Morgunblaðið - 14.11.1985, Side 32

Morgunblaðið - 14.11.1985, Side 32
liott tólk MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1985 32 Skógar í Þorskafirði: Afhjúpaður minnisvarði um Matthías Jochumson Midhúsum, Reykhólasveit, 11. nóvember. Um tvöleytið á laugardag var saman komið margt manna að Skógum í Þorskafirði í tilefni þess að afhjúpa átti minnisvarða um Matthías Joc- humsson þjóðskáld, en hann var fæddur þar á Marteinsmessu 11. nóvem- ber 1835. Fæðingu Matthíasar bar brátt að, ljósmóðir ekki komin og gömul kona, sem tók á móti honum, fann ekki reifana og vafði hún Matthías í gráan ullarklút. Skagaleikflokkurinn Skagaleikflokkurinn: Frumsýnir „Margt býr f þokunni“ Valdimar Hreiðarsson, sóknar- prestur og formaður þeirrar nefndar er stóð fyrir framkvæmd- um um að reisa Matthíasi minnis- varðann, ávarpaði viðstadda. Þá tók biskupinn yfir íslandi, Pétur Sigurgeirsson, til máls og lýsti blessun kirkjunnar yfir þessum minnisvarða. Hann sagði að Matthías væri mesta sálmaskáld kirkjunnar síðan á dögum Hall- gríms Péturssonar enda á hann 50 sálma í nýju sálmabókinni. Afkomandi Matthíasar, Sólveig Ásgeirsdóttir biskupsfrú, afhjúp- aði minnisvarðann. Að lokum var sunginn ættjarðarsálmurinn „Beyg kné þín fólk vors föður- lands." Minnisvarðinn er stuðla- bergsdrangur, sóttur upp í Vaðal- fjöll, og er hann 180 sm hár og 50 sm í þvermál. Helgi Gíslason Sýnd klukkan 17,19:30 og 22 f FRÉTT í Morgunblaðinu í gær um kvikmyndina „Vígamanninn" í Bíó- höllinni misritaðist sýningartíminn, en myndin er sýnd kl. 17,19.30 og 22. Einnig misrituðust nöfn mynda- tökumanns og höfundar tónlistar- innar, en þeir eru Bruce Surtees og Lennie Niehaus. myndlistarmaður hannaði minnisvarðann og er efst mynd af Matthíasi, síðan fæðingardag- ur og ár, þá er þetta erindi úr kvæði Matthíasar, Móðir mín: Ég man það betur en margt í gær, þá morgunsólin mig vakti skær, og tvö við stóðum í túni. Þú bentir mér yfir byggðarhring, þar brosti við dýrðin allt í kring og fjörðurinn bláöldum búni. Minnisvarðinn stendur niður undir þjóðvegi, á Stekkjarklettum skammt frá Jocumslundi. Guð- mundur Ólafsson, verksmiðjustjóri á Grund, sá um uppsetningu minnisvarðans. Frá Skógum var haldið að Reykhólaskóla en þar bauð hreppsnefnd Reykhólahrepps til veislufagnaðar. Veislustjóri var Stefán Skarphéðinsson sýslumað- ur. Margar ræður voru fluttar og rakti Valdimar Hreiðarsson sókn- arprestur aðdraganda þess er farið var af stað með hugmynd Lárusar Ágústs Gíslasonar í Miðhúsum í Hvolhreppi að reisa þennan minnis- varða. Jens Guðmundsson, fyrrver- andi skólastjóri, flutti erindi eftir Játvarð Jökul Júlíusson rithöfund og rak hann þar síðustu heimsókn skáldsins í þessa sveit, í júlí 1913, en þá var Matthías á 78. aldursári. í veislu, sem haldin var á prests- setrinu á Stað á Reykjanesi, Matt- híasi til heiðurs, var stödd Ingi- björg Árnadóttir, Miðhúsum, og var hún einnig á þessari hátíð. Ingi- björg ritaði um þessa heimsókn í bókina Því gleymi ég aldrei. Ræður fluttu Hjörtur Þórarinsson fram- kvæmdastjóri, Selfossi, ólafur A. Jónsson tollþjónn, en hann flutti kveðjur frá Barðstrendingafélaginu í Reykjavík, og Þórarinn Þór, pró- fastur á Patreksfirði, sem minntist skáldsins. Kveðjur bárust frá Ólafi Ólafssyni, fyrrverandi kaupfélags- stjóra, en vegna lasleika gat hann ekki komið. Lárus Ágúst Gíslason sagði m.a. í sinni ræðu að það væri fernt, sem hefði ollið sér heilabrotum hér við Breiðafjörð, en hann er fæddur og uppalinn í Rauðseyjum. í fyrsta lagi skarðið í Klofningsfjalli í Klofningshreppi; í öðru lagi stuðl- arnir í Klakkseyjum, hvernig þeir lægju; í þriðja lagi höfnin í Flatey og í fjórða lagi Vaðalfjöllin og í því sambandi minntist hann á Hall- grímskirkju í Reykjavík. Að lokum flutti biskupinn ávarp og kom þá inn á Hallgrímskirkju og Akureyrarkirkju, en Guðjón Samúelsson teiknaði báðar þessar kirkjur og minntu þær á Vaðalfjöll- in. Biskupinn sagði að Matthíasar yrði minnst í kirkjum landsins 17. þessa mánaðar. Á milli ræðuhalda lék Þorvaldur Steingrímsson fiðlu- leikari með undirleik Ólínu Jóns- dóttur á pfanó. öll lögin voru við ljóð eftir Matthías, en Matthías er afi Þorvaldar og kom hann ásamt Jóni bróður sínum til þess að heiðra minningu hans. Athöfninni lauk með því að Þorvaldur og Ólína léku þjóðsönginn. Sveinn. Skagaleikflokkurinn frumsýnir breskan sakamálagamanleik ann- að kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30. Leikurinn nefnist „Margt býr í þokunni“ og er eftir William Morum og William Dinner. Verkið er 23. verkefni félags- ins. Leikstjóri er Sigurgeir Scheving. Önnur sýning verður sunnudaginn 17. nóvember kl. 15.30. góðar ástœðnr fyrir |iig að kaupa AP bilasíma strax í dag. 1Á bílasímum er nú enginn tollur, enginn söluskattur og ekkert ■ vörugjald. Auk þess fást AP bila- símarnir núna á sérstöku afsláttar- veröi, kr. 59.950,-. ZPóstur og sími hefur upplýst aö verðið á nýju sjálfvirku bíla- ■ símunum verður nálægt 100.000,- krónur miöað við núverandi gengi og tollalög. Ef þar við bætist toll- ur, söluskattur og vörugjald, eins og nú er lagt á annan fjarskipta- og síma- búnað, væri verðið yfir 200.000,- krón- ur — miðað við óbreytt gengi. Með núverandi kerfi AP símanna næst ágætt samband í flestum byggðarlögum. Viðbúið er að nýja kerfiö nái ekki sömu útbreiðslu fyrr en 1987. 5. Stúlkurnar í 002 eru eldklárar, og annálaðar fyrir hjálpsemi og dugnað. Með sjálfvirka kerf- inu verður ekki boðið uppá slíka þjónustu. Verðmunurinn á tilboöi okkar á AP símanum og nýju sjálfvirku tækjunum getur orðið yfir 150.000,- krónur. Er sjálfvirknin þess virði? Þitt er að meta, og það þolir litla bið því þér býðst ekki aftur bílasími á kr. 59.950,-. Við eigum takmarkað magn af þessum ódýru bílasimum og erum sveigjanlegir í samningum. 4Póstur og sími ábyrgjast að núverandi kerfi verður ■ starfrækt meðan notendur eru fyrir hendi. (fý Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - S: 204 55 - SÆTÚNI 8 - S: 1 5655

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.