Morgunblaðið - 14.11.1985, Page 54
•J
54
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1985
tttimnti
„ M19 dreymdí ab 'eq væricuS okn nibur
KQmbci, þegar bremsutmar bilubu."
Ég bætti þrem mín. við og
öðrum tveim til faðmlaga!
HÖGNI HREKKVÍSI
EIZTU &ÓINN AÐ GRAEA VlfSKlS-
GRÖFINA KRINJSUM FU6LABAPIP."
Konur hafi forgöngu um
að greiða götu aldraðra
Til Rósu Sveinbjarnardóttur.
Hún er aldeilis ekki hjáróma
rödd þín í „þessari voldugu sam-
stöðu — en samstöðu um hvað“,
eins og þú sjálf segir. Ég er svo
innilega sammála grein þinni í
Morgunblaðinu miðvikudaginn 6.
nóvember, ’ sem ber fyrirsögnina
„Teymdu, ég skal berja". Hvert
einasta orð þar er eins og talað frá
mínu hjarta. Ef ég má vitna í grein-
ina, segir þú á einum stað: „Sagt
var að milli 15—18 þúsund konur
hefðu verið á fundinum fræga —
fyrir utan þær sem ekki nenntu —
en skrópuðu samt í vinnu — við
skulum segja að þetta hafi allt verið
láglaunakonur með í kring um 1
þúsund kronur á dag — miðað við
virka daga mánaðarins ...“, tilvitn-
un lýkur.
Það sem mig langar að bæta við
þína grein er þetta: Ef kvennasam-
tök geta verið svona virk, hugsum
okkur þá hverju konurnar gætu
áorkað með almennri peningasöfn-
un, til dæmis með framlagi launa
eins vinnudags, og legðu í sjóð til
að koma upp heimilum fyrir aldr-
aða, en ástandið í þeim málum er
vægast sagt óhugnanlegt. Ég yrði
fyrst til að skrifa mig á þann söfn-
unarlista þótt ég sé ekki útivinn-
andi, „bara húsmóðir".
Eins langar mig til að beina því
til forráðamanna Hjálparstofnunar
kirkjunnar og Rauða krossins á
íslandi hvort ekki væri verðugra
fyrir þessi samtök að líta sér nær,
eins og með því að hafa forgöngu
um að greiða götu aldraðra og
hjálpa til að þeir geti lokið lífsstarfi
sínu undir eftirliti lækna og hjúkr-
unarfólks, aðila sem vinna ómetan-
leg störf við afar erfiðar aðstæður
víða. Það væri fróðlegt að vita hvort
einhverjir væru mér sammála um
þetta.
Og svo að endingu hvet ég allar
konur til að lesa áðurnefnda grein
eftir Rósu, og sjálf sendi ég henni
mínar beztu þakkir.
Jórunn Karlsdóttir
Jórunn telur ekki vanþörf á að gengist verði fyrir almennri peníngasöfnun
og féð lagt í sjóð til að koma upp heimilum fyrir aldraða.
Víkverji skrifar
Iumsögn um nýútkomna bók
Pamelu Sanders um ísland
segir brezkt blað að ísland sé sér-
stæðasta land i Evrópu. Ef við
hugsum um hvers vegna þannig
er tekið til orða sjáum við í hendi
okkar að skýringin er sú hvað
íslendingar eiga gamla og sér-
stæða menningu sem byggist á
tungu þeirra og málsmenningar-
hefð og hvað íslendingar eiga sér-
stætt og mikiifenglegt land. Þetta
tvennt er það sem útlendingar dást
mest að þegar þeir sækja lard
okkar heim — og þá ekki síður
þegar þeir lesa um það eða kynna
sér íslenzkar bókmenntir. Það
hlýtur að vera okkur fagnaðarefni
að við skulum teljast til þeirra fáu
sem eftir eru í heiminum sem telj-
ast eitthvað sérstakir.
XXX
að er sízt af öllu eftirsóknar-
vert að apa allt útlent og verða
einungis e.k. vasabókaútgáfa af
stórþjóðum eins og Bretum og
Bandaríkjamönnum, svo að ekki
sé talað um þessa alþjóðlegu
„menningu" sem alltaf er verið að
tönnlast á þótt menn eigi þá einna
helzt við alls kyns lággróður úr
poppi og plasti.
Við eigum að gera allt sem við
getum til að varðveita sérkenni
okkar. Á síðustu öld komst í tízku
að tala dönskublending í Reykja-
vík. Þá vorum við svo gæfusöm að
eignast stórhuga þjóðræktarmenn
á borð við Fjölnismenn og Jón
Sigurðsson. Þeir buðu þessari þró-
un birginn, bakhjarl þeirra var að
sjálfsögðu alþýða landsins sem var
staðráðin í að varðveita arf sinn
og eiginleika. Það varð því aldrei
tízka að tala dönsku á íslandi. Það
var þvert á móti tízka að tala
íslenzku. Það geta engir eyðilagt
okkur né menningu okkar nema
við sjálf. Á því andartaki sem við
teljum öll utanaðkomandi áhrif,
hversu ómerkileg sem þau eru, góð
og gild getum við pakkað saman
og hætt að vera þjóð. Þá yrðum
við eins og útlendingar í eigin landi
eða einhver flökkulýður sem á sér
enga rótfestu.
XXX
Nú á dögum virðist plágan frá
því á síðustu öld vera að
þrýsta sér inní íslenzkt þjóðlíf. Við
sáum það í Reykjavíkurbréfi ekki
alls fyrir löngu þegar tíundað var
tungutak flugliða. Það var kollrak
að sjá þessi ósköp á prenti. Það
er víst komið í tízku að tala svona
í alþjóðaverstöðinni í Keflavík.
Mættum við ekki biðja þetta fólk
að íhuga sitt hlutskipti, taka sjálft
sig til bæna og hreinsa tungu sína
af útlenzkunni. Skúli B. Stein-
þórsson flugstjóri á heiður skilið
fyrir að hafa orðið við óskum
höfundar Reykjavíkurbréfs að
koma þessum málblendingi til
skila við þjóðina svo að við getum
ráðizt að meininu og unnið bug á
því.
En það eru ekki einungis fluglið-
ar sem tala hrognamál á Islandi.
Margir aðrir tala einhvers konar
málblending hversdagslega og er
einnig nauðsynlegt að þeir sem það
gera hugsi sitt ráð.
Ný tækni — ekki sízt fjölmiðla-
tækni — er afar varhugaverð
þegar tungan er annars vegar. En
þó eru ýmsir á verði sem betur
fer. Þannig tala þeir sem skrifa
texta inn á myndbönd um diskling
í stað diskettu. Þetta er gott orð,
myndað eins og stráklingur, vettl-
ingur o.s.frv. Sumir halda að þetta
sé tillíking úr ensku: disk link —
og átt sé við milliliðinn „diskettu".
Það skiptir svo sem ekki máli.
Hitt er mikilvægt að við höfum
fengið ágætt íslenzkt orð, diskling,
um hlut sem nú er mikið notaður
og verður í enn ríkari mæli á næstu
árum. Við eigum að íslenzka öll
slík orð. Við eigum undir engum
kringumstæðum að gefast upp,
leggja hendur í skaut og telja
baráttuna tapaða.
XXX
að getur enginn eyðilagt tungu
okkar og menningu nema við
sjálf. Meðan við höfum áhyggjur
af henni er vel. Útlendir gistivinir
okkar staldra við þessa baráttu og
öfunda okkur af henni, ekki sízt
Norðurlandabúar. En það er mikið
verk óunnið meðan við höfum í
tungunni orð eins og sánd og að
lóda gáminn eins og komizt er að
orði við skipaafgreiðslu. Það er sök
sér að nota almennileg tökuorð og
færa þau í íslenzkan búning. Það
hefur alltaf verið gert á íslandi.
Orðið kirkja og klaustur eru töku-
orð. Þeir sem horfa á Verdi í sjón-
varpinu heyra mörg orð á ítölsku
sem eru nánast íslenzk og mun
íslenzkari en mörg þau orð sem
japlað er á um þessar mundir;
t.a.m. orðið lampi og frasi. Slík orð
hafa komizt inn í íslenzka tungu
fyrir löngu og eru ekki verri en
hvað annað. Þannig vinsar fólkið
úr því að það er ekki steingerving-
ar eða fornaldarfyrirbæri heldur
hluti af iðu og þróun. En þróunin
verður að hlíta íslenzkum lög-
málum. Það er sómi hvers manns
að tala fallegt mál og mikilvægt
að þeir sem skrifa íslenzku vandi
verk sitt eftir föngum. Þeir sem
eru á miðjum aldri ólust upp við
fortó sem nú heitir gangstétt.
Vafasamt er hvort ungt fólk skilur
fortó — og er það vel. Það er glæta
í myrkrinu.