Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985
Þegar úti er
verður kalt. . .
Finnsku skinn-kuldahúfurnar
á börn eru aftur til
í öllum stærðum.
Sendum í póstkröfu -
símar 16277 og 17910
RAMMAGERÐIN
HAFNARSTRÆTI 19
Jójó spáin hJjóðar upp
á unaðsstund í kaffltím-
anum. Ragnarshakarí
bregst við á réttan hátt
og spilar út Kirsuberja-
hrixigjum. Skrepptu í
búðina og kræktu í
hringi og kirsuberja-
sælan hríslast um þig
allan.
Á morgun, nú er að sjá ...
MorgunbUSi/Bjarni
Borgarstjóra, Davíð Oddssyni, afhent áskornn Nemenda-, Kennara-, og Foreldrafélaga Hlíðaskóla um áfram-
haldandi byggingu skólans. Fri vinstri ern: borgarstjjóri, Drífa Snædal Jónsdóttir, nemandi í 6. bekk, Hall-
dóra Jónsdóttir, nemandi í 9. bekk og formaður Nemendafélagsins, Stefán Stefánsson og Jón Viðar Jónsson,
báðir fri Foreldrafélaginu.
Nemenda-, foreldra- og kennarafélög Hlíðaskóla:
Skora á Reykjavíkurborg
að ljúka byggingu Hlíðaskóla
nú á 30 ára afmæli skólans
FULLTRÚAR Nemendafélags og Foreldra- og kennarafélags Hlfðaskóla
afhentu borgarstjóra, Davíð Oddssyni, undirskríftalista beggja félaga sl.
miðvikudag þar sem farið var fram i að Reykjavíkurborg lyki við bygg-
ingu Hlíðaskóla, en skólinn var tekinn í notkun fyrir 30 irum. Engin
félagsleg aðstaða er fyrir 470 nemendur skólans né aðstaða til kennslu
heimilisfræða og smíða nema í briðabirgðabröggum á skólalóðinni.
Að sögn skólastjóra Hlíða-
skóla, Árna Magnússonar, var
gerð áætlun í fyrra um 350 fer-
metra húsnæði, sem kosta átti
7,5 milljónir, en ekki hefur feng-
ist vilyrði borgarinnar fyrir
byggingunni. „Upphaflega teikn-
ingin gerði ráð fyrir sex húsum
á lóðinni. Byggð voru þá þrjú hús,
sem rýma að mestu kennslustof-
ur. Fjórða húsið — íþróttahús -
var tekið í notkun fyrir fimm
árum, 25 árum eftir að Hlíðar-
skóli hóf starfsemi sína, og
stuttu síðar var gengið frá lóð-
inni. Nú vantar okkur hinsvegar
aðeins eitt hús f viðbót á lóðina
undir félagslega aðstöðu, en
sjötta húsið þurfum við hinsveg-
ar ekki þar sem nemendum hefur
fækkað miðað við fyrri ár.
Nemendafjöldinn var mestur
1.350 fyrir u.þ.b. 20 árum en datt
niður í 400 veturinn ’77-’78. Nú
hefur nemendum fjölgað þar sem
mikið af ungu fólki er að flytjast
1 gamlar íbúðir í hverfinu hér í
kring.“
Kristín Ragnarsdóttir, for-
maður Foreldra- og kennarafé-
lagsins, sagði í samtali við blaða-
mann að húsnæðismál skólans
væru mikið áhyggjuefni fyrir
foreldra barna i skólanum.
„Ástandið er vægast sagt afleitt.
Sl. áratug hafa fjölmörg bréf
verið send ýmsum aðilum við-
víkjandi ófullnægjandi aðstöðu
sem notast hefur verið við i
skólastarfinu á undanförnum
árum. Engin félagsleg aðstaða
er fyrir nemendur, tengslum
foreldra og barna eru takmörk
sett vegna skorts á aðstöðu.
Heimilisfræði og handmennta-
greinar eru í bráðabirgðahús-
næði og börnin verða að borða
nesti sitt á göngum skólans.
Sannarlega er kominn tími til
að ljúka við byggingu skólans ef
ljúka á henni á annað borð og
skólinn verði annað en skóli til
bráðabirgða. Við skoruðum því á
borgaryfirvöld, á ári æskunnar,
að ljúka við byggingu Hlíða-
skóla.“
Kristín sagði ennfremur að á
kynningardegi skólanna, sem
haldinn var fyrir skömmu, hafi
Foreldrafélagið ætlað að bjóða
gestum upp á kaffi, en húsnæði
var ekki i byggingunni til þess.
„Flestir skólar í Reykjavík hafa
a.m.k. sali þar sem nemendur eða
foreldrar geta haldið sameigin-
legar skemmtanir og aðrar uppá-
komur. En því er ekki að fagna
í Hlíðaskóla."
Halldóra Jónsdóttir, formaður
Nemendafélagsins, sagði að
nemendur væru nú að vonast
eftir úrbótum nú á 30 ára afmæli
skólans. „Hlíðaskóli er með eldri
skólum borgarinnar og er enn
ekki fullbyggður. Eitt af frum-
skilyrðum yfirvalda er að hafa
a.m.k. góða aðstöðu fyrir krakk-
ana. Nægur er nú vandinn fyrir
þegar talað er um drykkjuvanda-
mál og jafnvel eiturlyfjavanda-
mál á meðal unglinga. Við eigum
skilið að fá almennilega aðstöðu
þó svo við séum bara krakkar.
Fullorðið fólk myndi örugglega
ekki láta bjóða sér slíkt."
Kjallara skólans var lokað af
heilbrigðisyfirvöldum í fyrravet-
ur sökum ónógrar lofthæðar en
þar hafði farið fram verkleg
kennsla undangengin ár. Reglur
segja að lofthæð skuli eigi vera
lægri en 2,50 metrar, en sá kjall-
ari æm lokað var í Hlíðarskóla
var 2,16 metrar á hæð. Þó er enn
notast við kjallara undir einni
álmu skólans, sem hefur loft-
hæðina 2,36 metrar. Þar er lítill
salur þar sem haldin eru diskótek
og svokölluð opjn hús. Einnig fer
þar fram verkleg ljósmynda-
kennsla.
Halldóra sagði að borgarstjóri
hefði sagt við afhendingu áskor-
unarinnar að nú stæði yfir bygg-
ing skólahúsa I nýjum hverfum
borgarinnar svo sem í Selási,
Grafarvogi og á Granda svo hann
gæti ekki gefið ákveðið loforð um
áframhaldandi byggingu við
Hlíðaskóla að svo stöddu. „Hins-
vegar fannst honum að kjallarar
ættu ekki að standa ónýttir.
Kjallararnir voru því miður aldr-
ei hugsaðir annað en kjallarar í
teikningu skólans,“ sagði Hall-
dóra.
Morgunblaðið/Friðþjófur
Nemendur Hlíðaskóla hafa aðeins ganga skðlans til afnota milli tíma og á matmálstímum. Ekkert húsnæði
er fyrir félagslega aðstððu nemenda.