Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 56
ns ____^uglýsinga- síminn er22480 HLEKKURIHBMSKEÐJU SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Færeyskt flutningaskip fórst út af Austfjörðum: .Víðtæk leit að fjórum sjómönnum í gúmbát TJÖRNIN verður eina skautasvell höfuðborgarbúa í vetur. Ekki verður sprautað á Melavöllínn eins og tíðk- ast hefur mörg undanfarin ár. „Því miður,“ sagði Baldur Jóns- son, vallarstjóri, í samtali við Morg- unblaöið í gsr, en það hefur verið í verkahring starfsmanna íþróttavalla borgarinnar, að sjá um svellið á Melavelli. Baldur sagði að Melavölhirinn hefði verið alveg kjörinn fyrir skauta- svell, „en nú er búið að taka vatns- hanann þar I burtu og því ekki hægt að sprauta á hann. NOKKUR skip og flugvél leituðu í gær fjögurra færeyskra sjó- manna af flutningaskipinu Rona frá Klakksvík, sem óttast er að hafi hvolft og sokkið um 35 mflur SA af Hvalbak um níuleytið í gærmorgun. Þegar blaðið hafði síðast fregnir af leitinni hafði ,__ekkert til mannanna spurst en vitað var að þeir voru að fara frá borði og í björgunarbát þegar neyðarkall barst frá skipinu kl. níu í gærmorgun. Rona er 500 tonna skip, smíð- að 1966. Það fór frá Reyðarfirði um tíuleytið á föstudagskvöldið áleiðis til Færeyja. Vont veður var á hafinu í fyrrinótt en í gærmorgun, þegar skipverjar sendu út neyðarkall og til- " kynntu að skipinu hefði hvolft, hafði veður gengið nokkuð nið- ur. Voru þá sjö vindstig af norð-austri, skv. upplýsingum Landhelgisgæslunnar. Þýskt olíuflutningaskip var á sömu slóðum og hélt þegar til móts við færeyska skipið og sömuleiðis 6—8 íslensk fiski- skip. Landhelgisgæsluflugvélin TF-SÝN fór til leitar frá Reykjavík fyrir hádegi og var komin á slysstaðinn laust eftir klukkan 12. Þá var verið að skipuleggja leit að áhöfn fær- eyska skipsins. Um borð í Ronu var einn gúmmíbjörgunarbátur *" en í honum er ekki neyðar- sendir, skv. upplýsingum, sem stjórnstöð Landhelgisgæslunn- ar fékk frá útgerðarfélagi skips- ins í Klakksvík laust eftir há- degið. Settu rán á svið „Rændu“ félaga og stálu ávísunum fyrir yfir 100 þúsund kr. TÆPLEGA tvítugur piltur setti ásamt tveimur félögum sinum á svið rán á sjálfum sér. Tildrög eru að laust fyrir hádegi á föstu- dag var pilturinn á leið í banka með liðiega 100 þúsund krónur { ávísunum í skjalatösku. Við Bókhlöðustig „réðust“ félagarnir á hann, drógu inn í húsasund og bundu á höndum og fótum og fyrir augu og þustu síðan í Út- vegsbankann og framvísuðu tékkunum. Rannsóknarlögregla ríkisins hóf rannsókn á málinu og vökn- uðu grunsemdir um, að eitt- hvað væri óhreint í pokahorn- inu. Pilturinn var yfirheyrður og játaði seint á föstudags- kvöldið, að hafa sett þetta á svið ásamt tveimur félögum sínum, sem voru handteknir og hafði RLR upp á peningunum. Stofnuð frjáls sölusam- tök matjurtaframleiðenda Grænmetisverslunin lögð niður um mánaðamót UNDIRBÚNINGUR er langt kom- inn að stofnun nýrra sölusamtaka til að hefja rekstur nýs heildsölu- og framleiðslufyrirtækis matjurtafram- leiðenda. Grænmetisverslun land- búnaðarins verður þar með lögð niður. Er stefnt að því að samtökin taki til starfa um næstu mánaðamót og verður starfsemi Grænmetisversl- unarinnar þá jafnframt hætt. í drög- um að samþykkt fyrir félagið er það nefnt Sölusamband íslenskra mat- jurtaframleiðenda (SÍM). Gestur Einarsson, sem hóf störf sem framkvæmdastjóri Græn- metisverslunar landbúnaðarins í októbermánuði, og Ólafur Sveins- son, viðskiptafræðingur, sem hóf störf hjá fyrirtækinu á sama tíma, hafa unnið að undirbúningi stofn- unar samtakanna. Gestur sagði i samtali við Morgunblaðið að kart- SEÐLABANKINN íhugar nú að gefa almenna sparjsjóðsvexti frjálsa og verður ákvörðun þar að lútandi tekin í vikunni. „Það er mat okkar, að almennir sparisjóðsvextir séu fjærst því sem eðlilegt getur talist og í athugun er að gefa þá frjálsa," sagði Jóhannes Nordal, Seðlabankastjórí. öflubændur stæðu einhuga að stofnun félagsins auk allmargra garðyrkjubænda. I drögum að markmiðum sam- takanna segir í fyrsta lagi að samtökin eigi að „vera miðstöð og samræmingaraðili fyrir félags- menn óháð því hvernig þeir kjósa að dreifa afurðum sinum. Sölu- sambandinu ber að vinna að: Vöru- þróun, vöruvöndun, öflun nýrra markaða, upplýsingamiðlun og vinna að hverju því máli sem getur orðið matjurtaframleiðendum til hagsbóta." í öðru lagi „að efla lif- andi tengsl á milli framleiðenda og neytenda og varast að verða gamaldags milliliðastofnun af einhverju tagi“. í þriðja lagi segir að þau eigi að „annast sölu og dreifingu á afurðum þeirra félags- manna sem þess óska“. Ennfremur í samtali við Morgunblaðið í gær. Nú liggur fyrir Seðlabankanum beiðni frá Iðnaðarbankanum og Sambandi sparisjóða um l‘/i— 4% vaxtahækkun. Jóhannes sagði, að vextir breytist ekki 11. nóvember næstkomandi, heldur hefði ákvörðun verið frestað til 21. nóv- skal SÍM leggja stund á hvern þann rekstur sem getur orðið fé- lagsmönnum til hagsbóta og fram- dráttar og eru eftirfarandi atriði þar nefnd: Innflutningur á mat- jurtum þegar innlend framleiðsla er ekki til staðar, pökkun matjurta í neytendaumbúðir, vinnsla til frekari nýtingar matjurta og dreifing fullunninna vara er tengj- ast matjurtum. í búvörulögunum frá því í vor er ákvæði um að Grænmetisversl- un landbúnaðarins verði lögð niður fyrir 1. júní næstkomandi. Jafn- framt var landbúnaðarráðherra heimilað að leigja samtökum framleiðenda fasteignir fyrirtæk- isins og selja þeim lausafjármuni til reksturs nýs dreifingarfyrir- tækis. Bændur mótmæltu þvf að ríkið eignaði sér fyrirtækið með ember. Fari svo að almennir spari- sjóðsvextir verði gefnir frjálsir, þá ákveður Seðlabankinn aðeins vexti af verðtryggðum útlánum og innlendum afurðalánum, sem eru háð samþykki ríkisstjórnar. þessum hætti, töldu það sjálfseign- arstofnun í eigu framleiðenda. Að sögn Gests er stefnt að samkomu- lagi á milli bænda og stjórnvalda um að leitað verði úrskurðar dóm- stóla í þessu ágreiningsmáli, en SÍM kaupi lausafjármunina og leigi fasteignirnar af Grænmetis- versluninni þar til niðurstaða ligg- ur fyrir. Starfsfólki Grænmetisverslunar landbúnaðarins var sagt upp á dögunum. Gestur sagði að vcgna endurskipulagningar og fjöl- breyttari reksturs yrði óhjá- kvæmilegt að gera verulegar breytingar á mannahaldi hins nýja fyrirtækis. Undirbúningsstofn- fundur samtakanna verður hald- inn á næstunni og verður þar væntanlega kosin bráðabirgða- stjórn. Sagði Gestur stefnt að því að nýtt fyrirtæki undir nýju naJfni tæki til starfa um næstu mánaða- mót. Eining boðar bónusverkfall STJÓRN og samninganefnd verkalýðsfélagsins Einingar í Eyjafiröi hefur fengið heimild hjá trúnaðarmannaráði til boðun- ar bónusverkfalls á félagssvæði sínu. Komi það til framkvæmda þann 18. þessa mánaðar, hafi ekki samizt fyrir þann tíma. Komi til verkfallsins verður ekki unnið í bónus í fiskvinnslu á Grenivík, Akureyri, Dalvík, Hrísey og ólafsfirði. Samn- ingaviðræður milli atvinnurek- enda og Einingar stóðu yfir í gær, er Morgunblaðið fór í prentun. Seðlabankinn: íhugar að gefa spari- sjóðsvexti frjálsa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.