Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985
Hjónaminning:
Halldór Jónsson
Laufey Jónsdóttir
Fæddur 15. apríl 1911
Dáinn 8. maí 1985
Fædd lO. júní 1911
Dáin 3. nóvember 1985
Þann 3. nóvember síðastliðinn
lést í Borgarspítalanum Laufey
Jónsdóttir, til heimilis að Grensás-
vegi 58.
Hún veiktist mjög snögglega á
heimili sínu viku áður, og komst
hún ekki til meðvitundar eftir það.
Það er erfitt að átta sig á því
að hún Laufey skuli vera dáin, eins
hraust og kraftmikil kona sem hún
var, og stóð ég oft sjálfa mig að
því, að hugsa um hana sem miklu
yngri, þrátt fyrir að hún væri orðin
74áragömul.
Llaufey var gift Halldóri Jóns-
syni fyrrum kaupmanni, og síðar
starfsmanni við Langholtsskóla.
Halldór lést fyrir hálfu ári, eftir
margra ára heilsuleysi, og annað-
ist Laufey mann sinn af stakri
umhyggju, að vart væri hægt að
hugsa sér betri hjúkrun.
Þau hjónin eignuðust þrjár
dætur saman, og að auki átti
Laufey þrjú börn frá fyrra hjóna-
bandi, og eru afkomendur orðnir
fjölmargir.
Ekki ætla ég að rekja ættir
Laufeyjar hér, né hennar lífshlaup
fyrr á árum, þar eru aðrir betur
kunnandi, en ég, til þeirra hluta.
Ég ætla aðeins að rifja upp
kynni mín við þau Laufeyju og
Halldór, sem hófust fyrir réttum
tuttugu árum, með því að ég,
sveitastelpan, stóð á miðju stofu-
gólfi heima hjá þeim hjónum, og
Erla yngsta dóttir þeirra spurði,
hvort það væri ekki allt í lagi, að
þessi stelpa mundi búa hjá þeim.
Þau áttu þá heima í Bogahlíð, og
þannig atvikaðist það, að ég bjó
hjá þeim næstu tvö árin. Flestum
hefði þótt nóg að vera með sinn
eigin ungling, þótt öðrum hefði
ekki verið bætt við, en Laufey var
ekki að fást um það, við Erla dóttir
hennar nutum frjálsræðis, og
fengum ekki ákúrur fyrir, þótt
liðið væri fram yfir háttatíma, og
við ókomnar heim. Það var borið
fullkomið traust til okkar, og
Laufey var ekki að ímynda sér
neina hluti.
Þetta var ákveðin og traust
kona, sem var laus við alla tepru.
Eftir að ég flutti úr Bogahlíð, hitti
ég Laufeyju og Halldór mjög sjald-
an.
Á þessum árum festu þau kaup
á íbúð við Grensásveg 58 þar sem
þau bjuggu til æviloka.
Laufey vann lengi hjá Dúk hf.
við saumastörf. Að auki var hún
sísaumandi heima fyrir, og núna
seinni árin var hún mjög virkur
þátttakandi í starfi aldraðra, og
var ávallt mikið að gerast í þeim
málum.
Það mun hafa verið árið 1979
að ég kynntist Laufeyju og Hall-
dóri svo að segja upp á nýtt, þá
undirrituð komin yfir unglingsár-
in að mestu, og öðlast einhvern
þann þroska sem því fylgir.
Erla og hennar maður, Gestur,
ásamt börnum sínum bjuggu um
tíma í Honduras, og við hjónin
urðum samferða þeim Halldóri og
Laufeyju í heimsókn til þeirra. Það
verður að teljast mikill kjarkur
að fara í svo erfitt ferðalag yfir
hálfan hnöttinn fyrir þetta full-
orðið fólk, sem ekki var vant ferða-
lögum.
Það var farið að bera á heilsu-
leysi Halldórs á þessum tíma, en
það aftraði honum ekki frá því að
fara í þessa ferð.
Það var ákaflega gaman að
upplifa með þeim hlutina í Hond-
uras, og oft síðar voru rifjaðar upp
dásemdir þessa lands.
Ekki voru þau Laufey og Halldór
alveg búin að leggja ferðalög til
fjarlægra landa á hilluna, því fyrir
einu og hálfu ári hittum við þau
hjónin í Afríku, þar sem þau voru
búin að dveljast um nokkurra
mánaða skeið á heimili Erlu og
Gests í Naírobí í Kenýa.
Halldór var þá orðinn mjög lé-
legur til heilsu, og að mestu hættur
að geta fylgst með, en Laufey eins
og alltaf áður mjög hress.
Það var nægur tíminn í Afríku
og einhver ró yfir hlutunum þar.
Oft var setið á notalegu rabbi með
Laufeyju, og þar sem áður var
talað um indíána var nú rætt um
safaríferðir og Maasai.
Ég og fjölskylda mín sendum
börnum Laufeyjar og öðrum ná-
komnum samúðarkveðjur, og
Laufeyju vil ég þakka fyrir allt,
og trúi ég, að þau hjónin séu saman
áný.
Blessuð sé minning þeirra.
Lilja Ingvadóttir
Með söknuði kveðjum við afa
okkar og ömmu. Það er erfitt að
trúa því að þau séu ekki lengur á
meðal okkar.
Það var alltaf gaman að koma
til ömmu og afa á Grensás þar sem
ávallt var tekið á móti okkur með
opnum örmum. Allt fínasta bakk-
elsið var tínt fram og neðsta skúff-
an í eldhúsinu full af dóti þar sem
við máttum gramsa eins og við
vildum.
Afi og amma giftu sig árið 1942
en þá hafði amma verið einstæð
móðir með þrjú ung börn, þau Jón
Inga, Ingibjörgu og Sigrúnu, eftir
að hafa misst fyrri eiginmann sinn
Júlíus Helgason. Stuttu eftir að
afi og amma giftu sig eignuðust
þau tvíburana Guðný og ósk og
nokkru seinna Erlu.
Líf ömmu og afa hefur verið
langt og strangt, svo langt sem við
munum vann afi sem gangavörður
í Langholtsskóla og amma á
saumastofunni Dúkur hf.
Með árunum fór heilsu afa að
hraka og hann hætti störfum en
amma minnkaði við sig vinnuna
smátt og smátt. Þrátt fyrir slæma
heilsu afa ferðuðust þau heilmikið
á sínum seinni árum. Meðal annars
t
Faöir minn, tengdafaöir, bróöir, mágur, fósturbróöir og afi,
ÓLAFUR GUÐMUNDSSON,
veggfóörarameistari,
Stigahlíð 6,
lést aö heimili sínu aöfaranótt 7. nóvember.
Guöfríöur Ólafsdóttir, Doyle C. Bisber,
Marfn Guómundsdóttir, Brynjólfur Jónsson,
barnabörn og fóstursystkini.
t Mágurmlnn, JÖRGEN A. NIELSEN, bryti, lést aö heimili sínu aöfaranótt 31. október. Jaröarförin hefur fariö fram. Siguröur Frímann Þorvarðsson.
t Móöirokkar, UNNUR ÁRNADÓTTIR, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíö 5. nóvember sl. Útförin veröur gerö frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. nóvem- berkl. 10.30. i Halldór Hjartarson, Magnús Hjartarson, Benedikt Hjartarson.
t Útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR ÞORVALDSDÓTTUR, Furugeröi 1, veröur gerð frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 12. nóvember kl. 15.00. Margrét Ásgeirsdóttir, Haraldur Ásgeirsson, Jóhanna Ásgeirsdóttir, Siguröur Þorkelsson, Bjarni Ásgeirsson, Guölaug Rögnvaldsdóttir, Helga Ásgeirsdóttir, Einar E. Sæmundsen, barnabörn og barnabarnabörn.
t SIGURÐUR G.l. GUÐMUNDSSON, Hamarsbraut 17, Hafnarfiröi veröur jarösunginn frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi þriöjudaginn
12. nóvemberkl. 13.30.
Kristjana Hannesdóttir,
Hulda Hansen, Gilbert W. Hansen,
Vilborg Áslaug Siguröardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginkona mín og móöir,
HANNA GUDRÚN JÓNSDÓTTIR,
Vatnsstíg 4, Reykjavík,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 12. nóvember,
kl. 10.30.
Pétur Brandsson,
Jón Pétursson.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐRÚNAR EINARSDÓTTUR,
Grundartúni 6, Akranesi.
Þorkell Halldórsson,
Halldóra Þorkelsdóttir, Olgeir ingimundarson,
Ingibjörg Þorkelsdóttir,
Kristjana Þorkelsdóttir, Kristjén Ingólfsson,
barnabörn og langömmubörn.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu vegna andláts og út-
farar móöur okkar,
ÁSTU AÐALHEIDAR ÞÓRARINSDÓTTUR,
Víkurbraut 22,
Vfk í Mýrdal.
Fyrir hönd vandamanna,
Erla Alexandersdóttir,
Áslaug Kjartansdóttir,
Þórir Kjartansson,
Halla Kjartansdóttir.
t
Viö þökkum innilega auösýnda samúö vegna andláts og útfarar
eiginmanns míns, föður okkar og afa,
HELGA S. EYJÓLFSSONAR,
er léstþann 17. októbersl.
Ragnheiður Jóhannsdóttir,
Stefén J. Helgason, Soffía Sigurjónsdóttir,
Hilmar Þ. Helgason, Þórdís Björnsdóttir,
Kristjana I. Helgadóttir Barr, Saui Z. Barr
og barnabörn.
t
Hugheilar þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö
og hlýhug vegna fráfalls
FANNÝJAR SIGRÍDAR ÞORBERGSDÓTTUR,
Austurbrún 2.
Guö blessi ykkur öll.
Jónína Hallgrímsdóttir, Ástréóur Magnússon,
Fanný Björk, íris Ósk,
Hallgrímur Pétur
og systkini hinnar létnu.