Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985 7 íslandslax hf.: Framkvæmd- ir hafnar við 500 tonna eldisstöð — Tilraunir með lúðueldi Seiðastöðin er að mestu búin. Framkvæmdir hafnar við útikerin. FRAMKVÆMDIR eru hafnar við byggingu 500 tonna eldisstöðvar íslandslax hf. á Stað í Grindavík. Eldið fer fram í 20 steyptum útiker- um með sjó. Sjórinn verður tekinn úr borholum og verður hann notaður óupphitaður. Islandslax hf. hefur ákveðið að gera tilraun með eldi á smálúðu upp í fulla stærð. Tilraunin mun standa í að minnsta kosti tvö ár og verður gerð í samvinnu við Hafrannsóknarstofnun og Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins. Kostnaður við byggingu eldis- stöðvarinnar er áætlaður 135 milljónir kr., seiðstöðin kostaði 65 milljónir, rannsóknir 18 milljónir og vatnsöflun 27 milljónir, þannig að heildarkostnaður við stöðina er áætlaður 245 milljónir kr. Fram- kvæmdir við seiðastöðina hófust í byrjun ársins og er nú að mestu lokið. Húsið er 2.300 m2 að flatar- máli og útbúið fullkomnum tækja- búnaði. Mögulegt er að framleiða allt að 750 þúsund gönguseiði á ári í stöðinni. í stöðinni eru nú seiði af norskum stofnun, sem komu til landsins sem augnhrogn í mars og apríl sl. Munu þau ná gönguseiða- stærð um mitt næsta ár. Stöðin er rekin sem sóttkví undir eftirliti íslenskra og norskra sérfræðinga. Seiðin verða á næstunni sett í ker í aðalsal seiðastöðvarinnar þar sem þau verða alin þar til þau verða sett út í eldisstöðina á næsta ári. Hlutafé íslandslax hf. er 91 milljón íslenskar krónur og á Samband íslenskra samvinnufé- laga og dótturfyrirtæki þess 51% en norska fyrirtækið k/s Norlax a/s 49%. íslenska hlutaféð skiptist í fjóra hluta, SÍS á 26%, Iceland Seafood Corp. 13,5%, Olíustöðin í Hafnarfirði 8,1% og Reginn hf. 3,4%. Þorsteinn Ólafsson er stjórnarformaður, Vilhjálmur Jónsson varaformaður en ólafur Jónsson, Einar Holmefjord og Thor Seeberg meðstjórnendur. Þórður H. Olafsson er fram- kvæmdastjóri íslandslax hf. og Jón Þórðarson framleiðslustjóri. MorgunblaðiA/Priðþjófur Jón Þórðarson framleiðslustjóri við ker með norsku seiöunum f seiða- stöðinni. EINSTÖK AÐSTAÐA í Sölden færð þú á einum stað allt sem til þarf í frábæra skíðaferð. Hvort sem þú ert einn á ferð, með fjölskylduna eða í stærri hóp, uppfyllir Sölden allar þínar kröfur - og heldur meira. Umhverfið er heillandi og veðursæld mikil. Ótrúlega þétt lyftukerfi teygir sig upp eftir hlíðunum og skilar þér í allt að 3.100 m hæð. Brautimar eai vel merktar og allt lagt upp úr því að hver maður finni brekkur við sitt hæfi. Mörg hundruð skíðakennarar ern til taks, útsýnisstaðir, veitingastaðir og hvíldarstaðir eru á hverju „strái“ og dagurinn líður hratt, fullur af skemmtilegum atvikum, - ævintýri líkastur. VERÐ FRÁ KR. 27.600 og mjög góðir greiðsluskilmálar að auki! (MIAaö vlb gangl 20. aapt. 85.) Gisting er fjölbreytt og við allra hæfi. Ferðatllhögun gæti ekki verið öllu þægilegri: Beint flug til Salzburg og 3 klst. akstur til Sölden. Brottfarardagar: 21. des.,15 feb. og 1. mars. FRÁBÆRT NÆTURLÍF Þegar líður að kvöldi læturðu notalega þreytuna líða úr skrokknum í sundlaugum, nuddpottum og gufuböðum, og færð þér síðan hressingu á huggulegum bar þar sem útsýnin til snæviþakinna fjalla verður ógleymanleg í Ijósaskiptunum. Kvöldið tekur síðan við í eldfjörugum Tírólabænum: Veitingastaðir, diskótek, skemmtistaðir, nætur- klúbbar og hressilegt götulíf gefur hverju kvöldi nýjan lit og setur punktinn yfir i-ið í glæsilegri skíðaferð. ÍCOMIÐ OG SKOÐIÐ STAÐIW* Pið æ«o5 aö H.a Vjb * ****$££?. • umboðsmönnum og fá nán Pyr segja yKkur allt bæklinga og myndir o?| iai_____________ um stoltið okkar - Solden^ — Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SIMAR 21400 8 23727 í jólaferð okkar til Sölden nýtur þú ekki aðeins skíðaaðstöðu eins og hún gerist best, heldur færðu í kaupbæti alveg einstaka jólastemmningu - jólahald í fjallaþorpum Tíról er ógleymanlegt ævintýri. JÓLAGJÖF FJÖLSKYLDUNNAR í ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.