Morgunblaðið - 23.11.1985, Síða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER1985
íiCEAAIirt
c& þrauka,, czf-i, jpíi
mfSSi'r af Hallc^s-loalastjörnunAÍ."
ásí er....
... aö hjúkra hon-
um vel.
Síminn hennar er bilaður...
Dýrtíðin, maður minn!
Styrkjum meirihlut-
ann — Styðjum Árna
Velvakandi:
Sunnudaginn 24. og mánudag-
inn 25. nóvember fer fram próf-
kjör sjálfstæðismanna í Reykja-
vík vegna borgarstjórnarkosn-
inganna í vor. Allir flokks-
bundnir sjálfstæðismenn hafa
rétt til að taka þátt í prófkjör-
inu. Mikilvægt er að vel takist
til um val framboðslista flokks-
ins því nauðsynlegt er að sjálf-
stæðismenn haldi meirihluta
sínum í bortrarstjórn Reykjavík-
Samband
dýravernd-
unarfélaga
íslands
Skúla Helgasyni prentara
leikur hugur á að vita hvaða félög
stóðu að stofnun Sambands dýra-
verndunarfélaga íslands á sínum
tíma? Einnigþætti honum fróðlegt
að vita hvenær síðasti sambands-
fundur var haldinn og hvernig
flóamarkaður í Hafnarstræti teng-
ist þessu?
Velvakandi hvetur lesendur til að
skrifa þættinum um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til — eða
hringja milli kl. 10 og 11.30, mánu-
daga
til föstudaga, ef þeir koma því ekki
við að skrifa. Meðal efnis, sem vel
er þegið, eru ábendingar og orða-
skipti, fyrirspumir og frásagnir,
auk pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn,
nafnnúmer og heimilisföng verða
að fylgja öllu efni til þáttarins, þó
að höfundar óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálk-
unum.
ur. Góð þátttaka í prófkjörinu
er styrkur í þeirri baráttu sem
framundan er.
Borgarstjórinn í Reykjavík,
Davíð Oddsson, hefur reynst
mjög farsæll í störfum. Maður
hittir varla þann Reykvíking,
sem ekki vill sjá Davíð í stóli
borgarstjóra í Reykjavík. Því er
mikilvægt að sjálfstæðismenn
veiti honum ótvíræðan stuðning
í fyrsta sæti listans.
En til þess að styrkja enn
frekar framboðslistann vil ég
vekja athygli á Árna Sigfússyni.
Árni hefur gefið út blað sem
kallast Höfuðborgin, þar sem
hann setur ítarlega fram tillög-
ur sínar í borgarmálum. Það er
athyglisvert við málflutning
Árna, að hann leggur höfuðá-
herslu á að áfram verði haldið
að draga úr álögum á borgarbúa
og að ekki verði borgarbúum
íþyngt með frekari skattheimtu.
Og í blaði sínu segir hann:
„Af þeim sökum þarf að koma
til aukin rekstrarhagræðing og
efld atvinnustarfsemi sem
standi undir þjónustukostnaði."
Þetta er meginatriði. Það er
ekki hyggilegt fyrir frambjóð-
endur að lofa stuðningi við hin
og þessi málefni án þess að huga
að því hvernig afla skuli tekn-
anna.
Sjálfstæðisflokknum er því
mikill styrkur af Árna Sigfús-
sjni í komandi kosningabaráttu.
Árni hefur sýnt það og sannað
með skeleggum málflutningi og
kröftugu pólitísku starfi á meðal
ungra sjálfstæðismanna.
Það er með góðri samvinnu
unnt að styðja Árna Sigfússon
í öruggt sæti.
Sigurbjörn Magnússon,
varaformaður Sanibands
ungra sjálfstæðismanna.
Tíma-
skekkja
á Alþingi
Fyrir nokkrum dögum sagði
formaður Alþýðubandalags-
ins, Svavar Gestsson, í ræðu
á Alþingi: „Nú eru 14 ár til
aldamóta." Um næstu áramót
eru 15 ár til aldamóta
85+15=100. Öldinni lýkur ekki
fyrr en 31. desember árið
2000.
Svipuð villa kom fram í
ræðu þáverandi formanns
Alþýðuflokksins, Benedikts
Gröndal, er hann sem forsæt-
isráðherra flutti áramóta-
ræðu sína 31. des. 1979 og
sagði: „nú er áttunda ára-
tugnum að ljúka.“
Gamall fjósamaður
Leiðrétting
Þau leiðu mistök urðu í pistli er
birtist í Velvakanda 21. nóvember
sl. að bréfritari er rangfeðraður.
Matthías sem ritar um afkomend-
ur Matthíasar Jochumssonar er
Frímannsson en ekki Finnsson.
Velvakandi biðst velvirðingar á
þessu.
Víkverji skrifar
Umferðarráð upplýsti fyrir
skemmstu að 26.700 ökumenn
hefðu verið kærðir fyrir ölvun við
akstur á áratugnum 1974 til 1984
og þar af á tólfta þúsund í Reykja-
vík einni saman. Það fylgdi ekki
fréttinni hvort hér væri rétt eitt
heimsmetið okkar íslendinga mið-
að við höfðatölu, en ekki er það
ólíklegt. Það vill til að landið er
stórt og olnbogarýmið mikið, þó
að það sé raunar í þéttbýlinu, eins
og sjá má af fyrrnefndum tölum,
sem þetta ófyrirleitna fólk teflir
helst við dauðann.
Spurningin er hvort við séum
nógu árvökul og þó kannski ekki
síður hvort við séum nógu ströng
og ákveðin. Hvernig fylgjumst við
til dæmis með því að lögbrjótarnir
virði ökubannið? í lesendabréfi nú
nýverið upplýsti sárgramur bréf-
ritari að réttindalaus nágranni
hans, sem hafði raunar sitthvað
fleira á samviskunni en ölvunar-
aksturinn, væri eftir sem áður á
ferð og flugi á bíldruslunni. Ruku
menn upp til handa og fóta og tóku
í lurginn á kauða? Sjálfur hafði
Víkverji eitt sinn fregnir af at-
hafnamanni svokölluðum sem víl-
aði ekki fyrir sér að aka bíl sínum
þótt hann hefði engin réttindin það
árið. Hann mátti oft suður á Kefla-
víkurvöll og hafði þá þann háttinn
á, til þess að forðast lögregluna í
hliðinu, að leggja bílnum utan
vallar og skríða bara undir girð-
inguna! —. ..
Menn verða ekki athafnamenn
rétt svona út á andlitið á sér.
XXX
bílbeltamálinu og upphefja þenn-
an venjulega barlóm um persónu-
frelsið og hvað það nú heitir.
Víkjum nú snöggvast sögunni
til Bretlandseyja þar sem þeir
eru víst ekki barnanna bestir held-
ur ökuþrjótarnir; að minnsta kosti
hafa menn á þeim slóðum vaxandi
áhyggjur af ölvunarakstrinum.
En þeir sýnast að auki ekki ætla
að láta sitja við masið tómt. Nú
er opinber stofnun sem hefur farið
ofan í þessi mál búin að leggja
til að lögreglunni verði heimilað
að stöðva hvern þann ökumann
sem henni sýnist og hvenær og
hvar sem henni sýnist til þess að
ganga úr skugga um að hann sé
allsgáður. Ætlunin er að taka
menn af handahófi ef af verður
og kanna með þessum venjulegu
mælingum hvort áfengi sé í blóði
þeirra og þá hve mikið.
Talsmaður annarrar stofnunar
breskrar, sem líka sinnir öryggis-
málum, lét nýverið hafa eftir sér
í blaðaviðtali: „Ef hryðjuverka-
menn dræpu jafn marga hér á
Bretlandseyjum og falla fyrir ölv-
uðum ökumönnum, þá ætti al-
menningur naumast nógu stór orð
til þess að lýsa hneykslun sinni."
En ef því yrði hreyft hér heima
að við tækjum upp áþekk vinnu-
brögð og hér hefur verið lýst, þá
mundu eflaust einhverjir rjúka
upp til handa og fóta ‘*\aiiPg|jÍr
XXX
r
Oneitanlega hefur verið spaugi-
legt að fylgjast með því hvern-
ig þeir hafa verið að kljást um það
upp á síðkastið, forsætisráðherra
og formaður þingflokks framsókn-
armanna, hvor þeirra hafi dvalist
lengur erlendis það sem af er ár-
inu. Við síðustu könnun hafði
Steingrímur forustuna og hafði
lagt útland undir fót fjórum sinn-
um og í samtals 48 daga en Páll
fylgdi fast á eftir og nálgaðist
fimmta dagatuginn óðfluga.
Kannski er það ein leiðin út úr
efnahagsvanda okkar að velja
einungis heimakæra stjórnmála-
menn til forystu hjá okkur. Með
því sem þá mundi sparast gætum
við síðan stofnað nýjan bjargráða-
sjóð og kallað hann Heimasetu-
sjóðinn. Við gætum meira að segja
skrifað hann með zetu til þess að
gleðja menntamálaráðherra sem
er alveg trítilóður zetumaður.
Yrðum að hafa þennan uppáhalds-
staf hans í eignarfalli að vísu, en
Heima-z-sjóður íslands lítur svo
skrambi vel út á pappírnum.
Og ef við fengjum svo einhvern
þjóðkunnan okrara til þess að
ávaxta sjóðinn þá yrðum við komin
á grænu greinina áður en árið
væri á enda.