Morgunblaðið - 27.10.1985, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 27.10.1985, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985 Þannig lítur dæmigert ,,heilakort“ út Fyrir lesendur er þetta tiltölulega ómerkileg mynd í svart/hvítu, en í raunveruleikanum er hún skýr og í öllum regnbogans litum. Nokkur fyrirtæki í Bandaríkjun- um hafa hafið framleiðslu á BEAM-rannsóknartækjum og selja þau mjög dýrt. Á Borgarspít- alanum eru menn hins vegar langt komnir með að búa til eigið BEAM-kerfi, sem byggir að hluta til á annars konar mælingum en Duffy notar. Taugagreinirinn, sem Bandalag kvenna gaf Borgarspít- alanum fyrir 3 árum, er tengdur við öfluga Hewlett Packard tölvu, sem Ernir segir að hafi sérlega góða litagrafík, og með viðeigandi hugbúnaði breytir tölvan boðum frá 20 rafnemum sem tengdir eru við höfuð sjúklinga, í skýrar lit- myndir. „Það er fyrst og fremst hugbúnaðurinn sem málið snýst um,“ segir Ernir. „Við fengum hluta hans frá háskóla í Toronto, sem einnig var að vinna að þessu verkefni, og síðan höfum við í samvinnu við Verk- og kerfis- fræðistofuna þróað hugbúnaðinn og aukið verulega við hann. Við erum nú komnir á það stig að geta farið að safna staðalgildum, sem síðan verða notuð til viðmiðunar þegar mælingar á sjúklingum hefjast fyrir alvöru," sagði Ernir. Emir sagði að það yrði mjög spennandi að fylgjast með þróun BEAM-tækninnar: „Hvort hún sem slík nær fótfestu vitum við ekki á þessu stigi,“ sagði hann, „en hitt er staðreynd að tölvurnar eru smám saman að opna okkur leiðir inn í heilann sem áður voru óhugs- andi. Og raunverulega má segja að það sé gagnkvæmt. öll þekking á heilanum kemur þróun tölvu- tækninnar til góða. Ég er sann- færður um það að tölvur framtíð- arinnar koma til með að líkja meira og meira eftir starfsemi mannsheilans. Tölvurþóunin geng- ur í þá átt að gera tölvunar „not- endavingjarnlegar", svo notuð sé léleg þýðing á „users friendly". Menn sem vinna að þróun slíkra tölvukerfa gera sér oft ekki grein fyrir því að að þeir eru að líkja eftir ákveðnum ferlum sem ein- kenna mannsheilann." Hjartans þakklæti til allra þeirra sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á 100 ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur. Jórunn Jónsdóttir fri Hlíðarenda íÖlfusi, Grettisgötu 63. Tölvunámskeið fyrir fullorðna Gagnlegt og skemmtilegt byrjenda- námskeið fyrir fólk á öllum aldri ★ ★ ★ ★ ★ ★ Tími: 4., 6., 11. og 13. október kl. 20.30. Innritun í síma 687590 og 686790 TÖLVUFRÆÐSLAN Ármúla36, Reykjavik. Dagskrá Orstutt þróunarsaga tölvutækninnar. Grundvallaratriði við notkun tölva. Helstu forritunarmál, kostir og gallar. Æfingar í forritunarmálinu BASIC. Æfingar í ritvinnslu. Æfingar í notkun töflureikna og gagnasafns- kerfa. * Auglýst eftir framboöum til prófkjörs í Reykjavík Ákveðið hefur verið aö prófkjör um val frambjóöenda Sjálfstæðiaflokksins viö næstu borgarstjórnarkosninar fari fram dagana 24. og 25. nóvember 1985. Val frambjóðenda fer fram meö tvennum hætti: a) Gerð skal tillaga um frambjóðendur til yfirkjörstjórnar innan ákveðins frests sem yfirkjörstjórn setur. Tillagan er því aöeins gild aö hún sé bundin viö einn flokksmann og getur enginn flokks- maöur staöiö aö fleiri tiilögum en 8. Tilagan skal borin fram af 20 flokksmönnum búsettum í Reykjavík. b) Kjörnefnd er heimilt aö tilnefna prófkjörsframbjóöendur til viöbótar frambjóöendum skv. a-liö, eftir því sem þurfa þykir, enda skal þess gætt aö ekki verði tilnefndir fleiri en þarf til aö fram- bjóöendur veröi 40. Hér meö er auglýst eftir framboðum til prófkjörs, sbr. a-lið hér að ofan. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling enda liggi fyrir skríflegt samþykki hans um aö hann gefi kost é sér til prófkjörs. Frambjóöendur skulu vera kjörgengir í nsastu borgarstjórnarkosn- ingum. 20 flokksbundnir sjélfstæðismenn búsettir í Reykjavík skulu standa að hverju framboði og enginn f lokksmaður getur staðið að fleiri framboðum en 8. Framboðum þessum ber aö skila, ásamt mynd af viökomandi og stuttu æviágripi, til yfirkjörstjórnar á skrifstofu Fulltrúaráös sjálfstæöisfélaganna í Reykjavík í Valhöll, Háaleitisbraut 1, eigi síöar en kl. 17.30 ménudaginn 28. október 1985. Yfirkjörstjórn Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.