Morgunblaðið - 14.11.1985, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1985
5
Bæjarstjóm Selfoss:
Samþykkti ályktun um
úrbætur á gönguleið-
inni yfir Ölfusárbrú
Selfossi, 13. nóvember.
Á bæjarstjórnarfundi í dag var samþykkt ályktun um úrbætur á gönguleiö-
inni yfir Ölfusárbrú. í ályktuninni kemur meðal annars fram stuðningur við
sjónarmið íbúa fyrir utan á, sem hinn 6. nóvember síðastliðinn sendu bæjar-
stjórn ályktun þar sem skorað er á úrbætur í þessum efnum.
Bæjarráð hefur sent Vegagerð-
inni áskorun íbúa utan Ölfusár þar
sem hvatt er til úrbóta á aðstöðu
fyrir gangandi og hjólreiðafólk á
Ölfusárbrú. Brúin er hluti af þjóð-
vegakerfinu og undir umsjá Vega-
gerðarinnar.
Stefán Ó. Jónsson bæjarstjóri
sagði að öryggi gangandi vegfar-
enda á Ölfusárbrú hefði lengi verið
áhyggjuefni og bollaleggingar um
úrbætur komið upp öðru hverju.
„Það er ljóst að gangbrautirnar á
brúnni eru ófullnægjandi og gang-
andi og hjólandi vegfarendur
óvarðir og öryggi þeirra lítið,"
sagði Stefán. Hann sagði að Vega-
gerðinni yrði bent á þetta mál og
bæjarstjórnin vonaði að þetta
mætti leysa í sameiningu.
„Ég á von á því að bæjarstjórnin
álykti um málefni á fundi sínum
nk. miðvikudag. Þá munum við
gera grein fyrir okkar sjónarmið-
um í þeirri von að okkur verði vel
tekið með þetta mál og Vegagerðin
bregðist vel við,“ sagði bæjarstjóri.
Að sögn Péturs Ingólfssonar hjá
brúardeild Vegargerðar ríkisins
hefur mál þetta ekki verið kannað
itarlega. Hann sagði það liggja
beinast við að byggja göngubrú
utan á Ölfusárbrú eða að byggja
nýja göngubrú við hlið gömlu brú-
arinnar.
Til eru staðlaðar göngubrýr, sem
hentað geta í þessu tilfelli, og
þannig brýr má fá með stuttum
fyrirvara. Sænskt fyrirtæki, sem
selur slíkar brýr, hefur verið beðið
um að gera tilboð í brú sem hentar
yfir ána. Það fyrirtæki hefur selt
brýr sem notaðar eru í þéttbýlis-
kjörnum í Svíþjóð.
Pétur sagði að margs bæri að
gæta í þessu efni. Hann sagði að
styrkleiki Ölfusárbrúar væri tal-
inn mjög góður, það hefði verið
kannað kerfisbundið. Brúin þyldi
því vel að sett yrði utan á hana
göngubrú. Göngubrú sagði hann
þurfa að vera traustvekjandi fyrir
vegfarendur og öll aðkoma þannig
að það lægi beinast við hjá gang-
andi og hjólandi vegfarendum að
velja þá leið. Auk þess yrði hún
að falla vel að brúnni sem fyrir er.
Sig. Jóns.
120 bflar fluttir inn á fólskum forsendum:
Tveir ákærðir
fyrir 5 miiljóna
söluskattssvik
TVEIR stjórnarmenn í fyrirtækinu
Mótorskip hf. í Reykjavík, annar
forstjóri þess, hafa verið ákærðir
fyrir skjalafals, söluskattsvik og bók-
haldsbrot. Er talið að þeir hafi komið
fyrirtækinu undan að greiða rúmlega
fimm milljónir króna í söluskatt á
tímabilinu frá maí 1982 til desember
1984.
Samkvæmt ákærunni, sem gefin
var út fyrir réttum mánuði, tókst
forráðamönnum fyrirtækisins að
fá tollafgreidda 120 Toyota-bíla
með greiðslu lægri aðflutnings-
gjalda en réttmætt var. Er mis-
munurinn rúmar fimm milljónir
króna. Um var að ræða ársgamla
en ónotaða bíla, sem keyptir voru
frá Vestur-Þýskalandi.
Svikin eru talin hafa farið fram
með þeim hætti, að forstjóri fyrir-
tækisins lét prenta vörureikninga
eins og þá, sem fylgdu bílunum
frá seijandanum í Þýskalandi. Inn
á þá reikninga voru svo færðar
lægri upphæðir en bílarnir voru
keyptir til landsins fyrir og sölu-
skattur greiddur samkvæmt hin-
um fölsuðu tölum. Ekki er víst að
allir bílarnir hafi verið seldir hér
fyrir kostnaði eða með hagnaði.
í tengslum við þetta brot eru
forstjórinn og stjórnarmaðurinn
ákærðir fyrir veruleg undanskot
af söluskattsskyldri sölu með því
að hafa vantalið veltu um átján
milljónir króna. Eru þessi brot
talin varða við lög um söluskatt,
ákvæði hegningarlaga um skjala-
fals og bókhaldslög, skv. upplýs-
ingum Jónatans Sveinssonar sak-
sóknara. Af hálfu ákæruvaldsins
er gerð krafa um refsingu og áskil-
inn er réttur til skaðabóta til ríkis-
sjóðs. Mál þetta verður rekið fyrir
sakadómi Reykjavíkur.
Fyrirtækið Mótorskip hf. mun
einnig skulda seljanda bílanna í
V-Þýskalandi stórar fúlgur og eru
í gangi málaferli vegna þess. Rétt
er að taka fram, að Toyota-umboð-
ið hér á landi, P. Samúelsson &
Co. hf., á enga aðild að þessu máli.
SALA NYJU
I
HAMPIÐJUNNI
ERHAFIh ÖG
STENDUR 77L15. NÓV.
HAMPtÐJAN HF HERJR FAUÐ OKKUR SÖLU NÝRRA HUJTABRÉFA í FÉLAQNU.
Þau bréfsem seld verða að þessu sinni eru að nafnverði kr. 5,5 milljónir.
Bréfin verða seld á genginu 110.
Lágmarkssala til hvers kaupanda er kr. 100.000 á nafnverði.
Á þessu ári verður ekki um frekari útgáfu hlutabréfa að ræða, en skv.
ákvörðun félagsins verða á árinu 1986 seld bréf að nafnverði
kr. 6 milljónir.
í dag er hlutaféð að nafnverði 78,5 milljónir króna.
Hampiðjan er eitt fárra fyrirtækja sem uppfylla skilyrði laga nr. 9 frá 1984
og vísast til ákvæða þeirra um skattfríðindi við kaup á hlutabréfum.
Viðskipti með hlutabréf i Hampiðjunni eru frjáls á sama hátt og með
almenn viðskiptabréf.
UPPLÝSINGAR UM REKSTUR HAMPIÐJUNNAR
LIGGJA FRAMMIÁ SKRIFSTOFU OKKAR.
Hlutabréfamarkaóurinn hf.
Skólavörðustíg 12, 3. h. Reykjavík. Sími 21677
fGamlí miðbærinn
Við minnum á
fundinn að Hótel Borg
í kvöld kl. 20.00
Fundarstjóri: Davíð Oddsson, borgarstjóri.
Ræöumenn: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, form. skipulagsnefndar
Reykjavíkurborgar, Gunnar Hauksson, verslunarmaður,
Árni Sigfússon.
Sýnum samstöðu - mætum öll
Undirbúningsnefndin
Gunnar
Arni