Morgunblaðið - 23.11.1985, Page 4
MORG UNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER1985
4
INNLENT
Verzlanir í
gamla miðbænum
Flestar
opnar í dag
til kl. 16.00
VEL FLESTAR verslanir í gamla
miðbænum hyggjast hafa opið til kl.
16.00 í dag, laugardag, en í Morgun-
blaðinu í gær mátti sjá áskorun þar
sem nýstofnuð samtök um Gamla
miðbæinn skoruðu á atvinnurekend-
ur í gamla miðbænum að hafa opið.
Guðlaugur Bergmann, formaður
félagsins, sagði í samtali við blaða-
mann að þar sem félagið hefði
ekki formlega tekið til starfa enn,
hefði sú leið verið farin að skora
á verslunareigendur í blaðaauglýs-
ingu að hafa opið og vonaðist hann
til þess að allir sem vettlingi geta
valdið geri það.
EIGENDUR smábáta frá Akranesi,
Reykjavík og Hafnarfirði lokuðu
Reykjavíkurhöfn í gærmorgun í mót-
mælaskyni við stjórnun veiða smá-
bátanna. Segja þeir, að með núver-
andi fyrirkomulagi sé verulega vegið
að afkomu þeirra með því að banna
þeim allar veiðar í tæpa þrjá mánuði
samfleytt. Aðgerðir smábátaeigenda
töfðu meðal annars brottför Akra-
borgar frá Reykjavík í rúman klukk-
utíma, en höfninni lokuðu þeir í um
eina og hálfa klukkustund.
Lögreglan hafði lítilsháttar af-
skipti af eigendum bátanna, ræddi
við þá og losaði ennfremur kaðal,
sem bátarnir höfðu verið festir við
í landi. Var það gert í sama mund
og trillukarlarnir höfðu ákveðið
að létta umsátri sínu. Samkvæmt
núgildandi reglugerð um veiðar er
eigendum smábáta bönnuð veiði
frá og með miðjum nóvember til
9. febrúar, en í fyrirliggjandi
frumvarpi um stjórnun veiðanna
er ákvæði þess efnis, að þeim verði
heimilar veiðar á línu á þessu
tímabili. Það ákvæði, verði það
JC-hreyfingin:
Barouni
sigraði
Cartagena, 22. nóvember. Frá Ingimari Sig-
urðnjnL
KOSNINGAR til heirasstjórnar
JC-hreyfingarinnar fóru fram í dag
hér í Cartagena í Colombíu.
Moncef Barouni frá Túnis var
kosinn heimsforseti eftir mjög harða
baráttu við frambjóðanda JC-ís-
lands, Andrés B. Sigurðsson. Þrátt
fyrir þessi úrslit sem valda okkur
að sjálfsögðu miklum vonbrigðum,
þá er það Ijóst að framboð Andrésar
og störf hans innan alþjóðahreyfing-
arinnar hafa vakið mikla athygli á
fslandi og íslendingum.
Andrés B. Sigurðsson var vara-
forseti í alþjóðastjórn 1982 og
framkvæmdavaraforseti 1983. Áð-
ur hafði Ólafur Stephensen starfað
sem alþjóðlegur varaforseti árið
1971.
Næsta heimsþing hreyfingar-
innar verður Nagoya í Japan og
hér var einnig kosið um heimsþing
1987 sem verður í Amsterdam í
Hollandi.
Heimsþinginu lýkur á laugar-
dagskvöldið.
20 % verðlækkun
á kjúklingaútsölu
Svar við kindakjötsútsölunni, segja kjúklingabændur
KJÚKLINGABÆNDUR hafa lækk-
að verð framleiðslu sinnar um 20%.
Stendur kjúklingaútsalan til mán-
aðamóta, eða í vikutíma. Algengt
smásöluverð á heilum kjúklingum
lækkaði við þetta um 60 krónur kíló-
ið, úr 300 í 240 krónur, en kjúklingar
eru þó auglýstir alit niður í 210-215
krónur kílóið.
Félag kjúklingabænda sam-
þykkti nýlega að hækka kjúklinga
um 8,5% og átti verðhækkunin að
taka gildi næstu daga. Salan hjá
stærstu framleiðendunum hefur
hinsvegar dregist saman og birgðir
safnast, vegna kindakjötsútsöl-
unnar að því er þeir telja, og ák-
váðu þeir að svara kindakjötsút-
sölunni með svipaðri verðlækkun.
Ýmsir smærri framleiðendur voru
á móti verðlækkun en treystu sér
ekki til annars en að fara að dæmi
þeirra stærri þannig að verðlækk-
unin nær til allra framleiðenda.
Um næstu mánaðarmót hækkar
kjúklingaverðið aftur um þessi
20% sem það lækkaði nú og má
búast við að þar ofan á verði bætt
8,5% hækkun sem framleiðendur
telja nauðsynlega til að vega upp
kostnaðarhækkanir undanfarna
mánuði.
Alfreð Jóhannsson fram-
kvæmdastjóri fsfugls í Mosfells-
sveit sagði að sala kjúklinga hefði
dregist saman vegna lambakjöts-
útsölunnar og framleiðendur
ákveðið að svara því með tíma-
bundinni útsölu. Jónas Halldórs-
son í Sveinbjarnargerði, formaður
Félags kjúklingabænda, sagði
ákveðið að hækka kjúklingaverð
um 8,5% um næstu mánaðamót.
Hins vegar væri birgðasöfnun hjá
stærstu framleiðendunum, ísfugli
og Holtabúinu, og þeir hefðu beitt
sér fyrir útsölu og aðrir fylgt með.
Sjálfur sagðist Jónas ekki eiga í
neinum erfiðleikum með söluna og
svo væri með fleiri framleiðendur
og væru þeir því ekkert allt of
ánægðir með að þurfa að lækka
verðið. Kjúklingabændur hefðu
enga opinbera sjóði til að fjár-
magna svona útsölu eins og kinda-
kjötsframleiðendur og því kæmi
þetta sem bein kauplækkun hjá
þeim.
Útsala hefur einnig komið til
tals hjá svínabændum, en Halldór
H. Kristinsson á Hraukhóli, for-
maður Svínaræktarfélags íslands,
sagðist ekki hafa trú á að af því
yrði. Hann sagðist ekki hafa orðið
var við sölusamdrátt þrátt fyrir
kindakjötsútsöluna og engin
birgðasöfnun virtist vera af svína-
kjöti. Sagði hann að svínabændur
hefðu ákveðið að sjá til með áhrif
kindakjötsútsölunnar en sér virt-
ist allt benda til að þeir stæðu
hana af sér.
Morgunblaðið/Friðþjófur
Eigendur smábáta lokuðu hafnarmynninu með því að binda báta sína milli hafnargarðanna. Nokkur mannfjöldi fylgdist með og eru hafnarverðir meðal
annars að ræða við karlana.
Smábátaeigendur lokuðu Reykjavíkurhöfn:
Skarphéðinn Árnason frá Akranesi.
til þess tekið. Það er heldur ekkert
tillit tekið til mikillar fjölgunar
smábáta og aukinnar sóknar
þeirra og veiðigetu. Það er ekkert
tillit tekið til afkomu okkar og
fjölskyldna okkar. Stjórn misvitra
manna á sjávarútveginum er að
eyðileggja hann,“ sagði Skarp-
héðinn.
„Það er betra að segja satt
Éryndís og ekki vera reið“
Athugasemd frá Gísla Gestssyni
í Morgunblaðinu 22. nóvember
veitist Bryndís Víglundsdóttir
ómaklega að Albert Guðmunds-
syni vegna endurskoðunar á
húsaleigusamningi vegna hús-
næðis Þroskaþjálfaskóla íslands.
I nær heilt ár hafa staðið við-
ræður við heilbrigðisráðuneytið
og síðan Fjárlaga- og hagsýslu-
stofnun um endurskoðun húsa-
leigusamnings Þroskaþjálfa-
skóla Islands og leigusala, sem
er Víðsjá.
Þar sem opinber gjöld hafa
hækkað meira en helmingi meira
en leiguafgjald, þótti sanngjarnt
að endurskoða samninginn.
Sú endurskoðun var alfarið
unnin af embættismönnum hjá
Fjárlaga- og hagsýslustofnun.
Albert Guðmundsson kom ekki
nálægt þeirri umfjöllun og hefur
undirritaður ekki rætt fyrr né
síðar við Albert Guðmundsson
um þessa endurskoðun né út-
komu hennar.
Enda var ekki gengið frá
samningi endanlega fyrr en 3
vikum eftir að Albert Guð-
mundsson hætti störfum sem
fjármálaráðherra, og því með
öllu óréttlátt að draga Albert
Guðmundsson inn í ósmekklega
og óskiljanlega ritsmíð Bryndís-
ar Viglundsdóttur.
Það virðist vera í tísku nú hjá
ýmsu skapmiklu fólki, að ráðast
á stjórnmálamenn og ýmsa aðra,
til að skapa sundrung og
óánægju.
Albert Guðmundsson hefur
enn orðið fyrir aðkasti frá þessu
Kði.
Mér þykir það mjög miður, þar
sem aðdróttanir Bryndísar Víg-
lundsdóttur hafa ekki við rök að
styðjast.
FJi. Víðsjá, Gísli Gestsson
Mótmæla þriggja
mánaða veiðibanni
samþykkt af Alþingi, tekur ekki
gildi fyrr en eftir áramót. Smábát-
arnir höfðu um síðustu mánaða-
mót aflað rúmlega 22.000 lesta á
þessu ári og er það nálægt 3% af
áætluðum botnfiskafla lands-
manna á þessu ári. Smábátum
hefur á síðustu árum fjölgað um
rúmlega helming og telja eigendur
þeirra, að ekki hafi verið tekið
tillit til þess við úthlutun heildar-
kvóta þeirra.
Skarphéðinn Árnason var einn
þeirra, sem að þessum mótmælum
stóðu, en hann á bátinn Rún AK
27. Hann sagði í samtali við Morg-
unblaðið, að þeir væru fyrst og
fremst að mótmæla því, að þeir
væru sendir í land í þrjá mánuði
samfleytt svo og eilífum dagskip-
unum sjávarútvegsráðherra um
stopp á stopp ofan. Hann vissi
ekki til þess, að stjórnvöld bönn-
uðu nokkrum öðrum þjóðfélags-
hópi að afla sér lífsviðurværis og
sendi menn þannig á vonarvöl.
„Við erum ekki meðhöndlaðir eins
og aðrir rnenn," sagði hann. „Þrátt
fyrir yfirlýsingu eigenda smábáta
um að skilið verði á milli þeirra,
sem hafa af þessu aðalatvinnu og
hinna, sem veiðarnar stunda í hjá-
verkum, og viljayfirlýsingu Al-
þingis um hið sama, er ekkert tillit