Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985 Skattfrádráttur fiskverkunarfólks: ÞINGBRÉF Kjarabót eða sýndar- mennska? Hægagangur er á störfum Alþing- is. Mest ber á endurfluttum þing- málum, frumvörpum og tillögum til þingsályktunar (auk mýmargra fyrir- spurna). Umræður um endurflutt mál, med- og mótrök, hljóma kunn- uglega í eyrum. Kjaradómur á flug- freyjur var eina þingmálið, það sem af er, sem einhver andvari fylgdi. Hér verður lítillega vikið að endur- fluttu þingmáli, það er frumvarpi til laga um skattfrádrátt fyrir fisk- vinnslufólk. í þessu máli lék stjórn- arandstaðan ein á vellinum en eng- anveginn að sama markinu. Þing- konur úr þremur þingflokkum snéru bökum saman í andstöðu. - Þetta er dæmigert þingmál annó 1985 þegar kjörtímabil er hálfnað. EP Vandræði við sjavarsíðuna Frumvarp það sem hér um ræðir er einfalt í sniðum. Það felur það í sér, ef samþykkt verður, að fisk- vinnslufólk, faglært og ófaglært, fær rétt til frádráttar frá tekjum til skatts sem nemur 10% af bein- um tekjum við fiskvinnslu. „Þetta er nákvæmlega sama ákvæði eins og er í gildandi lögum varðandi fiskimenn," sagði Sighvatur Björg- vinsson (A) í framsögu, en hann flytur frumvarpið ásamt Guð- mundi J. Guðmundssyni (Abl). Röksemdir framsögumanns vóru efnislega þessar: Kjör fiskvinnslufólks eru bág- borin. Fólk sækir í vaxandi mæli úr fiskvinnslustörfum í önnur störf. Þetta hefur skapað mikil vandræði við sjávarsíðuna. Fólks- ekla í fiskvinnslu veldur því m.a. að „skortur er á blokk á Ameríku- markði" á sama tíma og „stöðugt meira af óunnum fiski er flutt út á erlenda markaði, ekki aðeins til beinnar neyzlu heldur einnig til frekari vinnslu". Fiskur er unmnn í verðminni vöru sem veldur þjóð- arbúinu ómældum skaða. Þá taldi Sighvatur að fólk i þjón- ustugreinum, raunar einnig sum- um framleiðslugreinum, fái “laun eftir lögmáli framboðs og eftir- spurnar fremur en niðurstöðum kjarasamninga". En í „undirstöðu- atvinnugreinum, þar sem borgað er eftir taxta, er skortur á fólki“, sagði hann. Frumvarp þetta felur í sért tiltölulega einfalda leið, sagði hann efnislega, til að rétta hlut fiskvinnslufólks, og hliðstæða hennar er fyrir í skattalögum varðandi fiskimenn. „Uppgjöf verka lyðshreyfingar- innar“ „Ég er andvíg þessu frumvarpi," sagði Guðrún Helgadóttir, Al- þýðubandalagi. Hún kvað það sizt til þess fallið að „efla sjálfsvitund og sjálfsvirðingu meðal vinnandi manna í þjóðfélaginu", að lýsa fiskvinnslufólk „fátæklinga sem ekki geti greitt skatta sína og skyldur". Annað mál er, sagði hún efnislega, að kaup fiskverkunar- fólks þarf að hækka til muna. „Mér finnst þetta frumvarp bein- línis uppgjöf verkalýðshreyfingar- innar við að semja um kaup og kjör; það er verkefni verkalýðs- hreyfingarinnar utan þingsala". Guðrún sagði meðal annars efnislega eftir haft: Rangt er að sameiginlegir sjóðir fólksins í landinu séu notaðir til þess að greiða niður laun fyrir atvinnurekendur. Meint kjarabót, samkvæmt þessu frumvarpi, „er svo lítilfjörleg að hún getur ekki skipt fiskverkunarfólk neinu máli“. eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Þorskurinn hefurþungavigt íþjóðarbúskapnum Allt að sjö af hverjum tíu krónum útflutningstekna okkar koma frá sjávarútvegi. Það eru fiskarnir í íslandsálum sem gera landið byggilegt. Þorskurinn hefur þungavigt í því efni. En fólkið, sem verkin vinnur, skiptir þó mestu máli, velferð þess og framtíð. Þingbréf í dag fjallar um þingmál — og umræð- ur um það — sem varðar fiskvinnslu og sjávarpláss. „Tekjuskattur hagstjornartæki“ Tekjuskattur getur verið beint hagstjórnartæki, sagði Guðmund- ur J. Guðmundsson (Abl.). í frum- varpi þessu er lagt til að þessu hagstjórnartæki verði beitt á sama hátt og gert var þegar fiskimenn og siðar farmenn fengu lögfestan skattfrádrátt. Starfsflótti er úr fiskvinnslugreinum og frá sjávar- útvegsplássum. Hvað um vöru- vöndun í fiskiðnaði, spurði Guð- mundur, ef reynt starfsfólk flýr áfram starfsgreinina? Hann stað- hæfði að „íslenzkt efnhagslíf hryndi" ef fiskvinnslan hjaðnaði í litla atvinnugrein. Guðmundur vék að því að staða sjávarútvegs væri bágborin, þrátt fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunn- ar í 12, síðar 50 og loks 200 mílur. Erum við ekki „farin að flytja landhelgina út í gámum“, spurði hann, með stórauknum ferskfisk- útflutningi, m.a. vegna þess að það vantar fólk til fiskvinnslunnar. Guðmundur taldi frumvarpið viðleitni til að rétta hlut fisk- vinnslufólks og styrkja um leið stöðu fiskvinnslu sem starfsgrein- ar i samkeppni við þjónustugrein- ar ýmiskonar. Konur kveða ser hljoðs Kristín Halldórsdóttir (Kvl.) lýsti andstöðu Kvennalistans við frumvarpið. „Sú leið sem hér er lögð til er röng að mínum dómi og er auk þess svo léttvæg, að það hvarflar að manni að hér sé um sýndarmennsku að ræða.“ Hér er ekki aðeins um vanda fiskverkun- arfólks að ræða. Við erum að tala um vanda sjávarútvegsins í heild. Það er sá vandi sem leysa verður, sagði Kristin. Kristín S. Kvaran (BJ) sagði röksemdir í greinargerð frum- varpsins „forkastanlegar". „Það er ekki hægt að draga eina stétt svona út,“ sagði hún. Vissulega er þörf á því að gera fiskvinnslustörf meira aðlaðandi. En hvað um aðrar starfsgreinar þar sem konur eru fjölmennar. Hvað um verzlun- arfólk sem vinnur frá þvi eld- snemma á morgnana og fram á kvöld og hefur varla fyrir brýnustu nauðsynjum? Tekjuskattur felldur niður r * I aföngum Garðar Sigurðsson (Abl.) taldi „það svolítið einkennilegt að í Aðeins þad besta fyrir barniö i PAMPERS Pampers bleyjur+buxur hlífa litlum bossum PAMPERS fást íverslunum um land allt Pampers bleyjur eru ofnæmisprófadar imm^ c^msriaka" Þurrbleyjan næst baminu heldur raka frá húðinni og tryggir hámarks vellíðan. Innri lögin í bleyjunni taka á móti miklum raka. Hliðarlásar, sem hægt er að loka og opna, auðvelda bleyjuskipti. Rykking á hliðum kemur í veg PAMPERS, EKKI BARA BESTAR. Þær eru líka hagkvæmar, því þú notar færri Pampers bleyjur. 4 stærðir. Pampers á mun lægra verði en þig grunar í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI A JÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.