Morgunblaðið - 14.11.1985, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 14.11.1985, Blaðsíða 55
MQRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1985 55 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11.30 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Fáir kannast við vísuna Frí sýningu LR á „Land míns foður", sem Ragna segir hina bestu skemmtun. Skemmtileg kvöld- stund í Iönó Ragna Gunnarsdóttir, Fífu- hvammsvegi 11, Kópavogi skrifar: Velvakandi góður. Ég hef nú ekki lagt það í vana minn að skrifa þér, þó að ég lesi oftast það sem aðrir skrifa. Nú fæ égþó ekki orða bundist. I blaðinu 1. nóvember sl. birtist bréf frá Jóhannesi Proppé, nokk- urskonar stóridómur um leikritið „Land míns föður", sem nú er sýnt í Iðnó. Við hjónin sáum þetta leik- rit okkur til mikillar ánægju og held ég að flestir leikhúsgestirnir þetta kvöld hafi verið á sama máli. Ég held að þakið í gamla, góða Iðnó hafi verið nær því að lyftast af hlátri manna, heldur en að síga af leiðindum eins og Jóhannes vill meina. Hver hefur sinn smekk og ég held að það hafi ákaflega mikið að segja með hvaða hugarfari við förum í leikhús. Förum við jákvæð og ákveðin í að skemmta okkur, eða förum við neikvæð og ákveðin í að finna gallana á leikritinu, ef einhverjir eru? Sjálfsagt er „Land míns föður" ekki gallalaust fremur en annað í heimi hér, en ég segi bara fyrir mig að ég fer ekki í leikhús til að gagnrýna — látum gagnrýnend- urna um það! Kærar þakkir Kjart- an Ragnarsson, Atli Heimir Sveinsson, leikarar og aðrir þeir sem að sýningunni standa. Ágæti Velvakandi. Viltu vera svo góður að senda honum Guðmundi Finnbogasyni eftirfarandi hugleiðingu mína, vegna fyrirspurnar hans í Velvak- anda 21. september siðastliðinn. Þar spurðist hann fyrir um konu þá er vísan „Hundrað ára hreppti kláragleði" fjallar um og einnig um höfund hennar. Ég býst við að það reynist erfitt að finna svör við þessum spurning- um. Þó gæti verið að þau leyndust í gömlum ritum eða annálum, þar sem svo sérstök vísa sem þessi ætti svo sannarlega að vera skráð. Ég, sem pára þessar línur, hefi spurt margt eldra fólk hér í Reykjavík um þessa vísu, án árangurs. Síðastliðið sumar dvaldi ég norður í Skagafirði í 10 daga og hitti þar nokkra eldri menn og spurði þá einnig um vísuna og höfund hennar. Sumir þeirra höfðu ekki heyrt eða séð vísuna, aðrir hristu höfuðið. Ég lærði umrætt kvæði í æsku, rétt um síðustu aldamót og að mínu viti tel ég hana betur kveðna og auðskiljan- legri nútímafólki eins og ég lærði hana. Hér er einungis átt við miðlínuna. Ég læt hér fljóta með báðar út- gáfurnar og kemur vísa Guðmund- ar fyrst. Hundrað ára hreppti kláragleði ellefu skorra árin tvenn ein fyrir norðan kerlingin. Mín vísa hljóðar svo: Hundrað ára hreppti kláragleði eikin skorða og ellefu tvenn ein fyrir norðan kerlingin. Fyrir þá sem ekki þekkja til er rétt að geta þess að „eikin skorða" er kvenkenning í gömlum skáld- skap. Með bestu kveðju til Guðmund- ar. Kristjón Ólafsson Verndum þá sem vinna að fíkniefnamáluni Velvakandi. Ég hrökk illa í kút þegar ég sá mynd á baksíðu Morgunblaðsins 1. nóvember síðastliðinn frá elt- ingaleik lögreglu við grunaðan fíkniefnasala og handtöku hans. Á myndinni var andlit hins grunaða kyrfilega falið en ekki hirt um að torkenna andlit lögreglumann- anna á neinn hátt. Hér þykir mér skjóta skökku við. Blaðamenn og ljósmyndarar mættu hafa það í huga að lögreglu- mönnum er gert mun erfiðara fyrir að rannsaka brot af þessu tagi ef myndir af þeim birtast fyrir al- þjóð. Að auki er mér kunnugt um að þeir lögregluþjónar sem staðið hafa í rannsóknum fíkniefnamála og fjölskyldur þeirra hafa iðulega orðið fyrir ónæði og ofsóknum og jafnvel árásum af hálfu fíkniefna- sala. Eiginkona lögreglumanns. Aths. ritstj. Morgunblaðið telur það skyldu sína við lesendur að birta myndir sem tiltækar eru af alvarlegum atburðum eins og þeim sem varð fimmtudagskvöldið 31. október þegar lögreglan stöðvaði þrjá fíkni- mÆr spurt og svarad Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Um leik Fram og Rapid Wien Gunnar spyr: Mig langar að beina þeirri fyrir- spurn til forráðamanna knatt- spyrnudeildar Fram hvort að ekki hafi verið hægt að láta leik Fram og Rapid Wien fara fram á öðrum tíma dagsins, svo að fleiri gætu séð hann? Leikurinn hófst sem kunnugt er kl. 14.30 og vinnandi fólk komst af þeim sökum ekki á hann. Hvernig hefði verið að hafa leikinn í hádeginu, eða um kvöld- matinn? Svar Jóhanns Kristinssonar, framkvæmdastjóra knattspyrnu- deildar Fram: Austurríska sjónvarpið hugðist sýna leik Fram og Rapid Wien í beinni útsendingu og hentaði best að leikurinn hæfist kl. 14.30 að íslenskum tíma. í skammdeginu sem nú færist óðum yfir er enda varla hægt að hefja leik á Laugar- dalsvellinum mikið síðar, vegna þess að völlurinn er ekki flóðlýst- ur. Taka þurfti með í reikninginn að leikinn hefði getað þurft að framlengja, sem hefði þýtt það að honum hefði lokið um kl. 17. Er það í síðasta lagi því að um það leyti fer að dimma. Það segir sig því sjálft að ekki var hægt að láta Ieikinn fara fram um kvöldmatarleytið. efnasmyglara. I því tilfelli varóhjá- kvæmilegt að lögreglumenn sæjust, bæði einkennisklæddir og óein- kennisklæddir. Það hefur lengi verið venja Morgunblaðsins að hylja andlit sakborninga og er það í samræmi við þá vinnureglu blaðs- ins að birta ekki nöfn fyrr en sekt er sönnuð. Á hinn bóginn má vel vera að aðstæður séu slíkar nú orðið að nauðsynlegt sé að vernda þá, sem vinna að fíkniefnamálum og fjöl- skyldur þeirra með því að birta ekki af þeim myndir. Morgunblaðið mun taka það til athugunar. Skrifiö eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til aö skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eöa hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki viö aö skrifa. Meöal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og oröaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituö, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng veröa aö fylgja öllu efni til þátt- arins, þó aö höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæöa til að beina því til lesenda blaösins utan höfuöborgarsvæöisins, aö þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Innilegt þakklæti flyt ég öllum þeim sem meÖ heimsóknum, gjöfum og kveöjum glöddu mig á áttræöisafmæli mínu, 23. október sl. Auður Tryggvadóttir, Gerðum. Hleðslutœki Póstsendum 12V - 6 AMP Verö m/söluskatti Kr. 1.896.- 12/24V - 12 AMP Verö m/söluskatti Kr. 3.963,- HÁBERGH/F, Skeifunni 5A Sími: 91-84788 Microline 182/192/193 Ný kynslóö tölvuprentara! Kostimir eru ótvíræöir: • Þriöjungi minni og helmingi léttari en áöur. • Miklu hljóðlátari en áður. • Fullkomlega aðhæföir IBM PC og sambæri- legum tölvum. • Tbngjast öllum tölvum. • Prenta 160 stafi á sekúndu, skáletur og gæðaletur. • Notandi getur sjálfur hannað eigin leturgerðir. • Fullkomin varahluta- og viðhaldsþjónusta. • Til á lager. Nýjungarnar koma alltaf fyrst frá MICROLINE. Það er því engin furða að MICROLINE eru mest seldu töivuprentarar á íslandi. ^mmmm m mm—mmm* m IMÍKROI Skeifunni11 Sími 685610
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.