Morgunblaðið - 14.11.1985, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 14.11.1985, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1985 47 Jónína fæddist á Mælifelli 2. október 1923. Foreldrar hennar voru Tryggvi H. Kvaran prestur þar og kona hans Anna Gríms- dóttir Thorarensen, glæsileg hjón mikillar gerðar en ólík á marga lund. Hann fjölgáfaður, flug- mælskur, skáldhneigður stemmn- ingsmaður, barn augnabliksins, hún greind, raunsæ öðlingskona, sem bar í brjósti viturt hjarta, gædd afburða dugnaði og óvenju- lega miklu þolgæði. Þau hjón áttu tvær dætur, Hjör- dísi og Jónínu og fósturbörn tvö, Kristmund og Guðríði. Á Mælifelli var alla jafna margt í heimili, bví auk fastra heimilismanna voru þar oft unglingar, sem séra Tryggvi tók á heimilið um lengri eða skemmri tíma og kenndi undir skóla. Hann var góður kennari. Dvöl mín þarna varð tvö ár við nám og störf og þegar litið er um öxl finnst mér sem þessi ár séu eitthvert besta og skemmtilegasta tímaskeið æfi minnar. Þetta var menningarheimili, þar sem fólki leið vel. Góðvild og glaðværð hús- bændanna mótaði heimilisbragð- inn og þar var ákaflega gest- kvæmt, bæði af innanhéraðsfólki og dvalargestum lengra að komn- um. Gestrisni prestshjónanna var alkunn. Séra Tryggvi var félags- vera, samræðunnar maður, fróður og skemmtilegur með vakandai áhuga á lífinu og tilverunni. Þetta átti einnig við um frú Önnu en tími hennar til þess að sinna hugðarefnum sínum var vægast sagt naumt skammtaður. Bókakostur var mikill og góður á heimilinu og aldrei skorti um- ræðuefni. Þegar ég rifja upp þá gesti sem komu lengra að minnist ég fyrst rithöfundarins Einars Kvaran sem ásamt konu sinni dvaldi hluta úr sumrum hjá bróður sínum þau ár sem ég átti heima þar. Þessum öldnu hjónum fylgdi kyrrð og frið- ur. Rágnar Kvaran og kona hans Þórunn voru líka gestir þarna, ákaflega glæsileg hjón. Magnús Jónsson prófessor kom að sumri til með liti sína og pensla og var um kyrrt nokkra daga — eftir- minnilega skemmtilegur. Þá var það nú ekki neitt smá ævintýr þegar Halldór Kiljan og Erlend í Unuhúsi bar að garði á gróandanum. Ég hlýt að muna það rétt, að þeir komu fótgangandi, sem var óvenjulegur ferðamáti í Skagafirði. Síðar á æfinni hefi ég oft hugsað til þess með eftirsjá að ég skyldi ekki veita Erlendi nánari eftirtekt. En skáldið átti alla mína athygli og mér fannst hrein opin- berun að sjá hann ganga um túnið á Mælifelli í spaklegum orðræðum við félaga sinn Erlend. Já, þetta heimili hafði mikið aðdráttarafl og alltaf mátti búast við einhverju óvæntu og skemmti- legu. Ur þessum jarðvegi var Jónína sprottin og féll ekki langt frá eik- inni. Hún var greint, gott og glað- vært barn og dugnaðarforkur. Á Mælifelli átti hún góð og gjöful bernsku- og unglingsár en skyndi- lega dró ský fyrir sólu. Faðir hennar lést þegar hún var ungling- ur og móðirin fáum árum síðar. Nærri má geta um þann harm sem þetta olli. Jónína fór suður og stundaði nám í Kennaraskólanum. Ung að árum giftist hún ólafi Kristjáns- syni, vænum manni og hlýjum, sem lengi starfaði sem fulltrúi hjá Samvinnutryggingum. Þau hjónin voru samhuga í dugnaði og ráðdeild og sköpuðu sér og börnun- um þremur, Tryggva, Einari og önnu, menningarlegt og fallegt heimili. Ninna var vakin og sofin að hlú að veiferð þess og viðgangi, vann lengst af verslunar- og skrif- stofustörf meðfram heimilishald- inu og sparaði hvergi krafta sína. Góðvild og greiðasemi var þeim hjónum sameiginleg og þau voru höfðingjar heim að sækja. Á heim- ili þeirra áttum við vinafólkið marga góða stund, sem gott er að minnast og nú er þakkað fyrir. Jónína var glaðvær, skemmtileg og viðræðugóð eins og hún átti kyn til, hreinskiptin og hispurslaus og blessunarlega laus við alla lágkúru og smámunasemi. Hún var mikill vinur vina sinna og því trúfastari sem meira á reyndi eins og títt er um drengskaparfólk. Og nú er hún skyndilega öll, svo langt um aldur fram. Vinahópur- inn er hljóður og hnípinn og á heimili hennar er hvílíkt skarð fyrir skyldi að mér er orða vant. Ólafi og börnunum votta ég einlæga samúð á þungbærri stund en vil jafnframt við þau segja, að vel myndi það Jónínu að skapi að haldið væri fram sem horfir og hvergi látið deigan síga. Einkasysturinni Hjördísi og fóstursystkinunum tveimur sem nú kveðja „yngsta barnið á bæn- um“ sendi ég innilegar samúðar- og vinarkveðjur. Ninnu minni þakka ég samfylgd- ina og áratuga trúfasta vináttu. Lára Gunnarsdóttir Vinkona mín, Jónína Kvaran, er látin. Með hryggum huga kveð ég hana, eftir sextíu ára kynni. Hún veiktist snögglega aðfaranótt fyrsta vetrardags, og var flutt meðvitundarlaus á Borgarspítal- ann, þar sem hún andaðist 5. nóv- ember sl. Þannig hvarf Ninna okkur. Góð kona er gengin, yfir landamæri lífs og dauða. Jónína fæddist 2. október 1924 á Mælifelli í Skaga- firði. Foreldrar hennar voru Anna (fædd Thorarensen) og séra Tryggvi Kvaran. Systir hennar er Hjördís, og fósturbróðir Krist- mundur Bjarnason. Ung að árum giftist hún ólafi Kristjánssyni, fulltrúa hjá Sam- vinnutryggingum, mætum manni og tryggum lífsförunaut. Þau hjón eignuðust þrjú börn. Elstur er Tryggvi, sem er sjómað- ur, þá Einar, skólastjóri, og yngst er Anna, tónmenntakennari. Ninna var bráðmyndarleg rausnar húsmóðir, og hafði höfð- ingslund. Hún var glaðlynd og skemmtileg — fetaði sinn veg með hlýrri reisn og lét erfiðleikana ekki beygja sig. Nú þegar vegir skiljast um sinn, færi ég henni hjartans þakkir fyrir vinsemd og tryggð á liðnum árum. Við hjónin þökkum henni rausn og risnu, og þeim hjónum báðum. Við samhryggjumst fjölskyldu hennar innilega, og biðjum Guð að gefa henni styrk, nú og ævin- lega. Ég veit að horfnir ástvinir hafa tekið Ninnu opnum örmum, og að heimkoman hefur verið góð. Friður' Guðs fylgi henni á hinum nýju leiðum. Margrét Sveinsdóttir Eiginleiki Ninnu var hvorki sorg eða sút. Fjölskylda hennar nær út fyrir ramma ættartengslanna, vegna hjartalagsins. Þar er því sár söknuður. Eiginmanni, börnum og barna- börnum sínum var hún meir en eiginkona, móðir og amma. Fyrir hönd okkar krakkanna hennar, sem tengdust Ninnu á svo margvíslegan hátt, vil ég þakka ogsegja: Það var heiður að teljast til þess hóps, sem hún bar svo mjög fyrir brjósti. Olafur Gunnarsson Eitt sinn skal hver deyja. — Það er í rauninni það einasta eina, sem við dauðlegir menn vitum með vissu um það, sem framundan er. Engu að síður veitist okkur oft erfitt að sætta okkur við þessa óumflýjanlegu staðreynd, þegar kallið kemur óvænt, án þess að gera nokkur boð á undan sér. Þannig fannst mér ég helst ekki vilja trúa því, er ég heyrði, að vinkona okkar, Jónína Kvaran, væri um það bil að kveðja þennan heim eftir áfall, sem reið yfir svo snöggt og fyrirvaralaust, að engum vörnum varð við komið. Það fékk einhvernveginn ekki staðist, að þessi tápmikla kona, rétt rúmlega sextug, væri allt í einu dæmd úr leik og frá okkur tekin. Ég kynntist Jónínu fyrir meir en tuttugu árum, er við bjuggum báðar inni í Laugarnesi, sitt hvor- um megin við Rauðalækinn, svo að það var hægt um vik að skjótast yfir götuna og spjalla saman yfir kaffibolla um heima og geima. Það voru ánægjulegar stundir. Jónína bráðgreind og skemmtileg, vel lesin, kunni býsnin öll af ljóðum og alltaf til í að rökræða hlutina frá ýmsum hliðum. Hún var alltaf hrein og bein, hnyttin og gaman- söm og blessunarlega laus við allan tepruskap og sýndarmennsku. Dætur okkar, litlar stelpuhnyðrur, Anna og Inga, voru bekkjarsystur og vinkonur í barnaskóla og svo áfram alla sína skólagöngu til stúdentsprófs. Þær hafa fram á þennan dag rækt sín vináttutengsl og um leið fjölskylduna okkar, þótt fundum okkar fækkaði alltof mikið eftir að við fluttumst báðar í önnur borgarhverfi. Auk þess var Jónína skyld Þorsteini bónda mínum, dóttir Önnu Grímsdóttur Thorar- ensen í Kirkjubæ á Rangárvöllum. í föðurætt var hún Skagfirðingur, dóttir Tryggva Kvaran, prests á Mælifelli. Þau Jónína og eigin- maður hennar, ólafur Kristjáns- son fulltrúi, traustur ágætismað- ur, ættaður norðan úr Grunnavík, áttu fallegt og hlýlegt heimili, þar sem gott var að una með góðu fólki. Síðustu samverustundir okkar voru að áliðnu sl. sumri í skírnar- veislu á heimili þeirra í Hvassa- leiti 155, er lítil dótturdóttir — Önnu og eiginmanns hennar Pálma Gunnarssonar, var vatni ausin og gefið nafnið Ragnheiður Helga. Það er mikil birta og hlýja yfir minningunni frá þessum há- tíðisdegi í hópi ættingja og vina. Og þannig var það alltaf — þurfti ekki sérstaka hátíð til. Það var sólskin og ferskur andblær í kring- um Jónínu, hvar sem hún fór, björt yfirlitum og vel vaxin — glæsileg kona, yfirlætislaus og frjálsmann- leg í fasi. Fjölskyldu sinni var hún skjól og skjöldur, sem aldrei brást. Vinum sínum holl og trygg. Hún var rösk og dugleg að hverju sem hún gekk, mesti vinnuforkur, sem hlífði sér hvergi. Veit ég, að sam- starfsfólki hennar á vinnustað þykir stórt skarð fyrir skildi við fráfall hennar. Það finnst okkur öllum, sem hana þekktum og sjáum nú henni á bak — alltof snemma. Nú að leiðarlokum þakka ég og fjölskylda mín Jónínu vinkonu fyrir elskulega samfylgd, sem var okkur mikils virði og svo margar bjartar og hlýjar minningar eru tengdar við. ólafi eiginmanni hennar og börnum þeirra þremur Önnu minni kæru, Einari og Tryggva og öðru skylduliði sendum við einlæg- ar samúðarkveðjur. Missir þeirra er mikill og sár, en þau eiga líka mest að þakka. Guð blessi minn- ingu hennar. Sigurlaug Bjarnadóttir Haustið 1942 settist fríður hópur ungmenna í 1. bekk Kennaraskóla íslands. Við sem fyrir vorum í .2. og 3. bekk litum forvitnum augum hina nýju nemendur, sem voru að bætast í hópinn og voru sitt af hverju landshorni. Meðal nýju nemendanna voru tvær kornungar stúlkur, hvor úr sínum landshluta, önnur 16 ára norðan úr Skagafirði, hin 17 ára af Suðurlandi. Góð vinátta tókst fljótt með þessum bekkjarsystr- um, enda stefnt að sama marki í mennt og starfi. Báðar höfðu þær gott veganesti úr foreldrahúsum, dugnað, fróðleiksþrá og góðar gáf- ur. Á vordögum einu og hálfu ári síðar voru þessar ungu stúlkur orðnar bundnar kærleiksböndum mér og minni fjölskyldu, önnur konan mín, hin mágkona. Þessar fáu en hugljúfu áratuga minningar verða að skýrri mynd í huga mínum við hið óvænta fráfall mágkonu minnar, Jónínu G. Tryggvadóttur Kvaran. Hún andaðist eftir stutt sjúk- dómsstríð í Borgarspítalanum þriðjudaginn 5. þ.m. Jónína fædd- ist 2. október 1924 að Mælifelli í Skagafirði. Foreldrar hennar voru prestshjónin á Mælifelli, Anna Grímsdóttir Thorarensen og séra Tryggvi Hjörleifsson Kvaran. Frá æskuárunum átti Ninna eins og hún var jafnan kölluð fagrar minningar. Skagafjörðurinn var sveitin hennar umfram alla aðra staði. Hann skein ávallt við sólu er bernskuminningar bar á góma. En óveðurský gátu þó gengið þar yfir. Fimmtán ára að aldri missti Ninna föður sinn á góðum aldri og fjórum árum síðar móður sína. Dauða þeirra beggja bar brátt að. er þau stóðu í umfangsmiklum störfum. Þetta var þung sorgar- ganga á hátindi lífsins fyrir syst- urnar Hjördísi og Jónínu. Árið 1943 giftist Jónína eftirlif- andi manni sínum, Ólafi S. Krist- jánssyni, fyrrverandi fulltrúa hjá Samvinnutryggingum. Stofnuðu þau þá heimili um haustið. Börn þeirra eru: Tryggvi, fiskvinnslu- maður, Einar, skólastjóri við Stóru-Vogaskóla á Vatnsleysu- strönd, kvæntur Sólveigu Vignis- dóttur kennara og eiga þau þrjú börn. Yngst er Anna, tónmennta- kennari við Vesturbæjarskólann í Reykjavík, gift Pálma Gunnars- syni söngvara og tónlistarmanni og eiga þau eitt barn. Jónína Kvaran bar með sér höfðingsbrag þar sem hún fór. Hún var gædd góðum gáfum, sem ætt- menni hennar úr báðum stofnum voru landskunn fyrir. Ninna var meðalmanneskja á hæð, björt yfir- litum, frjálsleg í framkomu en dugmikil og örugg I hverju því starfi sem hún tók sér fyrir hend- ur. Skáldskapargáfan var henni eðlislæg, en hún fór dult með þann hæfileika. Á gleðistundum var ljóðlist góðskáldanna eftirlætis umræðuefni, ekki síst þau ljóð, er sönglistin hafði sameinast í, enda hafði Ninna söngrödd góða. Þess- um fáu minningarbrotum fer nú að ljúka. Þau eru fyrst og fremst þakklætisvottur fyrir samfylgdina á jarðlífsgöngunni, sem þessi merka kona hefur lokið. Ég og fjölskylda mín vottum eftirlifandi eiginmanni, börnum, barnabörn- um, systur og öðrum vandamönn- um innilegustu samúðarkveðjur. Við óskum henni góðrar ferðar á Guðsríkisbraut. Jón H. Kristjánsson Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningar- greinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudags- blaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargrein- um skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgun- blaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Fyrirliggjandi í birgðastöð STANGA- Fjölbreyttar stæröir og þykktir Vinkiljárn L Ferkantað járn H Flatjárn _ Bakjárn Sívalt járn # SINDRAi rM STÁLHR Borgartúni 31 sími 27222

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.