Morgunblaðið - 14.11.1985, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1985
27
Kyrrð
komin á
í Líberíu
Abidjan, Fflabein88tröndinni, 13. nóvember
AP.
Kyrrð virðist aö mestu komin á í
Monróvíu, höfuöborg Líberíu, en
útvarpiö þar segir, aö stjórnarherinn
eigi þó enn í höggi við einangraða
flokka uppreisnarmanna.
Starfsmenn breska sendiráðsins
í Monróvíu segja, að Samuel K.
Doe, ráðamaður í Líberíu, virðist
hafa töglin og hagldirnar og hafi
honum því tekist að bæla niður
uppreisn nokkurs hluta stjórnar-
hersins, þess hluta hans, sem
hlynntur er Thomas Quiwonkpa,
hershöfðingja, sem er landflótta.
Richard Gilbert, starfsmaður
bandaríska sendiráðsins i Monr-
óvíu, sagði í viðtali við fréttamann
Samuel K. Doe, ráðamaður í Líberíu.
AP, að óvanaleg kyrrð ríkti í borg-
inni, engin umferð væri og verslan-
ir lokaðar. Fátt fólk væri auk þess
á ferli.
Kynhneigðin gildir einu
en fjöllyndi í ástum öllu
— um það hvort menn fá alnæmi,
segja afrískir læknar
NIÐURSTAÐA rannsóknar, sem
nýlega var gerö í Afríku, bendir til
þess að kynvísir menn smitist í
auknum mæli af alnæmi og kyn-
hneigðin skipti ekki máli um það
hvort einstaklingur greinist i áhættu-
hóp, heldur fjöllyndi hans í ástamál-
um. Þar keraur einnig fram að fóstur
fá alnæmi í móðurkviði og börn sem
eru á brjósti.
Flest ríki Afríku veita sem fæst-
ar upplýsingar um útbreiðslu al-
næmis innan landamæra sinna.
Menn óttast að það kynni að draga
úr straumi ferðamanna. í lýðveld-
inu Rwanda reyna yfirvöld ekki
að leyna staðreyndum málsins.
Læknar í Rwanda segja að alnæmi
breiðist hratt út þar í landi. 1982
var aðeins vitað um eitt sjúk-
dómstilfelli. Nú ganga 224 með
alnæmi svo vitað sé. Þar af eru
22% börn. Til samanburðar má
geta þess að í Bandaríkjunum eru
börn 1,4% alnæmissjúklinga.
Helstu smitberarnir í Rwanda
Veöur
víöa um heim
Lmgtt H»«t
Akureyri 4 alskýjaö
Amsterdam +3 4 rigning
Aþena 12 23 skýjaó
Barcelona 12 léttskýjað
Berlín +2 4 skýjað
Brllesel +4 6 skýjað
Chicago 5 9 rigning
Dublín 3 8 skýjað
Feneyjar 10 þokumóða
Frankfurt •■4 5 skýjað
Genf +2 6 heiðskírt
Helsinki 1 3 skýjað
Hong Kong 22 25 skýjað
Jerúsalem 10 19 skýjað
Kaupmannah. Las Palmas 2 6 heiðskírt vantar
Lissabon 12 15 skýjað
London 0 7 heiðskírt
Los Angeles 6 14 heiðskírt
Lúxemborg +1 snjókoma
Malaga 18 hálfskýjað
Mallorca 15 littakýjað
Miami 22 27 skýjað
Montreal +5 0 rigning
Moskva 0 2 skýjað
New York 6 11 skýjað
Osló +1 6 skýjað
Paris 2 7 skýjað
Peking *2 12 heiðskirt
Reykjavík 2 skýjað
Ríóde Janeiro 18 35 skýjað
Rómaborg 11 22 skýjað
Stokkhólmur +3 1 skýjað
Sydney 17 23 rigning
Tókýó 8 18 skýjað
Vínarborg 1 8 skýjaó
Þórshöfn 7 súld
eru vændiskonur. I bænum Butare
voru 33 vændiskonur fengnar í
læknisskoðun. Af þeim reyndust
29 vera með alnæmi: 88%.
25 karlmenn, sem venja komur
sínar í vændishús, voru einnig
rannsakaðir. 7 höfðu fengið sjúk-
dóminn. Læknarnir kómust að
þeirri niðurstöðu að meira máli
gegni hversu oft skipt er um maka,
heldur en til hvors kyns hver og
einn hneigist.
Heimild: Welí am Sonntag.
V-þýska leyniþjónustan:
Greiðslurn-
ar eru ekki
hneyksli
Stuttgart, V-Þýskalandi, 13. nóvember, frá
Ragnari L. Gunnaresyni, fréttaritara Morgun-
blaðsins.
MÁLIN eru nú tekin að skýrast í
sambandi við peningagreiðslur v-þý-
skra fyrirtækja til BND, vestur-
þýsku leyniþjónustunnar. Allir flokk-
ar nema græningjar hafa fallist á,
að hér sé ekki um neitt hneyksli að
ræða.
Þegar upp komst, að ýmis fyrir-
tæki höfðu veitt fé til BND, var
leyniþjónustan óðara sökuð um að
hafa selt sig ákveðnum hópi auð-
ugra atvinnurekenda og einnig
voru vangaveltur um, hvort brotið
hefði verið gegn 110 gr. stjórnar-
skrárinnar en þar segir, að gera
verði fulla grein fyrir öllum
greiðslum og fjármagnstilfærsl-
um.
Kinkel, sem var yfirmaður BND
á þessum árum, segir, að nauðsyn-
legt hafi verið að fara ieynt með
hverjir gáfu féð, annars hefði
athygli hryðjuverkamanna verið
vakin á þeim. Af þessum sökum
lét Kinkel stöðva rannsókn á út-
gjöldum fyrrum bankastjóra Dres-
dner-banka, Hans Friedrich, sem
greiddi 50.000 mörk inn á reikning
BND. Annað nafn, sem margir
kannast við, er Friedrich Flick en
hann lét 100.000 mörk af hendi
rakna.
Rannsóknarnefnd þingsins seg-
ir, að það, sem virðist hneykslan-
legt nú, hafi verið sjálfsagður
hlutur á árunum 1978-80 en þá
myrtu hryðjuverkamenn t.d. Mart-
in Bubeck, alríkissaksóknara,
Jörgen Ponto, bankastjóra, og
Hans Marti Schleyer, formann
vinnuveitendasambandsins. Hafa
allir flokkar nema græningjar
fallist á, að því sé hér ekki um
neitt hneyksli að ræða.
Aftöku Jóns
Arasonar
og sona hans hefði án efa eitthvað
verið slegið á frest hefðu þeir feðgar
lokað sig inní SELKO-fataskáp í Skál-
holti um árið.
Tæpast værum við íslendingar þó enn
kaþólskir — siðbótin var söngur tímans
á 16. öldinni, og fyrr eða síðar hefði
Jón verið höggvinn.
Ljóst er þó að aftökunni hefði seinkað.
1 fyrsta lagi hefðu ryðguð og bitlaus
vopn siðbótarmanna seint unnið á
traustbyggðum skápnum, og í öðru
lagi hefðu þeir einfaldlega aldrei tímt
að eyðileggja slíkt fyrirmyndar hús-
gagn: Vopnabræður Lúthers kunnu gott
að meta — þeir hefðu dásamað hand-
bragðið, stílfegurðina, hagnýta inn-
réttinguna, styrkleikann, viðaráferðina
og fjölþætt notagildið — og neitað að
höggva! Jón hefðu þeir dregið út og
sent á vit feðra sinna, en skápurinn
hefði staðið eftir óskemmdur — og
stæði enn.
Við framleiðum ekki aðeins
frábœrar hurðir!
SELKO
Auðbrekku 1-3, Kópavogi, sími 41380