Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985 Þegar úti er verður kalt. . . Finnsku skinn-kuldahúfurnar á börn eru aftur til í öllum stærðum. Sendum í póstkröfu - símar 16277 og 17910 RAMMAGERÐIN HAFNARSTRÆTI 19 Jójó spáin hJjóðar upp á unaðsstund í kaffltím- anum. Ragnarshakarí bregst við á réttan hátt og spilar út Kirsuberja- hrixigjum. Skrepptu í búðina og kræktu í hringi og kirsuberja- sælan hríslast um þig allan. Á morgun, nú er að sjá ... MorgunbUSi/Bjarni Borgarstjóra, Davíð Oddssyni, afhent áskornn Nemenda-, Kennara-, og Foreldrafélaga Hlíðaskóla um áfram- haldandi byggingu skólans. Fri vinstri ern: borgarstjjóri, Drífa Snædal Jónsdóttir, nemandi í 6. bekk, Hall- dóra Jónsdóttir, nemandi í 9. bekk og formaður Nemendafélagsins, Stefán Stefánsson og Jón Viðar Jónsson, báðir fri Foreldrafélaginu. Nemenda-, foreldra- og kennarafélög Hlíðaskóla: Skora á Reykjavíkurborg að ljúka byggingu Hlíðaskóla nú á 30 ára afmæli skólans FULLTRÚAR Nemendafélags og Foreldra- og kennarafélags Hlfðaskóla afhentu borgarstjóra, Davíð Oddssyni, undirskríftalista beggja félaga sl. miðvikudag þar sem farið var fram i að Reykjavíkurborg lyki við bygg- ingu Hlíðaskóla, en skólinn var tekinn í notkun fyrir 30 irum. Engin félagsleg aðstaða er fyrir 470 nemendur skólans né aðstaða til kennslu heimilisfræða og smíða nema í briðabirgðabröggum á skólalóðinni. Að sögn skólastjóra Hlíða- skóla, Árna Magnússonar, var gerð áætlun í fyrra um 350 fer- metra húsnæði, sem kosta átti 7,5 milljónir, en ekki hefur feng- ist vilyrði borgarinnar fyrir byggingunni. „Upphaflega teikn- ingin gerði ráð fyrir sex húsum á lóðinni. Byggð voru þá þrjú hús, sem rýma að mestu kennslustof- ur. Fjórða húsið — íþróttahús - var tekið í notkun fyrir fimm árum, 25 árum eftir að Hlíðar- skóli hóf starfsemi sína, og stuttu síðar var gengið frá lóð- inni. Nú vantar okkur hinsvegar aðeins eitt hús f viðbót á lóðina undir félagslega aðstöðu, en sjötta húsið þurfum við hinsveg- ar ekki þar sem nemendum hefur fækkað miðað við fyrri ár. Nemendafjöldinn var mestur 1.350 fyrir u.þ.b. 20 árum en datt niður í 400 veturinn ’77-’78. Nú hefur nemendum fjölgað þar sem mikið af ungu fólki er að flytjast 1 gamlar íbúðir í hverfinu hér í kring.“ Kristín Ragnarsdóttir, for- maður Foreldra- og kennarafé- lagsins, sagði í samtali við blaða- mann að húsnæðismál skólans væru mikið áhyggjuefni fyrir foreldra barna i skólanum. „Ástandið er vægast sagt afleitt. Sl. áratug hafa fjölmörg bréf verið send ýmsum aðilum við- víkjandi ófullnægjandi aðstöðu sem notast hefur verið við i skólastarfinu á undanförnum árum. Engin félagsleg aðstaða er fyrir nemendur, tengslum foreldra og barna eru takmörk sett vegna skorts á aðstöðu. Heimilisfræði og handmennta- greinar eru í bráðabirgðahús- næði og börnin verða að borða nesti sitt á göngum skólans. Sannarlega er kominn tími til að ljúka við byggingu skólans ef ljúka á henni á annað borð og skólinn verði annað en skóli til bráðabirgða. Við skoruðum því á borgaryfirvöld, á ári æskunnar, að ljúka við byggingu Hlíða- skóla.“ Kristín sagði ennfremur að á kynningardegi skólanna, sem haldinn var fyrir skömmu, hafi Foreldrafélagið ætlað að bjóða gestum upp á kaffi, en húsnæði var ekki i byggingunni til þess. „Flestir skólar í Reykjavík hafa a.m.k. sali þar sem nemendur eða foreldrar geta haldið sameigin- legar skemmtanir og aðrar uppá- komur. En því er ekki að fagna í Hlíðaskóla." Halldóra Jónsdóttir, formaður Nemendafélagsins, sagði að nemendur væru nú að vonast eftir úrbótum nú á 30 ára afmæli skólans. „Hlíðaskóli er með eldri skólum borgarinnar og er enn ekki fullbyggður. Eitt af frum- skilyrðum yfirvalda er að hafa a.m.k. góða aðstöðu fyrir krakk- ana. Nægur er nú vandinn fyrir þegar talað er um drykkjuvanda- mál og jafnvel eiturlyfjavanda- mál á meðal unglinga. Við eigum skilið að fá almennilega aðstöðu þó svo við séum bara krakkar. Fullorðið fólk myndi örugglega ekki láta bjóða sér slíkt." Kjallara skólans var lokað af heilbrigðisyfirvöldum í fyrravet- ur sökum ónógrar lofthæðar en þar hafði farið fram verkleg kennsla undangengin ár. Reglur segja að lofthæð skuli eigi vera lægri en 2,50 metrar, en sá kjall- ari æm lokað var í Hlíðarskóla var 2,16 metrar á hæð. Þó er enn notast við kjallara undir einni álmu skólans, sem hefur loft- hæðina 2,36 metrar. Þar er lítill salur þar sem haldin eru diskótek og svokölluð opjn hús. Einnig fer þar fram verkleg ljósmynda- kennsla. Halldóra sagði að borgarstjóri hefði sagt við afhendingu áskor- unarinnar að nú stæði yfir bygg- ing skólahúsa I nýjum hverfum borgarinnar svo sem í Selási, Grafarvogi og á Granda svo hann gæti ekki gefið ákveðið loforð um áframhaldandi byggingu við Hlíðaskóla að svo stöddu. „Hins- vegar fannst honum að kjallarar ættu ekki að standa ónýttir. Kjallararnir voru því miður aldr- ei hugsaðir annað en kjallarar í teikningu skólans,“ sagði Hall- dóra. Morgunblaðið/Friðþjófur Nemendur Hlíðaskóla hafa aðeins ganga skðlans til afnota milli tíma og á matmálstímum. Ekkert húsnæði er fyrir félagslega aðstððu nemenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.