Morgunblaðið - 23.11.1985, Síða 21

Morgunblaðið - 23.11.1985, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 23. NÓVEMBER1985 21 í tilefni af prófkjöri — eftir Auöi Auðuns Tilefni þess að ég nú, þegar próf- kjör er framundan, sting niður penna er annars vegar það að leið- rétta misskilning og hins vegar að vara flokkssystkini min við and- varaleysi. Varðandi hið fyrra vona ég að enginn fari að telja mér það til yfirlætis þegar ég rifja það upp, að á borgarstjórnarferli mínum í 6 kjörtímabil var ég í 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins í 5 borgarstjórnarkosningum. Jafnframt var ég forseti borgar- stjórnar síðustu 4 kjörtímabil mín. Nú er mér sagt að ýmsir telji að forseti borgarstjórnar sé sjálf- sagður i 2. sætið á framboðslistan- um, má mikið vera ef ég hefi ekki rekist á það einhvers staðar á prenti að sú hefð hafi skapast. Detti einhverjum í hug að vísa um það til þeirra ára sem ég gegndi forsetastarfi vil ég leiðrétta þann misskilning. Það sem réði því að ég var í 2. sæti framboðslistans mun einfaldlega hafa verið það póli- tíska mat, að listinn höfðaði frekar til kjósenda með konu ofarlega í sæti. Þess má geta að prófkjör var aðeins einu sinni í minni borgar- fulltrúatíð. Sé hægt að tala um einhverja hefð eða fordæmi á þessum árum var það einfaldlega þetta, að kona skipaði 2. sætið á framboðslista flokksins og þá skip- an teldi ég æskilegt að endurvekja. Nú hafa ýmsir frambjóðendur lýst því yfir að þeir stefni að því að hljóta 2. sætið í prófkjörinu og þar á meðal okkar ágæti flokks- bróðir, sem gegnt hefur embætti forseta borgarstjórnar nú um nokkurra mánaða skeið. Ég tel reyndar hvorki hann né aðra á prófkjörslistanum sjálfsagða í 2. sætið. Hinsvegar fellur mér það vel að menn keppi að því að ná hátt í prófkjörinu og það gladdi mig að sjá, að meðal þeirra, sem stefna á 2. sætið, er ein kona, Katrín Fjeldsteð læknir. Ég ætla ekki að fara að skrifa einhverja lofgerð um Katrínu, hún hefur kynnt sig best sjálf með störfum sínum í borgarstjórn á kjörtíma- bilinu. Hún er traustur fulltrúi og „hefur bein í nefinu". Ég sný mér þá að því sem er aðaltilefni þessa greinarstúfs. Vitna ég þá fyrst í leiðara Morgun- blaðsins fimmtudaginn 21. nóv- ember, en í hugleiðingum um próf- „Sé hægt aö tala um einhverja hefð eða for- dæmi á þessum árum var það einfaldlega þetta, að kona skipaði 2. sætið á framboðslista flokksins og þá skipan teldi ég rétt að endur- vekja.“ kjör segir þar m.a. að ef litið sé til úrslita borgarstjórnarkosninga í Reykjavík síðan 1970 „er ekki unnt að segja annað en prófkjörin hafi leitt til viðunandi niðurstöðu fyrir sjálfstæðismenn". Þessu mótmæli ég og tek sem dæmi niðurstöðu í prófkjörinu fyrir síð- ustu borgarstjórnarkosningar, sem ég tel að hafi orðið Sjálfstæð- isflokknum til lítils sóma, þá náði kona að komast í 5. sæti og síðan loks önnur i 10. sæti. Kjörnefnd og fulltrúaráðsfundur bættu þó nokkuð hlut kvenna, því að sýnt var að ekki var gerlegt að bjóða fram listann eins og hann kom úr prófkjörinu. Það yrði þokkalegt ef reykvískir sjálfstæðismenn lykju kvennaáratugnum með ámóta prófkjörsniðurstöðu og þá varð. Ég undrast það ef menn gera sér ekki grein fyrir afleiðingum þess að sniðganga konur þegar valdir eru fulltrúar flokksins í kosning- um. Halda menn til dæmis að ungu konurnar, áhugasamar um þjóð- mál, vel menntaðar og hæfar, fylli- lega á borð við karlmenn, laðist að flokki, sem ekki gefur konum meiri möguleika? Eg skora á flokkssystkini mín, konur og karla, að íhuga hvað andvaraleysi í þess- um efnum getur kostað okkur. Veitum konum öflugan stuðning í prófkjörinu. Höfundur er fyrrrerandi ráðherra, þingmaður og borgarfulltrúi. Fyrirlestur um vatnafræði á íslandi KRISTINN Einarsson, vatnafræð- ingur, flytur erindi um vatnafræði á íslandi og hagnýtingu hennar, á vegum Hins íslenska náttúrufræðifé- lags í stofu 201 í Árnagarði, mánu- daginn 25. nóvember næstkomandi klukkan 20.30. Vatnafræði er ung grein á meiði - náttúrufræða og þeir eru ekki margir, sem hafa unnið að henni hér á landi. Engu að síður er hún mjög mikilvæg, t.d. þegar vatns- orkuver eru byggð og leitað að neyzluvatni. Á vettvangi alþjóð- samstarfs er nú unnið að því að auka og breiða út þekkingu í vatna- fræði og miðla henni á milli þjóða. Sérstök áherzla er lögð á að hvetja menn til þess að nýta vatnsforða jarðar á skynsaman hátt. Fyrr en seinna mun óvarkárni og sóun á vatni koma mönnum í koll. íslend- ingar telja sig hólpnari í vatnsmál- um en margur annar og hafa oft hælzt um af því að eiga tærasta vatn í heimi. Samt sem áður vita flestir fátt annað en það, að „við fáum vatn úr vatnskrananum" eins og stendur í þýddri bók hand börnum. í erindu nk. mánudag verður hins vegar fjallað um sitt- hvað úr sögu vatnsins í veröldinni, sem forvitni vekur. Höfuðstaður tækifæranna... „Reykjavík er staður tækifæranna. Menn sækja á „mölina“ vegna þess að þar eru fjölbreyttir möguleikar í starfi og leik. En það er ekki nóg að vita af tæki- færunum; menn verða að grípa þau — og nýta þau. Við þurfum að tryggja að Reykjavík verði áfram höfuðstaður tækifæranna. Það gerum við m.a. með þvi að skapa kynslóðinni, sem nú vex úr grasi, skilyrði til að þroskast með þeim hætti að þegar tímar líða grípi hún ekki aðeins tækifærin, heldur nýti þau og skyn- samlegaí* r Arni Sigfússon frambjóðandi í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.