Morgunblaðið - 14.11.1985, Síða 43

Morgunblaðið - 14.11.1985, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1985 43 Unnur S. Arna- dóttir - Minning Haustið 1979 kynntist ég Unni S. Árnadóttur svo að kynni okkar urðu ekki löng. Samt er ég knúin til að kveðja ljúfa tengdamóður og ömmu drengjanna minna með örfáum orðum. Unnur átti við Parkinsonveiki að stríða i yfir 20 ár. Hún giftist Hirti Halldórssyni 3. júlí 1943 og eignuðust þau þrjá syni, Halldór, Magnús og Benedikt. Áður en Unnur fór á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi bjó ég hjá henni í nokkrar vikur og verður sá tími mér alltaf kær. Þá fann ég bezt að Unnur tilheyrði þeirri kynslóð sem sýnt gat bæði festu og umburðarlyndi. Hún var gædd einstakri mannelsku ásarnt já- kvæðu lífsviðhorfi og sá það góða í öllu fólki. Unnur var sannarlega trúuð kona en trúin gaf henni styrk um ævina án þess að hún talaði um það. Skömmu eftir 1930 lærði Unnur röntgenmyndatöku á Landspítal- anum og starfaði við slíkt i um 30 ár, þó lengst af á Landakotsspítala (ca. 20 ár). Hún var ágæt tungu- málamanneskja og fær á ritvél og gat hún þess vegna aðstoðað Hjört eiginmann sinn dyggilega en Hjörtur þýddi og skrifaði margar bækur um ævina. Hjörtur Hall- dórsson lést í ágústmánuði 1977. Síðustu æviárin dvaldi Unnur í góðu yfirlæti á hjúkrunarheimil- inu Sunnuhlíð og vil ég leyfa mér fyrir hönd ættingja að þakka öllu starfsfólki þar fyrir frábæra umönnun og ástúð til Unnar. Þ6 missi ég heym og mál og róm og máttinn ég þverra finni, þá sofna ég hinzt við dauðadóm, ó, Drottinn, gef sálu minni að vakna við söngsins helga hljóm í himneskri kirkju þinni. ólína Andrésdóttir Megi ljúf minning lifa. Guðlaug Guðmundsdóttir í dag kveðjum við fjölskyldan og vinir elskulega mágkonu mína, Unni Sylviu Árnadóttur. Hún fæddist í Reykjavík 12. nóv- ember 1912. Foreldrar hennar voru hjónin Kristrún Tómasdóttir (Hallgrímssonar læknis frá Hólum i Reyðarfirði) píanóleikari og kennari og Árni Benediktsson, stórkaupmaður (Kristjánssonar bónda og hreppstjóra i Selárdal i Arnarfirði). Unnur var elst 5 alsystkina. Næst elstur var Benedikt Egill er lést 2. ágúst 1984, ekkja hans er Sigríður Pálsdóttir, þriðja er Ásta Júlía, ekkja Jóhannesar Björns- sonar læknis, þá var eiginmaður minn Ragnar Tómas er lést 3. mars 1984 og yngst er Katrín, ekkja John L. Stephenson, búsett í Bandaríkjunum. Hálfsystkinin eru Kurt Benediktson i New York, ekkill, kona hans var vesturis- lensk, Helen Valgerður, og Elin Ragnhildur, eiginmaður hennar er Lennart Johansson og eru þau búsett í Svíþjóð. Unnur Sylvía giftist Hirti Halldórssyni, menntaskólakenn- ara, 3. júlí 1943. Hann lést árið 1977, en þau hjónin eignuðust 3 myndarsyni, þá Halldór Kristján flugvirkja, kvæntan Guðlaugu Guðmundsdóttur, Magnús lærður rennismiður, en starfar nú sem meðferðarfulltrúi SÁÁ, sambýlis- kona hans er Hildur Skarphéðins- dóttir og Benedikt nemandi í Mynlistar- og handíðaskólanum. Barnabörnin eru fjögur. Unnur ólst upp hjá móðurömmu sinni frú Ástú Hallgrímsson fædd Thorgrímsson frá Eyrarbakka. 1 bernsku dvaldist hún oft að sumar- lagi í „Húsinu" hjá ömmusystur sinni frú Eugineu Nielsen og henn- ar fjölskyldu. Hafði hún jafnan gaman af að rifja upp veru sína á þessum sögufræga stað. Unnur útskrifaðist úr Kvenna- skólanum í Reykjavík árið 1929. Hún dvaldist síðar 1 ár í Englandi svo og i Danmörku. Unnur þótti góður nemandi og auk ensku og dönsku nam hún þýsku og frönsku. Unnur starfaði lengst af við fag það sem nú heitir röntgentæknir, fyrst á Landspítalanum. Hóf hún störf þar árið 1934 undir hand- leiðslu dr. Gunnlaugs Claessen. Lengst af vann hún á Landa- kotsspítala eða fram til ársins 1968, en síðast í Domus Medica hjá Ólafi Jóhannssyni. 1 þessu starfi kom tungumálakunnátta hennar sér vel því á spítalann komu oft sjúklingar af ýmsu þjóð- erni og þótti þá gott að leita til hennar. I hléi frá röntgenmynda- tökum vann hún sem þingskrifari á Alþingi í 3 ár. Þegar horft er til þessara ára er eftirtektarvert að Unnur var útvinnandi móðir og gegndi því tvöföidu hlutverki, tölu- vert áður en slíkt varð algengt meðal kvenna. Hjörtur var afkastamikill þýð- andi, þýddi mikið af vísindaritum og leikrit fyrir útvarpið árum saman. Naut hann ávallt dyggilegs stuðnings Unnar hvort heldur var til að ræða þýðingar sínar ellegar vélritunar á þeim. Unnur hafði í mörg ár þjáðst af sjúkdómi þeim er Parkinson nefnist. Hafði hún leitað sér lækn- inga innanlands og utan en án verulegs árangurs. Hún dvaldist seinni árin langdvölum á sjúkra- húsum og síðastliðin 3 ár í Sunnu- hlíð í Kópavogi. Hún var ákaflega þakklát öllu því starfsfólki þessara stofnanna sem sýndi henni svo góða umönnun. Unnur var lítillát heiðursmann- eskja sem lynti vel við alla og er skemmst að minnast þess mikla kærleika sem var á milli hennar og sona hennar. Ég vil kveðja með vísunni og laginu sem móðir henn- ar samdi til hennar um leið og ég þakka henni samfylgdina. Guð verndi öllu illu frá elsku litlu baldursbrá hún er ósköp sæt og smá sinni mömmu Dúnu hjá. Jónína Vigdfs Schram Byggðamerki Hafnahrepps Vojfum, 11. nóvember. HAFNAHREPPUR hefur tekið í notkun byggðamerki. Merkið er hannað af listamanninum Áka Grönz forseta bæjarstjórnar í Njarðvík sem gert hefur fjölda merkja fyrir sveitarfélög og fleiri aðila. Merkið sýnir bát þeirrar gerð- ar er saga Hafna stóð hæst, þá hafölduna og loks Eldey. Á meðfylgjandi mynd eru Áki Grönz og Þórarinn Sigurðsson sveitarstjóri í Hafnahreppi með byggðamerkið. E.G. Torky: Til þjónustu reiðubúinn 100 metrar - samsvara 4-6 eldhúsrúllum Fæst í flestum matvörubúðum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.