Morgunblaðið - 14.11.1985, Síða 39

Morgunblaðið - 14.11.1985, Síða 39
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1985 39 Að morgni dags 15. október sl. var okkur tilkynnt að verkstjóri okkar í Kornhlöðunni hf., Sig- mundur Grétar, hefði fengið slæmt hjartaáfall og verið fluttur í Borgarspítalann. Þetta var okkur mikið áfall, ekki aðeins vegna starfa hans, heldur og að góður vinur og samstarfsmaður, sem við hittum og töluðum við kátan og hressan daginn áður, var nú allt í einu orðinn hættulega veikur og tvísýnt um líf hans. Hann lá síðan á Borgarspítlanum milli heims og helju á fjórðu viku, en hann lést að morgni 6. nóvember sl. Grétar, en svo var hann kallaður í daglegu tali, réðst til starfa hjá Kornhlöðunni í desember 1980 og starfaði þar sem verkstjóri meðan heilsa entist. Okkur varð fljótt ljóst að við höfðum verið mjög heppnir með val þessa starfs- manns. Hann hugsaði frábærlega vel um störf sín, fylgdist með öllum vélbúnaði og yfirfór vélar og tæki af stakri natni, svo aldrei bilaði nokkur vél í hans tíð. Þótt Grétar heitinn hafi ekki gengið í vélskóla hafði hann mjög mikinn áhuga á vélum og tækni i sambandi við þær, og aflaði sér upplýsinga í fagblöðum og reif í sundur vélar og setti saman aftur af slíkri natni og nákvæmni að vélar þessar gengu mjög vel eftir, og í frístund- um sínum gerði hann upp bíla og bifvélar og var það hans frístunda- gaman. Grétar heitinn var mjög snyrtilegur og dagfarsprúður maður, ávallt glaður og reifur, en hann var skapmaður og gat sat meiningu sína, en var jafngóður vinur eftir sem áður. Hann var sérstaklega bóngóður og hjálpfús og taldi ekki eftir sér þær stundir sem fóru í að hjálpa öðrum ef með þurfti. Hann var óvenjulega vinnu- samur maður og vann oft langan vinnudag, en að honum loknum fór hann að sinna áhugamálum sínum og vann að þeim fram á nótt oft og tíðum. Grétar fæddist í Reykjavík 31. janúar 1942 og ólst upp lengst af á Hofteignum, þar til hann fór til sjós með föður sínum aðeins 13 ára gamall, en faðir hans var bryti á togaranum Jóni forseta og var Grétar heitinn meira og minna á sjó til 1963, lengst með Andrési Finnbogasyni á Svaninum RE. Síðan vann hann sem bifreiða- stjóri, fyrst hjá Mjólkursamsöl- unni og svo hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Þar eftir gerð- ist hann tækjastjóri hjá Kol & Salt og síðar Hegranum. Hjá Sveinbirni Runólfssyni vann Grét- ar einnig í nókkurn tíma, þar til hann gerðist verkstjóri hjá Korn- hlöðunni hf. Grétar heitinn giftist eftirlif- andi konu sinni, Valgerði Björg- vinsdóttur, 8. júní 1963, ágætri og duglegri konu sem stóð ávallt við hlið manns síns í blíðu og stríðu, og tók þátt í áhugamálum hans og voru þau hjón samhent í öllu. Þau eignuðust 2 mannvænleg börn, Lilju, fædda 18. mars 1963 og stundar nú nám í viðskiptafræði, og Sigmund Grétar, fæddan 30. september 1965 og stundar hann nám í Fjölbrautaskóla. Grétar heitinn teljum við hafa verið gæfumann í fjölskyldulífi sínu og hugsaði hann mjög vel um heimili sitt, enda reglumaður heima og heiman. Áhugamál átti Grétar heitinn mörg, og má þar nefna ferðalög, heima og eriendis, matargerð, þar naut natni hans og nákvæmni sín vel, sem og í öðru, svo og hafði hann mikinn áhuga á bílum, vélum og tækni og þar að auki sagði hann ekki að fullu skilið við sjómennskuna. Áttu þau hjón lítinn bát og sigldu oft út á Sundin blá, ekki aðeins til fiskjar, heldur og til að hvílast frá borgarlífinu og njóta kyrrðarinnar og voru þau félagar í Snarfara, félagi smábáta- eigenda. Það er sárt að sjá nú á bak svo ungum og glöðum félaga yfir móð- una miklu og söknum við sam- vistanna við hann og þökkum frá- bær störf og vináttu. Við vottum eiginkonu hans og börnum okkar dýpstu samúð, því þeirra er harm- urinn sárastur, og biðjum góðan guð að styrkja þau og blessa minn- inguna um góðan og göfugan dreng. „Farþúífriði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V.Br.) Sig. Eyj. — H. Jónsson t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, ÁSTA BJARNADÓTTIR, Grettiagötu 56, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. nóvember kl. 15.00. Valgeröur Ármannsdóttir, Kristbergur Guöjónsson, Halldóra Ármannsdóttir, Benedikt Jónsson, Anna Ármannsdóttir, Hermann Brippe, Guðmundur Ármannsson, Viktoría Ólafsdóttir, Ármann ö. Ármannsson, Freyja Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín og móöir okkar, ANNA STEFÁNSDÓTTIR, Reynimel 27, veröur jarösungin frá Neskirkju á morgun, föstudaginn 15. nóvemb- erkl. 15.00. Blóm og kransar eru afþakkaöir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfélag lamaöra og f atlaöra. Friörik Sigurbjörnsson, Anna Lára Friöriksdóttir, Friörik G. Friðriksson, Hanna Friöriksdóttir, Sigurbjörn Á. Friöriksson. Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minning- argreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrir- vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minning- arorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Brugðið hefur dimmum skugga yfir okkur starfsmenn fóðurvöru- fyrirtækjanna í Sundahöfn þessa haustdaga. Vinur okkar Grétar Sigmundsson kornhlöðustjóri er horfinn frá okkur. Ekki án að- draganda að vísu, erfiðir dagar eru á undan gengnir, en nú er hann horfinn okkur sjónum og aðeins minningarnar eftir. Grétar hóf störf hjá Kornhlöð- unni hf. í Sundahöfn fyrir 5 árum, tók hann þar að sér erfitt starf því nógu erfitt er tveim að þjóna hvað þá þremur eins og Grétar þurfti að gera þ.e. fóðurblöndun Mjólkurfélags Reykjavíkur, Sam- bandsins og Fóðurblöndunni hf. Við sem erum fulltrúar þessara fyrirtækja erum frekir til þjón- ustunnar, oftast með langan vinnudag, hver með sínum hætti. Auk þess að sjá okkur fyrir hráefni þurfti Grétar einnig að stjórna löndun úr skipum fyrir þessi sömu fyrirtæki, löndun sem stendur oft samfleytt heilan sólarhring eða meira. Það er því ljóst að þarna þurfti meira en venjulegan starfsmann, en Grétari virtist aldrei bregða, þó vitum við að hann var oft þrevttur og svefnlaus þó aldrei heyrðum við kvörtunarorð. Ekki lét Grétar sér nægja að skipuleggja vinnudag og starf Kornhlöðunnar, hann var liðtækur vélvirki og hélt búnaði fyrirtækis- ins í góðu lagi enda mikið í húfi. Afkoma eigendanna þriggja er mjög háð Kornhlöðunni og þjón- ustu hennar, auk þess sem hann fór létt með að gera upp bílmótor stöku sinnum, ryðbæta og sprauta bíla bæði fyrir sjálfan sig og vini, auk annars. Það er ljóst að Grétar var fjölhæfur með eindæmum, þrautseigur og úrræðagóður. í skugga haustdaganna er okkur ekki aðeins söknuður í hvarfi starfsfélaga hér á garðinum í Sundahöfn, okkar ágæti Grétar er hættur að kíkja við í kaffi með bros og gamanyrði á vör. Við félagar Grétars úr sam- starfsfyrirtækjunum sendum eig- inkonu hans, Valgerði Björgvins- dóttur, og börnum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur og þau huggunarorð ein að minning um góðan dreng og félaga lifir lengi. F.h. starfsmanna SÍS og MR Sveinn Geir Sigurjónsson. t Móðirokkar, INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Irá Hvammstanga, Kleppsvegi 20, lést i hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 12. nóvember. Ragnheiöur Ingvarsdóttir, Arnheiöur Þórhallsdóttir, Hólmfríöur Þórhallsdóttir, Hreiöar Þórhallsson, Þórhallur H. Þórhallsson. t Bróðirokkar, STEINDÓR GÍSLASON, Flókagötu 6, lést i Borgarspítalanum 12. nóvember. Halldór Gíslason, Einar Gíslason. t Móðirokkar, LÁRA ELÍN SCHEVING GÍSLADÓTTIR, Efri-Brunastöóum, Vatnsleysuströnd, verður jarösungin frá Þjóökirkjunni i Hafnarfirði föstudaginn 15. nóvembernk. Börnin. t Fóstursystir mín, RÓSA JÓNASDÓTTIR frá Þverdal í Aðalvík, til heimilis á Rauöalœk 22, veröur jarösungin frá Laugarneskirkju föstudaginn 15. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd okkar systkinanna og annarra vandamanna. Ingimar Guðmundsson. t Eiginmaður minn, SIGURÐUR JÓNSSON frá Haukagili, Víöimel 35, verður jarösunginn frá Neskirkju föstudaginn 15. nóv. kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á liknarstof nanir. Fyrir hönd aöstandenda, Sigríður Steingrímsdóttir. < Nýjung í hártoppagerð! •------------------A--------------------• Nú bjóðum við nýja gerð hártoppa sem slá öll met hvað varðar þægindi, léttleika og raunverulegt útlit. Þéttleiki hársins er jafnt um allan hártoppinn og brúnin að framan er algjörlega ósýnileg. Þessi hártoppagerð er bandarísk uppfinning, sem hlotið hefur nafnið „Miracle“, Kraftaverkið - enda ekki að ástæðulausu. Kynning á Krafíaverkinu verður haldin n.k. laugardag 16. nóv. á hársnyrtistofu okkar að Garðastræti 6, Reykjavík. Komið - sjáið og sannfærist! HÁRSNYRTISTOFA Garðastræti 6, Sími: 22077.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.