Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985 Örn og Örlygur: Bók um ísland á ensku eftir Pamelu Brement BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hefur sent frí sér landkynningarbók á ensku um ísland og íslendinga eftir þau Pamelu Sanders (Brement), fyrrum sendiberrafrú á Islandi, og kanadíska Ijósmyndarann Roloff Beny, sem nú er látinn. Bókin, sem nefnist „Iceland 66“ North“ kemur út á Bretlandi innan tíðar. í frétt frá Erni og Örlygi segir að Pamela Brement, sem ávallt hafi notað höfundarnafnið Sand- ers, hafi tekið miklu ástfóstri við land og þjóð er hún dvaldi hér ásamt manni sínum, Marshall Brement, sendiherra Bandaríkj- anna. Hún hafi ferðast um ísland þvert og endilangt og kynnst landi og lifnaðarháttum af eigin raun. Roloff Beny var ekki aðeins ljós- myndari heldur einnig listmálari og bókahönnuður og átti að baki fjölda bóka er hann lést árið 1984. Ljósmyndataka hans hér á landi var síðasta ljósmyndaverkefnið sem hann vann áður en hann lést. í frétt bókaforlagsins segir jafn- framt að bókin hafi þegar vakið verðskuldaða athygli erlendis. Ritdómur um bókina birtist nýlega i The Good Book Guide í London, þar sem segir m.a.: „Bækur af þessari gerð geta yfirleitt ekki státað af læsilegum texta en þar brýtur Pamela Sanders blað. Jafn- vel án Ijósmynda Roloffs Beny gefa skrif hennar ljósa og lifandi mynd af lítt þekktu landi og sér- stæðustu þjóð hins vestræna heims. Pamela Sanders, eiginkona sendiherra Bandaríkjanna á ís- landi, ritar af mikilli ást, drjúgri þekkingu og smitandi eldmóði um nánast allar hliðar mannlegs lífs á íslandi." í bókinni „Iceland 66° North“, sem er 208 bls. að stærð, er að finna 146 ljósmyndir, þar af 46 í lit. Kristján Ragnarsson var endurkjörinn formaður stjórnar LÍÚ. Morgunbladid/Bjarni Aðalfundur Landssambands íslenskra útvegsmanna: Ávinningi vegna aukins afla verði haldið innan útvegsins AÐALFUNDUR LÍÚ varaði í ályktun sinni við slakri rekstrarstöðu útvegsins og benti á erfiðleika fjölda útgerðarfyrirtækja og að rótgróin fyrirtæki á þessum vettvangi hefðu hætt starfsemi sinni. Með horfum á auknum afla á næsta ári gæfist kostur á því, að bæta afkomuna með því að halda innan greinarinnar auknum ávinningi vegna meiri afla. Hér fer á eftir aðalályktun fund- vegurinn í heild býr við. Á undan- anns: „Aðalfundur LÍÚ haldinn í Reykjavík 6. til 8. nóvember 1985 ítrekar fyrri yfirlýsingar samtak- anna um þann mikla rekstrar- vanda sem útgerðin og sjávarút- förnum mánuðum hefur berlega komið í ljós að aðvörunarorð út- gerðarmanna undanfarin ár hafa átt við full rök að styðjast enda á fjöldi útgerðarfyrirtækja í miklum Landssamband íslenzkra útvegsmanna: Kona kosin í stjórn - Kristján Ragnarsson endurkjörinn KONA VAR í fyrsta sinn í sögu Landssambands íslenzkra útvegs- manna kosin í stjórn sambandsins á aðalfundi þess á föstudag. Það var Guðrún Lárusdóttir frá Hafnar- firði. Þá var Kristján Ragnarsson endurkjörinn formaður. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Brynjólfur Bjarnason, Reykja- vík, Finnur Jónsson, Stykkis- hólmi, Gísli Jón Hermannsson, Reykjavík, Ingvar Hólmgeirsson, Húsavík, Jakob Sigurðsson, Reykjavík, Ólafur Björnsson, Keflavík, Sverrir Leósson, Akur- eyri og Vilhelm Þorsteinsson, Akureyri. Að auki eiga eftirtald- ir útvegsmenn sæti í stjórn sambandsins: Guðmundur Guð- mundsson, ísafirði, Hallgrímur Jónasson, Reyðarfirði, Haraldur Sturlaugsson, Akranesi, Krist- inn Pálsson, Vestmannaeyjum og Tómas Þorvaldsson, Grinda- vík. rekstrarerfiðleikum og rótgróin útgerðarfyrirtæki hafa hætt starf- semi sinni. Á næsta ári gefst kostur á að bæta afkomu sjávarútvegsins með því að halda innan greinarinnar þeim ávinningi sem aukinn afli gefur og er krafa fundarins að svo verði gert. Á aflaárunum 1980 til 1982 var öllum ávinningi mikils afla veitt frá sjávarútveginum út til þjóð- félagsins. Afleiðing þeirrar stefnu var sú að afkoma útgerðarinnar hefur í langan tíma ekki verið verri en þá. Þau vanskil sem þá hlóðust upp eiga ekki síður þátt í núverandi erfiðleikum sjávarútvegsins en núverandi gengisstefna og verð- bólguþróun. Fundurinn tekur undir þær hugmyndir sem fram hafa komið varðandi endurskoðun á sjóða- og millifærslukerfi sjávarútvegsins að því marki sem það er enn við Þjóóhagsstofnun: Eðlilegt að kanna áhuga á staðbundnum uppboðsmörkuðum Rætt um Reykjanes, Eyjafjörð og ísafjarðardjúp lýði og í þeim tilgangi að leggja það niður eða draga úr því sem kostur er.“ Auk þessa komu fram tillögur, sem ýmizt var vísað til stjórnar samtakanna eða felldar. Fundur- inn beindi þvi meðal annars til stjórnar samtakanna, að hún beitti sér fyrir því, að skyldutrygging skipa undir 100 brúttólestum að stærð yrði afnumin og hún gefin frjáls; að hún beitti sér fyrir því, að rekstrarlán til útgerðar yrðu hækkuð verulega frá því, sem nú væri; að hún beitti sér fyrri því, að lánum úr Byggðasjóði og bönk- um yrði breytt á sama hátt og lán- um hjá Fiskveiðasjóði. Þá undir- strikaði fundurinn mikið vægi orkukostnaðar í rekstri flotans og beindi því til stjórnar samtakanna að hún héldi vöku sinni í þeim efnum og stuðlaði að sem hag- kvæmustu olíuverði og ynni að samræmingu og lækkun raforku- taxta í höfnum landsins. Á fundinum var ennfremur samþykkt að beina því til stjórn- valda, að skipulagðar rannsóknir á síld færu fram við allt land um hálfum mánuði fyrir upphaf síld- arvertíðar. Tillögu frá Hrólfi Gunnarssyni, Emil Thorarensen, Jóhanni K. Sigurðssyni og Sverri Leóssyni um að afnema kvóta á loðnuveiðum í ljósi mikils leyfilegs afla, var vísað til stjórnar og út- gerðarmanna loðnuskipanna. Þá var felld tillaga um afnám veiði- heimilda Færeyinga hér við land vegna mikilla loðnuveiða þeirra. Þjóðhagsstofnun telur eölilegt að kanna það hvort áhugi sé á því að setja á stofn og reka staðbundna uppboðsmarkaði fyrir fisk á þremur svæðum, til dæmis á Reykjanessvæð- inu, við Eyjafjörð og ísafjarðardjúp. Þetta kemur m.a. fram í áliti stofnun- arinnar til sjávarútvegsráðuneytisins en Samband fiskvinnslustöðvanna óskaði eftir að þessi mál yrðu könn- uð. Þjóðhagsstofnun segir að for- senda uppboðsmarkaðar sé að fisk- verð verði almennt gefið frjálst á þeim tegundum sem til greina koma og að heimild til að reka hann sé nokkuð varanleg. Stofnun- in telur þó ólíklegt að núverandi heimild I lögum til að gefa fiskverð frjálst dugi sem undirstaða upp- boðsmarkaðs vegna þess að fullt samkomulag þurfi að vera um slíkt í Verðlagsráði sjávarútvegsins. Til greina komi að rýmka þessa heim- ild Verðlagsráðs, þannig að ákvörðun um að gefa fiskverð frjálst verði tekin á sama hátt og aðrar verðlagsákvarðanir og/eða að ákveðið verði með lögum, að verð sem ræðst á opinberum upp- boðsmarkaði sé jafnan undanþegið ákvörðun verðlagsráðs. Einnig er bent á að óvíst sé hvort staðbundinn uppboðsmarkaður henti víða hér á landi, ef til vill yrði verðmyndun fremur „í loft-' inu“, það er fyrir tilstilli fjar- skipta. Slíkt virðist geta átt við til dæmis um loðnu, síld, humar og úthafsrækju, þar sem minni tengsl eru á milli eigenda útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja en á öðrum veiðum. o INNLENT MorgunblaðiA/Ól.K.M. FJALAKÖTTURINN FARINN Fjalakötturinn var rifinn í vikunni og í gær var búið að fylla grunninn og slétta yfír.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.