Morgunblaðið - 23.11.1985, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 23.11.1985, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER1985 39 Góð, en ekki alveg nógu sann- færandi Hljómplötur Siguröur Sverrisson Dexy’s Midnight Runners Don’t Stand Me Down Phonogram/Fálkinn Eftir þrjú löng ár hefur Kevin Rowland loks tekið sig saman i andiitinu og fylgt hinni frábæru plötu, Too Rye Ay, eftir. Það, að fylgja slíkri skífu eftir, er erfitt en hin langa töf gerir það að verkum að samanburðurinn við Too Rye Ay verður óhagstæðari en ella. Ekki svo að skilja að Don’t Stand Me Down sé slök plata — fjarri því — en hún á talsvert langt í land til að geta talist jafnoki Too Rye Ay. Á ýmsu hefur gengið í sam- starfinu hjá Rowland og félögum hans í hljómsveitinni á liðnum árum og sífelldar mannabreyt- ingar m.a. verið ein orsök þess hversu erfiðiega hefur gengið að koma frá sér plötu. Af þeim 8—10 manna hópi, sem stóð að upptökunum á Too Rye Ay (Ymissa hluta vegna er ákaflega erfitt að henda reiður á hver og hver á ekki sæti í sveit Rowlands) eru aðeins tveir eftir á þessari plötu, þau Helen O’Hara (hún var reyndar aðeins skráð sem „back-up“ söngvari á Too Rye Áy) og Billy Adams. Þrátt fyrir hinar róttæku mannabreytingar væri ljótt að segja að tónlist Dexy’s hefði tekið einhverjum umtalsverðum breytingum. Fjandakornið, hún er svo að segja nákvæmlega eins og fyrir þremur árum nema hvað yfirbragðið er e.t.v. ívið þyngra og það má að mestu leyti rekja til meðhöndlunar tónlistarinnar í hljóðverinu. Þessi nýja plata Dexy’s sver sig mjög í ætt við Too Rye Ay en hefur þó ekki til að bera þann stöðugleika sem gerði það að verkum að Too Rye Ay var valin plata ársins 1982 af íslenskum plötugagnrýnendum. Inn á milli eru þrælskemmtileg lög, t.d. Listen to This svo og One of Those Things, sem reyndar hlýt- ur að vera soðið upp úr Werewol- ves in London eftir Warren Ze- von. Lögin eru svo æpandi lík. ÖIl fyrri hlið plötunnar er dálítið seintekin en þar eru þó hörku- góðir sprettir. Inn á milli dettur platan nánast niður á samræðu- plan og slíkt kann ég ekki alveg að meta. Prófkjör Sjálfstæöismanna 24. og 25. nóv. 1985 OSLM KOMU12.S^ETI .. m4 KatrínGunnarsdótur, ,11»^ iGuðtnun^L-—' Katrín er jafn sjálfsögð í 2. sæti og Davíð í 1. sæti- BORGARimAR VEGNA! Kosningaskrifstofan í Lækjargötu 2 3. hæö (Nýja bíó) er opin klukkan 16-22 og 10-22 um helgina. Símar 11933 og 621808 Stuðningsmenn Stuð'as( Opiöídagkl. 10—4. Húsgagnasýning sunnudag 1-4 hátíð sófasett á frábæru verði T.d. Leðursófasettf. kr. 75.500stgr. Bláskógap Ármúla 8. S. 686080 — 686244,^“^<,l—^^™ Tausófasettf. kr. 42.750stgr. Stakir leöurstólar f. kr. 29.800stgr. Stakirtausófarf.kr. 18.900s\gr. Raösófasett f. kr. 41.700stgr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.