Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985
31
Aðeins tveir skólar á Norður-
landi vestra eru með heimavist,
á Laugabakka og i Varmahlíð.
Gáruhringir tóku að myndast í
sinninu er þessi setning frá
fréttaritara útvarpsins barst að
eyrum. Hvað um hina glæsilegu
heimavist í Húnavallaskóla sem
byggð var fyrir nokkrum árum,
svo fín að ánægja er þar að gista
eftir skólatíma á sumrin? Jú,
mikið rétt. Glæsilega heimavist-
in er óþörf nema tvo mánuði á
ári fyrir túrista, því börnunum
er ekið í og úr skóla daglega.
Þannig er líka komið um fleiri
af glæsilegu heimavistarhúsun-
um við skóla, sem keppst hefur
verið um að byggja á undan-
förnum 1-2 áratugum. Koma i
hug heimavistarrými sem marg-
ir þekkja svo sem í Heiðarskóla
á Leirá og Kleppjárnsreykjum í
Borgarfirði, Laugum í Dalasýslu,
og Þelamörk í Eyjafirði. í skólum
víða um land standa heimavist-
arrými uppsteypt og óþörf. Sums
staðar 60 manna vistir með öllu
tilheyrandi og gleypa upphitun-
ar- og viðhaldskostnað allt árið
fyrir utan fjármögnunarkostn-
aðinn. Þetta húsrými með út-
búnaði hefur verið keppst við að
reisa á undanförnum árum. Mest
eftir að sú opinbera stefna var
orðin ríkjandi að miða að því að
börnin skuli búa heima ef þess
er nokkur kostur. Sú stefna stað-
fest á hinu háa alþingi í grunn-
skólalögunum 1974. Og jafn-
framt löngu tekinn sá kúrs í
landinu að vegagerð skuli hraðað
sem mest má verða svo að hægt
sé að aka um landsbyggðina í
flestum veðrum. Enda stendur
það á endum að um það leyti sem
heimavistarhúsrýmið er komið í
flest nýju skólahúsin, þá er orðið
hægt að aka börnunum fram og
aftur í skólann. Þelamerkurskól-
inn með stóru heimavistinni t.d.,
þar í héraði sem malbikaðir vegir
liggja til allra átta, frá Akureyri
tií Dalvíkur og inn í öxnadal, svo
eitthvað sé nefnt. Borgarfjörður-
inn fyrir löngu nokkuð aksfær
og uppbyggðir vegir og varanlegt
slitlag að teygjast eftir Húna-
vatnssýslu o.s.frv.
Vort heimslíf er tafl fyrir
glöggeygan gest, sagði góðskáld-
ið. Líklega ekki verið að vísa til
glöggskyggni eða forsjálni þeirra
sem með fjármálin fara í þessu
landi og hafa verið að sletta úr
kassanum í tvær áttir samtímis.
Byggðar heimavistir um allt land
um leið og heimaakstur er inn-
leiddur. Enn í gangi viðbætur og
kröfur um slíkt húsnæði. Sagt
er að mestu vandræðin með
stjórnmálamenn og opinbera
stjórnendur sé að þeir geti ekki
hugsað nema i kjörtímabilum.
Hvorki sveitarstjórnarmenn né
alþingismenn með fjárveitingar-
valdið á bakinu nái því að hugsa
nema fjögur ár fram í tímann.
Kannski er eitthvað til í því. Ef
skammsýnin er ríkjandi og lög-
bundið afl getur vitanlega verið
æri strembið viðfangs að láta
ekki langtímastefnuna fara í
skrall, jafnvel þótt hún sé sett í
lög. Líka gæti komið þarna til
steinsteypufylleríið fræga sem
öll þjóðin hefur verið á. Hefur
það fyrir satt að nýtt glæsilegt
húsrými eða fleiri ný skip leysi
allan vanda. Verða víst giarnan
fyrstu viðbrögð í hvers kyns
vanda, hvort sem þarf að aðlag-
ast erlendum mörkuðum eða
bæta skólastarf. Hvað ætli sé nú
búið að binda mikið fé samanlagt
um ókomna framtíð í umfram-
rýminu fyrir heimavistir í skól-
unum svona á landsvisu? Hefði
kannski mátt nýta það á sömu
stöðum í annað skólastarf. Það
ku víða vanta ýmislegt sem við
á að éta svo krökkunum nýtist
betur skólavistin áður en þau aka
heim til sín á kvöldin. Ekki að
nokkrum manni detti í hug að
peningarnir færu annað og nýtt-
ust ekki á staðnum, guð forði oss
frá svo syndsamlegum hugrenn-
ingum. En lögmálið ku vera að
öll starfsemi breiði sig út í það
húsrými sem fyrir finnst, þótt
slíkt leysi víst ekki aukafjárfest-
ingu heldur öfugt. Það eykur
reksturskostnað.
Á ferð um landið hafa stund-
um vaknað spurningar, sem
varla má láta heyrast. Að þessu
gefna tilefni er kannski óhætt
að láta eina glænýja um skóla
flakka. í sumar ók ég yfir nýju
brúna yfir Önundarfjörðinn, sem
styttir leiðir og bætir samgöng-
ur. Hvarflaði að mér að nú yrði
líklega greið leið með skólabörn-
in úr sveitinni í skólann á Flat-
eyri. Börnin í skólanum í Holti
komin í heimanakstursfæri.
Stærri skóli veitir jafnan meiri
möguleika samkvæmt nútfma
kennsluháttum, þessum sem gert
er ráð fyrir í grunnskólalögum
og ku vera stefnan f landinu.
Þetta svona hvarflar að þeim
sem horfir á hlutina utan frá.
Og víðast hvar á landinu fækkar
börnum með minni fjölskyldum.
Maður veltir fyrir sér hvort
grunnskólastefnan um að börn
búi heima og sé ekið f skóla þar
sem unnt er, sé ekki f gildi nú
þegar hægt er að framkvæma
hana. Sumir fara hana eftir dýr-
ustu leiðinni, með bæði heim-
akstri og heimavist. Það ku heita
að vita ekki f hvorn fótinn á að
stíga og er víst býsna erfiður
stjórnunarsjúkdómur. Það
skildu þó ekki vera staðir þar
sem mætti stíga fast í fótinn og
hagræða með stefnur að leiðar-
ljósi ef að er gáð. Þá er kannski
hægt að spara fyrir svosem eins
og tölvum í skólana á þessari
nýju tækniöld, sem krakkarnir
verða að lifa við þegar þau verða
stór.
Þegar skólahús og nýting
þeirra er til umræðu kemur í
hugann hve kynlegt hefur verið
að koma að Varmalandi f Borgar-
firði og horfa gegn um árin upp
á fallega gamla hússtjórnar-
skólahúsið með heimavist fyrir
a.m.k. 40 stúlkur grotna niður án
viðhalds meðan hinum megin á
hlaðinu er að rísa og stöðugt að
stækka nýtt glæsilegt grunn-
skólahús með heimavist. Fram á
þennan dag alltaf verið að byggja
við. Nú aðstöðu fyrir mötuneyti
með hússtjórnarskólahúsið við
hliðina með allri sinni eldhús-
og mötuneytisaðstöðu. En hús-
stjórnarskólinn hangir f lausu
lofti ár eftir ár og engir. ákvörð-
un um hvað eigi við hann að gera
i framtíðinni. Gamla skólahúsið
látið grotna svo niður að gluggar
voru að detta úr í elsta hlutanum
(sem þó eitthvað var brugðist við
í suma) og þakið er ónýtt. Sjálf-
um skólanum bara látið að blæða
út. Hann er að veslast upp svona
hangandi i lausu lofti þar sem
nemendur fá engin réttindi og
eru utan við kerfið i óvissu f ára-
tug. Jafnframt er ekki hægt að
kenna á nýjum hússtjórnar-
brautum vegna skorts á kennur-
um. Það var nefnilega byrjað á
því að leggja húsmæðrakennara-
skólann niður án þess að annað
kæmi i staðinn.
Lfklega er ekki of mikið af
forsjálni og skynsemi á ferðinni
á þessum siðustu og verstu tfm-
um og því er best að stöðva þess-
ar háskalegu gárur með hvatn-
ingu Piets Hein (þýð. ABS):
Skynsemin er
mjög skjaldséð vara.
Allir sem eiga ’hana,
ættu að spara.
í m :M£
V V
r%
' * » ■ V- ‘ ' /
I ;P (íp
v §J k ^
Æ
LVP
ifvtv
ÆVINTÝRAHÚSIÐ - FÓTBOLTASKÓRINN - STÓRI FÓTBOLTINN -
LITLI FÓTBOLTINN - VÍKINGURINN - BANGSINN - TENINGURINN
- FÍLLINN - GRÍSINN - UGLAN
BÖNAÐARBANKINN
TRAUSTUR BANKI