Morgunblaðið - 23.11.1985, Side 28

Morgunblaðið - 23.11.1985, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER1985 togtiiiHfifrtfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoóarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, StyrmirGunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Augfýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjaid 400 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 35 kr. eintakiö. Skattagleði sósíal- demókrata — íslenzk skattalandhelgi Skattagleði sósíaldemókrata í Svíþjóð er gamalkunn. Raunar heimtir sænska ríkið hærra skatthlutfall af þjóðar- tekjum og/eða aflatekjum fólks og fyrirtækja en flest önnur. Nú hyggur Olof Palme, forsætis- ráðherra og leiðtogi sósíaldemó- krata í Svíþjóð, á skattheimtu í skattalandhelgi annarra Norð- urlanda. Hann hefur lagt til að tekinn verði upp norrænn virðis- aukaskattur til að greiða kostn- að við norræna samvinnu. Norræn samvinna er um flest af hinu góða. Við höfum sitt hvað jákvætt til hennar sótt. Og samstarf af þessu tagi kostar að sjálfsögðu einhverja fjár- muni. Á þeim vettvangi er þó aðhalds þörf. Norræn samvinna má ekki þróast í rándýrt skrif- ræði - með tröllvaxna yfirbygg- ingu -, sem bindur aðildarríkj- um óeðlilega kostnaðarbagga. Sérstök skattheimta af því tagi, sem hinn skattaglaði forsætis- ráðherra sósíaldemókrata í Sví- þjóð hefur lagt til, er út í hött. Frá því að núverandi ríkis- stjórn var mynduð, á tveimur og hálfu ári, hafa ríkisskattar, beinir og óbeinir, verið lækkaðir sem svarar langleiðina í tvo milljarða króna. Nefna má lækkun tekjuskatts einstaklinga 1983 og 1984; ákvörðun um af- nám tekjuskatts á almennar launatekjur í áföngum, en fyrsta skref á þeirri vegferð var stigið í ár og það næsta er ráðgert á komandi ári; lækkun erfðafjár- skatts; niðurfelling skatta þegar skattþegn hættir störfum; sér- stök lækkun skatts á sjómenn árið 1985, til lausnar kjaradeilu; endurgreiðsla uppsafnaðs sölu- skatts til sjávarútvegs; afnám 10% álags á ferðamannagjald- eyri; lækkun innflutningsgjalds af bifreiðum; niðurfelling tolla og söluskatts af tölvubúnaði og niðurfelling söluskatts af vélum og tækjum til landbúnaðar. Þessi upptalning er ekki tæm- andi. Skattbyrði einstaklinga til ríkisins vegna beinná skatta hefur lækkað verulega. Álagðir skattar til ríkisins í hlutfalli við tekjur einstaklinga vóru 6,3% 1979 en 5,1% 1984 og undir 5% 1985. Umtalsverður ríkissjóðshalli í ár og þröng staða í ríkisfjár- malum veldur því, að fresta verður ýmsum framkvæmdum, sumum aðkallandi, skera niður áður ákveðin rekstrarútgjöld ríkisins og fresta ráðgerðum skattalækkunum að hluta til. Skattahugmyndir flokksleið- toga sósíaldemókrata í Svíþjóð um samnorræna skattheimtu á íslandi hljóma því undarlega í eyrum Islendinga. Sænskar skattahugmyndir af þessu tagi eiga sízt erindi í íslenzka skatta- landhelgi. Hún er þegar nægi- lega setin. Það sem íslendingum ríður nú mest á er að ná niður verð- bólgu, viðskiptahalla og erlend- um skuldum, sem og að vekja og efla alla hvata til framtaks og verðmætasköpunar í þjóðar- búskapnum, atvinnulífinu. Okk- ur ríður á að auka þjóðartekj- urnar, skiptahlutinn á þjóðar- skútunni, með öllum tiltækum ráðum, til að ná sambærilegum lífskjörum hér á landi og í grannríkjum. Stjórnvöld geta örvað fram- tak í þjóðarbúskapnum og stuðl- að að innlendum sparnaði eftir ýmsum leiðum, meðal annars skattalegum. Hugmyndir nor- rænna sósíaldemókrata um samnorrænt úthald í íslenzkri skattaiandhelgi falla ekki að viðblasandi staðreyndum í ís- lenzku efnahagslífi. Skattagleði þeirra kann að hafa sprengt af sér eðlileg mörk í heimahögum. Hún á hinsvegar ekki erindi hingað. Reykholts- kirkja — Snorrastofa * Akveðið hefur verið að byggja kirkju í Reykholti. Gert er ráð fyrir hliðarhúsi við kirkj- una, Snorrastofu, sem hýsa á margvíslegt menningar- og fræðslustarf. Fagna ber þessum áformum. Fyrst og fremst vegna söguhelgi staðarins, sem tímabært er að þjóðin sinni. En jafnframt vegna þess að stefnt er að lifandi starfi í þágu bókmenningar, sögufræðslu, kynningar á ís- lenzkri menningu í nútíð og framtíð og hagnýtri þjónustu við innlenda og erlenda gesti. Það er mjög mikilvægt að íslenzk þjóð hlúi að menningar- arfi sínum og standi vörð um þá staði, sem söguleg helgi hvílir á. Einn þeirra er Reykholt Snorra Sturlusonar. Þær hug- myndir, sem reifaðar eru í sókn- arnefnd Reykholtskirkju, eiga því erindi til þjóðarinnar allrar. Það væri verðugt verkefni, til dæmis fyrir einhver fjöldasam- tök eða þjónustuhreyfingu, að hafa frumkvæði um þjóðar- stuðning við þetta verkefni. Þar sem rætur þjóðmenningar okkar hvíla, og Reykholt er einn þeirra staöa, á þjóðin skuld að gjalda. fitoigíM máQ Umsjónarmaður Gísli Jónsson 313. þáttur í Velvakandaþáttum þessa blaðs hefur stundum undan- farið verið minnst á drykkinn Hi-C og hvernig ætti að lesa úr þessu. Hér skal því ítrekað það sem um þetta var sagt í þáttum 310 og 311. Burt með framburð- inn hæsí (hvernig getur ríkis- útvarpið þolað slíkt í auglýs- ingum?) og reynum heldur að segja hikk, hik eða jafnvel há(a) sé. í einu Velvakandabréfinu sagði svo um annað efni: „Þá er það þetta með „verðin". Ég hef hingað til staðið í þeirri meiningu að orðið „verð“ væri eintöluorð. Nú um langan tíma hefur stórmarkaður hér í borg auglýst fyrir hverja helgi, bæði í blöðum og með heimsendum bæklingum. í þessum auglýs- ingum finnst mér málinu frek- lega misboðið, þar sem alltaf er talað um... „verðin hjá okkur" o.s.frv. Er þetta kannski eitt af þeim atriðum sem verður rétt bara ef það er nógu oft sagt og skrifað? Með von um skýr svör frá einhverj- um fræðingi." Umsjónarmaður tekur í sama streng og bréfritari. Honum finnst afar óviðfelldið að hafa orðið verð í fleirtölu. Reyndar er tiltölulega stutt síðan hann sá það eða heyrði í fyrsta sinn. Er þetta angi af fleirtöluáráttu sem nú herjar á málið, sbr. árangra, sum- ardvalir barna í sveit, martrað- ir og jafnvel tilganga. Ætli fleirtalan verðin sé ekki enn eitt dæmið um ensk áhrif, bein eftiröpun á prices? Sjálfsagt er að sporna við málfarsbreyting- um af þessu tagi. En mistakist það og nógu margir taki smekkleysuna upp, þá verður hún auðvitað „rétt“ með tíman- um, eins og bréfritari gefur í skyn. ★ Þá skal aftur gægst í Páls- bréf og nú í dæmi af staglstíl. í blaði var frá því skýrt að útlendingar nokkrir hefðu sýnt ljósmyndasýningar á tiltekn- um stað. Við Páll spyrjum: Sýndu þeir ekki bara ljósmynd- irnar? Annað dæmi: „Hafrann- sóknastofnun hefur nýlega skilað skýrslu um rannsóknar- áætlun á hvölum við ísland." Ja, þetta er víst ekki gert að órannsökuðu máli! Þriðjadæmi: „Borgarfulltrú- ar Alþýðubandalagsins mót- mæltu því harðlega á fundi borgarstjórnar í fyrrakvöld að kjörnir endurskoðendur borg- arinnar tækju af sér að endur- skoða reikninga borgarfyrir- tækja borgarinnar og endur- skoða síðar sína eigin endur- skoðun." Kannski endurtekning orð- anna endurskoðun og borg eigi hér að flokkast undir „listræna klifun", en varla er slíku til að dreifa, þegar segir í frétt að hinn slasaði sé lífshættulega slasaður. En lokadæmið af staglinu í bili er úr bridsfrétt: „Á hinn bóginn eru 6 lauf hins- vegar auðveld til vinnings." Og þó. Bætum einu góðu við: „Yfir- Ieitt hafa þau byrjað sem starf tveggja, þriggja forritara en síðan vaxið að vöxtum.“ Þetta mætti kannski kalla vaxta- vexti. ★ Að þessu sinni verður Páls- bréf svo kvatt með nokkrum klausum sem umsjónarmaður tilfærir án athugasemda, nema hvað hann færist í fang það erfiði að setja á þær fyrirsagn- ir: 1) Næturvakt eða dagvakt. „Vakt verður þar á nótt- unni alla virka daga.“ 2) Stefjafall. „Þegar vöggudís- ir kváðu honum örlagastef norður í Hjaltadal var rímað á móti undir Heima- kletti og stefin hittust úti í Kaupmannahöfn og féllu hvor að öðrum.“ 3) Ósigur spjótkastsins. „Einar sigraði spjótkastið aftur." 4) Hangiljóð. „En stutt ljóð hangið utan í lífi, segir töluvert um skáldið." 5) Tilkomi þín nýtni. „Svo nýt- ir menn sem við Islending- ar, kemur náttúrlega ekki til greina að fleygja öllum þeim verðmætum, sem koma til að skapast við þessar rannsóknir.“ 6) Þjóðerni. „Fengu þær að- stoð 80 manna norskrar lúðrasveitar frá Noregi." 7) Þurrt og vott. „ ... þar sem svo til eingöngu er þurrkað í vothey.“ 8) Leiðbeiningar handa bænd- um. „Það færi of mikill tími í að reka kýrina eina heim á daginn til mjöltun- ar og svo leki kýrin ekki þvert á móti sé hún mjög góð í mjöltun." 9) Landbúnaður. „Það er ekki þar með sagt að þeir eigi skilið eitthvað betra en við sem búum þetta land.“ 10) Lifi samkeppnin. „Einnig geta þeir (Islendingar) nú keppt við erlenda sam- keppni.“ 11) Efalausar upplýsingar. „Efa- laust myndu vafalaust aukast verulega með stytt- ingu vinnutímans." 12) Sjálftekt. „Það tekur sig kannski ekki að nefna það.“ ★ Frá „ókunnum höfundi" hef- ur þættinum borist þessi limra sem hér er látin flakka: Það varð Tómasi ekki að trafala að tjasla í afgamla rafala, með heimsmet í flotti sig hjúpaði skotti af silfurref, mink eða safala. ★ Auk þess legg ég til að við kaupum eitthvað, en verslum það ekki. Versla merkir að kaupa og selja, stunda við- skipti. Sú sögn tekur ekki með sér andlag. Kórfélagar í Hamrahlíðarkórnum á æfingu. Tónleikar í hátíðasal Menntaskólans við Hamrahlíð: Hamrahlíðarkórinn syngur þjóð- lög frá 14 löndum á frummálinu Hamrahlíðarkórinn heldur tónleika á morgun, sunnudag, kl. 17.00 í hátíð- arsal Menntaskólans við Hamrahlíð. Stjórnandi er Þorgerður Ingólfsdóttir. Á efnisskránni eru eingöngu erlend þjóðlög frá 14 löndum, sem öll verða flutt á frummálinu að undanskildum tveimur Ijóðaþýðingum eftir Þorstein Valdimarsson. Þorgerður sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að kór- inn hefði byrjað að vinna að þessari efnisskrá sl. vor en vegna anna I sumar Iögðust æfingar á þessari efnisskrá niður en voru teknar upp aftur fyrir u.þ.b. sex vikum. „Við ætlum að syngja þjóðlög m.a. frá ísrael, Japan, Rússlandi, Grikk- landi, Spáni, Frakklandi, Bretlandi, Sviss, Ungverjalandi, Júgóslavfu og Makedóníu auk þess sem sungin verða þjóðlög allra Norðurlandanna nema Islands þar sem efnisskráin verður byggð á erlendum þjóðlögum eingöngu. Okkur í kórnum hefur fundist mjög spennandi að vinna að þessari efnisskrá, þó það hafi verið mikil vinna fyrir meðlimi kórsins og þrot- laus æfing. Það er þó mikill lærdóm- ur að öllum þessum textum en við þurftum að fara hinar ýmsu leiðir til að læra framburð textanna," sagði Þorgerður. Kórinn fór í tónleikaför til Japans sumarið 1984 þar sem meðlimir lærðu ýmis japönsk hljóðtákn, að sögn Þorgerðar. ísraelsmaðurinn Ariel, sem stjórnar plöntunni í Litlu hryllingsbúðinni, var fenginn til að aðstoða við hebresku útfærsluna á þjóðlögunum frá ísrael. Þá er stúlka í kórnum sem hjálpaði við rússn- esku þjóðlögin þar sem hún hefur verið við nám þar í landi og ung- versk kona, sem er við kennslu í menntaskólanum, aðstoðaði við framburð ungverskunnar. Svona efnisskrá færir mann e.t.v. svolítið nær þessum þjóðum en þema þjóðlaganna er mjög svipað. Sungið er um mannlegar tilfinning- ar - ást og gleði, hryggð og trega. Þá er 1 þjóðlögunum að finna vöggu- lög og vinnusöngva." Hamrahlíðarkórinn fór sem kunnugt er á hina fjölmennu tón- listarhátíð, „Europa Cantat“ eða „Evrópa syngur", sem haldin var í tilefni tónlistarársins 1985 í Strass-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.