Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 9
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985 9 Kirkja — ríki — kristniboð - eftir séra HEIMI STEINSSON í dag er 23. sunnudagur eftir Þrenningarhátíð. Fyrsta guð- spjall dagsins er saga sú, sem löngum gengur undir nafninu „Skattpeningurinn". Þungamiðja hennar er hinn fleygi úrskurður Jesú: „Gjaldið þá keisaranum það sem keisarans er, og Guði það sem Guðs er“. (Matt. 22:21). Þessi ummæli verða jafnan tilefni ýmiss konar orðræðu um skyldur kristins manns á mörk- um tveggja heima, skylduna við Guð og skylduna við jarðneskt samfélag og þar með við ramma samfélagsins, ríkið og forystu þess. Oftlega verða hér augljósir árekstrar i aldanna rás, ekki sfzt þegar ríkið snýst gegn hvoru tveggja, kristinni trú og þeim almennu mannréttindum er byggja á kærleiksboðorðinu. Eigi að síður er yfirlýsing frelsarans ótvíræð. Alkunnugt er að keisari sá sem Jesús talar um, var öldungis ólíkur þeim valdhöfum sem við höfum af að segja. Um og eftir jarðvistardaga Jesú laut „heimsbyggðin“ harð- stjórn, sem fæstir kjósa sér undir að búa. Orð Krists um keisarann hafa því að geyma jákvæða af- stöðu til stjórnvalda upp til hópa, illra eigi síður en góðra enda stjórnleysi einn versti kosturinn sem hugsaður varð á jörðu, þá eins og nú. Þetta hefur kristnum mönnum verið ljóst æ síðan og kirkjan því kappkostað að lifa í sátt við ríkið, þótt iðulega væri þar teflt á tæpasta vað, kristninni til tak- markaðrar blessunar. Kröfur kirkju á hendur ríki Ekki er þar með sagt að kristn- ir menn séu ætíð sáttir við náið samstarf ríkis og kirkju. Hug- myndin um sjálfstæði kirkjunn- ar, „frelsi" hennar, eins og löng- um var að orði komizt, er einn stríðasti straumurinn í nærfellt tvö þúsund ára sögu kristninnar. Þegar sú hugmynd þokar um set, verða aðrar uppi á teningi. Ber þar hæst kröfuna um skil- virkari stuðning ríkisins við kirkjuna og þar með um ræktar- semi við þann boðskap, sem kirkjan flytur, hlýðni við kristin siðalögmál og skjaldborg um menningararfleifð kristins dóms. Slíkan hugsunarhátt mætti draga saman eitthvað á þessa leið: Því aðeins er kirkjunni hollt að gjalda keisaranum það sem keisarans er, að sá hinn sami keisari gjaldi Guði það sem Guðs er. Skyldan við skaparann En þessi málatilbúningur hef- ur aðra hlið: Skipulagðir sam- félagshættir eru hluti af skikkan skaparans. Með lögum skal land byggja, og undan þeirri skyldu verður ekki vikist. Lög verða ekki til í tómarúmi heldur hvfla þau á siðferðilegum grunni. Siðferði er aldrei úr lausu lofti gripið. Það á sér rætur í lífsviðhorfi, heildarsýn, trú af einhverju tagi. Hér kemur til kasta kirkjunn- ar; ekki að styðja rfkið sér í lagi heldur að efla mannlegt félag á jörðu, leggja lið þeim öflum er hindra vilja upplausn og eyðingu. í þeirri stöðu ber kirkjunni hvorki að lita á ríkið sem and- stæðing sinn eða ofjarl, heldur miklu fremur sem þann hinn minnsta bróður, er þarfnast leið- beininga og liðveizlu í baráttu við úlfa sundrungar og sér- drægni. „Ríkið" er ekki óhlut- bundin hugmynd heldur félags- skapur, sem ætlað er að vernda þann smælingja er f dag gæti verið ég, en á morgun þú. Hér er því verk að vinna fyrir kristna menn. Fjölhyggja eða festa Siðferðisgrundvöllur samfé- lagsheildar og þar með allsherj- arríkis virðist um sinn hafa verið ótryggari en löngum fyrr. Með því er ekki sagt að viðleitni 20. aldar manna til að skapa nýtilegt þjóðfélag sé á ytri borði ódrýgri orðinn en athafnir annarra kyn- slóða. Þvert á móti hefur meira unnizt á en nokkru sinni, þótt örðugt geti verið að fullyrða hverju sú uppskera er öðru frem- ur að þakka. Hitt er ljóst að samtið okkar á í höggi við innri öfl sem ógna þeim ávinningi er nú var nefndur og um leið bróðurlegu heildar- samfélagi manna bæði hér á landi og í þeim heimshluta, sem við erum handgengust. Þetta stafar öðrum þræði af því að í stað þeirrar festu og sameiginlegra heildarviðhorfa, ,JCristniboð er fyrsta ogsíðasta verkefni kristins manns. Það er eðlisóskylt upp- lausnarhneigð fjölhyggjunnar. Markmið kristniboðs er að snúa öllum mönnum til einnar og sömu lifandi trúar á Jesúm Krist, hinn krossfesta og upprisna frels- ara heimsins. Sameiginleg trú er sterk- asta einingaraflið sem fram hefur komið í sögu manna. “ sem sérhvert samfélag þarfnast, búa menn nú við hugmyndalega upplausn. Sundurleitustu lífsvið- horf fljóta uppi hvert innan um annað. Spyrja má um tildrög og rétt- mæti þeirrar „fjölhyggju" er einkennir öldina. Einnig gæti verið ástæða til að velta því fyrir sér, hvert sú fjölhyggja kann að leiða menn um síðir. Eru villigöt- ur stjórnleysis e.t.v. nær en í augum uppi liggur? Guðsmynd eða glundroði í sköpunarsögu Heilagrar ritn- ingar segir: „Og guð skapaði manninn eftir sinni mynd; hann skapaði hann eftir Guðs rnynd." — Þessi orð eru útlögð á ýma vegu, en einn er kjarni þeirra: Hinn óhaggaði, eilífi, ævarandi Guð gefur manninum í öndverðu sitt eigið grundvallareinkenni, þ.e.a.s. varanleikann, festuna, samræmið. Þessi eiginleiki birt- ist m.a. í tilhneigingu mannsins til að skapa skipulegt samfélag, þar sem hver hlutur er á sír.um stað. Guð á sér frá öndverðu óskilj- anlegan óvin. Þessi andstæðing- ur er glundroðinn, tortíming hins skipulagða heims. Syndafallið er verk óvinarins. Eftir syndafallið er skynheimurinn tvístraður, sjálfsmyndarlaus, firrtur festu og viti, einungis raunverulegur að nafninu til. Hverju sinni sem menn ganga fram á foldu og leitast við að grundvalla skipulegt heildar- samfélag af góðum huga og skyn- samlegu viti, er Guði þjónað. Mynd hins óhaggaða, eilífa, ævarandi Guðs birtist í viðleitni manna til að hafa „ein lög og einn sið“. Samfélag manna mun að sjálf- sögðu aldrei endurspegla mynd Guðs að fullu fyrr en við endi aldanna, þegar ríki Guðs kemur með krafti. En sérhver tilraun til að halda uppi lögum og reglu, jöfnuði og samræmi, felur. í sér samvinnu við almáttugan skap- ara himins og jarðar. Ef kristinn maður styður slíka tilraun heils hugar, geldur hann báðum í senn það sem þeim ber, Guði og keis- aranum. Sínum minnsta og umkomulausasta bróður geldur hann þó mest og bezt — og þar með sjálfum sér um síðir. Kristniboð í dag minnist íslenska þjóð- kirkjan kristniboðs og hvetur alla landsmenn til að leggja því lið með fyrirbæn og framtaki. Kristniboð er fyrsta og síðasta verkefni kristins manns. Það er eðlisóskylt upplausnarhneigð fjölhyggjunnar. Markmið kristniboðs er að snúa öllum mönnum til einnar og sömu lif- andi trúar á Jesúm Krist, hinn krossfesta og upprisa frelsara heimsins. Sameiginleg trú er sterkasta einingaraflið, sem fram hefur komið í sögu manna. Kristniboð býr ennfremur yfir öðrum samfélagslegum þáttum. Alkunnugt er, að sókn kristninn- ar í löndum þriðja heimsins veld- ur víða straumhvörfum í mann- úðarmálum. Þetta sannreyna þeir er búa í grennd við kristni- boðsstöðvarnar. f nýju fréttabréfi frá Sam- bandi íslenskra kristniboðsfé- laga segir m.a. á þessa leið: „Á sjúkraskýlinu f Konsó fengu um 36 þúsund manns meðhöndlun á síðastliðnu ári. Bæði barnaskól- inn og heimavistin hafa verið þétt setin að venju. Skólastarfið er „langtíma þróunarhjálp". Skólar eru á kristniboðsstöðinni i Cheparería og þrem öðrum stöðum. í skólunum höfum við gullið tækifæri til að undirbúa hina ungu kynslóð til að byggja upp landið sitt og leiða þjóðina til betri lífskjara." Með þessum hætti vinna ís- lenskir arftakar Þorvaldar víð- förla að því að færa börnum Afríku „ein lög og einn sið“, trú á frelsara heimsins og hlýðni við kærleiksboðorð hans. Á okkur, sem heima sitjum, hvílir sú skylda hið minnsta að varðveita sömu arfleifð og fægja á þann veg hyrningarsteininn að ham- ingju Islendinga á komandi öld. SÖLUGENGI VERÐBRÉFA 11. NÓV. 1985 I V. Spansbifoinl, happdiœttislan og Terðbrof Ar-flokkur Sölugsngl pr.to. 100 Avöxtun- arfcrafa DagafKMdi tll Innl.d. 1971-1 23 782,80 Innlv i Saölab. 15.09.85 1972-1 21.864,30 9,80\ 74 d. 1972-2 17 185,51 Innlv i Seölab 15.09.85 1973-1 12.514,96 Innhr i Seölab 15.09.85 1973-2 12.115,58 9,80\ 74 d. 1974-1 7 584,97 Innlv. . Saöiab. 15.09 85 1975-1 6.420,52 9,80\ 59 d. 1975-2 4.746,57 9,80\ 74 d. 1976-1 4 248,04 9,80\ 119 d. 1976-2 3532,56 9,80\ 74 d. 1977-1 3 033,96 9,80\ 134 d. 1977-2 2605,31 Innhr . SeAitb 10.09.85 1976-1 2.057,20 9,80\ 134 d. 1978-2 1 664.34 Innlv i SeMab 10.09.85 1979-1 1.417,99 9,80\ 104 d. 1979-2 1 085,03 Innlv. i Seölab 15.09.85 1980-1 972,13 9.80\ 154 d. 1980-2 768,42 Innlv i Seöiab. 25.10.85 1981-1 657,28 9,80\ 74 d. 1981-2 473,70 9,80\ 334 d. 1982 1 452.63 9,80\ 110 d. 1982-2 332,09 Innlv . Seölab 1 10.85 19831 262,97 9,80\ 110 d. 1983-2 164,72 9.80\ 350 d 1984-1 159,55 9.80\ 1 ár 80 d. 1984-2 149,52 9,80\ 1 ár 299 d. 1984-3 143,90 9,80\ 2 ár 1 d 1985-1 128,90 9,80\ 2 ár 59 d. 1975-G 3892,42 9,80\ 20 d. 1976-H 3 505,47 9.80\ 139 d 1976-1 2677,94 9,80\ 1 ár 19 d. 1977-J 2.370,09 9,80\ 1 ár 140 d 1981-1FL 524,29 9,80\ 170 d. 1985-1IB 86,03 12,00\ 10 4r. 1 afb. á éri 1985-2IB 89,97 11,00% 5 ár, 1 afb. á érl 1985-3IB 87,27 11.00% 5 ár, 1 afb. á árl Veðskuldabréf - reiðbyggð Lánat. Nafn- Söhrgengi m.v. 2afb verUr mlam. ávórtunar- áárl HLV fcröfu 12% 14% 16% 1 ár 4% 95 93 92 2ár 4% 91 90 88 3ár 5% 90 87 85 4ár 5% 88 84 82 5ár 5% 85 82 78 6 ár 5% 83 79 76 7ár 5% 81 77 73 8 ár 5% 79 75 71 9 ár 5% 78 73 68 lOár 5% 78 71 66 Veðskuldabiél - overðtiyggð Sölugengl m.v. Lánat. 1 afbáárl 2afl». áárl 20% 28% 20% 28% lár 79 64 85 89 2ár 66 73 73 79 3ár 56 63 63 70 4ir 49 57 55 64 5ár 44 52 50 59 Kjarobrel Verðbréíasjóðsins G«nql pr. Ifll - 1J12 5000 50.000 SötuvwO 6.560 65 600 Eigendur íjarmagns, eítirspyrjendur íjarmagns! Við getum aðstoðað þig, hvort sem þú ert að leita eítir góðri óvöxtun á spariíé þínu-eða þú ert í íjármagnsleit. Við bjóðum upp á „klœðskerasaumaðar" lausnir sem henta óskum þínum. Veróbrcí a 11 ia rka^i i r Fjárieslingaríelagsins Hafnarstræti 7, o 28666 Stofnaðili að Verðbréfaþingi íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.