Morgunblaðið - 10.11.1985, Side 4

Morgunblaðið - 10.11.1985, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985 Örn og Örlygur: Bók um ísland á ensku eftir Pamelu Brement BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hefur sent frí sér landkynningarbók á ensku um ísland og íslendinga eftir þau Pamelu Sanders (Brement), fyrrum sendiberrafrú á Islandi, og kanadíska Ijósmyndarann Roloff Beny, sem nú er látinn. Bókin, sem nefnist „Iceland 66“ North“ kemur út á Bretlandi innan tíðar. í frétt frá Erni og Örlygi segir að Pamela Brement, sem ávallt hafi notað höfundarnafnið Sand- ers, hafi tekið miklu ástfóstri við land og þjóð er hún dvaldi hér ásamt manni sínum, Marshall Brement, sendiherra Bandaríkj- anna. Hún hafi ferðast um ísland þvert og endilangt og kynnst landi og lifnaðarháttum af eigin raun. Roloff Beny var ekki aðeins ljós- myndari heldur einnig listmálari og bókahönnuður og átti að baki fjölda bóka er hann lést árið 1984. Ljósmyndataka hans hér á landi var síðasta ljósmyndaverkefnið sem hann vann áður en hann lést. í frétt bókaforlagsins segir jafn- framt að bókin hafi þegar vakið verðskuldaða athygli erlendis. Ritdómur um bókina birtist nýlega i The Good Book Guide í London, þar sem segir m.a.: „Bækur af þessari gerð geta yfirleitt ekki státað af læsilegum texta en þar brýtur Pamela Sanders blað. Jafn- vel án Ijósmynda Roloffs Beny gefa skrif hennar ljósa og lifandi mynd af lítt þekktu landi og sér- stæðustu þjóð hins vestræna heims. Pamela Sanders, eiginkona sendiherra Bandaríkjanna á ís- landi, ritar af mikilli ást, drjúgri þekkingu og smitandi eldmóði um nánast allar hliðar mannlegs lífs á íslandi." í bókinni „Iceland 66° North“, sem er 208 bls. að stærð, er að finna 146 ljósmyndir, þar af 46 í lit. Kristján Ragnarsson var endurkjörinn formaður stjórnar LÍÚ. Morgunbladid/Bjarni Aðalfundur Landssambands íslenskra útvegsmanna: Ávinningi vegna aukins afla verði haldið innan útvegsins AÐALFUNDUR LÍÚ varaði í ályktun sinni við slakri rekstrarstöðu útvegsins og benti á erfiðleika fjölda útgerðarfyrirtækja og að rótgróin fyrirtæki á þessum vettvangi hefðu hætt starfsemi sinni. Með horfum á auknum afla á næsta ári gæfist kostur á því, að bæta afkomuna með því að halda innan greinarinnar auknum ávinningi vegna meiri afla. Hér fer á eftir aðalályktun fund- vegurinn í heild býr við. Á undan- anns: „Aðalfundur LÍÚ haldinn í Reykjavík 6. til 8. nóvember 1985 ítrekar fyrri yfirlýsingar samtak- anna um þann mikla rekstrar- vanda sem útgerðin og sjávarút- förnum mánuðum hefur berlega komið í ljós að aðvörunarorð út- gerðarmanna undanfarin ár hafa átt við full rök að styðjast enda á fjöldi útgerðarfyrirtækja í miklum Landssamband íslenzkra útvegsmanna: Kona kosin í stjórn - Kristján Ragnarsson endurkjörinn KONA VAR í fyrsta sinn í sögu Landssambands íslenzkra útvegs- manna kosin í stjórn sambandsins á aðalfundi þess á föstudag. Það var Guðrún Lárusdóttir frá Hafnar- firði. Þá var Kristján Ragnarsson endurkjörinn formaður. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Brynjólfur Bjarnason, Reykja- vík, Finnur Jónsson, Stykkis- hólmi, Gísli Jón Hermannsson, Reykjavík, Ingvar Hólmgeirsson, Húsavík, Jakob Sigurðsson, Reykjavík, Ólafur Björnsson, Keflavík, Sverrir Leósson, Akur- eyri og Vilhelm Þorsteinsson, Akureyri. Að auki eiga eftirtald- ir útvegsmenn sæti í stjórn sambandsins: Guðmundur Guð- mundsson, ísafirði, Hallgrímur Jónasson, Reyðarfirði, Haraldur Sturlaugsson, Akranesi, Krist- inn Pálsson, Vestmannaeyjum og Tómas Þorvaldsson, Grinda- vík. rekstrarerfiðleikum og rótgróin útgerðarfyrirtæki hafa hætt starf- semi sinni. Á næsta ári gefst kostur á að bæta afkomu sjávarútvegsins með því að halda innan greinarinnar þeim ávinningi sem aukinn afli gefur og er krafa fundarins að svo verði gert. Á aflaárunum 1980 til 1982 var öllum ávinningi mikils afla veitt frá sjávarútveginum út til þjóð- félagsins. Afleiðing þeirrar stefnu var sú að afkoma útgerðarinnar hefur í langan tíma ekki verið verri en þá. Þau vanskil sem þá hlóðust upp eiga ekki síður þátt í núverandi erfiðleikum sjávarútvegsins en núverandi gengisstefna og verð- bólguþróun. Fundurinn tekur undir þær hugmyndir sem fram hafa komið varðandi endurskoðun á sjóða- og millifærslukerfi sjávarútvegsins að því marki sem það er enn við Þjóóhagsstofnun: Eðlilegt að kanna áhuga á staðbundnum uppboðsmörkuðum Rætt um Reykjanes, Eyjafjörð og ísafjarðardjúp lýði og í þeim tilgangi að leggja það niður eða draga úr því sem kostur er.“ Auk þessa komu fram tillögur, sem ýmizt var vísað til stjórnar samtakanna eða felldar. Fundur- inn beindi þvi meðal annars til stjórnar samtakanna, að hún beitti sér fyrir því, að skyldutrygging skipa undir 100 brúttólestum að stærð yrði afnumin og hún gefin frjáls; að hún beitti sér fyrir því, að rekstrarlán til útgerðar yrðu hækkuð verulega frá því, sem nú væri; að hún beitti sér fyrri því, að lánum úr Byggðasjóði og bönk- um yrði breytt á sama hátt og lán- um hjá Fiskveiðasjóði. Þá undir- strikaði fundurinn mikið vægi orkukostnaðar í rekstri flotans og beindi því til stjórnar samtakanna að hún héldi vöku sinni í þeim efnum og stuðlaði að sem hag- kvæmustu olíuverði og ynni að samræmingu og lækkun raforku- taxta í höfnum landsins. Á fundinum var ennfremur samþykkt að beina því til stjórn- valda, að skipulagðar rannsóknir á síld færu fram við allt land um hálfum mánuði fyrir upphaf síld- arvertíðar. Tillögu frá Hrólfi Gunnarssyni, Emil Thorarensen, Jóhanni K. Sigurðssyni og Sverri Leóssyni um að afnema kvóta á loðnuveiðum í ljósi mikils leyfilegs afla, var vísað til stjórnar og út- gerðarmanna loðnuskipanna. Þá var felld tillaga um afnám veiði- heimilda Færeyinga hér við land vegna mikilla loðnuveiða þeirra. Þjóðhagsstofnun telur eölilegt að kanna það hvort áhugi sé á því að setja á stofn og reka staðbundna uppboðsmarkaði fyrir fisk á þremur svæðum, til dæmis á Reykjanessvæð- inu, við Eyjafjörð og ísafjarðardjúp. Þetta kemur m.a. fram í áliti stofnun- arinnar til sjávarútvegsráðuneytisins en Samband fiskvinnslustöðvanna óskaði eftir að þessi mál yrðu könn- uð. Þjóðhagsstofnun segir að for- senda uppboðsmarkaðar sé að fisk- verð verði almennt gefið frjálst á þeim tegundum sem til greina koma og að heimild til að reka hann sé nokkuð varanleg. Stofnun- in telur þó ólíklegt að núverandi heimild I lögum til að gefa fiskverð frjálst dugi sem undirstaða upp- boðsmarkaðs vegna þess að fullt samkomulag þurfi að vera um slíkt í Verðlagsráði sjávarútvegsins. Til greina komi að rýmka þessa heim- ild Verðlagsráðs, þannig að ákvörðun um að gefa fiskverð frjálst verði tekin á sama hátt og aðrar verðlagsákvarðanir og/eða að ákveðið verði með lögum, að verð sem ræðst á opinberum upp- boðsmarkaði sé jafnan undanþegið ákvörðun verðlagsráðs. Einnig er bent á að óvíst sé hvort staðbundinn uppboðsmarkaður henti víða hér á landi, ef til vill yrði verðmyndun fremur „í loft-' inu“, það er fyrir tilstilli fjar- skipta. Slíkt virðist geta átt við til dæmis um loðnu, síld, humar og úthafsrækju, þar sem minni tengsl eru á milli eigenda útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja en á öðrum veiðum. o INNLENT MorgunblaðiA/Ól.K.M. FJALAKÖTTURINN FARINN Fjalakötturinn var rifinn í vikunni og í gær var búið að fylla grunninn og slétta yfír.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.