Morgunblaðið - 14.11.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1985
25
Morgunblaðið/Sverrir Pállss.
Grundarkirkja var lengi eitt veglegasta guðshús á íslandi og einstakt í sinni röð.
Eyjafjörður:
Áttatíu ára vígsluafmæli
Grundarkirkju haldið hátíðlegt
Þeir önnuðust altarisþjónustu: Sóknarpresturinn séra Bjartmar Kristjánsson
prófastur, séra Sigurður Guðmundsson vígslubiskup og Trausti Pétursson
fyrrverandi prófastur.
Lokið er við miklar
viðgerðir á kirkjunni
^ Akureyri, 11. nóvember.
ÁTTATÍU ára vígsluafmæli Grundar-
kirkju í Eyjafirði var haldið hátíðlegt
í gær en hún var vígð 12. nóvember
1905. Magnús Sigurðsson bóndi og
kaupmaður lét smíða kirkjuna á
eigin kostnað og gerði frumteikning-
arnar ásamt Sigtryggi Jónassyni á
Akureyri. Yfirsmiður var Ásmundur
Bjarnason frá Geitaskarði í Fljótsdal
og hann gerði lokateikningar en aðrir
smiðir voru Jónas Stefánsson, Mar-
on Sölvason, Pálmi Jósefsson og
Þorsteinn Ágústsson. Málarameist-
ari var norskur maður, Miiller að
nafni. Kirkjan var þá og lengi síðan
eitt veglegasta guðshús á íslandi og
einstakt í sinni röð, enda hafa margir
lagt leið sína að Grund á þessum
80 árum til að dást að því.
Nýlega er lokið miklum viðgerð-
um á kirkjunni undir umsjón þjóð-
minjavarðar. Yfirsmiður hefur
verið Sverrir Hermannsson og mál-
arameistari Guðvarður Jónsson.
Hátíðarmessa hófst í Grundar-
kirkju í gær klukkan 13.30. Altaris-
þjónustu önnuðust sóknarprestur-
inn, séra Bjartmar Kristjánsson
prófastur, séra Trausti Pétursson
fyrrverandi prófastur og séra Sig-
urður Guðmundsson vígslubiskup á
Grenjaðarstað, sem einnig predik-
aði. Frú Sigríður Schiöth lék á orgel
kirkjunnar og stýrði söng en sungn-
ir voru sömu sálmar og við vígslu
kirkjunnar. Að messu lokinni flutti
séra Bjartmar Kristjánsson pró-
fastur ágrip af sögu staðar og
kirkju og að því búnu var sunginn
sálmurinn Faðir andanna í tilefni
þess að 150 ár eru liðin frá fæðingu
Matthíasar. Jochumssonar, sem var
einn prestanna sem voru viðstaddir
vígslu Grundarkirkju.
Viðstaddir guðsþjónustuna í gær
voru nokkrir afkomendur Magnús-
ar Sigurðssonar, þar á meðal dóttir
hans, Aðalsteina húsfreyja á
Grund.
Eftir messu buðu Grundarbænd-
ur og konur þeirra öllum kirkju-
gestum til kaffidrykkju í félags-
heimilinu Laugarborg. Þar flutti
formaður sóknarnefndar, Haraldur
Hannesson í Víðigerði, þakkarræðu
til kirkjubænda og allra annarra
sem stutt hafa málefni kirkjunnar
fyrr og síðar.
Auk núverandi sóknarprests hafa
fjórir prestar þjónað þessari kirkju
á Grund: Séra Jónas Jónasson, séra
Þorsteinn Briem, er báðir sátu á
Hrafnagili, séra Gunnar Benedikts-
son í Saurbæ og séra Benjamín
Kristjánsson á Syðra-Laugalandi.
Organistar hafa verið Kristján
Árnason, Bolli Þórhallsson, Jón
Kristjánsson, Hrund Kristjáns-
dóttir, Regína Torfadóttir, Gréta
Halldórsdóttir og Sigríður Schiöth.
Meðhjálpari er Gerður Pálsdóttir.
Sv.P.
aðstoðar og lækningar.
Tollverðir og löggæsla berjast
af veikum mætti við að hindra
innflutning og sölu eiturlyfjanna,
en árangur virðist misjafn eins og
í öðrum löndum þar sem útbreiðsl-
an er meiri.
Af og til koma fréttir um hand-
töku dreifingar- og innflutnings-
aðila, sem virðast hafa gífurlega
fjármuni undir höndum.
Jafnvel kornabarn er notað til
aðstoðar við eituriyfjasmygl.
Mér skilst að viðkomandi brota-
menn séu fljótt komnir til verka
aftur og hafi fljótt fullar hendur
fjár.
Refsingar virðast þannig nánast
hlægilegar, ef maður hugleiðir
hvers eðlis þessi brot eru og hvílík-
an skaða þau geta unnið á mann-
fólkinu.
Þetta snertir löggjafann okkar
beint. Það er raunar stórmerkilegt,
að á þessu skuli ekki hafa verið
ráðin bót fyrir löngu af Alþingi, í
stað þess að látið sé reka á reiðan-
um að því er virðist.
Ef maður drepur mann liggur
við þung refsing. Ævilöng tugt-
húsvist bíður þeirra, sem drepa
fólk af ásetningi. Fólk á íslandi
er alfriðað. Ekki er gerður greinar-
munur á hvort fólk er drepið með
byssu eða eitri, þegar um ásetn-
ingsmorð er að ræða.
En fíkniefnadreifendur að störf-
um, sem þó eru i raun fjöldamorð-
ingjar, virðast ekki þurfa að svara
til saka sem aðrir dráparar fyrir
að rjúfa friðun mannfólks.
Sá aðili, sem flytur inn og dreifir
í ábataskyni eiturlyfjum, hverju
nafni sem nefnast, og eyðileggur
með því líf fjölda æskufólks og
þeirra nánustu, hann er í raun
verri og hættulegri en venjulegur
einfaldur morðingi, sem þó hlýtur
ævilanga tugthúsvist fyrir verkn-
að sinn.
Það er kominn tími til að á þessu
máli verði tekið af festu og fullri
alvöru og það tafarlaust.
Þingmenn okkar ættu að beita
sér fyrir því að viðurlög fyrir
dreifingu á fíkniefnum verði þann-
ig úr garði gerð að viðkomandi
verði teknir lengi úr umferð. Helst
jafn lengi og aðrir morðingjar þar
sem þeirra verknaður er í raun
fyllilega sambærilegur.
Fátt virðist manni andstyggi-
legra en það að leggja líf með-
bræðra sinna í rúst, til þess eins
að ná í nokkrar krónur. En um
ailan heim sækir hið versta illþýði
í eiturlyfjasölu í von um fljóttek-
inn gróða, algjörlega án tillits tii
afleiðinganna fyrir fórnarlömbin.
Og aðrir eru reiðubúnir að fjár-
magna glæpaverkin. Þeir eru ekki
hótinu betri og eiga skilið sömu
meðferð og eitursalinn sjálfur.
Þannig má á að ósi stemma. Því
eins og Ása-Þór vissi, duga engin
vettlingatök, þegar fást skal við
forynjur.
Hvad er til ráða?
Það er sorgleg staðreynd að allt-
af verða einhverjir til þess að
ánetjast eiturlyfjum og þurfa að
fá sinn skammt hvað sem það
kostar. Þessu fólki á að hjálpa og
gera því kleift að fá sinn skammt
á opinberum sjúkradeildum um
leið og freistað er þess að veita
því lækningu. Með þessu vinnst
margt.
Eiturlyfjasjúklingar komast
undir eftirlit og hægara er að
reyna að frelsa þá frá því helvíti
sem þeir búa í. Komið er í veg
fyrir útbreiðslu ýmissa sjúkdóma,
sem beint tengjast óþrifum við
sprautun o.þ.h. T.d. AIDS. En síð-
ast en ekki sist:
Eiturlyfjasjúklingar þurfa ekki
að fremja afbrot í fjáröflunar-
skyni, til þess að kaupa sinn dag-
lega skammt. Um leið er stoðunum
kippt undan starfsemi eitursal-
anna, þessara skriðdýra í manns-
mynd, sem er ekkert heilagt nema
ágirndin og eigin illmennska.
Höfundur er viðskiptafrædingur og
framkvæmdastjóri Tollvörugermsi-
unnar.
Væru
I slendingar
enn
kaþólskir
ef
Jón Arason
hefði
falið
sig
inní
SELKÓ
fataskáp
7. nóvember
1550
7
■