Morgunblaðið - 14.11.1985, Síða 35
MQRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1985
35
Fiskveiðistefnan á Fiskiþingi:
Flestir lands-
hlutar fylgj-
andi kvótakerfi
ALLAR fjórðungsstjórnir Fiskifé-
lags íslands utan ein leggja til að
fiskveiðistjórnun næsta árs eða
næstu ára verði með svipuðum eða
sama hætti og verið hefur á þessu
ári. Aðeins fjórðungsstjórnin á
Vestfjörðum en andvíg kvótakerf-
inu og leggur til að veiðum verði
stjórnað eftir tegundamarki.
Misjafnt er til hve langs tíma lagt
er til að veiðum verði stjórnað með
afla- og sóknarmarki. Eftir fram-
sögu og umræður um fiskveiðistefn-
una á þriðjudag var málinu vísað
til nefndar og verður endanlega
afgreitt síðar í vikunni.
Skoðanir manna á stjórnun fisk-
veiða skiptust nokkuð eftir lands-
hlut'um og voru Vestfirðingar og
Breiðfirðingar helztu andstæðingar
kvótakerfisins. Ágúst Einarsson,
Reykjavík, sagði í umræðunum, að
sjálfsákvörðunarréttur samtaka
sjávarútvegsins væri meira virði
en veiðistjórnun af einhverju tagi,
því væri ekki rétt að framselja
þennan rétt til lengri tíma en nauð-
synlegt gæti talizt. Því ættu menn
aðeins að samþykkja núgildandi
stjórnun til eins árs.
Fjórðungsþing Austfjarða leggur
til við Fiskiþing að fiskveiðistefnan
fyrir árið 1986 verði með svipuðum
hætti og árið 1985. Þá átelur þingið
misnotkun og brask með úthlutað-
an kvóta, sem það telur komið út í
öfgar. Rétt væri að kaup og sala á
kvóta yrði í höndum eins aðila, til
dæmis LÍÚ. Stofnaður verði fisk-
banki, þar sem hægt verði að leggja
inn kvóta til geymslu eða sölu án
þess að vita fyrirfram hver kaupi.
Bankinn ákveði verð á kvóta, þann-
ig að sama verð gildi fyrir alla
aðila. Þá leggur þingið til að veiðar
smábáta undir 10 brúttólestum
verði eingöngu bundnar við sóknar-
mark þannig að þorskveiðar verði
bannaðar í 150 daga á árinu.
Fjórðungsþingið á Vesturlandi
bendir á mjög mikinn ágreining,
sem víða sé vegna núverandi stjórn-
unarkerfis fiskveiða. Vegna fram-
kominna draga að frumvarpi til
laga um stjórnun fiskveiða mót-
mælir þingiö lögbindingu til
þriggja ára, þar sem hinn litli
sveigjanleiki kerfisins stefni þá að
því, að útiloka einstakar verstöðvar,
útgerð þaðan og vinnslu, frá öllum
rekstri nema hlutur þeirra verði
leiðréttur. Lögbinding verði því til
eins árs og frumvarpið aðlagað því.
Lagt er til að línu- og handfæra-
veiðar verði að mestu utan kvóta.
Fjórðungsþing Reykjavíkur,
Hafnarfjarðar og nágrennis leggur
til að fiskveiðistefna næsta árs
verði með svipuðum hætti og í ár.
Fyrir sitt leyti geti þingið fallizt á
framkomið uppkast að frumvarpi
til laga um stjórn fiskveiða, með
þeirri breytingu þó, að gildistíminn
verði aðeins eitt ár. Þá lagði þingið
áherzlu á, að ákvæði frumvarpsins
varðandi framsal á kvóta verði
athuguð sérstaklega með það I
huga, hvort ekki væri ástæða til
að takmarka frekar framsal á kvóta
en frumvarpið geri ráð fyrir, þannig
að girða mætti fyrir hugsanlegt
brask með kvóta eftir því, sem
mögulegt er.
Fiskideild Vestmannaeyja lýsir í
meginatriðum stuðningi sinum við
framkomin frumvarpsdrög að
stjórnun fiskveiða. Deildin sér enga
betri leið við stjórnun fiskveiða, en
það kvótakerfi, sem notað hefur
verið síðustu tvö ár með möguleika
á sóknarmarki. Deildin telur enn-
fremur æskilegt að hægt sé að
ákveða fiskveiðistefnuna til lengri
tíma, en gert hefur verið undan-
farin ár.
Fjórðungsþingið á Suðurlandi
vill breyta stjórnun fiskveiða á
þann hátt, að einungis verði afla-
mark á skip í þroski, en veiðar í
aðrar tegundir verði frjálsar með
heildaraflamarki fyrir allan flot-
ann. Þorski verði skipt á skip með
þeim hætti að helmingur komi í
hlut báta og helmingur í hlut tog-
ara, síðan verði þorskinum skipt
niður á báta og togara miðað við
ákveðna stærðarflokka skipa þann-
ig, að sá mismunur, sem nú sé við
lýði vegna viðmiðunar reynslu-
áranna 1981 til 1983 falli niður, en
sú reynsla verði stöðugt óréttlátari.
Fjórðungsþing Norðlendinga
leggur til að gildistími fiskveiði-
reglna verði ekki skemmri en svo,
að unnt verði að sjá tvö ár fram í
tímann. Þingið varar við því, að
binda viðamiklar veiðireglur í lög
frá Alþingi. Einföld rammalög, sem
gefi möguleika á raunhæfri stjórn
með reglugerðum, sé form, sem
þingið telji að tryggi öruggari og
betri stjórn. Þingið fellst á að árið
1986 verði í gildi ákvæði um afla-
mark eða sóknarmark að vali út-
gerðar, enda fylgi 10% skiptaregla
tegunda aflamarkinu. Tekin verði
upp kvótaskipting á alla dekkbáta
undir 10 brúttólestum. Opnir vél-
bátar hafi leyfi til veiða með tíma-
takmörkunum og nýir smábátar fái
ekki veiðiheimildir árið 1986.
Fjórðungsþingið á Vestfjörðum
leggur til að fiskveiðistefna verði
mótuð til þriggja ára og miðað við
það, að fiskistofnar séu nýttir á
æskilegan hátt frá líffræðilegu og
efnahagslegu sjónarmiði, svo út-
gerð og fiskvinnsla hafi eðlileg
starfsskilyrði á komandi árum.
Lögð verði áherzla á að koma í veg
fyrir aflasveiflur milli ára og á
næstu árum verði árlega veiddar
320.000 til 380.000 lestir af þorski,
300.000 lestir af öðrum botnlægum
fiski og 500.000 til 800.000 lestir af
loðnu. Lagt er til að á næsta ári
verði leyft að veiða 360.000 lestir
af þorski. Þá leggur þingið til, að
horfið verði frá gildandi fyrirkomu-
lagi við stjórnun veiða og tekið upp
á ný tegundamark, þar sem aflan-
um verði skipt milli báta og togara
eftir veiðitímabilum hliðstætt því,
sem gilti fyrir árið 1983.
Jón Magnússon við húsið sem hann er að byggja yfir kartöfludreifingu í Garðabæ.
MorjfunblaÖið/Bjarni
„Seljum 80 % allra kart-
aflna á Suðvesturlandi“
— segir Jón Magnússon sem dreifir kartöfium
Þykkbæinga og er að byggja stór hús yfir starfsemina
„VIÐ munum halda okkar striki
áfram þó samkeppnin harðni enda
höfum við unnið markaðinn og
verður því ekki framhjá okkur
gengið“, sagði Jón Magnússon
framkvæmdastjóri Þykkvabæjar-
kartafina hf. í Garðabæ, sem ann-
ast dreifingu fyrir Kartöflupökkun-
arstöð Þykkvabæjar, er hann var
spurður hvaða áhrif stofnun nýrra
sölusamtaka matjurtaframleið-
enda hefði á starfsemina.
Jón sagði að Grænmetisversl-
unin hefði alltaf tekið síðast af
Þykkbæingunum vegna þess að
þeir ættu bestu geymslurnar.
Þegar þeir hefðu sitt eigið sölu-
kerfi breyttist þetta og þeir seldu
mun örar en undanfarin ár.
Hann sagði að með tilkomu
Þykkvabæjarkartaflna og auk-
innar samkeppni með tilkomu
þess hefði margt breyst á kart-
öflumarkaðnum. Þeir hefðu lagt
aukna áherslu á gæðin, skipt um
umbúðir, seldu kartöflurnar
þvegnar, létu þær aldrei stoppa
í dreifingarstöð eða verslunum
og leggðu mikla áherslu á auglýs-
ingar og sölumennsku. Þetta
hefði orðið til þess að salan á
kartöflum hefði aukist auk þess
sem þeir hefðu náð yfirhöndinni
á markaðnum, væru nú með
nærri 80% af öllum þeim kartöfl-
um sem dreift væri á Suðvestur-
landi, það er á svæðinu frá Kefla-
vík vestur í Stykkishólm.
Jón sagði að þeir væru nú með
aðstöðu að Iðnbúð 8 í Garðabæ,
en væru að byggja nýtt hús að
Gilsbúð 5 fyrir dreifingarstöð.
Þetta er 580 m2 hús, sem orðið
er fokhelt og verður tekið í notk-
un um áramót. Hann sagði að
þeir fengju meira húsrými með
nýja húsinu sem gerði þeim
dreifinguna auðveldari. Auk þess
að dreifa nýjum kartöflum sér
fyrirtækið um að dreifa frönsk-
um kartöflum og öðrum fram-
leiðsluvörum Kartöfluverksmiðj-
unnar í Þykkvabæ.
B0 □ □ B □
□ H i l;;JHU
inlni T 1 | O □ D □ > n. uu m* ux tzi ' - * m jjy, u
I
Hús nýja bíós á miðri teikningu. Efri teikningin er eins og húsasamstæðan er nú, en sú neðri samkvæmt
skipulagstillögu.
Nýja bíó í fullri stærð
f grein um skipulagstillögur Kvosarinnar, sem birt var í Morgunblaðinu í gær, urðu þau tæknilegu
mistök við úrvinnslu teikninga, að húsið, þar sem Nýja bíó er nú, var mjókkað um tvær gluggaraðir.
Skipulagshöfundar, arkitektarnir Dagný Helgadóttir og Guðni Pálsson, vilja af því tilefni koma því á
framfæri að hugmyndin er ekki að minnka húsið, heldur muni það standa eins og það er nú. Eru hlutað-
eigendur beðnir velvirðingar og meðfylgjandi er rétt teikning af þessum hluta götunnar.
Fræðslufundur
Landfræðifélagsins
FYRSTI frsðslufundur Landfræðifé-
lagsins í vetur verður fimmtudaginn
14. nóvember kl. 20.30 í stofu 101 í
Lögbergi, húsi lagadeildar Háskóla
íslands.
Þar mun Þorvaldur Bragason
landfræðingur halda fyrirlestur
sem nefnist: Loftmyndafiug og loft-
myndir þýska flughersins af íslandi
í maí til október 1942.
Myndirnar, sem eru um 2.000
að tölu, voru í bresku skjalasafni,
en Landmælingar íslands fengu
þær til skráningar og eftirtöku. f
tengslum við skráningu og söfnun
upplýsinga var þekkingu safnað
um eldri loftmyndir af fslandi. í
maí sl. kom út skýrsla hjá Land-
mælingum fslands, fjarkönnunar-
deild, eftir Þorvald Bragason um
þetta efni.
Fræðslukvöld í Laugarneskirkju
Föstudaginn 15. nóvember kl. 20.30
verður fræðslukvöld í safnaðarheimili
Laugarneskirkju. — Grétar Sigur-
bergsson geðlæknir ræðir um orsakir
kvíða.
Allir kannast við vandamál kvíð-
ans í einhverjum mæli, enda er það
nokkuð sem við þurfum að berjast
við og lifa með. Stundum verður
kvíðinn aftur á móti sjúklegur og
veldur ómældri þjáningu og vanlíð-
an. f nútíma þjóðfélagi er kvíðinn
vaxandi vandamál og oft þess eðlis
að fólk á erfitt með að átta sig á
orsökum og afleiðingum hans.
Þetta fræðslukvöld gefur því gott
tækifæri til að fræðast um þetta
vandamál. Grétar Sigurbergsson
mun svara fyrirspurnum að loknum
fyrirlestri.
Kaffiveitingar verða fram bornar
og organistar kirkjunnar flytja
skemmtilega tónlist. Fræðslukvöld-
inu lýkur með stuttri helgistund í
kirkjunni.
Allir eru velkomnir meðan hús-
rúm leyfir.
Jón D. Hróbjartsson
sóknarprestur
7 % bæði í uppbygg-
ingu og rekstur
í frétt f Morgunblaðinu í gær um
dagvistarheimili í Reykjavík var haft
eftir Ingibjörgu Kafnar, formanni
félagsmálaráðs, að rúmlega 7% af
heildartekjum Reykjavíkurborgar
1985 hefði verið verið til uppbygging-
ar dagvistarmála á árinu.
Hið rétta er, að 7% er varið til
uppbyggingar og reksturs dag-
heimila.
Þá skal einnig tekið fram, að
árið 1985 er mesta framkvæmdaár
á sviði dagvistunarmála í Reykja-
vík frá upphafi og aðeins árið 1980
er sambærilegt á þessu sviði.