Morgunblaðið - 27.10.1985, Page 55

Morgunblaðið - 27.10.1985, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985 Þannig lítur dæmigert ,,heilakort“ út Fyrir lesendur er þetta tiltölulega ómerkileg mynd í svart/hvítu, en í raunveruleikanum er hún skýr og í öllum regnbogans litum. Nokkur fyrirtæki í Bandaríkjun- um hafa hafið framleiðslu á BEAM-rannsóknartækjum og selja þau mjög dýrt. Á Borgarspít- alanum eru menn hins vegar langt komnir með að búa til eigið BEAM-kerfi, sem byggir að hluta til á annars konar mælingum en Duffy notar. Taugagreinirinn, sem Bandalag kvenna gaf Borgarspít- alanum fyrir 3 árum, er tengdur við öfluga Hewlett Packard tölvu, sem Ernir segir að hafi sérlega góða litagrafík, og með viðeigandi hugbúnaði breytir tölvan boðum frá 20 rafnemum sem tengdir eru við höfuð sjúklinga, í skýrar lit- myndir. „Það er fyrst og fremst hugbúnaðurinn sem málið snýst um,“ segir Ernir. „Við fengum hluta hans frá háskóla í Toronto, sem einnig var að vinna að þessu verkefni, og síðan höfum við í samvinnu við Verk- og kerfis- fræðistofuna þróað hugbúnaðinn og aukið verulega við hann. Við erum nú komnir á það stig að geta farið að safna staðalgildum, sem síðan verða notuð til viðmiðunar þegar mælingar á sjúklingum hefjast fyrir alvöru," sagði Ernir. Emir sagði að það yrði mjög spennandi að fylgjast með þróun BEAM-tækninnar: „Hvort hún sem slík nær fótfestu vitum við ekki á þessu stigi,“ sagði hann, „en hitt er staðreynd að tölvurnar eru smám saman að opna okkur leiðir inn í heilann sem áður voru óhugs- andi. Og raunverulega má segja að það sé gagnkvæmt. öll þekking á heilanum kemur þróun tölvu- tækninnar til góða. Ég er sann- færður um það að tölvur framtíð- arinnar koma til með að líkja meira og meira eftir starfsemi mannsheilans. Tölvurþóunin geng- ur í þá átt að gera tölvunar „not- endavingjarnlegar", svo notuð sé léleg þýðing á „users friendly". Menn sem vinna að þróun slíkra tölvukerfa gera sér oft ekki grein fyrir því að að þeir eru að líkja eftir ákveðnum ferlum sem ein- kenna mannsheilann." Hjartans þakklæti til allra þeirra sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á 100 ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur. Jórunn Jónsdóttir fri Hlíðarenda íÖlfusi, Grettisgötu 63. Tölvunámskeið fyrir fullorðna Gagnlegt og skemmtilegt byrjenda- námskeið fyrir fólk á öllum aldri ★ ★ ★ ★ ★ ★ Tími: 4., 6., 11. og 13. október kl. 20.30. Innritun í síma 687590 og 686790 TÖLVUFRÆÐSLAN Ármúla36, Reykjavik. Dagskrá Orstutt þróunarsaga tölvutækninnar. Grundvallaratriði við notkun tölva. Helstu forritunarmál, kostir og gallar. Æfingar í forritunarmálinu BASIC. Æfingar í ritvinnslu. Æfingar í notkun töflureikna og gagnasafns- kerfa. * Auglýst eftir framboöum til prófkjörs í Reykjavík Ákveðið hefur verið aö prófkjör um val frambjóöenda Sjálfstæðiaflokksins viö næstu borgarstjórnarkosninar fari fram dagana 24. og 25. nóvember 1985. Val frambjóðenda fer fram meö tvennum hætti: a) Gerð skal tillaga um frambjóðendur til yfirkjörstjórnar innan ákveðins frests sem yfirkjörstjórn setur. Tillagan er því aöeins gild aö hún sé bundin viö einn flokksmann og getur enginn flokks- maöur staöiö aö fleiri tiilögum en 8. Tilagan skal borin fram af 20 flokksmönnum búsettum í Reykjavík. b) Kjörnefnd er heimilt aö tilnefna prófkjörsframbjóöendur til viöbótar frambjóöendum skv. a-liö, eftir því sem þurfa þykir, enda skal þess gætt aö ekki verði tilnefndir fleiri en þarf til aö fram- bjóöendur veröi 40. Hér meö er auglýst eftir framboðum til prófkjörs, sbr. a-lið hér að ofan. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling enda liggi fyrir skríflegt samþykki hans um aö hann gefi kost é sér til prófkjörs. Frambjóöendur skulu vera kjörgengir í nsastu borgarstjórnarkosn- ingum. 20 flokksbundnir sjélfstæðismenn búsettir í Reykjavík skulu standa að hverju framboði og enginn f lokksmaður getur staðið að fleiri framboðum en 8. Framboðum þessum ber aö skila, ásamt mynd af viökomandi og stuttu æviágripi, til yfirkjörstjórnar á skrifstofu Fulltrúaráös sjálfstæöisfélaganna í Reykjavík í Valhöll, Háaleitisbraut 1, eigi síöar en kl. 17.30 ménudaginn 28. október 1985. Yfirkjörstjórn Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.