Morgunblaðið - 05.11.1985, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 05.11.1985, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 5. NÓVEMBER1985 55 "N SVARAR 'tslL 110100 KL. 10—11.30 FRA MÁNUDEGI , TIL FÖSTUDAGS Golfvöll í Fífuhvammslandiö Það liggur við að maður fái fyrir hjartað þegar forystumenn í Kópa- vogi sýna golfíþróttinni slíkan áhuga að vilja leggja Fossvogs- dalinn undir 18 holu golfvöll (eða 9). En hver er raunverulega ástæð- an fyrir þessum áhuga? Golf- íþróttin? eða tilraun til að koma í veg fyrir lagningu Fossvogs- brautar? Getið nú! Fyrir nokkrum árum, er ég undirritaður bjó í Kópavogi, kom einmitt upp þessi spurning um stofnun golfklúbbs i Kópavogi og lagning golfvallar, en þá fannst engin lóð eða staður fyrir golfvöll nema ef vera skyldi upp við Lög- berg, sem ekki kom til greina vegna hæðar yfir sjávarmáli og yrði ekki nothæfur nema lítinn part ársins. Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Þakkir til Þor- valdar Garðars Kristjánssonar Kæri Velvakandi! Ég vil biðja þig að færa alþingis- manninum Þorvaldi Garðari kristjánssyni þakklæti mitt fyrir ræðu hans I Dómkirkjunni sunnu- daginn 27. október. Þar var sann- ariega maður sem vissi hvað hon- um bar að segja á réttum stað. óskandi væri að þjóð vor ættu marga með slíkan manndóm í brjósti. Sigurður Vigfússon Nei, Fossvogurinn er of lítill fyrir alvöru golfvöll eða réttara sagt of þröngur, eða hvað fyndist mönnum um að fá golfbolta inn i stofu hjá sér f tíma og ótíma? Slík er reynslan þar sem golfvellir eru innan um íbúðarhús. Þar að auki fer golf ekki saman með öðrum íþróttum því þar sem golf er leikið er hætta á ferðum! Ef aftur á móti forysta Kópa- vogskaupstaðar hefur virkilegan áhuga á að koma upp aðstöðu fyrir íþróttaiðkanir og einnig að byggja upp alvöru 18 holu golfvöll, eiga þeir besta golfvallar- (og íþrótta-) svæði sem til er á öllu stór-Reykja- víkursvæðinu, fyrir utan Korpúlfs- staði, en það er Fífuhvammslandið! Þar væri hægt að byggja „súper" 18 holu golfvöll, auk annarra íþróttamannvirkja, öllum til ánægju en engum til ama. Virðingarfyllst, Ragnar Jónsson. Óprúttnir spyrlar ríkisfjölmiðlanna Velvakandi góður. Ég er alltaf fylgjandi og stund- um aðdáandi hreinskilinna og beinskeyttra spurninga í fjölmiðl- um. Einkum ef gengið er eftir svörum í sömu mynt. Hins vegar finnst mér ólíðandi að opinberir spyrlar ríkisfjölmiðla viðhafi faíeina ókurteisi í tali sínu eins og áberandi kom fram í spurningum einhverrar kvenpersónu ríkisút- varpsins á Akureyri 30. október síðastliðinn við Val Amþórsson. Hvað eftir annað spurði hún hvort KEA vildi, gæti eða ætlaði „að gleypa þetta eða hitt“ sem þó aðrir eru að bjóða félaginu. Slíkan til- efnislausan og óheflaðan rudda- skap á ríkisútvarpið ekki að þola óprúttnum starfsmönnum sínum. Baldvin Þ. KrLstjánsson Sá á kvölina sem á Velvakandi. Ég vil byrja á því að þakka sjón- varpinu fyrir framúrskarandi góða og skemmtilega dagskrá að kvöldi sunnudagsins 20. október síðastlið- ins. Hljóðvarpið langar mig hins vegar til að gagnrýna lítillega, þó það sé nú venjulega í meiri metum hjá mér en sjónvarpið. Það sem ég er mjög ósátt við er sá tími, sem þættinum „Ljóð og lag“ er valinn á sunnudagskvölduin. Hætt er við að margir fái að sannreyna að „sá á kvölina sem á völina“, t.d. um- rætt sunnudagskvöld. Ég skora á ríkisútvarpið að breyta tíma þátt- völina arins eða endurtaka hann á þeim tíma sem við gamla fólkið gætum notið hans, án þess að fórna ein- hverju sem við teldum líka eftir- sóknarvert. Það mun vera leit að þeim, í hópi eldri borgara, sem ekki fagna hverjum þætti, er Hermann Ragn- ar Stefánsson kemur nálægt. Ég hygg að hann eigi óskiptar þakkir allra aldraðra. Ég vil nota tækifærið um leið og þakka athyglisverða og vel skrifaða sögu er Njörður P. Njarð- vík hefur nýlokið lestri á í síð- degisútvarpinu. E. TH. MATHIESEN H.F. BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRÐI, SIMI 651000. Síöasta námskeiö fyrir jól 11. nóv.—12. des. Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri. Morgun-, dag- og kvöldtímar. Sérstakur megrunarflokkur kl. 6.30 4 sinn- umívikuí3vikur. Þú finnur örugglega flokk viö þitt hæfi í Suðurveri. Nýtt Aerobic, eldhressir tímar fyrir ungar og fjörugar á mánudögum og miðvikudög- um kl. 5.30. Byrjendur — framhald Athugið, Ijósabekkirnir einnig komnir í Suðurveri. Allir flokkar fullbókaðir í Bolholti nema kl. 4.30. (Ath. aðeins vanar.) Innritun í síma 83730 / V * Jazzballettskóli Báru Oddný

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.