Morgunblaðið - 10.11.1985, Síða 56

Morgunblaðið - 10.11.1985, Síða 56
ns ____^uglýsinga- síminn er22480 HLEKKURIHBMSKEÐJU SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Færeyskt flutningaskip fórst út af Austfjörðum: .Víðtæk leit að fjórum sjómönnum í gúmbát TJÖRNIN verður eina skautasvell höfuðborgarbúa í vetur. Ekki verður sprautað á Melavöllínn eins og tíðk- ast hefur mörg undanfarin ár. „Því miður,“ sagði Baldur Jóns- son, vallarstjóri, í samtali við Morg- unblaöið í gsr, en það hefur verið í verkahring starfsmanna íþróttavalla borgarinnar, að sjá um svellið á Melavelli. Baldur sagði að Melavölhirinn hefði verið alveg kjörinn fyrir skauta- svell, „en nú er búið að taka vatns- hanann þar I burtu og því ekki hægt að sprauta á hann. NOKKUR skip og flugvél leituðu í gær fjögurra færeyskra sjó- manna af flutningaskipinu Rona frá Klakksvík, sem óttast er að hafi hvolft og sokkið um 35 mflur SA af Hvalbak um níuleytið í gærmorgun. Þegar blaðið hafði síðast fregnir af leitinni hafði ,__ekkert til mannanna spurst en vitað var að þeir voru að fara frá borði og í björgunarbát þegar neyðarkall barst frá skipinu kl. níu í gærmorgun. Rona er 500 tonna skip, smíð- að 1966. Það fór frá Reyðarfirði um tíuleytið á föstudagskvöldið áleiðis til Færeyja. Vont veður var á hafinu í fyrrinótt en í gærmorgun, þegar skipverjar sendu út neyðarkall og til- " kynntu að skipinu hefði hvolft, hafði veður gengið nokkuð nið- ur. Voru þá sjö vindstig af norð-austri, skv. upplýsingum Landhelgisgæslunnar. Þýskt olíuflutningaskip var á sömu slóðum og hélt þegar til móts við færeyska skipið og sömuleiðis 6—8 íslensk fiski- skip. Landhelgisgæsluflugvélin TF-SÝN fór til leitar frá Reykjavík fyrir hádegi og var komin á slysstaðinn laust eftir klukkan 12. Þá var verið að skipuleggja leit að áhöfn fær- eyska skipsins. Um borð í Ronu var einn gúmmíbjörgunarbátur *" en í honum er ekki neyðar- sendir, skv. upplýsingum, sem stjórnstöð Landhelgisgæslunn- ar fékk frá útgerðarfélagi skips- ins í Klakksvík laust eftir há- degið. Settu rán á svið „Rændu“ félaga og stálu ávísunum fyrir yfir 100 þúsund kr. TÆPLEGA tvítugur piltur setti ásamt tveimur félögum sinum á svið rán á sjálfum sér. Tildrög eru að laust fyrir hádegi á föstu- dag var pilturinn á leið í banka með liðiega 100 þúsund krónur { ávísunum í skjalatösku. Við Bókhlöðustig „réðust“ félagarnir á hann, drógu inn í húsasund og bundu á höndum og fótum og fyrir augu og þustu síðan í Út- vegsbankann og framvísuðu tékkunum. Rannsóknarlögregla ríkisins hóf rannsókn á málinu og vökn- uðu grunsemdir um, að eitt- hvað væri óhreint í pokahorn- inu. Pilturinn var yfirheyrður og játaði seint á föstudags- kvöldið, að hafa sett þetta á svið ásamt tveimur félögum sínum, sem voru handteknir og hafði RLR upp á peningunum. Stofnuð frjáls sölusam- tök matjurtaframleiðenda Grænmetisverslunin lögð niður um mánaðamót UNDIRBÚNINGUR er langt kom- inn að stofnun nýrra sölusamtaka til að hefja rekstur nýs heildsölu- og framleiðslufyrirtækis matjurtafram- leiðenda. Grænmetisverslun land- búnaðarins verður þar með lögð niður. Er stefnt að því að samtökin taki til starfa um næstu mánaðamót og verður starfsemi Grænmetisversl- unarinnar þá jafnframt hætt. í drög- um að samþykkt fyrir félagið er það nefnt Sölusamband íslenskra mat- jurtaframleiðenda (SÍM). Gestur Einarsson, sem hóf störf sem framkvæmdastjóri Græn- metisverslunar landbúnaðarins í októbermánuði, og Ólafur Sveins- son, viðskiptafræðingur, sem hóf störf hjá fyrirtækinu á sama tíma, hafa unnið að undirbúningi stofn- unar samtakanna. Gestur sagði i samtali við Morgunblaðið að kart- SEÐLABANKINN íhugar nú að gefa almenna sparjsjóðsvexti frjálsa og verður ákvörðun þar að lútandi tekin í vikunni. „Það er mat okkar, að almennir sparisjóðsvextir séu fjærst því sem eðlilegt getur talist og í athugun er að gefa þá frjálsa," sagði Jóhannes Nordal, Seðlabankastjórí. öflubændur stæðu einhuga að stofnun félagsins auk allmargra garðyrkjubænda. I drögum að markmiðum sam- takanna segir í fyrsta lagi að samtökin eigi að „vera miðstöð og samræmingaraðili fyrir félags- menn óháð því hvernig þeir kjósa að dreifa afurðum sinum. Sölu- sambandinu ber að vinna að: Vöru- þróun, vöruvöndun, öflun nýrra markaða, upplýsingamiðlun og vinna að hverju því máli sem getur orðið matjurtaframleiðendum til hagsbóta." í öðru lagi „að efla lif- andi tengsl á milli framleiðenda og neytenda og varast að verða gamaldags milliliðastofnun af einhverju tagi“. í þriðja lagi segir að þau eigi að „annast sölu og dreifingu á afurðum þeirra félags- manna sem þess óska“. Ennfremur í samtali við Morgunblaðið í gær. Nú liggur fyrir Seðlabankanum beiðni frá Iðnaðarbankanum og Sambandi sparisjóða um l‘/i— 4% vaxtahækkun. Jóhannes sagði, að vextir breytist ekki 11. nóvember næstkomandi, heldur hefði ákvörðun verið frestað til 21. nóv- skal SÍM leggja stund á hvern þann rekstur sem getur orðið fé- lagsmönnum til hagsbóta og fram- dráttar og eru eftirfarandi atriði þar nefnd: Innflutningur á mat- jurtum þegar innlend framleiðsla er ekki til staðar, pökkun matjurta í neytendaumbúðir, vinnsla til frekari nýtingar matjurta og dreifing fullunninna vara er tengj- ast matjurtum. í búvörulögunum frá því í vor er ákvæði um að Grænmetisversl- un landbúnaðarins verði lögð niður fyrir 1. júní næstkomandi. Jafn- framt var landbúnaðarráðherra heimilað að leigja samtökum framleiðenda fasteignir fyrirtæk- isins og selja þeim lausafjármuni til reksturs nýs dreifingarfyrir- tækis. Bændur mótmæltu þvf að ríkið eignaði sér fyrirtækið með ember. Fari svo að almennir spari- sjóðsvextir verði gefnir frjálsir, þá ákveður Seðlabankinn aðeins vexti af verðtryggðum útlánum og innlendum afurðalánum, sem eru háð samþykki ríkisstjórnar. þessum hætti, töldu það sjálfseign- arstofnun í eigu framleiðenda. Að sögn Gests er stefnt að samkomu- lagi á milli bænda og stjórnvalda um að leitað verði úrskurðar dóm- stóla í þessu ágreiningsmáli, en SÍM kaupi lausafjármunina og leigi fasteignirnar af Grænmetis- versluninni þar til niðurstaða ligg- ur fyrir. Starfsfólki Grænmetisverslunar landbúnaðarins var sagt upp á dögunum. Gestur sagði að vcgna endurskipulagningar og fjöl- breyttari reksturs yrði óhjá- kvæmilegt að gera verulegar breytingar á mannahaldi hins nýja fyrirtækis. Undirbúningsstofn- fundur samtakanna verður hald- inn á næstunni og verður þar væntanlega kosin bráðabirgða- stjórn. Sagði Gestur stefnt að því að nýtt fyrirtæki undir nýju naJfni tæki til starfa um næstu mánaða- mót. Eining boðar bónusverkfall STJÓRN og samninganefnd verkalýðsfélagsins Einingar í Eyjafiröi hefur fengið heimild hjá trúnaðarmannaráði til boðun- ar bónusverkfalls á félagssvæði sínu. Komi það til framkvæmda þann 18. þessa mánaðar, hafi ekki samizt fyrir þann tíma. Komi til verkfallsins verður ekki unnið í bónus í fiskvinnslu á Grenivík, Akureyri, Dalvík, Hrísey og ólafsfirði. Samn- ingaviðræður milli atvinnurek- enda og Einingar stóðu yfir í gær, er Morgunblaðið fór í prentun. Seðlabankinn: íhugar að gefa spari- sjóðsvexti frjálsa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.