Morgunblaðið - 14.11.1985, Síða 24

Morgunblaðið - 14.11.1985, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1985 11 ára píslargöngu þjóðargjafar lokið Sneiö úr risafuru frá bandarísku þjóðinni í tilefni 1100 ára afmælis íslandsbyggðar afhent Þjóðhátídargjönn er enn hjúpuð því hún hefur enn ekki verið formlega afhent. Morgunbiaðia/Ámi Sœberg BANDARÍSKA þjóðin færir í dag þeirri íslensku veglega gjöf í tilefni 1100 ára afmælis Islandsbyggðar. Er það stór og mikil þversneið af 1300 ára gömlu „Redwood" tré, en svo heita hinar sérstæðu risafurur sem vaxa einkum í Kaliforníu. Sneið- in er úr lifandi tré og sýnir alla ár- hringi greinilega. Er risafurusneið þessi ein af nokkrum gjöfum sem bandaríska þjóðin ákvað á sínum tíma að færa hinu unga lýðveldi og vinaþjóð sinni. Á hinn bóginn er athyglisvert, að gjöf tileinkuð 1100 ára afmæl- inu skuli vera afhent nú, því 1100 ára afmælið var sem kunnugt er árið 1974, eða fyrir 11 árum. Enskumælandi þjóðir eiga sér gott orðatiltæki sem þýðist vel yfir á ísiensku og það á hér einkar vel við: „Better late than never", eða betra seint en aldrei. Þessi veglega en síðbúna gjöf hefur sem sé verið að velkjast í 11 ár og Morgunblaðið hefur leitast við að rekja söguna, en ýmsar sögur hafa verið á kreiki um þunglamalegt skrifræði sem hefur kæft furumálið. í 9 ár lá þetta mál niðri fyrir vestan haf eftir heidur óburðuga framkvæmd en fyrir tæpum tveimur árum var blásið líf í glæðurnar og málið vakið upp af dvala, þótt síðan hafi gengið á ýmsu. Árið 1974 stakk Rogers C.B. Morton, þáverandi innanríkisráð- herra, upp á því að íslensku þjóð- inni skyldi færð sneið af risafuru, það myndi góð gjöf og vegleg á þeim tímamótum sem islenska þjóðin var á. Sneiðin var skorin og henni komið fyrir, en Morton lagði ekki fram aura til að ganga endanlega frá henni. Gengið var I opinberar stofnanir, en heppnin var ekki með, engin þeirra var hin rétta og hver vísaði á aðra. Á endanum koðnaði málið niður er Watergate-hneykslið blossaði upp og þjóðargjöfin var söguð niður og notuð i skilti og þvíumlíkt. Því næst gerðist ekkert uns í janúar 1984, en þá minntu islenskir aðilar Bandaríkjastjórn á hina fyrir- huguðu gjöf og þó langt væri um liðið væri áhugi á íslandi að fá sneið af þessu tagi. Þar með var málinu ýtt úr vör á nýjan leik og eftir nokkurt japl, jaml og fuður, er sneiðin nú loks tilbúin og til landsins komin og verður afhent með viðhöfn í Háskólabíói í dag. Þar, í anddyrinu, verður sneiðin fyrst um sinn a.m.k. Hugh Ivory, blaðafulltrúi bandaríska sendiráðsins, var innt- ur eftir því hvað valdið hefði að jafn mikil gjöf væri afhent 11 árum eftir áætlun: „Þarna var þungt skrifræði á ferðinni i öllu sínu veldi, það er eina skýringin. Nýlega var rituð grein í dagblað í Kaliforníu þar sem fjallað var um málið og þar var þessu lýst með þeim hætti, að þetta „hefði gerst á Watergate-tímabilinu og lekið út um allar sprungur skrifræðisins sem hugsast gat eins og mörg önnur málefni." Málið var síðan ekki tekið upp fyrr en í janúar á síðasta ári og þá gekk það hratt og vel fyrir sig í Bandaríkjunum, Þjóðgarðastjórnin skar sneiðina, aflaði peninga til frágangs hennar. Henni var komið fyrir í geymslu í Redwood-þjóðgarðinum og látin þorna. Það tók 6 mánuði. Til lands- ins kom hún svo í mars á þessu ári og þá var eftir að leggja síðustu hönd á fráganginn, m.a. að úða á hana rotvarnarefnum til að aðlaga hana íslenskum aðstæðum, slípa hana og lakka. Einnig átti eftir að smíða stand undir gripinn og var Náttúrugripasafninu falið það verkefni." En hvers vegna er hún ekki afhent fyrr en nú, f nóvember, ef hún var svo aö segja tilbúin og komin til landsins í mars? „Hún var tilbúin til afhendingar af okkar hálfu i maí-júní, þá var búið að rotverja hana og ganga endanlega frá henni. Það stóð til að afhenda sneiðina á degi Leifs Eiríkssonar, 9. október, en Nátt- úrugripasafnið treysti sér ekki til að hafa standinn tilbúinn fyrir þann tíma,“ sagði Ivory. Furusneiðin er engin smásmíði, tæplega 1,5 tonn að þyngd og mikill gripur og stór, t.d. 7,50 metrar á hæð. Almannarómur telur yfirleitt að svona gripur eigi að vera varðveittur á vegum Nátt- úrufræðistofnunar íslands og inn- anbúðarmenn þar eru sammála. Stofnunin á hins vegar ekki hús- næði sem hæfir svo stórum og miklum náttúrugrip. Er þar komið að helsta vandamáli stofnunarinn- ar, húsnæðismálunum, en um það sagði Ævar Pedersen fuglafræð- ingur þetta: „Það er ljóst, að það er óvíða hægt að hýsa grip af þessu tagi, síst af öllu getur Náttúru- fræðistofnun gert það, því húsnæði hennar er afleitt, sbr. að Náttúru- gripasafnið er til húsa í alltof litl- um sal þar sem gripirnir eru næstum hver ofan á öðrum. Þegar furusneiðarmálið fór aftur í gang fyrir um tveimur árum varð fyrst af öllu að leysa það mál hvar ætti að geyma gripinn og eftir nokkra eftirgrennslan reyndust ráðamenn í Háskólabíói svo liðlegir að geyma sneiðina endurgjaldslaust að því er ég best veit.“ En hvað um oröróm um aö Nátt- úrufræðistofnun hafi ætlað aö nota sér málið til að knýja á um úrlausn húsnæöismála sinna? „Það er enginn fótur fyrir því. Þegar til kom að afhenda átti sneiðina var ljóst að stofnunin var úr leik, því eins og ég sagði þá eigum við ekki einu sinni boðlega sali fyrir Náttúrugripasafnið hvað þá fyrir svona grip. Það er svo annað mál, að ef tilvist þessarar furusneiðar gæti orðið til þess að knýja á um úrbætur í húsnæðis- málum okkar, þá höfum við hjá Náttúrufræðistofnun ekkert nema gott um það að segja.“ Nú hefur sneiöin veriö í vöru- skemmu á Keflavíkurflugvelli síöan í mars, er ástæöa til aö óttast aö hún hafi orðið fyrir einhverjum skemmd- um eða hnjaski? „Þessi furusneið var skorin úr lifandi tré og það tekur langan tíma fyrir hana að þorna endan- lega. Meðan það er að gerast er börkurinn sífellt að springa og verður að fylgjast vel með því og lagfæra það jafn harðan. Sneiðin kom óunnin hingað til lands, það fylgdi enginn standur, hún hafði ekki verið lökkuð og ekki rotvarin. Þetta hefur allt verið gert hjá húsgagnafyrirtæki hér í borg síð- ustu vikurnar og er ekki ástæða til að óttast að skemmdir hafi orðið. Það er þó ekkert launungar- mál, að þetta er afar viðkvæmur gripur sem þolir ekki hvaða með- ferð sem er.“ Lokaorðin í þessum pistli verða eftirlátin Guðmundi Benedikts- syni, ráðuneytisstjóra i utanríkis- ráðuneytinu, er hann var inntur eftir viðhorfum ráðuneytisins. „Ég veit ekki almennilega hverj- ar skýringarnar eru á þessum kannski óeðlilega drætti. Ég hef ekki viljað vera að spyrja Banda- ríkjamennina, enda er gjöfin góð og mér hefur ekki þótt það vera kurteisi að gefa þannig e.t.v. i skyn einhverjar grunsemdir. Um slíkt er ekki að ræða, mér finnst það ekki skipta stórmáli hvort gjöf sé afhent 10 árum fyrr eða seinna.“ Hugleiðing um peninga og fíkniefni — eftir Helga K. Hjálmsson Lífið og tilveran gengur að mestu út á brauðstrit og að hafa í sig og á. Það er fátt, sem við getum gert, ef við höfum ekki handbæran þann gjaldmiðil, sem króna er kölluð. Við byggjum til- veru okkar á henni. Króna, já illa er nú komið fyrir vesalings krónunni okkar. Það er nú ef til vill engin furða þar sem stjórnun hennar og meðferð hefur reynst fjölmennari þjóðum en okkar erfið. Það er líklega staðreynd að við erum alltof lítil gjaldmiðilseining. Það liggur alltof beint við í fá- mennu og einhæfu þjóðfélagi, að bjarga einstökum atvinnugreinum með því að fikta við krónuna og breyta verðgildi hennar. Og þá um leið að skaða þá, sem vilja treysta henni og eiga nánast tilveru sína undir því að hún haldi verðgildi sínu. Þar á ég við venjulegt launa- fólk og þá sem eru á eftirlaunum. Og til viðbótar nýr hópur fólks, sem mikið er höfðað til í dag, og gengur undir nafninu sparifjáreig- endur. Því miður er það ekki þetta fólk, sem er hinn venjulegi borgari, sem ræður örlögum krónunnar. Þeir sem virðast helst ráða þeim eru litlir en háværir þrýstihópar og skuldakóngar í sjávarútvegi. Hinn þögli meirihluti situr svo eftir skelfingu lostinn og borgar. Þó svo að í kosningum eigi hver að hafa eitt atkvæði (eða jafnvel minna, skv. núgildandi kjördæma- skipulagi), þá eru það þessir minnihlutahópar, sem öllu ráða. Ég held að það sé tími til kominn að við förum að horfast i augu við þessar staðreyndir og hætta þessu sífellda gengissigi til að „biarga“ einhverjum. En gengissig væri hjá alvöru þjóðum einfaldlega kallað gengisfelling. Menn fari að skilja það, að allir sem einn verði að vera ábyrgir gerða sinna í atvinnu- rekstri. Þeir geti ekki sífellt hlaup- ið til og krafist þess að ríkið hysji uppum þá buxurnar þegar allt er komið á hælana og kannski í þær líka. Það er búið að tiðkast alltof lengi að aðilar vinnumarkaðarins semji sig út úr stundarvanda með þegjandi samkomulagi um gengis- fellingu á eftir. Það er enginn vafi á því að stórt skref i áttina til eflingar okkar gjaldmiðils er að tengja gengi krónunnar við gengi ákveðins gjaldmiðils, sem hefur alþjóða traust. Og koma þar með í veg fyrir að einstaka hagsmunahópar ráði skráningu hennar eftir geð- þótta sínum. Jafnframt þessu væri erlendum bönkum leyft að opna útibú hérlendis og bjóða Islending- um fé í erlendum gjaldmiðlum og fyrirgreiðslu á eigin ábyrgð án Helgi K. Hjálmsson „Peningar eru afl þeirra hluta, sem gera skal. Þá má nota til góðs eða ills. Gæta þarf þess að þeir leiti ekki til glæpastarf- semi eins og nú virðist vera eitthvað um.“ íhlutunar og föðurlegrar forsjár rikisins. Leyfa þeim að starfa hér við hliðina á okkar bönkum. Að sjálfsögðu mætti Seðlabankinn þá ekki sníða okkar bönkum þrengri stakk en hinum erlendu. Peningar eru afl þeirra hluta, sem gera skal. Þá má nota til góðs eða ills. Gæta þarf þess að þeir leiti ekki til glæpastarfsemi eins og nú virðist vera eitthvað um. „A skal að ósi stemma“ sagði Asa-Þór í þeirri miklu umræðu, sem fram fer um fíkniefnamál og þau hrikalegu vandamál, sem þar eru samfara, ber hæst þann mikla voða sem börnum okkar er búinn ef þau ánetjast þessum óþverra. Það er rætt, eins og sjálfsagt er, um hjálp og aðstoð við það óham- ingjusama fólk, sem þegar er lent í helvíti eiturlyfjanna. Margvísleg aðstoö er veitt. Vafalaust má þar betur gera og nauðsyn er á mjög öflugu fræðslustarfi til varnar þessari vá, þó alltaf fari líklega ákveðinn hundraðshluti einstakl- inga „í hundana" eins og það er kallað, að eigin ósk og frumkvæði. En það breytir að sjálfsögðu engu um hjálparstarf og hjálpar- skyldu okkar heilbrigðu við þá sjúku, þegar þeir þurfa og óska

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.