Morgunblaðið - 23.11.1985, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER1985
Rattigan
Höfundur fimmtudagsleikrits-
ins er breskur leikritahöf-
undur Terence Rattigan að nafni.
Rattigan fæddist 1911 en ekki hef
ég minnstu hugmynd um hagi hans
í dag. Ég á líka erfitt með að meta
stöðu Rattigans í leikhússheimin-
um þótt ýmiss verka hans hafi
notið töluverðra vinsælda og jafn-
vel hlotið verðlaun til dæmis: The
Winslow Boy er lýsir á nærfærinn
hátt baráttu föður ungs drengs
fyrir því að hreinsa soninn af
þjófsákæru. The Winslow Boy
hlaut Ellen Terry-verðlaunin ’46
og árið eftir gagnrýnendaverðlaun
New York-borgar sem veitt eru
besta erlenda leikverkinu. En þótt
Rattigan hafi ritað vinsæl verk í
senn af léttara og þyngra taginu
þá hefir hann stundum orðið að
hlýta dómi „Aunt Edna“ en svo
nefnir Rattigan hinn ofur venju-
lega leikhúsgest er fer ekki í leik-
húsið með hausinn fullan af fræði-
kenningum. Þannig varð karllnn
að sætta sig við að hinn óhemju
vinsæli gamanleikur hans French
Without Tears er hann ritaði ’36
náði aðeins fjögur kveld á sviðið
sem söngleikur á því herrans ári
1960. Hvort nokkur kjaftur man
eftir Terence Rattigan árið 2060
er ekki gott að spá til um enda
hverfa flest mannanna verk í
þagnarinnar djúp og máski er
engin kenning háskalegri en sú að
orðstírr deyr aldrigi,/ hveims sér
góðan getr. Nær væri manneskj-
unni að líta til dægurflugunnar er
vaknar að morgni og flýgur út í
ljósið til þess eins að deyja að
kveldi inn í myrkrið. Við megum
þakka fyrir ljósdropann er okkur
gefst færi á að svamla í örskots-
stundina.
Þjóðargjöf
Sú afurð leikritaskáldsins Ter-
ence Rattigan er hljómaði af sviði
útvarpsleikhússins síðastliðið
fimmtudagskveld nefndist í ágætri
þýðingu Sverris Hólmarssonar
Þjóðargjöf. Sagði þar frá einu af
þessum stórmennskum sögunnar
sem búið er að steypa í brons,
dúfum og öðrum sísvöngum fugl-
um til skemmtunar. Maður þessi
nefnist Nelson og er hausinn á
honum hafður til sýnis túrhestum
í miðri Lundúnaborg efst á súlu
nokkurri. Nelson þessi hefir öðlast
orðstírr/er deyr aldrigi í krafti
nokkurra kröftugra sjórrusta þar
sem ungum mönnum var slátrað í
nafni heimsveldisdrauma. Þessi
mikilvirki sláturhússtjóri breska
flotans er sýndur í leikriti Rattig-
ans sem óstýrilátur nautnabelgur
er kýs helst að eyða frístundum
uppí rúmi hjá miðaldra hóru og
klámkjafti er nefnist Lafði Emma
Hamilton. Snjall sálfræðingur af
freudíska skólanum myndi vafa-
laust skýra þessa áráttu Nelsons
þannig að hann væri fæddur sjó-
maður er kynni hvergi við sig
nema í ölduróti fretandi kanónum.
Margrét og Gísli
Þau Margrét Helga Jóhanns-
dóttir og Gísli Alfreðsson léku
Lafði Hamilton og Lord Nelson.
Hæfði þar skel kjafti því Margrét
Helga var eins og fædd í hlutverk
þessarar groddakerlingar og Gísli
stóð sig ágætlega í hlutverki flota-
foringjans enda búinn að öðlast
nokkra þjálfun í æðri manna sið-
um niðri í Þjóðleikhúsi. En þegar
þeirra skötuhjúa naut ekki við var
eins og púðrið blotnaði og kanónan
gapti þögul mót áheyrandanum.
Leikrit Rattigans er sum sé ágætis
einþáttungur þar sem samleikur
tveggja vel skrifaðra persóna nýt-
ur sín prýðilega en þvl miður
þurfti Rattigan endilega að prjóna
við einþáttunginn og því fór sem
fór.
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP / S J ÓN VARP
Ungfrú
■I Dagskrá frá
30 fegurðarsam-
— keppni Ungfrú
heims— “Miss World" —
verður sýnd í fullri lengd
í dag kl. 17.30. Hluti dag-
skrárinnar var sýndur í
sjónvarpi sl. föstudags-
kvöld en við slæm skilyrði
heimur
vegna veðurs.
Keppnin fór fram í
London 14. nóvember sl.
og var það fulltrúi íslands,
Hólmfríður Karlsdóttir,
sem sigraði eins og kunn-
ugt er. Fulltrúi Englands
var í öðru sæti og sú
| bandarískaíþriðjasæti.
„Á eyðiey“
nýtt framhalds-
leikrit
„Á eyðiey" -
leikrit barna og unglinga
— verður flutt á rás 1 í
dag kl. 17.00. Leikritið er
eftir Reidar Anthonsen og
er það byggt á unglinga-
sögu eftir Kristian Elster.
Alls eru þættirnir fjórir.
Þýðandi er Andrés
Kristjánsson en leikstjóri
er Bríet Héðinsdóttir.
Leikritið var áður flutt í
útvarpi árið 1974.
f því segir frá þremur
drengjum sem eru í fjalla-
ferð í sumarleyfi sínu.
Þeir villast í þoku og koma
að vatni nokkru þar sem
þeir finna bát. Þeir ákveða
að róa yfir vatnið og reyna
að komast til byggða. En
þokan villir þeim sýn og
þeir lenda á eyðieyju úti í
vatninu þar sem þeir
verða fyrir því óhappi að
missa bátinn frá sér.
Sagan af Adele H
— frönsk bíómynd
■■■■ Franska bíó-
00 40 niyndin „Sagan
ZZ — af Adele H“ er
á dagskrá sjónvarps kl.
22.40 í kvöld en myndin
er frá árinu 1975.
Leikstjóri er Francois
Truffaut og í aðalhlut-
verkum eru Isabelle Adj-
ani og Bruce Robinson.
Myndin er byggð á dag-
bókum og bréfum dóttur
franska skáldsins Victors
Hugos. Hún fær ofurást á
Isabelle Adjani og Bruce
Robinson í hlutverkum sín-
um.
breskum liðsforingja og I Þýðandi er ólöf Péturs-
eltir hann til Nova Scotia. I dóttir.
Dick og Jane með barn sitt og heimilishund.
Glatt á hjalla
bandarísk bíómynd
■■■■ Bandaríska bíó-
01 10 myndin „Glatt
LtY— á hjalla" (Fun
with Dick and Jane) er
fyrri bíómynd kvöldsins.
Hún er frá árinu 1977 og
er leikstjóri Ted Kotcheff.
f aðalhlutverkum eru
George Seagal og Jane
Fonda. Kvikmyndahand-
bókin gefur myndinni
þrjár stjörnur í einkunn
af fjórum mögulegum.
Þegar Dick Harper
missir vinnuna kemst fjöl-
skyldan í kröggur. Þau
Jane, kona hans, sjá ekki
annað ráð vænna en að
gerast ræningjar til að
sjásérfarborða.
Þýðandi er Kristmann
Eiðsson.
ÚTVARP
LAUGARDAGUR
23. nóvember
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn
7.15 Tónleikar, pulur velur og
kynnir.
7.20 Morguntrimm.
7.30 Islenskir einsöngvarar og
kórar syngja.
8.00 Fréttir. Dagskrá.
8.15 Veðurfregnir. Tónleikar.
8.30 Lesiö úr forystugreinum
dagblaðanna. Tönleikar.
9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
9.30 Oskalög sjúklinga.
Helga Þ. Stephensen kynnir.
10.00 Fréttir.
10.05 Daglegtmál.
Endurtekinn þáttur frá kvðld-
inu áður I umsjá Margrétar
Jónsdóttur.
10.10 Veðurfregnir. Óskalög
sjúklinga, framh.
11.00 Bókaþing.
Gunnar Stefánsson dag-
skrárstjóri stjórnar kynning-
arþætti um nýjar bækur.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veöurfregnir. Tilkynning-
ar. Tónleikar.
13.50 Hér og nú. Fréttaþáttur (
vikulokin.
15.00 Elly Ameling syngur lög
eftir Franz Schubert. Rudolf
Jansen leikur á planó.
(Hljóðritun frá Schubert-
hátlð I Hohenemshöll I Aust-
urrlki Ijúnlsl.).
15.40 Fjölmiðlun vikunnar
Margrét S. Björnsdóttir endur-
menntunarstjóri talar.
15.50 Islensk mál. Asgeir
Blöndal Magnússon flytur
þáttinn.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Listagrip. Þáttur um listir
og menningarmál. Umsjón:
Sigrún Björnsdóttir.
17.00 Framhaldsleikrit barna og
unglinga: .A eyðiey" eftir
Reidar Anthonsen. Leik-
stjóri: Brlet Héðinsdóttir.
Aðurútvarpað 1974.
17.30 Samleikur I útvarpssal.
Kjartan Oskarsson og Krist-
inn Gestsson leika pólska
tónlist fyrir klarinett og
planó.
14.20 Bayern Munchen —
Werder Bremen.
Bein útsending frá leik þess-
ara liða á Ólympiuleikvang-
inum I Múnchen.
16.15 Enska knattspyrnan.
Umsjónarmaður Bjarni Felix-
son.
17.00 Móöurmáliö.
Framburður. Endursýndur
sjötti þáttur.
17.10 Iþróttir.
Umsjónarmaður Bjarni Felix-
son.
17.30 Ungfrú heimur. Dagskrá
frá fegurðarsamkeppni
„Miss World" sem tram fór
ILondon 14. nóvembersl.
19.20 Steinn Marcó Pólós.
(La Pietra di Marco Polo).
a. Tvær kaprlsur eftir Tad-
eusz Baird. b. Intermezzo
eftir Stefan Kisielewski. c.
Þrlr mlnlatúrar ettir Krzysztof
Penderecki. d. Fjórar kaprls-
ur ettir Tadeusz Paciorki-
ewicz. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.35 Elsku pabbi. Þáttur I
umsjá Guðrúnar Þóröardótt-
ur og Sögu Jónsdóttur.
19.55 Leikrit: „Þjóðargjöf" eftir
Terence Rattigan. Endurtek-
Nlundi þáttur. Italskur fram-
haldsmyndaflokkur um æv-
intýri nokkurra krakka I
Feneyjum. Þýðandi Þurlður
Magnúsdóttir.
19.50 Fréttaágripátáknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Staupasteinn.
(Cheers). Bandarlskur gam-
anmyndaflokkur. Þýðandi
Guöni Kolbeinsson.
21.10 Glatt á hjalla.
(Fun with Dick and Jane).
Bandarlsk blómynd frá
1977. Leikstjóri Ted Kotch-
eff. Aðalhlutverk George
Segal og Jane Fonda. Þegar
Dick Harper missir vinnuna
kemst fjölskyldan I kröggur.
ið frá fimmtudagskvöldi.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgun-
dagsins.
22.15 Veöurfregnir. Orö kvölds-
ins.
22.25 A ferð með Sveini Einars-
syni.
23.00 Harmonfkuþáttur.
Umsjón Högni Jónsson.
23.30 Danslög.
24.00 Fréttir.
00.05 Miðnæturtónleikar. Um-
sjón: Jón örn Marinósson.
01.00 Dagakrárlok. Næturút-
varp á rá» 2 til kl. 03.00.
Þau Jane, kona hans, sjá
ekki annað ráð vænna en
aö gerast ræningjar til að
sjá sér farborða. Þýðandi
Kristmann Eiðsson.
22.40 Sagan af Adele H.
(L'historie d'Adéle H).
Frönsk blómynd frá 1975.
Leikstjóri Francois Truffaut.
Aðalhlutverk Isabelle Adjani
og Bruce Robinson. Myndin
er byggð á dagbókum og
bréfum dóttur franska
skáldsins Victors Hugo. Hún
fær ofurást á breskum liðs-
foringja og eltir hann til Nova
Scotia. Þýðandi ólöf Péturs-
dóttir.
00.20 Dagskrárlok.
Laugardagur
23. nóvember
10.00—12.00 Morgunþáttur.
Stjórnandi. Sigurður Blðndal.
Hlé.
14.00—16.00 Laugardagur til
lukku.
Stjórnandi: Svavar Gests.
16.00—17.00 Listapopp.
Stjórnandi. Gunnar Salvars-
son.
17.00—18.00 Hringborðiö.
Stjórnandi. Sigurður Einars-
son.
Hlé.
204)0—214)0 A svörtu nótunum.
Diana Ross og The Supre-
mes, þriöji og slöasti þáttur.
Stjórnandi: Pétur Steinn
Guðmundsson.
21.00—22.00 Dansrásin.
Stjórnandi. Hermann Ragnar
Stefánsson.
22.00—23.00 Bárujárn.
Stjórnandi. Siguröur Sverris-
son.
23.00—24.00 Svifflugur.
Stjórnandi: Hákon Sigurjóns-
son.
24.00—03.00 Næturvaktin.
Stjórnandi. Jón Axel Ólafs-
son.
Rásirnar samtengdar aö
lokinni dagskrá rásar 1.
SJÓNVARP
LAUGARDAGUR
23. nóvember