Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 5
5 MORGUNBLAÐID. SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985 Listahátíð unga fólksins LISTAHÁTÍÐ unga fólksins er fyrirhuguð á Kjarvalsstöðum dagana 10.—20. janúar 1986 og býður Reykjavíkurborg ungu fólki af landinu afnot af Kjarvalsstöðum í tilefni 200 ára afmælis borgarinnar. Félag áhugaljósmyndara, Félag íslenskra hljómlistarmanna, Félag íslenskra leikara, Samtök áhuga- manna um kvikmyndagerð og Samband íslenskra mynd- og handmenntakennara hafa undan- farna mánuði staðið að undir- búningi listahátíðarinnar og geta allir á aldrinum 15—22 ára sent inn verk á hátíðina. Nefnd, skipuð fulltrúum þeirra félaga sem standa að sýningunni, velur þau verk sem sýnd verða. Undir myndlist flokkast grafík, málun, teiknun, leirmótun, högg- myndir og fleira og eru gefnar frjálsar hendur um þema og tækni verkanna, sem verður að skila til Kjarvalsstaða á tímabilinu 10.— 20. desember næstkomandi. Allir lengri og skemmri leik- þættir koma til greina sem inn- send verk í leiklist, hvort sem þau eru frumsamin eða ekki. Þátttöku skal tilkynna á skrifstofu Banda- lags íslenskra leikfélaga, Hafnar- stræti 9, Reykjavík, ásamt upplýs- ingum um lengd og nauðsynlega tæknihlið, fyrir 15. desember næstkomandi. Myndbönd og kvikmyndir mega vera fimm til 25 mínútur að lengd og er myndefnið algjörlega frjálst. Skilafrestur er til 20. desember og skal verkunum skilað á Fríkirkju- veg 11. Verk unnin í málm, tré, leður og fleira ásamt verkum sem unnin eru í vefjaefni með ýmsum að- ferðum og áhöldum má skila á Kjarvalsstaði á tímabilinu 10.—20. desember. Þátttökuflokkar í ljósmyndun eru tveir. Annars vegar er mynd- efni frjálst og hinsvegar er mynd- efnið „Æskan". Myndirnar eiga að vera upplímdar og tilbúnar til sýn- ingar og mega þær vera svart/ hvítar eða í lit. Stærð myndanna má vera 30—40 cm og 40—50 cm. Skilafrestur á myndum er til 20. desember og skal þeim skilað á Fríkirkjuvegll. Allar tegundir tónlistar koma til greina sem innsend tónlistar- verkefni á Listahátíð unga fólks- ins, allt frá klassiskum einleiks- verkum til framsækinnar rokktón- listar. „Stefnt verður að sem mestri fjölbreytni og að sem flestir verði með,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar, en tónlistar- flutningur fer fram á Kjarvals- stöðum og í Tónabæ. Þátttökutil- kynningar skulu fara fram í Tónabæ fyrir 15. desember næst- komandi, en þar eru ennfremur veittar nánari upplýsingar. Örn og Örlygur: Ljóðabók eftir Jóhann S. Hannesson heitinn BÓKAFORLAGIÐ Örn og Örlygur hefur sent frá sér Ijóðabókina „Tí- undir“ eftir Jóhann S. Hannesson, en 9. nóvember sl. voru tvö ár liðin frá andláti hans. Áður hafa komið út þrjár Ijóðabækur eftir Jóhann, Feril- orð, 1977, Hlymrek á sextugu, 1979 og Slitur úr sjöorðabók, 1980. Jóhann lét eftir sig í handritum ljóð þau, frumort og þýdd, sem eru í bókinni „Tíundir" og hefur Kristján Karlsson annast útgáfu á ljóðunum. Allar þýðingarnar og svo til öll frumortu ljóðin eru ort síðustu þrjú árín sem Jóhann lifði. Á kápu bókarinnar segir m.a. um höfundinn: „Skáldskapur Jóhanns S. Hannessonar er í heild sérkenni- legt og merkilegt framlag til ís- lenskrar ljóðagerðar á okkar tím- um. 1 kvæðum hans fara einatt saman skörp hugsun, Vttsmunaleg dýpt og rík tilfinning. En fyndni hans og formlist njóta sín víða sérstaklega vel í þessari bók, til dæmis í þýðingum hans á Robert lóhann S. Hannesson TÍUNDIR KVÆÐI Herrick og ekki síður í því formi, sem hann nefndi „spöku“, fjögurra lína erindi af sömu gerð og Rubái- yát. Tinmarkaðurinn virð- ist hafa dregið álmark- aðinn niður með sér — segir Ragnar Halldórsson, forstjóri ISAL SPÁDÓMAR um að verð á áli á heimsmarkaði mundi fara lækkandi á síðari hluta þessa árs, samhliða því að dregið er úr álframleiðslu, hafa ekki ræst. Að sögn Ragnars Halldórssonar, forstjóra íslenska álfélagsins, hafa miklar sveiflur verið á þessum markaði að undanförnu og verðástandið verið mjög slæmt. „Eins og fram kom í Morgun- blaðinu á fimmtudag hefur tin- markaðurinn hrapað og svo virðist sem hann hafi dregið álmarkaðinn niður með sér að einhverju leyti," sagði Ragnar. Ragnar Halldórsson sagði, að í upphafi þessa árs hefðu heildar- birgðir áls í Evrópu verið 2,3 millj- ónir tonna. Þá hefði því verið spáð, að þegar birgðirnar væru komnar í um 2 milljónir tonna myndi verð á áli hækka. „Síðan hafa menn verið að fresta þessum bata og nú þegar því marki er nærri náð er talað um að þetta gerist þegar birgðir verði 1,8 milljónir tonna." Ragnar sagði, að birgðasöfnun í álverinu í Straumsvík væri ekki veruleg, en þó væri gert ráð fyrir því að birgðir yrðu meiri um ára- mótin, en reiknað hefði verið með. . og 1i6. nóv. n.k. maþeiraftui7hinir stórKostlegu ■ einvinsælasta msveit 7. ératugarins Vegna fjölda áskorana hefur nú tekist aö fá hina frábæru Searchers til aö koma aftur til íslands og skemmta í Broadway 15. og 16. nóvember. Síö- ast þegar Searchers komu fram í Broadway var fullt hús og fólk skemmti sér konunglega. Því miöur komust þá færri aö en vildu en úr því er nú bætt og hvetjum viö því gesti okkar til aö tryggja sér nú miöa tíman- lega. Matseöill Koníakslöguð humarsúpa Fylltur grísahryggur m/vínmarineruðum ávöxtum. ís m/perum og ávöxtum. Hljómsveitin Tibra leikur fyrir dansi bæði kvöldin. Pantið borð sem fvrst í síma 77500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.