Morgunblaðið - 10.11.1985, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.11.1985, Qupperneq 1
255. tbl. 72. árg. Áreksturinn á Eystrasalti: Sovétmenn báru alla ábyrgðina Stokkbólmi, 9. nóvember. AP. SOVÉSKUR sendifulltrúi var í gær kvaddur í sænska varnarmálaráðu- neytiö og honum skýrt frá þvf, að skipstjórnarmenn á sovéskum tundur- duflaslæðara hefðu brotið alþjóðlegar siglingareglur og valdið með því árekstri tundurduflaslæðarans og sænska eftirlitsskipsins „Orions“ í fyrri viku. Sænska eftirlitsskipið var að fylgjast með sovéskum kafbáti af gerðinni „Kilo“ þegar tundurdufla- slæðarinn kom á vettvang, elti sænska skipið og sigldi að lokum á það. Aðstoðarvarnarmálafulltrúa sovéska sendiráðsins í Stokkhólmi, A. V. Zolotarev, var sagt, að „Orion", sænska skipinu, hefði verið siglt í samræmi við alþjóðlegar siglinga- reglur en svo hefði ekki verið með sovéska tundurduflaslæðarann. Tímatöku hætt hjá Greenwich London, 9. nóvember. AP. SENN líóur aó því aó tímatöku í Greenwich-stjörnufræðistofnuninni verði hætt. Hyggst stofnunin nota sjóði sína til reksturs nýrrar stjörnuat- hugunarstöðvar, sem hún hefur reist við Las Palmas á Kanaríeyjum og með því að hætta rekstri atómklukkna sinna sparast um 6 milljónir króna á ári. Eftir sem áður verður tími miðað- ur við Greenwich-meðaltíma, en hann hefur undanfarin ár verið reiknaður út með samanburði á 150 atómúrum víðs vegar um heim. Uppákoma í háloftunum: Deildu hart um vindla- reykingar London, 9. nóvember. AP. JÚMBÓÞOTA bandaríska Bug- félagsins TWA lenti óvænt í Lon- don á fostudagskvöld vegna slags- mála tveggja farþega, sem deildu um réttmæti reykinga um borð. Deilurnar hófust er einn far- þega, Bandaríkjamaður, kveikti í vindli í reyklausa farrýminu. Að sögn færðust deilurnar á það alvarlegt stig að flugstjórinn taldi heillavænlegast að lenda í London og losa sig við reykinga- manninn þar. Brezka lögreglan tók reyk- ingamanninn í sína vörzlu er þota TWA lenti í London. Var hann yfirheyrður um framkomu sína en þotan hélt áfram ferð- inni. Hún var í áætlunarflugi frá Aþenu í Grikklandi til New York. 104SIÐUR B/C STOFNAÐ1913 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins , Morgunblaðið/Snorri I síld á Eskifirði Rússar hóta að kyrr- setja bandarísk skip - ef sovéski sjómaðurinn fær ekki að fara Washington, 9. nóvember. ÞINGFULLTRÚAR á bandaríska þinginu stefndu í gær, föstudag, sov- éskum embættismönnum og fóru fram á að sjómaðurinn Miroslav Medvid, sem hljóp frá borði sovésks skips, bæri vitni fyrir þinginu. Sovésk yfirvöld hafa lýst yfir því að stefnan verði virt að vettugi og skipið láti úr höfninni í New Orleans í dag. Banda- ríska leyniþjónustan, CIA, greindi frá því í dag að Sovétmaðurinn Vitaly Yurchenko hefði starfað við njósnir í þágu sovésku leyniþjónustunnar, KGB. CIA sendi frá sér óvenjulegt skjal í dag. Þar var ferill sovéska njósn- arans Vitaly Yurchenko innan KGB rakinn á þremur síðum og talin upp þau embætti, sem hann hafði gegnt innan leyniþjónustunnar. í skjalinu segir að Yurchenko hafi stjórnað njósnum Sovétmanna í Norður- Ameríku áður en hann flúði á náðir Bandaríkj amanna. CIA hefur legið undir ámæli, bæði þingmanna og fyrrverandi starfsmanna leyniþjónustunnar, vegna þess að Yurchenko sneri aftur til Sovétmanna og haldið hefur verið fram að hans hafi ekki verið gætt sem skyldi. Einnig veltu menn því fyrir sér hvort Yurchenko hefði verið jafn háttsettur innan KGB og haldið var fram. Talið er að CIA hafi látið birta skjalið til að verjast þessari gagnrýni. Sovéskum embættismönnum hef- engar tilslakanir. Gíslarnir fjórir skrifuðu undir bréfið og var það stílað á Reagan: „Við vitum að þú hefur illan bifur á að semja við hryðjuverkamenn. ur verið stefnt til þess að kyrrsetja skipið, sem sjómaðurinn Miroslav Medvid strauk af til þess eins að snúa aftur að því er Sovétmenn halda fram. Bandarískir þingmenn hafa sinar efasemdir um að Medvid hafi snúið aftur af fúsum og frjáls- um vilja og vilja rannsaka málið frekar. En gerir þú þér grein fyrir því hvaða afleiðingar það getur haft fyrir okkur ef þú neitar áfram að ganga að kröfum hryðjuverka- Stefnan hefur það í för með sér að skipið má ekki yfirgefa banda- riska landhelgi. Sovéskur stjórnarerindreki, sem ræddi við bandaríska aðilja um mál sjómannsins, gaf í skyn að komið gæti til þess að bandarísk skip yrðu kyrrsett í Sovétríkjunum, ef stefn- an næði f ram að ganga. mannanna, sem halda okkur föngn- um?“ sagði m.a. í bréfinu. í gær, föstudag, lýsti talsmaður Bandaríkjastjórnar yfir því að Bandarikjamenn gengju ekki til samninga við hryðjuverkamenn, en síðar um daginn var tilkynnt að Bandaríkjamenn væru fúsir til viðræðna, sem leitt gætu til þess að gíslarnir yrðu leystir úr haldi. Líbanon: 4 bandarískir gíslar biðja Reagan um hjálp Beirút, 9. nóvember. AP. FJÓRIR Bandaríkjamenn, sem öfgasinnaðir múhameðstrúarmenn halda { gíslingu í Beirút, hafa hvatt Reagan, Bandaríkjaforseta, til að „sýna miskunn'* og hefja samningaviðræður við mannræningjana. Talsmaður Bandaríkjastjórn- ar lýsti yfir því f dag að Bandaríkjamenn væru rciðubúnir til að ræða við hvern sem væri til að fá gíslana í Líbanon lausa úr haldi, en stjórnin ráðgerði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.