Morgunblaðið - 14.11.1985, Side 45

Morgunblaðið - 14.11.1985, Side 45
MQRGUNBLADID, FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1985 45 vel færi um tengdaföður hans, Odd, í skjóli þeirra hjóna, og margar voru þær ferðir, sem hann keyrði til Þingvalla, því hann vissi að þeim stað unni Oddur mjög. Þannig var allt líf Árna, upp- byggt af tryggð, væntumþykju og trausti. Eins og áður sagði, stjórnaði Árni fyrirtækinu Vélsmiðja Kristjáns Gíslasonar hf. til dauða- dags og gerði hann það af miklum myndarbrag. Hann lagði sig ávallt fram um það að fylgjast með og kaupa ný tæki, sýna viðskiptavin- unum þjónustu og hlúa að góðum starfsmönnum, en umfram allt að standa við öll sín heit og skulda engum neitt. Og þannig skildi hann við, þegar kallið kom 25. október, þar sem hann sat iðnþing og naut þess þar að ieggja góðum málum lið og hitta gamla og nýja félaga. Árni rak vélsmiðju sína allan tímann í Vesturbænum við Ný- lendugötu, en nú í sumar hafði hann löngun til þess að breyta um og reisa nýtt hús fyrir vélsmiðj- una, sem hæfði betur nýjum tíma. Fékk hann í þeim tilgangi úthluta lóð hjá Reykjavíkurhöfn í örfiris- ey og voru frumteikningar komnar á borðið. Árni var gæfumaður í þessu sem öðru. Hann sagði mér, að hann myndi aldrei hafa hugsað um þessar breytingar, nema sonur hans Páll, sem starfað hefur með föður sínum í nokkur ár, vildi styðja sig í þeim rekstri áfram. Það var mikill kærleikur milli þeirra feðga og reyndar er Páll eftirmynd foður síns og öllum þeim góðu kostum búinn, sem ég hef áður lýst. Dóttir hans, Helga, hefur nú hafið störf á skrifstofu fyrirtækisins til þess að standa við hlið bróður síns og reka fyrirtækið í þeim anda, sem Árni byggði upp. Árni sagði við mig nú í haust: „Ef til vill verður þessi stóra breyting mér ofvaxin, en ég hef engar áhyggjur fyrst sonur minn vill taka við.“ Árni var heilsuhraustur þar til hann fyrir nokkrum árum kenndi þess meins, sem að lokum hafði yfirhöndina, en hann dró ekki af sér og lét sem minnst á veikindum sínum bera og féll frá í fullu starfi. Ég kynntist Árna í stríðslok, er ég vann í Stálsmiðjunni og hann á skrifstofu Vélsmiðjunnar. Það var stutt á milli okkar þá, Stál- smiðjan við Brunnstíg og Vél- smiðjan við Nýlendugötu, og ennþá styttra varð á milli okkar, þegar ég hætti í Stálsmiðjunni og hóf sjálfstæðan rekstur á Ægisgötu 7, eða í nokkurra metra fjarlægð, og þar áttum við samleið i 24 ár. Þegar ég hóf rekstur fyrirtækisins Innkaups 1%7, var Árni ávallt minn stóri og sterki ráðgjafi. Árið 1974 hóf hann störf sem varamað- ur í stjórn fyrirtækisins og við fráfall konu minnar í vetur sem leið gekk hann f aðalstjórn. Á öll- um stjórnarfundum var þann ráðagóður, en ávallt prúður og hlustaði, og oftast var hans ráð- leggingum fylgt. Hann var ritari á stjórnarfundum og eru fundar- gerðir hans með sérstökum sóma, því rithönd hans og málfar var mjög fágað. Þórunn kona min bar mikið traust til hans og leitaði oft ráða hjá honum, og þótti ávallt gott að vita, ef við vorum einhvers staðar saman. Það leið næstum aldrei neinn vinnudagur að við ekki töluðum saman, annaðhvort i síma, eða hann skryppi upp á skrifstofu. Hann var þvi mikill aufúsugestur i Innkaup og gleði- gjafi, og ég mæli fyrir hönd okkar allra hér í Innkaup, að við söknum hans mikið. Svona heldur lífið áfram, ég fæ ekki að njóta vináttu hans lengur, en í þess stað mun ég reyna að ylja mér við minningu þessa góða drengs og ráðholla vinar. Þó söknuður minn sé mikill, þá er söknuður fjölskyldu hans, hans góðu konu Iðunnar, aldraðrar móð- ur og tengdaföður, barna, tengda- barna, barnabarna og systkina mestur, þvi þeim var hann ölluum svo ástkær. Ég veit, að minning hans er svo sterk og tær, að það mun hjálpa þeim öllum að ganga veginn áfram. Ég sendi öllum aðstandendum hans mínar innilegustu samúðar- kveðjur. „En — á bjartan orðstír aldrei fellur, umgjörðin er góðra drengja hjðrtu.“ Gr.Th. Ég kveð svo kæran vin minn að sinni og bið honum blessunar hjá þeim Álvaldi, sem skóp hjarta hans. Friðrik Jörgensen í dag, fimmtudag, verður jarð- sunginn frá Fossvogskapellunni i Reykjavík Árni Kristjánsson, framkvæmdastjóri Rauðalæk 12, Reykjavík. Ég ætla ekki að rekja hér ættir Árna eða uppruna, ég veit að það munu aðrir gera sem betur þekkja til, ég veit hinsvegar að hann var af afbragðs góðu fólki kominn, og þannig voru kynni okkar einnig sérlega góð. Þau hófust fyrir rúmum þrettán árum þegar börnin okkar beggja tengdu okkur vinar- og fjölskyldu- bðndum. Árni var prúður og höfðinglegur í fasi og viðmóti öllu, og bar af hvar sem hann fór fyrir reisn og drenglund. Hann var og þjálfaður fimleika- maður á yngri árum og bar ætíð síðan með sér djarfhuga einbeit- ingu keppnismannsins. I hugsun var hann athugull og frábærlega skýr og hafði ávallt eitthvað til málanna að leggja þegar þjóðmál bar á góma en það var að sjálfsögðu afar oft. Víðsýni hans og einurð var viðbrugðið og hann var í mínum augum sannur aristokrat. Hann var farsæll í lífi sínu og starfi og í atvinnurekstri sínum var liann þrautseigur og frábær- lega iðinn. Þeir voru ekki margir helgidagarnir að hann beindi ekki vökulum augum framkvæmda- stjórans til eftirlits eða útsjónar. Hann var einnig verðugur full- trúi þeirrar kynslóðar þar sem orðheldni var slík að handsal var jafngott og skrifaður samningur. Hann var gæfumaður f einkalífi sínu, hann og hans ágæta kona Iðunn, eignuðust þrjú mannvænleg börn sem hvarvetna eru þeim til sóma. Mér er ljúft á þessari skilnaðar- stundu að flytja sérstakar kveðjur frá dóttursyni okkar hjónanna, Hreini Pálssyni, en hann sá í Árna afa, það sem í barnshuganum kemst næst almættinu. Enda var það svo að drengurinn átti jafnan víst skjól og notalegar samræður hjá Árna afa, svo var einnig kvöld- ið góða fyrir áfallið og mun það geymast meðal dýrmætra minn- inga. Fjölskyldur okkar biðja góðan guð að blessa minningu hins mæta manns. Við sendum frú Iðunni, börnum hennar og öðrum nánum skyldmennum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Nú þegar hin langa óræða ferð er hafin, biðjum við þess að hið skærasta Ijós megi lýsa veginn framundan. Anna og Hreinn Sumarliðason Eftir því sem árin líða verða æ fleiri þeir vinir er hverfa sjónum og skilja eftir söknuð hjá þeim er eftir sitja. Söknuðurinn er ávallt sár og tómarúmið yfirþyrmandi. Sem betur fer er þó fleira sem kemur til. Bjartar imnningar um gott fólk á maður alla tíð. Árni Kristjánsson skilur eftir sig marg- ar slíkar. Hann var einn þeirra manna er vildi hvers manns vanda leysa og var öllum mönnum greið- viknari. Ég minnist Árna fyrst barn að aldri sem fjölskylduvinar og sérlega barngóðs manns. Hann hafði mikla kimnigáfu og var allt- af reiðubúinn að bregða á leik með glensi og gamni með okkur krökk- unum. Nú í seinni tíð hefi ég oft leitað til Árna og fengið föðurlega ráðgjöf í ýmsum vanda. Það held ég að hafi gilt um marga fleiri. Ég votta ástvinum Árna mína dýpstu samúð og minni á hve ríkir þeir eru að minningunni um svo góðan mann. Sigrún Gunnarsdóttir ,,Pegar veturinn gengur í garo langar mig aftur til Mayrhofen“ -segir Jóhann Vilbergsson skíðagarpur ilur sjúkdómur « Það væri óskandi að allir kæmust í skíðaferð í Alpana. Hollara ráð gegn skammdegisdrunga þekki ég ekki. Ef þú ert ekki með skíða- bakteríuna fyrir er engu að kvíða. Það smitast allir á viku í Mayrhofen. Þeir sem ekki kunna á skíðum innrita sig bara í skíðaskóla. Eftir nokkra daga bruna þeir niður brekkurnar - án þess að detta! Svona eiga skíðabæir að vera___________é A ■ Mayrhofen, áfangastaður Flug- leiða í skíðalöndum Austurríkis er Paradís skíðamannsins. Þar snýst allt um vetraríþróttir. Bærinn er innar- lega í Zillertal, stutt er á Penken og Ahorn. Ef maður kaupir svokallaðan „Super Ski-Pass“ er frjáls aðgangur að öllum skíðasvæðunum í dalnum. Þar nýtur maðut Kfsins ■ Mayrhofen er ekki bara skíða- bær. Þegar brekkunum sleppir er úr mörgu að velja. Ég svamla gjarnan í sundlaug eða hvíli lúin bein f heitum potti. Hótelin í Mayrhofen eru hræðilega þægileg - erfiðast er að fara úr húsi! Svo er bærinn fullur af ölstofum, veitingahúsum og diskótekum. Það finna allir aldurshópar eitthvað við sitt hæfi. Við sjáumst í Mayrhofen! « Flugleiðir fljúga beint til Salzburg - borgar Mozarts - þaðan er aðeins klukkutíma akstur til Mayrhofen. Þú getur valið um 5 hótel í mismun- andi verðflokkum. Sum eru falleg fjallahótel, önnur bjóða hreinasta munað. En eitt er víst, ferðin léttir pyngjuna minna en við mætti búast. Kynntu þér verðið til að sannfærast! Brottfarir: ■ Vikuferðir: 15/2, 22/2, 1/3, 8/3, 15/3. 22/3 og 29/3. ■ Tvær vikur: 21/12, 4/1, 18/1, 1/2, 15/2,22/2,1/3, 8/3,15/3,22/3 og 29/3 Tvær vikur frá kr. 21.758; Fararstjóri Flugleiða í Mayrhofen er hinn góðkunni Rudi Knapp. FLUGLEIDIR Verð miðað við janúar og mars, tveir ( herbergi á Hótel Rauchenwald. Flug, ferðir og morgunmatur innifalið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.