Ulond nútil ans <>c Alómrlöðin*. Laxnes* hcfur fenciA Nube verAlaunin fyrir sin káldsocur, Solku Völ IDAG hofsl hcr láAsleína utanrik Eiu þar saman komnir McMillar cldunna. — 11 Dulles frá Bandarikjunum, Pmay I Frakklandi or Molotov frú isslandi. Verkefni fundanns cr aA taka til þar sem irAstu menn I Ijorveldanna hseltu á raðslefnunni i Grnf i sumar. við að koma * á fi iðsamleci i sambuð þj.áVanna I Sla-rsta mál ráðstefnunnar vrrður namcimnc Þý/kalands. t»á ber þess að ceta að bliku hcfur di-egið á loft, þar sem cr vopna- miklu Loiur Rússa til Egvpta. Er það cin* o* oð bcra .'ld að púðurtunnu. __________________ . Sjálf- _____ stætt fúlk. ólaf Karason Ljos Ft NDI'R SETTVR vikm*. fslandsklukkuna Hann Franski utanríkisráðhrrrann,- hrfur ullum siðari tíma snlll- Antoinc Pinay. setti ráð*tefnuna m*um fremur endur-ymt! o* i da« i fundarsal *aml» Þjuða- bandalacsms A yfirborðmu virt- isl þevsi fyrsti fundur einkcnn ast af somu bjartsymnni eins o| Gcnfar-ráþstcfnan i sumar. rndur-magnað islrnrka luncu þéllui hans i þroun tun«unnar cinn cr afn-k sem seinl vcrður fullþakkað Hann hefur verið slórskáld sirinar þjoAur i lýa- in«um á islcnzkri lifsbaráltu o* I hVZKAI.ANDSMAl. Frh á bla 2 En þvi miður er ekki úrlausnormú' n verði svo auð- ua þarf að ttltckn- Óltast mrnn afl Þýskalandamálm veiði rrliður Frh 4 bla. 2. Allsherjar matvæla- skömmtun I Kauða-Kína \ PEKING. 27 okt. kOMMl NISTASTJOKMN i Kina hcfur akvrðið að lak. upp korn- o* *rjonaskommlun um allt landið. AAur hrfur veriA viAtirk tkummlun á hriscrjonuni en nú er krll viA skommtun á hveili «* einni* á grjrnmeti. Samlimis er hrísKrjónahkammturinn ininnkaAur. Malvu-laskummlun hótsl i nokkrum hurjfum Kina i nó- vembcr IK1. vegiia mikilla flúAa, aem skemmdu slóran hlutu uppskerunnur. I»ev>i skoniuilun hefur smámaamati teriA aukin, án þess þó að sama IjúniA hafi orAiA af nátlúru- Sú sk> rin* er |{efin á þessu. aA fimm ára ártlun Kinvvrju sé nú orAin alllan*t á eflir ánrtlun o* verAi þjúAiu þvi uA speima millisólariur failara. Blómlegar nulímabókmenntir á Islandi INLENDINGAR *eta vertfl hreyhnlr af nulimabokmennl um sinum helr útta, hvarhl mrlra ne minna en tvo ,.Nú- brlsvrrSljuai kandidata". — Saenika rUholandaféla*l« Hakk app á þvi. aS NoheU mllli Gunnjrs Gannarsaaaar ■C Halldórs Kiljanv en Gaan- ar Gannjr-.s-.n frn*l þau aS hlyti 'rilLuÍH. m K.ljja varS -C kuaauct fyrstu voru ekki til nógu góð íslenzk orð. Síðan var farið að nota ensk orð með íslenzkum endingum, eins og revídera. En úr þessu öllu hefur orðið hrognamál sem gæti smitað frá sér. Fyrst getur það haft áhrif á talmálið, síðan jafnvel rit- málið. Sem betur fer þekkjum við blaða- menn ekki slíkan málblending úr okkar starfi. Flugmálið er ókunnugum óskiljan- legt, en allir geta skilið tungumálið sem er t.a.m. talað í tæknideild Morgun- blaðsins. En hvernig skyldi vera talað í poppheiminum þar sem áhrif enskunnar eru mest. Eða við höfnina? Eða við stjórnun þar sem ný tækni er notuð? Verndum klukkuna Þegar nánar er að gætt hafa komið brestir í klukkuna okkar. Við þurfum að bæta þá svo að hún hljómi eins fagur- lega og íslenzk tunga á skilið. Við skul- um ekki láta neinn komast upp með að rífa þessa klukku úr Lögréttuhúsinu, leggja hana á dyrahelluna og greiða henni hvert höggið eftir annað með er- lendri steinsleggju unz hún brotnar þarna á hellunni, eða hrekkur um brest- inn og brotin tínd í skjóðu sem er lyft til klakks og flutt í Hólmskip erlendrar ásóknar. Við skulum þvert á móti stíga á stokk og strengja þess heit að láta þessa klukku hljóma og minna okkur á skyldur okkar við tunguna, menninguna og landið svo að enn megi „oft á kyrrum degi um jónsmessubil í andvara af Súl- um og kjarrlykt úr Bláskógum heyra óm klukkunnar blandinn niði öxarár". /_ Kafteinninn sænaði lódsjít- ið, lódið var 200 paxar og þar af fjórir infantar. Teik off fjúelið var sextíu þús- und pund og densítið sex komma sjötíu ... Þegar kaft- einninn kom í . kokkpittið var hann búinn að týna krjútagg- inu af flætkitt- inu sínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.