Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985 J 54 i Norðbegasti varðturninn meðfram járntjaldinu. Við norðurmörk Járntjaldsins \> Fyrir 45 árum var nafnið Petsamo á allra vörum hér á landi, en 15. október 1940 lagðist strandferða- skipiö Esja að bryggju í Reykjavík með 258 íslendinga innanborðs, sem höfðu oröið innlyksa í Evrópu þegar síðari heimsstyrjöidin skall á rúmu ári áður. Farþegana hafði skipið sótt til fínnska hafnar- bæjarins Petsamo í samnefndu héraði nyrzt í Finnlandi, um 100 km fyrir norð-vestan Murmansk í Sovétríkjunum. Nú er Petsamo ekki lengur fínnskt sjávarþorp, því bærinn og héraðið allt voru innlimuð í Sovét- ríkin í styrjaldarlok, og Petsamo nefnist nú Pechenga. Fyrir nokkru heimsótti sænski blaðamaðurinn Svante Lidén Kirkenes og Grense Jakobselv, sem eru norsk byggðarlög við nyrztu mörk Noregs og Sovétríkj- anna þar sem áður skildi á milli Noregs og Petsamo í Finnlandi. Olaug Hanslien, póstmeistari \ Grense Jakobselv, reðir við greinar- höfund um lífíð í gamla daga. í för með Svante Lidén var Ijós- myndarinn Kurt Pettersson, og hafa þeir félagar heimilað Mbl. birtingu á þessari frásögn og myndum úr ferðinni. Svante Lidén er mörgum íslend- ingum kunnur, því árin 1974—77 dvaldist hann hér á landi, starfaði í Vestmannaeyjum árið eftir eld- gosið þar, og stundaði íslenzku- nám við Háskóla íslands 1975— 76. Hann hefur blaðamennsku í blóðinu, því báðir foreldrar hans voru blaðamenn, og starfaði við blöð og tímarit í Svíþjóð áður en hann fór að vinna sjálfstætt. Lidén er nú 33 ára, en um tvítugt, á árunum 1971—73, ferðaðist hann mikið um Mið-Austurlönd, Norður-Afríku, Afghanistan, Ind- land og Nepal auk fleiri Austur- landa, og árið 1979 ferðaðist hann ásamt konu sinni um Suður- Ameríku, þar sem þau fóru meðal annars uppeftir Amazonfljóti. 1 skaldur vindur lemur andlit mitt Himinninn er blýgrár og élin nálgast ört úr austri. Nú þyrlast þau um rússneska varðturninn og skyndilega hverfur allt í myrkrið og skafrenninginn. Ég er staddur við girðingu uppi í Norður Noregi. Á 70. breiddar- gráðu, örstutt frá íshafinu. Staðurinn þar sem ég stend og skelf af kulda liggur austar en Istanbul. Austar er ekki unnt að komast í Vestur Evrópu. Stað- reyndin er að ég kæmist ekki svo mikið sem einum metra lengra. Girðingin fyrir framan mig markar nefnilega endalokin. Endalok frjálsra ferða, endalok málfrelsis, endalok frjálsrar hugs- unar. Endalok frjálsrar tilveru. Fimmtíu, eða sennilega 75 metr- um lengra, handan girðingarinnar, er önnur girðing. Sú sem Rússarnir komu upp þegar þeir stálu þessum hluta Finnlands eftir stríðið. V MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985 55 Austur Evrópu fengið að sann- reyna þar sem þeir héngu sundur- skotnir og sprengdir í gaddavírn- um og fundu lífið fjara út. Saman- borið við fáránleika Járntjaldsins í Þýzkalandi, lætur það lítið yfir sér þar sem það skríður fyrst upp úr í shafinu við Jakobselv. En ástæðan fyrir því hve þama er tiltölulega friðsælt er einfald- lega sú að Rússarnir hafa tæmt svaeðið af fólki, að þar eru ekki uiargir óbreyttir borgarar sem beir þurfa að gæta. Svæðið austur- undan, í áttina að Petsamo, gömlu finnsku íshafshafnarinnar, og Murmansk er allt einar risastórar berbúðir. Á bak við hæðirnar fyrir handan hafa Rússamir komið fyrir kjarn- °rkueldflaugum sínum. Þangað er einnig beint stórum hluta eld- flauga NATO. Ef einhverntíma kæmi til átaka milli stóreldanna mundu víga- flaugamar, SS20, Pershing og Húsið í Stóraskógi, þar sem Rússar og Norðmenn ræða landamæradeild- ur sínar. flytja. Hún minnist þess hvernig það var áður fyrr, þegar landa- mæri voru bara eitthvað sem stóð í landakortabókum. „Áður gátum við skroppið yfir ána hvenær sem við vildum," segir hún. „Og það gerðum við oft, enda bjuggu vinir okkar og nágrannar hinum megin. „Þeir áttu í gífurlegum erfiðleik- um í stríðinu. Fyrst hröktu Þjóð- verjarnir þá burt. Seinna, þegar þeir voguðu sér að snúa aftur, leið ekki á löngu þar til þeir áttu fótum sínum fjör að launa á flóttanum undan Rússum. „Bæir þeirra voru brenndir til grunna og voru aldrei byggðir upp á ný. Rússar hleyptu engum nema hermönnum inn á svæðið. „Nú eru þeir dreifðir um Finn- land og Svíþjóð. En ennþá gerist Rússarnir ættu sjálfir eftir að setja lokið svona kyrfilega á. Einu tilfinningar okkar voru léttir yfir að hörmungunum væri loksins lokið.“ „Við urðum ekki svo mikið vör við Rússana," segir Sigrun kona hans. „Þeir voru rólegir og þrifa- legir.“ En þegar þeir fóru á brott skelltu þeir sannarlega hurðinni í lás á eftir sér. Bændurnir við landamærin höfðu alltaf leyft skepnum sínum að ráfa að vild um gróðurlítil beit- arlöndin. Og vissulega kom það fyrir einnig eftir stríðið að kýrnar ráfuðu yfir landamærin. En rúss- arnir sáu til þess að það gerðist aðeins einu sinni. Við endurtekið brot voru kýrnar gerðar upptækar og lentu í kjötgeymslum Rússanna. Samarnir á austurbakkanum voru hraktir á brott og fengu óumbeðið hæli í nánd við Sevettijárvi norð- anvið Enari fenin í Finnlandi. Nú á dögum eru einu reglu- bundnu samskiptin yfir landa- mærin þau sem fara milli landa- mæravarðanna beggja vegna gaddavírsins. Fulltrúar rússnesku og norsku varðanna hittast Nor- egsmegin í sérstöku fundarhúsi í Storskog. Öllu verra og hátíðlegra er það þegar rússnesku pótintátarnir koma langt að. Þeir koma í fullum skrúða og tekur heiðursvörður frá norska hernum á móti þeim. Út af fyrir sig getur virzt sem verið sé að fjalla um smámuni. En í augum Rússa eru mál sem varða yfirráðasvæði heilags Rúss- lands, ekkert til að gera grín að. í vorleysingunum verður rennsl- ið í Jakobselv svo mikið að það getur hrifið með sér brot úr ár- bökkunum. Til að koma í veg fyrir landeyðinguna hafa bæði Rússar og Norðmenn styrkt bakkana. En það hefur ekki alltaf nægt. Með nákvæmum mælitækjum er mældur hver sentimetri sem áin hrífur burt. Svo er sezt að samn- ingum um endurskoðun á landa- mærunum. Bara á þessu ári hafa fulltrúar beggja aðila komið 40 sinnum saman við samningaborðið í Storskog. Rússarnir geta sofið rólegir á næturnar; þeim hafa verið bættir fáum ekki ólöglegan bakgrunn á myndina. Augu rússnesku landa- mæravarðanna eru eins og á stilk- um þegar Kurt fetar sig varlega afturábak inn á landræmuna milli varðstöðvanna þar til hann er kominn með hælinn nákvæmlega á, eða ef til vill aðeins yfir, sjálfa markalínuna. Þótt bannað sé að taka myndir yfir landamærin er enn leyfilegt að horfa og hlusta. Rétt fyrir sólsetur förum við með Olaug póstmeistara í Jakob- selv niður að árbakkanum. Það er blautt þarna í kjarrinu og gamla konan getur ekki farið of langt. En jafnvel þó hún væri fær um það, kæmist hún ekki; landamærin eru fyrir. Og handan við ána, sem hér er innan við tíu metra breið, stendur rauði og græni rússneski landamærastaur- inn, ógreinilegur í myrkrinu. Allt í einu heyrum við í vörubíl. Hljóðið kemur að handan. Við göngum á hljóðið, og innan skamms heyrum við hamarshögg og raddir þarna inni í kjarrinu. Hálfsmíðaður mænir stendur þarna upp milli trjánna við bugð- una. Þó við ekki skiljum hvað Rússarnir segja, og sjáum þá ekkl heldur, heyrum við vel til þeirra. Eft'r nokkrar mínútur er vörubíll- Noregsmegin eru nokkur hús á stangli. Þar búa nú aðallega gam- almenni. En margir eru dánir, og flest unga fólkið hefur flutzt á brott. Nágrannarnir og vinirnir hand- an Jakobsárinnar eru horfr.ir. Þeir voru hraktir á brott fyrir 45 árum. Eystribakkar Jakobsárinnar eru nú jafn dauðir og auðnir Síberíu. Kaldir varðturnarnir standa eins og sorgleg tákn mótmæla gegn breyttum tímum. Héðan teygja þeir sig suðureftir eins og morknar tennur í 8.000 kílómetra breiðum daunillum kjafti. Niður eftir því Finnlandi sem hersveitir Stalíns bútuðu nið- ur, framhjá gömlu frjálsu sigl- ingaleiðunum undan Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Eins og risa- stór öxi hefur línan klofið Þýzka- land í tvo hluta. 1 kvöldsólinni varpa turnarnir skuggum sínum á Tékkóslóvakíu, Ungverjaland, Rúmeníu og Búlgaríu. Oséð sveigja landamærin austur á bóginn út yfir Svarta hafið og taka land á ný austan við Tyrkland °g liggja þaðan austur fyrir fjallið niikla Ararat þar sem örkin hans Nóa strandaði eitt sinn. Landamærin eru helmingi lengri en kínverski múrinn og óendanlega miklu erfiðari yfir- ferðar. Það hafa hundruð borgara hvað þær nú allar heita, fljúga eins og banvænir farfuglahópar í báðar áttir yfir Jakobselv. Ekkert er að sjá af þessari ógnun. Enn sem komið er ríkir friðurinn, eða öllu heldur auðnin í þessu undarlega umhverfi þar sem enginn getur hreyft sig nema í þrjár áttir. Að minnsta kosti ekki án vegabréfs- áritunar og sérstakrar heimildar útgefinni í Moskvu. Við Storskog, nokkrum tugum kílómetra fyrir sunnan Jakobselv, eru vegamót. Þar er kröpp vinstri beygja á þjóðvegi 886. Sé þess í stað haldið beint áfram er strax komið inn á rússnesku freðmýr- arnar eftir svo sem hundrað metra ferð. Eftir þeim vegi hossast um 3.000 ferðamenn árlega í langferðabíl- um, og er þeirra vel gætt. Flestir eru að fara í helgarferðir til Murmansk. Fyrir handan er þðgnin yfirleitt ríkjandi. Þaðan kemur enginn utan einstaka sinnum hópferðabif- reið með íþróttafólk. En nokkru norðar, við sjóinn, hefur allt verið með kyrrum kjörum frá því Rússar kölluðu her sinn heim frá Norður Noregi eftir stríð. Olaug Hanslien rekur pósthúsið í Jakobselv. Hún hefur alltaf búið hér og getur ekki hugsað sér að það að þeir koma til baka. Þá stöndum við hljóðlát saman úti á túni og horfum yfir á gömlu eig- urnar. „Þeir fella tár, og við reynum að hugga eftir beztu getu. En hvað stoða orð? Orð breyta engu.“ Rússarnir komu til Norður Noregs sem bjargvættir. I ná- grenni við Kirkenes, eina norska byggðalagsins sem máli skipti þarna norðurfrá, voru bardagarnir harðir og miskunnarlausir. Náman í Kirkenes var hernaðarlega mikil- væg, og Þjóðverjarnir ætluðu ekkl að láta hana af hendi átakalaust. Meðan á lokaátökunum stóð höfðu allir íbúarnir flúið inn í stóru námugöngin, sem liggja inn í fjall- ið. Allir óttuðust þrálátan orðróm um að á flótta sínum ætluðu naz- istarnir að sprengja þá í tætlur. „Það leið ekki meira en stundar- fjórðungur frá því við sáum síðasta Þjóðverjann forða sér þar til menn úr norsku andspyrnuhreyfingunni frá Kirkenes komu inn námugöng- in og báru rússneskan hershöfð- ingja á gullstól," segir Harald Stenby fyrrum smiður og vörubíl- stjóri sem þarna var. „Þegar við stóðum þarna með tárvot augu og sungum „Inter- nasjónalinn" — eftir beztu getu — hefði enginn getað trúað því að Harald og Sigrun Stenby í Kirkjunesi skoða myndir frá Petsamo og Boris Gleb, en þangað geta þau aldrei farið þrátt fyrir nálægðina. upp þeir 25 metrar sem áin hefur hrifsað til sín af rússnesku yfir- ráðasvæði. Þegar mikið liggur við er beint símasamband milli varðstöðvanna beggja vegna landamæranna. „Það notum við nokkuð oft,“ segir Knut Tharaldsen liðsforingi. „En ef satt skal segja er það aðal- lega til að láta vita að langferða- bíllinn eða einhver vörubifreið séu á leiðinn yfir. Og svo hringja auðvitað Rúss- arnjr og skammast þegar sumar- ferðalangarnir hoppa yfir girðing- una og hlaupa um og busla í ánni. Eða yfir því að verið sé að taka ljósmyndir af rússnesku yfirráða- svæði!" Það er nefnilega stranglega bannað að ljósmynda rússneskan gaddavír frá NATO-landinu Nor- egi, og við liggur allt að þriggja mánaða fangelsi. Og það eru Norð- menn sem stinga afbrotamönnun- um inn! Staðreyndin er sú að þetta er svo viðkvæmt mál að þarna hefur verið gerður sérstakur pallur úr steinsteypu sem má standa á og taka myndir, en aðeins þangað sem örvarnar benda (þær eru einnig markaðar í steypuna) svo ekkert rússneskt sé með á myndinni. Tharaldsen liðsforingi gengur með okkur áleiðis til Rússlands. Þegar við tökum mynd af hliðinu á landamærunum, verðum við að gera það Rússlandsmegin svo við inn ræstur á ný og honum ekið á brott. Nóttin og þögnin leggjast yfir freðmýrina. Þegar við erum komin upp á veginn á ný og ætlum að fara að kveðja Olaug, býður hún upp á kaffi. Hún hefur náð í örlítinn trékross með litlum kristalli í miðjunni. Þegar honum er haldið upp að ljós- inu og kíkt er gegnum kristalinn birtist þar mynd af gömlu kirkj- unni í Petsamo! „Við vorum vön að skreppa stundum yfir fjallið til kirkjunnar. Á veturna var það sérstaklega skemmtilegt, því þá fórum við á hreindýrasleða. Krossinn keypti ég til minningar árið 1939. Þá hefði ég aldrei trúað því að það væri í síðasta skiptið sem ég fengi að fara þangað. Það er styttra til Petsamo en til Kirke- nes, en bærinn gæti nú eins verið hinum megin á hnettinum.“ Olaug þagnar um stund, svo fer hún á ný að tala um hvernig þetta var áður, hvernig hún og félagar hennar léku sér með unglingunum handan árinnar. Um hvernig þau létu sig dreyma um að ferðast austur á bóginn. Og um það hvern- ig var hrottalega kippt fótunum undan tilveru hennar fyrir 40 árum með gaddavírsgirðingu rétt við útidyr hennar... Eftir: Svante Lidén Ljósm.: Kurt Pettersson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.