Morgunblaðið - 14.11.1985, Síða 19

Morgunblaðið - 14.11.1985, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR14- NÓVEMBER1985 19 Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum Vogum, 11. nóvember. AÐALFUNDUR Sambands sveitar- félaga á Suðurnesjum var haldinn í Félagsheimilinu Höfnum 8. og 9. nóvember sl. Umræður um atvinnumál settu mestan svip á fundinn, sem sam- þykkti fjórar ályktanir um þann málaflokk. Fundurinn hvetur stjórnvöld til að endurmeta af- stöðu sína til sjávarútvegsmála. Þá hvetur fundurinn til að hraðað verði úttekt sem þegar hefur verið ákveðin á undirstöðuatvinnugrein Suðurnesja. Ákvörðun um áfram- haldandi tilraunir með sjóefna- vinnslu á Reykjanesi er fagnað, svo og áframhaldandi rannsóknum og hagnýting varmaorku á Suður- nesjum. Þá vekur fundurinn at- hygli atvinnurekenda á möguleik- um Suðurnesja varðandi atvinnu- starfsemi. Fundurinn lýsti stuðningi við hugmyndir er koma fram í frum- varpi til laga um skólakostnað í framhaldsskólum. Þýðingarmiklum áfanga sem náðst hefur í orkumálum, með sameiningu rafveitna og Hitaveitu Suðurnesja er fagnað, ásamt yfir- töku á eignum RARIK á orkuveitu- svæðinu. Þá hvetur fundurinn eindregið til undirbúnings frekari raforkuframleiðslu með nýtingu afgangsorku. Vegna fyrirsjáanlegrar aukinn- ar þarfar á vistunarrými fyrir aldraða á Suðurnesjum, sem verð- ur að fullnægja, telur fundurinn best og fljótlegast að ljúka lang- legudeild (D-álmu) við sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs. Hvetur fundurinn til þess að nú þegar verði fjármagn tryggt til þeirrar byggingar. I lok fundarins fór fram tilnefn- ing i stjórn. Eftirtaldir voru til- nefndir: Tómas Tómasson frá Keflavík, Áki Gránz frá Njarðvík, Jón Gunnar Stefánsson frá Grindavík, Kristján Einarsson frá Vatnsleysustrandarhreppi, Jón Júliusson frá Miðneshreppi, Ellert Eiríksson frá Gerðahreppi og Þór- arinn Sigurðsson frá Hafnahreppi. E.G. SKIPOLAG I7X1MK1J8 mmsrxrnx' SKÚFFXJSKÁFftR maigar stærðir GÓLFOG VEGG EININGAR OPNAR SKCJFFUR Á GÓLF OG VEGGHENGI 4 stærðir af skúffum IM KRISTJAN OLI HJALTASON IONBUO 2. 210 GARDABÆ SIMI46488 f8. AÐALFUNDUR HðFNUM 1985 I . Morgunblaöið/Eyiólfur Matthías Á. MathJesen alþingismaður ávarpaói aóalfundinn. pltirfimWatiib Gódan daginn! ef það er betra !

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.