Morgunblaðið - 23.11.1985, Side 52

Morgunblaðið - 23.11.1985, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER1985 * Ferguson bjartsýnn fyrir síðari leik Skota gegn Ástralíu — sjö leikmenn sem léku fyrri leikinn ekki med ALAN Ferguson þjálfari Skoska landsliösins í knattspyrnu til- kynnti I gœr þá nítján leikmenn sem koma til með aö leíka síöari leikinn gegn Áströlum í Melbourn miövikudaginn 4. desember nnstkomandi. Mikiö er um forföll í liöinu en engu aö síöur er Fergu- son ekki í hinum minsta vafa um aö líð hans muni tryggja sér snti í lokakeppninni á nnsta ári. „Viö erum sannfæröir um aö þaö verður erfitt fyrir Ástrali aö vinna upp tveggja marka sigur okkar á miövikudaginn var. Þeir veröa þá aö breyta leikaöferö slnni mikiö og reyna aö sækja. Ég hef ekki trú á því aö þeim takist aö skora tvö mörk hjá okkur og ef þeir gera þaö þá skorum viö bara eitt mark og þaö dugar okkur áfram', sagöi Ferguson í samtali viö AP frétta- stofuna í gær þegar hann tilkynnti hópinn sem leika mun í Ástralíu. Eins og áöur sagöi er mikiö um forföll í liöi Skota fyrir þennan leik. Kenny Dalglish mun ekki leika meö því hann vill frekar stjórna liöiö sínu, Liverpool, en fara til Ástralíu. Ferguson og hann ræddu málin lengi áöur en Ferguson samþykkti aö Dalglish yröi heima. • Kenny Dalglich, Liverpool, gef- ur ekki kost á sér í leikinn gegn Áströlum 4. desember. Aðdáandi Bremen finnst myrtur LÖGREGLAN í Bochum í Vestur- Þýskalandi skýrði frá því á fimmtudaginn aö þrítugur að- dáandi og fylgismaöur knatt- spyrnuliös Werder Bremen hefði fundist látinn á járnbrautarteinum í Bochum á fimmtudaginn. Lögreglan sagöi aö hinn látni heföi greinilega verið rændur, hon- um misþyrmt og líklega hent fyrir borö og slasast mikiö viö þaö. Síöar um nóttina átti vöruflutningalest leið þarna um og ók hún yfir mann- jnn með fyrrgreindum afleiöingum. Taliö er að maöurinn hafi veriö á leiö til Múnchen eftir leik Bremen viö Gladbach á mlövikudagskvöld- iö. Bremen vann leikinn 1:2 og á aö leika gegn Bayern í dag og veröur leiknum sjónvarpaö beint hingaö til islands. Sigursælir KNATTSPYRNULIO Áburðarverksmiöjunnar hefur átt góöu gengi að fagna í firmakeppnum síöustu árin en þó aldrei sem á síðasta sumrí. Af fimm keppnum, sem liöiö tók þátt í, sigraöi það í þrem- ur, fékk silfriö í einni og skipaði fjóröa sæti í annarri. Auk þess sigraöi liöið í árlegri keppni viö Sementsverksmiðjuna og hefur því unniö til bikarsíns fjögur ár í röð. Jónas Jónsson hefur stjórnaó líöinu undanfarin þrjú ár og agi og liðsandi góður eins og árangur- inn ber meö sér. Meófylgjandi mynd er af hinu sigursæla líði Áburö- arverksmiöjunnar. Leikmaöurinn snjalli hjá Manch- ester United, Gordon Strachan, mun ekki heldur leika meö Skotum þann 4. desember. United var til- búið til aö kosta einkaþotu meö hann til Ástralíu sunnudaginn 1. desember en Ferguson vill fá hann fyrr til sín og því varö úr aö hann færi hvergi. Fimm aörir leikmenn sem voru í liöinu í síöasta leik Skota veröa ekki meö í Ástralíu. Arthur Albiston, Manchester United, Alan Hansen, Liverpool og markvöröur Oldham Andy Goram eru meöal þeirra sem losna viö aö fara þessa erfiöu ferö. Steve Archibald mun ekki leika þennan leik og Jim Bett ekki heldur. Bett meiddist í síðasta leik Aber- deen en þá kom hann inná sem varamaöur undir lok leiksins. Hann fékk slæmt spark í hnéö og var skorinn upp. Hann veröur frá æf- ingum í nokkrar vikur. Ferguson er samt hvergi smeikur eins og sést af ummælum hans hér aö framan Hann hefur valiö Neale Cooper í landsliöiö í fyrsta sinn og einnig Stuart McKimmie en þeir leika báölr meö Aberdeen, liöinu sem Ferguson stjórnar. Liöiö er þannig ekipaö: Markveröir eru þeir Jim Leighton (Aberdeen), Alan Rough (Hibernian) og Campell Money(St. Mirren) Varnarmenn: Richard Gough (Dundee), Maurice Malpas (Dundee), Neale Cooper (Aberdeen), Stuart McKimmie (Aberdeen), Steve Nicol (Liverpool), Alex McLeish (Aberdeen) og Willie Miller (Aberdeen). Framveröir veröa Frank McAvennie (West Ham), Graeme Sharp (Everton), David Speedie (Chelsea. Maurice Johnston (Celtic) og Davie Cooper (Rangers). Punktar Tennlsstjarnan Boris Becker er nú staddur í Ástralíu þar sem hann undirbýr sig fyrir tennis- mót sem þar fer fram í næstu viku. Becker kom þangað í gær en þá átti piltur afmæli og var þetta í átjánda sinn á ævi hans sem þaö gerist. McEnroe hefur ákveölö aö keppa á þessu móti og þar meö eru þeir bestu allir komnir. Lendl, McEnroe, Wilander og Neckere. ÞjálfariHanover í V-Þýska- landi hefur veriö rekinn. Viö skýröum frá því í gær aö þaö stæöi til aö reka Biskup en nú hefur orðið af því. Varamark- vöröur liösins, Juergen Rynid mun sjá um þjáfun liösins næstu daga þar til þeir finna nýjan þjálfara. Fleiri þjálfarar voru látnir fjúka í gær. Hiö fræga liö Inter Milan rak þjálfar sinn, llario Castagner í gær. Ákvöröun um þetta þykir tekin á dálítiö furöu- legum tíma því liðiö á aö leika gegn Juventus á sunnudaginn og gæti sá leikur ráöiö miklu um hvort þessara félaga veröa meistarar í ár. Á Sport-Aid hátíöinni sem fyrirhuguö er á næsta ári stend- ur til aö keppt veröi í handknatt- leik. Veriö er aö vinna aö því aö þaö veröi úrvalslið frá Noröur- löndum sem leika mun viö Heimsliöiö. Þaö er aö sjálf- sögöu Bob Geldof sem stendur fyrir þessari uppákomu en hann sá um hljómeikana Live— Aid sem haldnir voru á þessu ári. • Maradona verður að láta skera sig upp viö hnémeiöslum á næstunni. Maradona í uppskurð ARGENTÍNSKI knattspyrnusnill- ingurinn Diego Armando Mara- dona, sem leikur meö Napoli á Ítalíu, hefur í hyggju aó láta skera sig upp við hnémeiðslum í næsta mánuöi. „Þaö er læknisins aö taka loka- ákvöröun um þaö hvenær skuli skera mig,“ sagöi Maradona í sam- tali viö ítalskt blaö í gær. „Ég gæti trúaö aö þaö væri best aö gera þetta í jólafríinu, þegar hlé veröur gert á ítölsku knattspyrnunni. Ég get ekki hugsaö mér aö eiga í ein- hverjum hnémeiöslum í úrslita- keppni heimsmeistaramótsins í Mexíkó á næsta ári,“ bætti hann viö. Maradona hefur átt í þessum hnémeiðslum sínum síöan í maí í vor. Ef hann fer í uppskurð, mun hann vera frá knattspyrnu í nokkrar vikur. Þaö er ekki gott fyrir liö hans Napoli, sem nú er í þriöja sæti deild- arinnar. Forráöamenn Napoli eru ekki ánægöir meö þetta. • Dýri Guömundsson, FH, var kjörinn knattspyrnumaður ársins af félögum sínum í FH. Hann er hér í leik gegn Keflavík sl. sumar. Dýri bestur hjá FH-ingum Á uppskeruhátíó knattspyrnu- inn besti leikmaöur liösins áriö deildar FH sem haldin var fyrir skömmu var Dýri Guömundsson kjörinn leikmaöur ársins hjá fé- laginu. Góöur endir hjá Dýra sem nú hyggst leggja skóna á hilluna þó svo hann haldi áfram afskipt- um af knattspyrnu. Dýri Guömundsson lék áöur fyrr meö Val og var meöal annars kjör- 1979 þegar Valsmenn voru uppá sitt besta. Hann á aö baki fimm landsleiki í knattspyrnu. Næsta sumar mun hann starfa í meistara- flokksráöi FH ásamt Þóri Jónssyni, sem dvaliö hefur í Svíþjóö tvö síö- astliöin ár, en hann lék áöur meö FH og Val í knattspyrnu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.