Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 24
Plastkortaviðskipti Nefndar eru tölur um allt að 300 millj. kr. mánaðarveitu innanlands ÍITGEFIN greiðslukort eða plastkort hérlendis, sem nota má bæði innanlands og utan, eru í dag komin yfir 60 þúsund, en gera má ráð fyrir að stór hluti korthafa sé notandi beggja kortanna. Talið er að afgreiðslunótur greiðslukorta séu allt að á þriðja hundruð þúsund á mánuði. Peningaviðskipti hafa að stærstum hluta farið fram með útgáfu ávísana (tékka) á bankareikninga og voru bókanir vegna ávísanafærslna hjá Reiknistofnun bankanna 25—30 milljónir talsins síðasta reikningsár. Bókunum hafði þá fjölgað um 11 % frá árinu áður og 10 % árið þar áður, þannig að þrátt fyrir gífurlega fjölgun plastkorta síðustu tvö árin virðast þau viðskipti hrein viðbót við ávísanaútgáfuna. Ekki fást uppgefnar tölur um heildarveltu greiöslukortafyrirtækjanna hjá þeim sjálfum, en í innlendum viðskiptum hafa verið nefndar töhir um allt að 300 millj. kr. mánaðarveltu. Spurningar vakna í þessu sambandi: Eru til peningar fyrir þessum ávísunum fram í tímann, sem greiðslukortin í raun eru? Hver greiðir kostnað af notkun þeirra? Hækkar verölag sem þeim kostnaði nemur? Hlutdeild greiðslukortaviðskipta í gjaldeyrisviðskiptum eru og vaxandi. í júlímánuði 1983 námu greiðslukortaviðskipti 13,5 %af heildarsölu ferðamannagjaldeyris en í júlímánuði sl. 28,5%. Mikið hefur verið rætt og ritað um, hvort löggjafar sé þörf hvað varðar þessa nýju tegund viðskipta og er ísland ekki eitt á báti hvað það vandamál varðar. Samkvæmt heimildum undirritaðrar munu athuganir fremur mæla gegn þörf á slfkri lagasetningu. Margt er athyglisvert, þegar litið er nánar á lagahlið málsins. Næstliðinn mánudag hafði 31 mál verið kært til Rannsóknarlögreglu ríkisins á þessu ári vegna misnotkunar greiðslukorta og þegar hafa fallið þungir dómar í héruðum, eða allt að tveggja mánaða fangelsisvist, auk greiðslu sekta. Vanskil vegna greiðslukortaviðskipta hafa vaxið svo gripið hefur verið til hertra aðgerða. Hér á eftir verður fjallað um margvíslegar hliðar þessa máls og eru upplýsingar byggðar á viðtölum við ýmsa þá sem mál þessi varða. Tvær tegundir greiðslukorta, sem nota má jafnt innanlands sem utan, eru i notkun hérlendis i dag, f .e. kort frá fyrirtækjunum Visa- sland og Kreditkort sf., sem gefur út svonefnd Eurocard. Visa-ísland er sameignarfyrirtæki fimm banka og 13 sparisjóða með sam- tals 132 afgreiðslustöðum. Fyrir- tækið var stofnað 15. april 1983 og er það fullgildur aðili að al- þjóðafyrirtækinu Visa. Starfsemi hófst 8. ágúst 1983, en áður hafði Landsbanki Islands annast Visa- þjónustu hérlendis. Fyrst í stað giltu kortin aðeins til greiðslu ferðakostnaðar erlendis, en frá og með 10. desember 1983 urðu þau ennfremur gild innanlands. 20. október sl. voru útgefin Visa-kort samtals 42.343 talsins, aukakort eru um sex þúsund. Þjónustuaðilar innanlands, þ.e. þeir sem unnt er að verzla við með Visa, eru nú 2.250. Til samanburðar má geta þess að fyrir tveimur árum voru þjónustuaðilar 100 og útgefin kort 5. júlí 1983 2.400. Fyrirtækið sjálft annast útgáfu korta og gerð samn- inga við þjónustuaðila, en bank- arnir taka alla ábyrgð á korthöfum og greiðslum. Argjald korthafa hjá Visa er 500 kr. og stofngjald kr. 500, fyrir aukakort á sama númeri greiðast kr. 250. Notendur greiða siðan 35 kr. útskriftargjald, þ.e. i hvert skipti sem send er út- skrift og innheimtuseðill. Úttekt- arheimildir erlendis eru eftir ákvörðunum gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og verður komið að þeim reglum síðar. Hér innanlands er það alfarið i höndum viðskipta- banka viðkomandi korthafa, hversu há úttektarheimild á korti er. Samkvæmt upplýsingum fengnum hjá Visa-lsland eru út- tektarheimildir allt frá kr. 10 þús- und upp i 100 þúsund. Gjalddagi Visa er 2. hvers mánaðar og úttekt- artímabilið frá 18. til og með 17. næsta mánaðar. Tryggingavíxla krafist að upphæð kr. 180 þúsund Kreditkort sf., sem gefur út Eurocard, var stofnað 13. janúar 1980 og þá sem hlutafélag én þvi breytt í sameignarfyrirtæki 20. júní 1982, og upp tekin alþjóðleg kortaútgáfa, en Kreditkort eru aðilar að Eurocard International. Einstaklingar eiga Kreditkort að einum þriðja hluta en Verzlunar- banki íslands, Útvegsbanki ís- lands og Sparisjóður vélstjóra að tveimur þriðja hluta. Útgefin kort eru i dag á bilinu 21 til 22 þúsund, af þeim eru um fjórðungur auka- kort. Stofnkostnaður og árgjöld eru eins og hjá Visa kr. 500 eða samtals 1.000, er kort er fengið, og siðan kr. 500 á ári, aukakort kosta kr. 250. Útskriftargjald er kr. 50, þ.e. mánaðarlega, þegar úttekt hefur átt sér stað. Fyrir- tækið ber sjálft ábyrgð á kort- höfum sinum og vegna vaxandi vanskila hafa reglur þar mjög verið hertar. Umsækjandi um Eurocard þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Hann verður að hafa flekklaust „viðskiptamannorð", þ.e. svo dæmi sé tekið, að ávisana- reikningi viðkomandi hafi ekki verið Iokað vegna vanskila. Þá er höfð hliðsjón af atvinnu viðkom- andi og tekjum, almennu við- skiptatrausti og ef eitthvað orkar tvímælis er krafist tveggja ábyrgð- armanna. Þá hefur fyrirtækið krafist tryggingavíxla, yfirleitt að upphæð kr. 180 þúsund. Gjalddagi Eurocard var 5. hvers mánaðar og úttektartímabilið frá 21. til 20. hvers mánaðar. Þeir eru nú að breyta þessu í sömu reglur og gilda hjá Visa, þ. e. gjalddagi 2. hvers mánaðar og úttektartfmabil frá 18. til 17. dags mánaðar. Reglur Kreditkorta og bankanna hvað varðar vanskil virðast svip- aðar, en þær eru í grundvallarat- riðum þær, að taka kort af við- skiptavini, ef hann gerir ekki full skil á reikningum sínum tvo mán- uði í röð. Þá eru innheimtir drátt- arvextir frá gjalddaga til greiðslu- dags, sem nema 3,75% á mánuði. Viðmælandi blaðamanns úr lög- fræðingastétt hafði á orði, að eitt gott hefði hlotist af tilkomu Visa- kortanna, en það væri: „loksins eru bankarnir ábyrgir, en ekki einhver ábekingur eða þjónustuaðili". Það er sem sagt skellur viðskiptabank- ans, ef korthafi stendur ekki í skilum, og er þvi rétt að gera hér næst grein fyrir hvernig staðið er að málum eftir árangurslausar innheimtuaðgerðir. 31 mál kært til RLR vegna 4,8 millj. kr. vanskila 31 mál hefur verið kært til Rannsóknarlögreglu ríkisins á þessu ári, þ.e. fram til næstliðins mánudags. Að baki eru vanskil að upphæð kr. 4,8 millj. kr., eða að meðaltali 155 þús. kr. á hvern einstakling. öll þessi mál hafa verið kærð á grundvelli kaflans um auðgunarbrot í refsilögum, þ.e. 249. gr. sem varðar umboðssvik, en hún hljóðar svo: „Ef maður, sem fengið hefur aðstöðu til þess að gera eitthvað, sem annar maður verður bundinn við, eða hefur fjár- reiður fyrir aðra á hendi, misnotar þessa aðstöðu sína, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, og má þyngja refsinguna, ef mjög miklar sakir eru, allt að 6 ára fangelsi." Ríkissaksóknari, Þórður Björns- son, sagði í viðtali við blaðamann, að svo væri litið á að verið væri að brjóta á viðkomandi banka- stofnunum eða fyrirtækjum því þau bæru ábyrgð á greiðslum. Samdóma álit væri að þessi grein refsilaga ætti best við. Þórður sagði ennfremur, að frá embætti ríkissaksóknara hefðu tiu til tólf mál af þessum toga verið afgreidd til framhaldsmeðferða heima í héruðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.